Vísir - 30.01.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 30.01.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Fimmtudagur 30. janúar 1975. 3 HÚSVÍKINGAR BÆTA VIÐ SKÍÐALYFTU Húsvikingar hafa nú tekið nýja skiðalyftu i notkun, og eru þær þá orðnar tvær á staðnum. Að sögn Hauks Harðarsonar bæjarstjóra á Húsavík, hefur verið þar önd- vegis veður undanfarna daga og brekkurnar vel nýttar af skiða- fólki. Önnur lyftan hentár vel byrj- endum, en hin er fyrir þá, sem lengra eru komnir i iþróttinni. Ekki þarf langt að fara fyrir þá, sem búa á hótelinu, þvi það eru innan við tvö hundruð metrar að annarri lyftunni, en rösklega helmingi lengra að hinni. Mikill snjór er fyrir norðan, eins og kunnugt er af fréttum, og skiðafæri mjög gott. — SH STOLIÐ ÚR BÍLUM — jafnvel í hléum bíóanna „Það er jafnvel stolið úr bilum þó að hlé sé og flestir kvikmynda- húsgestir séu úti”, sagði Arni Ilinriksson framkvæmdastjóri Laugarásbiós, þegar við ræddum við hann, cn talsvert hefur borið á þjófnaði úr bilum við bióið. „Þetta hefur þó minnkað mikið eftir að nýja bilastæðið kom. Það er malbikað og upplýst og kostaði heldur ekki minna en 8—9 milljónir”, bætti Árni við. Ekki hafa sökudólgar þó enn sagt skilið við þjófnaðinn að fullu, og segír lögreglan að þarna sé ákveðinn hópur að verki. Eftirlit er haft með þessu úr kvikmyndahúsinu, en meiningin er að hafa mann á stæðinu. Hins vegar hefur verið kalt i veðri að undanförnu og þetta þvi nokkuð erfitt i framkvæmd. Árni sagði, að ætlunin væri að reyna að sameina vörzluna og snjómokstur úr tröppum og ann- að slikt, en frá þessu hefur ekki endanlega verið gengið. —EA Eilert B. Schram alþingis- maður gagnrýndi fiokksbrób- ur sinn, Sverri Herniannsson alþingsmann, fyrir að taka stöðu framkvæmdastjóra Framkvæmdastofnunar. Sjálfstæðismenn voru á sinum tima andvigir þessu „mikla bákni” og segjast enn vilja ýmsu breyta um stofnunina. Sverrir verður, ásamt Tómasi Árnasyni, Framsókn, fram- kvæmdastjóri fyrst um sinn. Hnútur gengu milli Ellerts og Sverris, og skrifaði Ellert, að Sverrir gæti vafalaust aukið tekjur sinar með einhverjum öðrum hætti en þessum, en Sverrír sagði, að þetta hefði Ellert skrifað „í flýti”. A myndinni, sem tekin var I herbergi þingflokks sjálf- stæðismanna, brostu þeir blitt hvor til annars og varð ekki annað séð en þcir væru sáttir að kalla. —HH -Sí^Yi&getunv vist þakkáð veður-. guðúm bliðuná i dag og að ekki skuli vera rok, þvi þá mætti bú- ast við, að eitthvað gengi á. Stórstreymi er óvcnjumikið núna, og veldur þvi lágur loft- þrýstingur, eftir því sem okkur var tjáð hjá Sjómælingum tslands. Miðað við núll flöt var hæð flóðsins 4.56 metrar í morgun, en samkvæmt útgefinni töflu um flóð var gert ráð fyrir, að flóöiðyrði 4,40 Það fer þvi 16 cm yfir það, sem ráðgert var. Brági tók þessa mynd kl. 7 i morgun við höfnina, þar sem sjá má greinilega, hversu hátt flóð- ið er. Yfirborðið nemur næstum við bryggjubrún. —EA Tékkar taka vel í að kaupa sjólaxinn — verðið ytra hefur hœkkað verulega ,,Við höfum þreifað fyrir okkur á ýmsum stöðum varðandi sölu á sjólaxinum,” sagði örn Erlendsson hjá Sölu- stofnun lagmetisiðnað- arins, sem hefur á hendi sölu til útlanda á sjólaxinum, sem nú er framleiddur i Neskaupstað. „Hér er um að ræða könnun á sölumöguleikum, þvi sjólax hef- ur ekki verið framleiddur hér á landi i tvö ár. En við höfum fengið allgóðar undirtektir, að minnsta kosti á einum stað, það er i Tékkóslóvakiu. Hins vegar er ekki hægt að ganga frá sölunni, fyrr en framleiðslukostnaðurinn liggur fyrir, og eins hve mikið verður framleitt, til dæmis i þessum ársfjórðungi. En Tékkar eru reiðubúnir að ræða þessi mál við okkur á kaupstefnunni, sem haldin verður i Salima, skammt frá Brno, i febrúar. Verð á sjólaxi hefur hækkað talsvert erlendis upp á siðkast- ið, en meðan kostnaðurinn hér liggur ekki fyrir, er ekki hægt að ákveða neitt endanlega”. Guðmundur Þóroddsson, verksmiðjustjóri i Neskaupstað, sagði Visi, að fljótgert væri að fullnægja innlendri eftirspurn eftir sjólaxi, en afgangurinn yrði til útflutnings. Hann taldi einkum tvö lönd koma til greina, Tékkóslóvakiu og Rúss- land. — SH Útsvarið nœr alls staðar 11 prósent Langfiest ef ekki öll sveitarfé- lög landsins munu færa sér I nyt heimild tii að hækka útsvörin I ár úr 10% af brúttótekjum skattgreiðenda upp i 11%. Vfsir fékk þessar upplýsingar hjá Sambandi sveitarfélaga. „Hiklaust,” var svar bæjar- stjóra á Akranesi, en það bæjar- félag hefur oft staðið flestum betur fjárhagslega. Að vlsu hafa flest sveitarfélög ekki gengið frá fjárhagsáætlun fyrir árið 1975, og verður það fyrst við endanlegan frágang þeirra eða sfðar, sem 1 ljós kem- ur, hvort heimildin verði notuð. Horfurnar eru samt eins og að framan greinir. Flest sveitarfé- lögin eru frekar illa stæð. t lög- um segir, að sækja megi til fjár- málaráðneytisins um að bæta prósenti við útsvarið, ef endar nái ekki saman ella og sé það stutt fullnægjandi rökum. Reykjavikurborg hefur lýst yf- ir, að hún fari með útsvarið I 11%. Ráðuneytið hefur sagt, að það muni nú að jafnaði ekki standa gegn hækkun útsvara i 11% vegna bágborinnar afkomu sveitarfélaganna. —HH Sáttir að kalla

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.