Vísir - 21.01.1975, Side 3

Vísir - 21.01.1975, Side 3
Vísir. ÞriOjudagur 21. januar 1975. 3 HVER SEM GETUR MÁ AKA VÉLSLEÐA — á þá þarf ekki ökuskírteini, þeir eru ekki í skyldu- tryggingu og ekkert aldurslágmark er fyrir ökumenn þeirra Ekkert ökuskírteini þarf til að aka vélsleðum; og þeir eru ekki skráningarskyld ökutæki. Sumir þeirra eru þó með vélaraf I á borð við bíla og komast á töluverðan hraða. Fimmtán ár eru lágmark til að stýra skellinöðru og til er aldurslágmark fyrir stjórnend- ur dráttarvéla. En engin lög mæla því i móti, að fimm ára barn geti þeyst um á vélsleða — ef það nær upp i stýrið. „Þetta hefur svolitið borið á góma hjá okkur, liklega meira i vetur en undanfarið,” sagði Ólafur Stefánsson, skrifstofu- stjóri i dómsmálaráðuneytinu, er Visir spurði hann um þessi mál. „Það liggur við, að þessi farartæki teljist bilar, ef ná- kvæmlega er farið ofan i skil- greininguna.” Nokkur könnun hefur verið á þvi gerð, hve mikil vélsleðaeign sé orðin á vissum stöðum, þar sem þeir eru mest notaðir. Virðist hún orðin töluverð. Þannig er til dæmis áætlað, að á Akureyri séu vélsleðar orðnir á annað hundrað. Þar og viðar er notkun vél- sleðanna bönnuð á götum bæjarins, en erfiðlega gengur að lita eftir að þvi banni sé fram- fylgt, meðal annars vegna þess, að engin auðkenni svo sem skrásetningarnúmer eru á sleðunum. Löggæzlumenn standa þvi oft eftir án mögu- leika á að elta ökuþóra uppi, af þvi þeir bjarga sér burtu yfir fönnina, sem lögreglan sekkur i. Sums staðar i þéttbýli er notk un vélsleða bundin við ökuskir- teini, en það hefur ekki við reglugerð eða lög að styðjast, þótt heimild sé i lögum til að banna umferð þeirra i þéttbýli og til dæmis á skiðaslóðum. „Ég var með það i huganum að fá upplýsingar um þessi tæki, og biðja Bifreiðaeftirlitið að kanna málin,” sagði Ólafur. „Það er fyrst og fremst hraðinn, sem sker úr um það, hvar i flokki ökutæki lenda. Þau öku- tæki, sem ekki eru skráningar- skyld, eru yfirleitt þau tæki, sem ekki komast á neinn telj- andi hraða og eru litið á vegum, svo sem vinnuvélar margskon- ar. Og þótt vélsleðar séu fyrst og fremst ætlaðir til notkunar utan vega, má þó nota þá á veg- um lika, þar sem hraði þeirra getur notið sin. Ekki er fráleitt að láta sér detta i hug, að gilt gætu svipuð ákvæði um akstur þeirra og gilda fyrir skellinöðrur, og ég hef haft i huga hvort ekki væri heppilegt að hafa sérstök skráningarmerki fyrir vélsleða. Ég kann einhvern veginn ekki við að hugsa mér þá með sömu skráningarmerki og bila. En það er alls ekki óliklegt, að einhver ákvörðun verði tekin um þetta á næstunni.” Á það má einnig benda, að meðan vélsleðar lúta aðeins að litlu leyti lögum og reglum, er ekki skylt að hafa þá ábyrgðar- tryggða, þótt samkvæmt al- mannatryggingum muni lög um ökumannstryggingu ná yfir þá. —SH Víst er vélsleðaakstur skemmtilegt sport, en eins og öll önnur hrað- skreið farartæki geta þeir orðið hættulegir. Þessa mynd tók Bj.Bj. af ökumanni, sem sýnist kunna vel til verka. Jón Sigurðsson, I miðið, skar á hnútinn og beitti oddaaðstöðu sinni sem fulltrúi hins opinbera til að ákveða verðið. Fulltrúar seijenda, til hægri, samþykktu hiö nýja verð, Guðmundur Jörundsson og Ingólfur Ingólfsson, en fulltrúar verksmiðjanna, til vinstri, greiddu atkvæði á móti, Jón Reynir Magnússon og Guðmundur Kr. Jónsson. VERÐJÖFNUNARSJÓÐUR BJARGAR LOÐNU- VERTÍÐINNI - í BILI Sæmilega hátt lýsis- verð og greiðslur úr verð- jöf nunarsjóði halda loðnuveiðinni gangandi — að sinni. Loðnuverð var ákveðið í gær, og er það 25%, og þaðan af meira, lægra en var í fyrra, vegna þess að verð á mjöli hefur fallið um helming á erlendum markaði. Útvegsmenn sætta sig við þessa verðlækkun. Allri innistæðu vegna mjöls og lýsis i verðjöfnunarsjóði verður varið til að styrkja loðnuvertiðina, alls um 200 milljónir króna, sem mun þýða 60 aurar á hvert kiló. Hins vegar er talið