Vísir


Vísir - 21.01.1975, Qupperneq 6

Vísir - 21.01.1975, Qupperneq 6
6 Vísir. Þriðjudagur 21. janúar 1975. vism Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri RitstjórjiarfuIItrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiðsla Ritstjórn Áskriftargjaid 600 t lausasölu 35 kr. : Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Haukur Ilelgason : Skúli G. Jóhannesson : Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 : Hverfisgötu 44. Simi 86611 : Siðumúla 14. Simi 86611. 7 llnur kr. á mánuði innanlands. eintakið. Blaðaprent hf. Ráð við verðbólgu „Er þeim nokkur alvara, þegar þeir tala um að ráða niðurlögum verðbólgunnar? Er slikt tal nokkuð annað en slagorð stjórnmálamanna, sem allir nota en enginn sinnir?” Þannig spyrja margir. íslenzkur efnahagur er á margan hátt ólikur þvi, sem annars staðar gerist. Hér gilda ekki nema að hluta þær formúlur, sem annars staðar eru taldar hæfar. Þvi veldur fyrst og fremst, hve mjög við erum háðir atvinnuvegum, þar sem magn og verð sveiflast feikilega upp og niður, að mestu án þess að við fáum við ráðið. öðru máli gegnir um þjóðir, sem byggja hag sinn á iðnaðar- framleiðslu með tiltölulega öruggum og stöðug- um markaði. Jón Sigurðsson hagfræðingur nefnir i nýbirtri grein i timaritinu Fjármálatiðindi nokkur grund- vallaratriði, sem viðnám gegn verðbólgu hér á landi ætti að byggjast á. I fyrsta lagi þarf að gæta aðhaldsemi i útgjöldum og útlánum, bæði hjá opinberum aðilum, lánastofnunum og einkaaðil- um. Til að hafa áhrif á einkaneyzluna þarf i senn að draga úr launahækkunum, auka skatta á sum- um sviðum og hvetja til sparnaðar með öllum til- tækum ráðum. Jafnframt þarf að tryggja, að þvi takmarkaða fjármagni, sem til ráðstöfunar er, sé beint að forgangsframkvæmdum, en öðrum framkvæmdum frestað, eftir þvi sem fært er. Um það má deila, að hve miklu leyti þessu at- riði, sem Jón Sigurðsson nefnir, er framfylgt. Þó má fullyrða, að mikið skortir á, að framan- greindir aðilar beiti þessu vopni gegn verðbólg- unni i þeim mæli, sem æskilegt væri, til þess að takast mætti að ná þvi takmarki stjórnvalda að koma verðbólgunni niður i nálægt 15 af hundraði á hausti komanda. 1 öðru lagi nefnir Jón Sigurðsson, að efla þurfi samráð við aðila vinnumarkaðarins við mótun samræmdrar stefnu i launa- og efnahagsmálum. Við rikjandi aðstæður sé óhjákvæmilegt að rjúfa um sinn og slæva framvegis sjálfkrafa vixlhækk- un verðlags og kaupgjalds. Bæta þurfi hag hinna lægst launuðu og gera i þvi skyni meðal annars breytingar á sviði skatta, tryggingabóta og niðurgreiðslna. Segja má, að rikisstjórnin hafi, að megni, unnið að framkvæmd þessa atriðis. Þá þarf að beita virkri og aðhaldssamri stefnu i peninga- og lánamálum með tiðari breytingum á vöxtum og öðrum lánskjörum með tilliti til að- stæðna i efnahagsmálum. Meðal annars verði beitt verðtryggingu, svo og að beina megi fjár- magni frá lifeyrissjóðum til fjárfestingarlána- sjóða. Tvimælalaust nefnir Jón Sigurðsson hér tæki, sem i alltof litlum mæli hefur verið beitt hér á landi i viðnámi við verðbólgunni. Þá nefnir hagfræðingurinn nauðsyn á virkri og hreyfanlegri stefnu i gengismálum. 1 þessum efn- um hefur löngum mikið á skort, en flestir munu sammála um, að á þvi hefur orðið veruleg breyt- ing siðustu ár. Þó er hætt við, að stjórnvöld kunni enn i framtiðinni að draga of lengi nauðsynlegar gengisbreytingar, sem gerir þær aðeins sárari öllum almenningi. Loks nefnir Jón Sigurðsson, að beita þurfi sveiflujöfnun i tekjum sjávarútvegs i rikari mæli. Verð jöfnunarsjóð sjávarútvegsins þarf að efla i framtiðinni til að eyða hinum eilifu happdrættis- einkennum islenzks efnahags. —HH Takeo Miki stendur upp til þess að taka útnefningu flokksfélaga sinna, aka. Hinn nýi forsætisrúðherra Jap- ans, Takeo Miki, fær ekki að sitja auðum höndum fyrstu mánuðina, sem hann fer með hlutverk þjóð- arleiðtoga. Framundan biða hans ýmsar raunir, eins og til að mynda hugsanlegar þingkosning- ar. Núna á föstudaginn kemur fjár- lagafrumvarpið fyrir árið 1975 til umræðu I „Diet”, japanska þing- inu, sem kemur þá i fyrsta sinn saman til fundar á nýja árinu að loknu jólahléi. Stjórn frjálslyndra demókrata, flokks Miki, er heldur ekki búin aö súpa seyðið af eftirgrennslun- um stjórnarandstöðunnar i fjár- reiður fráfarandi forsætisráð- herra, Kakuei Tanaka. — Það var þá, sem Miki komst að, þegar Tanaka sagði af sér vegna