Vísir - 30.01.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 30.01.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Fimmtudagur 30. janúar 1975. 5 REUTER AP/NTB MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Sigurvegari kosninganna stendur hjá Karl Skytte, forseti danska þjóðþingsins, byrjar i dag tilraunir sínar til stjórnarmynd- unar með einhverjum Björgun af sjó Myndin hér fyrir ofan var tekin úr lofti úr brezkri björg- unarþyrlu, sem I gær kom að rússneskum togara brennandi i Norðursjó milli Shetlands- eyja og Færeyja. Visaði þyrlan dönsku björg- unarskipi á tvo björgunar- fleka, sem hluti áhafnarinnar hafði komizt I, en ellefu menn voru eftir um borð I togar- anum. Brennandi olía flýtur um höfnina í Leixies Danskt oliuskip, sem er með 19 þúsund „Gátu ekki skilið fél- ## agana eina — sögðu ítölsku bridgemennirnir, sem sakaðir voru um svindl Knndarisku sveitinni tókst að laga stööu sina i heimsmeistara- keppninni i bridge, þegar hún vann i gærkvöldi itölsku sveitina 17-3. Indónesiusveitin vann þá frönsku með 15-5 og kemst þvi áfram i fjögurra sveita úrslitin, sem nú taka við. Spilar þá italska sveitin við Indónesiumenn, en Bandarikin við Frakkland, 64 spil hvor leikur. — Sigurvegararnir spila svo ein- vigi um sjálfan titilinn. Samkvæmt ákveðnum flóknum útreikningum hefur Itaiia 7 imp-stig i forskot á Indónesiu, þegar þeir byrja i dag. Það hafa þeir eftir árangurinn úr tveim fyrri leikjum þeirra. — Frakk- land hefur 16 imp-stiga forskot á USA. Með sigri sinum i gær tókst Bandarikjamönnunum að skera niður það 31 imp-stiga forskot, sem Italirnir hefðu haft á þá i hugsanlegum úrslitaleik þeirra tveggja. En 9 imp-stig eiga Italir þó eftir. — En slái Frakkar Kanana út, þá hefur Italia 40 impstiga forskot á Frakka. Eng- inn efast um, að Italia sigri Indónesiu i dag. Facchini og Zucchelli, nýlið- arnir i itölsku sveitinni, sem áminntir voru fyrir að hreyfa fæturna og reka þær i félaga sinn, meðan á sögnum stóð, áttu i gær fund með blaðamönnum. Héldu þeir þvi þar fram, að ekkert væri óeðlilegt við það, þótt þeir teygðu úr fótunum undir spilaborðum. Neituðu þeir að hafa sparkað i hvor annan og buðust til að leggja fram spil og dæmi um sagnir, sem sannað gætu, að þeir hefðu ekki rangt við. — Þrátt fyrir að mjög var nærri þeim gengið á fgndinum i gagnrýnandi spurningum, héldu þeir fullkom- inni ró og svöruðu öllum spurn- ingum reiðilaust. — Fundinn sátu einnig Alfred Sheinwold fyrirliði bandarisku sveitarinnar og tveir spilamanna hans. ,,Fyrsta hugsun okkar,” sagði Zucchelli, ,,þegar við heyrðum um svindlákæruna, var að taka saman pjönkur okkar og yfirgefa þennan stað. Eða lumbra á þeim, sem héldi uppi óhróðrinum. — En fyrirliði okkar lagðist gegn þvi og bað okkur að kyngja þessum beizka bita. Okkur fannst svo, að við gætum ekki skilið félaga okk- ar eina eftir á báti.” smálesta farm af oliu innanborðs, logar nú stafnanna á milli i höfninni Leixies i Portúgal eftir spreng- ingu, sem varð i vélarrúmi. I sprengingunni fdrust tveir menn, en fimm manna er enn saknað. öðrum var bjargað frá borði. Brennandi olian streymir frá þessu 48 þúsund smálesta skipi. öll umferð skipa og báta um höfnina hefur verið stöðv- uð. „Jakob Mærsk”, eins og skipið heitir, er talinn alveg ónýtur. Lögreglan hefur látið flytja fólk úr húsum nærliggjandi höfninni og kennsla i næstu skólum hefur verið lögð niður af ótta við, að brennandi olian læsist i bryggjur og eldurinn breiöist þannig út i byggingar I landi. ÆTLUÐU AÐ KAUPA MEIRA STÁL AF RHODESIU Viðurlaganefnd öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hefur skor- að á allar þjóðir heims að taka al- gerlega fyrir allan innflutning á stáli frá Rhodesiu. Þessi áskorun fylgir i kjölfar athugana, sem leitt hafa i ljós — að sögn fulltrúa i viðurlaganefnd- inni — að i bigerð voru stórfelld brot á viðskiptabanninu á Rhode- siu. Hefur vitnazt um ráðagerð, sem fól i sér að auka stálfram- leiðslu Rhodesiu um 600.000 smá- lestir á ári. Bankar i Vestur- Þýzkalandi, Suður-Afriku, Austurriki og Sviss stóðu að þess- ari áætlun. Hafa hjólað 1000 km í geimnum Sovézku geimfar- arnir Gubarev og Greshko, hafa nú hjól- að 1000 km, gengið 100 km og hlaupið aðra 150 þessa þrettán daga, sem þeir eru búnir að vera um borð i geimstöðinni Saljut 4. Er það vegna annars megin- tilgangs geimferðar þeirra, sem felst i rannsóknum á við- börgðum mannsins við langri dvöl i þvngdarleysinu. Hinn þátturinn lytur að rannsókn- um á móður jörð. Tvær og hálfa stund dag hvern stunda þeir likamsæf- ingar. Auk þess sem að ofan er getið hafa þeir iðkað lyftingar og langstökk. — Um borð i geimstöðinni eru ýmiss konar Iþróttatæki. svo að ekki þurfi vöðvakraftur þeirra félaga að minnka vegna hreyfingar- og áreynsluleysis. Sadat skoðar nýtízku vopn Anwar Sadat, Egyptalandsforseti, er þessa dagana i opinberri heimsókn i Frakklandi, eins og sagt hefur verið frá hér. Aðaltil- gangur heimsóknarinnar er að kaupa fleiri vopn af Frökkum. Hér á myndinni fyrir ofan sést forsetinn skoða nýtizku loftvarna- útbúnaö, stjórntæki, sem stýrir eldflaugum. er skotið er af jörðu á flugvélar. þeirra tiu flokka, sem sæti eiga á þingi. Margrét drottning fól honum aö reyna að mynda stjórn að uppá- stungu Poul Ilartlings fráfarandi forsætisráð- herra. — Hartling hafði áður átt viðræður við liina flokkana. Drottningin kvaddi leiðtoga flokkanna fyrir sig einn og einn i einu i gær i Amalienborg og til- kynnti siðan, að Skytte hefði orðið fyrir valinu. — Höfðu þá Hartling og Anker Jörgensen, formaður sósialdemókrata, báðir lýst þvi yfir, að þeir mundu styðja Skytte. Karl Skytte er þingmaður Rót- tæka vinstriflokksins og hefur átt sæti á danska þjóðþinginu i 28 ár. Hann þykir hófsamur stjórn- málamaður i skoðunum. Var hann landbúnaðarráðherra frá 1957 til 1964. Minnihlutastjórn hefur veriö i Danmörku siðan kosningunum í desember 1973 lauk. Þá tók Hart- ling að sér að mynda stjórn eftir 2 vikan stjórnarkreppu. Viðræður Skytte við hina flokk- ana munu einkennast mjög af þvi, að hann þarf að þreifa fyrir sér, hve langt þeir vilji ganga i efna- hagsráðstöfunum i glimunni viö verðbólguna og atvinnuleysið. Liklegt þykir, að mynduð verði minnihlutastjórn sósialdemó- krata og Róttæka vinstriflokksins með Anker Jörgensen fyrir for- sætisráðherra. Afram yrði þá veik minnihluta- stjórn eins og meðan Hartling var, en eina breytingin væri sú, að stjórnmálamönnunum hefði tekizt að ýta úr stjórnaraðstöðu þeim manninum, sem mestan vann sigurinn i siðustu þingkosn- ingum og kjósendur sjálfir treystu greinilega bezt. Dœmdu sjólfir flugrœn- ingjana Samtök skæruliða Palestinuaraba skýrðu frá þvi i gær, að þeir hefðu hneppt fimm fé- laga sina i Damaskus i fangelsi fyrir að hafa á prjónunum ráðagerðir um flugrán. Mennirnir eru sagðir hafa ætlaö að ræna flugvél frá Dubai i ágúst s.l. Þetta er i fyrsta skipti, sem þjóðfrelsishreyfing Palestinu- araba setur rétt yfir væntanleg- um flugræningjum úr sinum hópi. Dómur mun hafa fallið i máli þeirra 20. okt. samkvæmt frásögn samtakanna sjálfra. Voru menn- irnir dæmdir i 57 ára þrælkunar- vinnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.