blasa við, að verðjöfnunarsjóður gangi til þurrðar, að þessu leyti, og veiðin stöðvist jafnvel ef ekki verður breyting til batnaðar á mjölverði, þegar á liður ver- tiðina. Verðið er nú ákveðið til 15. marz aðeins, og beðið átekta eftir þvi, hvernig verðlagsmálin þróast. Loðnuverksmiðjurnar sam- þykktu ekki hið nýja verð, en munu þó fara eftir þvi fram eftir vertið, en óvist, hvað verður, þegar verðjöfnunarsjóður „tæmist”. Lágmarksverð á loðnu til bræðslu var ákveðið þetta: Á 1. timabili frá 17. jan. til 8. feb. 2,80 á kiló, á 2. timabili 9. feb. — 15. feb. 2.05, 3. timabil 16. feb. — 22. feb. 1.90 á kiló, 4. timabil 23. feb. — 1. marz 1,60, 5. timabil 2. marz — 8. marz 1.35 og 6. tima- bil 9. marz — 15. marz 1.25 krónur á kiló. Auk þessa greiða kaupendur 15 aura fyrir hvert kiló i loðnu- flutningasjóð frá 17. janúar til 15. febrúar og 10 aura frá 16. febrúar til 8. marz. Eftir þann tima fellur sú greiðsla niður. . —HH yrðingur. „Kveikjan að þessari hringhendu er fyrirsögnin: „Undir mjallarþaki”. Visan er svona: Hátt ég kalla: Horfið á, hylur alla klaki. Ækin varla eygja má undir mjallarþaki.” -SH. Fyrirsagnir Yísis veita innblástur „Þegar ég var að horfa á datt mér visa i hug”, sagði alíán þennan óskaplega snjó i Lárus Salómonsson, lög- opnunni i föstudagsvisinum, regluþjónn, glimukappi og hag- Fjölmiðlar eða fjölmiðlarar? — fjölmiðlunarkennsla vœntanlega í Háskólanum 1976 íslenzkukennslu á mennta- skólastiginu er mjög ábótavant. Þetta kom meðal annars fram á tundi um helgina. Þar var f jallað um kennslu I fjölmiðlun við Há- skóla tslands. Það var undirbún- ingsnefnd sú, sem fjallar um þessi mál. sem gerði þar grein fyrir hugmyndum sinum við Blaðamannafélag tslands. Formaður nefndarinnar er Þorbjörn Broddason lektor, og sagði hann, að vonazt væri til að nefndin gæti skilað álitsgerð sinni um mánaðamót febrúar-marz. Ef allt gengi vel, má búast við að kennsla gæti hafizt árið 1976. Nefndin gerir ráð fyrir þriggja ára námi til B.A. prófs. Þar af gætu þrfr mánuðir hugsazt á dag- blaði, útvarpi eða sjónvarpi. En segja má að eiginleg blaða- mennska sé ekki nema litill hluti i menntuninni. Leggja verður mikla áherzlu á islenzku og svo verður að gera vel grein fyrir ýmsum þáttum i þjóð- félaginu. Menn verða eiginlega að læra hvernig kerfið virkar, ef svo má segja. Gert er ráð fyrir hag- fræði, lögfræði, stjórnmálafræði, sálarfræði, erlendum tungumál- um og fleiri greinum. Blaðamenn komu með ýmsar tillögur, svo sem að nemar skrif- uðu eigið blað meðan á námi stæði. Fyrir Blaðamannafélagið situr Eiður Guðnason fréttamað- ur 1 nefndinni. En gaman verður svo að vita hvað þeir verða kallaðir sem ljúka námi af þessari námsbraut. Verða þeir kannski kallaðir fjöl- miðlar eða fjölmiðlarar? —EA Að herferðinni lokinni: Auglýsingarnar kost- uðu happdrœttin um 8 milljónir í ár „Það er nú ekki hlaupið að því að taka þessar töl- ur saman"; sagði Póll H. Pólsson forstjóri Happ- drættis Hóskólans; er blaðið spurði hann, hversu mikið auglýsinga- herferð þess hefði kostað í ór. „Auglýsingarnar eru svo margvislegar. Sumt er styrkur til skólablaða og annarra og annað eru dýrar sjónvarpsaug- lýsingar. Annars voru sjón- varpsauglýsingar okkar i ár fremur stuttar,” sagði Páll. Háskólahappdrættið varði milli þriggja og fjögurra milljóna til auglýsinga á siðasta ári og sagði Páll, að upphæðin i ár væri i það mesta 5 milljónir. „En við seljum lika fyrir 1000 milljónir i staðinn,” sagði Páll. Ólafur Jóhannesson, forstjóri happdrættis SIBS, sagði, að upphæðin i fyrra hefði numið þrem milljónum. „Ég reikna með að upphæðin sé svipuð i ár, þegar allt er með- talið. Mest af upphæðinni renn- ur til auglýsinganna i upphafi ársins. örlitilli upphæð er lika varið mánaðarlega til að minna á endurnýjun”, sagði Olafur Jó- hannesson,forstjóri happdrættis SIBS. —JB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.