þrýst- ings, sem kom frá áburði and- stöðunnar, er hélt þvi fram, að hann hefði auðgast á skuggaleg- um viðskiptum I gegnum verk- takafyrirtæki sitt. Með vorinu koma svo sveitar- stjórnarkosningarnar, en þær þykja jafnan gefa visbendingu um, hvernig þingkosningar muni fara, en þær eiga svo aftur að fara fram i nóvember. — I siðustu þingkosningum tapaði flokkur frjálslyndra demókrata, þótt þeir misstu ekki meirihluta sinn. — Miki hefur lagt fram tillögur um breytingar á flokknum, sem eiga að efla vinsældir hans meðal kjósenda. Nú þegar fyrir fjárlagaumræð- urnar hefur stjórnarandstajban hrundið af stað umræðum um, að hinn nýi forsætisráðherra sé ekki fær um að standa við loforð sin um að vinna bug á verðbólgunni eða stuðla að jafnari kjörum. Þeir hafa gagnrýnt fjárlaga- frumvarpið, sem felur I sér 35,8% hækkun almannatrygginga, án þess að draga nokkuð úr eyðslu þess opinbera, sem staðið hefur i stað siðustu tvö árin. Þegar Tanaka sagði af sér vegna ádeilunnar, sem sprottin v,ar af þvi, hversu einkafjármál hans blönduðust þvi opinbera, dugði það alls ekki til þess að draga úr illum grunsemdum. Tanaka lofaði að visu, að hann mundi gera fullkomna grein fyrir fjárreiðum sinum, þegar lokið væri endurskoðun á bókhaldi fyrirtækis hans. Stjórnarandstað an hefur gert sér mikinn mat úr þessu máli. Endurskoðuninni er ekki lokið enn og bólar ekki á greinargerð Tanaka. — Jafn- framt hefur skattrannsóknadeild- inhafizt handa við að kanna fjár- reiður forsætisráðherrans fyrr- verandi. Miki var valinn eftirmaður Tanaka, sem eins konar mála- miðlun, þriðji maðurinn, sem val- inn var, þegar ekki náðist sam- komulag um tvo þá liklegustu, sem styrinn stóð um. Þótti hætta á bvi, að flokkurinn klofnaði um þá Masavoshi Ohira og Takeo Fukuda. Átök fram- undan hjó Takeo Miki iiiiiiiiini Tanaka neyddist til að segja af sér, en skugginn af honum hvilir samt enn á flokknum, og kemur fyrir litið þótt hann hafi lofað að gera fulla grein fyrir fjármálum sinum. sem völdu hann eftirmann Tan- Ohira er fjármálaráðherra i stjórn Miki, en Fukuda er aðstoð- arforsætisráðherra og veitir enn- fremur forstöðu hagrannsóknar- stofnun rikisins. Fukuda viðurkenndi sjálfur i slðustu viku, að hann ásamt nokkrum stuðningsmönnum sin- um meðal frjálslyndra demó- krata hefðu verið búnir að koma sér saman um að sprengja flokk- inn og stofna nýjan Ihaldsflokk, ef Tanaka-málið hefði ekki verið leyst. Miki, sem hefur orð á sér fyrir að vera einhver „heiðarlegasti st jórnmálamaðurinn”, hefur sjálfur slegið mjög á þá sömu strengi, slðan hann tók við for- manns- og forsætisráðherraemb- ætti. Gerði hann opinbert, hverjar eignir hans væru, og auk þess hefur hann lagt drög að endur- skipulagningu flokksstjórnar- kosninga, þingkosninga og fjár- söfnunum i kosningasjóði ein- staklinga og flokka. Tillögur hans hafa þó hlotið misjafnar undirtektir innan flokks hans, og á ársþingi frjáls- lyndra demókrata, sem haldið verður á morgun, verður þvi minna farið út i þá sálma. Stend- ur það einungis einn dag, og verður þá staðfest kjör hans i for- mannsembættið og gerð starfs- áætlun fyrir kosningarnar. Sjö rikisstjórar verða kosnir núna i þessum mánuði og næsta, áður en sveitarstjórnarkosningar fara fram, en þær eru fyrirhugað- ar dagana 13. aprll til 27. april. Verður þá kosið til 2800 embætta. Frjálslyndir demókratar hafa tapað fylgi úti á landsbyggðinni undanfarin ár. Þeir gera sér von- ir um að binda enda á það fylgis- hrun með vinsældum Miki. Skoð- anakannanir á siðustu valdadög- um Tanaka höfðu verið flokknum mjög óhagstæðar. Efnahagsmálin munu setja mestan svip á kosningabarátt- una, eins og oftast, enda ber kosn- ingarnarað á sama tima og kjara- baráttan stendur yfirleitt sem hæst, en það er venjulega að vor- inu til. Leiðtogar verkalýðshreyf- ingarinnar hafa látið á sér skilja, að gerðar verði kröfur um veru- legar launahækkanir að þessu sinni, og leiða þeir hjá sér viðvar- anir stjórnarsinna um að slikt mundi verða mjög verðbólgu- verkandi. Stjórnarandstaðan gerir sér hins vegar vonir um að auka enn á- vinninga sina úti á landsbyggð- inni, og það kannski nóg til þess að saxa niður sjö þingsæta meiri- hluta frjálslyndra demókrata i efri deild „Diet”. En nokkurrar sundrungar gætir þó meðal stjórnarandstöðuflokkanna og gæti það dugað frjálslyndum demókrötum til að halda sinu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.