Tíminn - 26.06.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.06.1966, Blaðsíða 14
14 TIMINN Banaslys í Keflavík HZ—Reykjavík, laugardag. Það umferðarslys varð í Kefla vík í nótt að bifreið ók á tvo pilta og lézt annar þeirra í morg un af völdum höfuðhöggs en hinn fótbrotnaði. Slysið varð uim eitt leytið í nótt með þeim hætti að bifreið sem ók suður Hafnargötuna beygði inn á Sbólaveg en stanzaði við gatnamótin til þess að hleypa tvekn stúlikum og tveim piltum yf- ir götuna. Önnur bifreið, sem einnig ók suður Hafnargötuni, fór fram úr hinni á gatnamótunum oig skall á piltunum með þeim afleiðingum, að annar lézt en hinn fótbrotnaði. Stúlkurnar slupnu ó- meiddar. Pilturinn, sem lézt var Steinar Þór Sveinbjörnsson, fæddur 1947, til heimilið að Kirkjuvegi 4a, Kefla vík. Sýning Sverris enn framlengd Málverkasýning Sverris Haralds sonar, listmálara, sem verið hef- ur í Menntaskólanum í Reykjavík að undanförnu, verður framlengd fram á sunnudagskvöld. Sýningin er opin frá 15 til 23 dag hvern. Öll málverkin á sýningunni eru til sölu, og hafa mörg þeirra þeg ar selzt. Læknakandidatar vorið 1966, í heimsókn i Ingóifs Apóteki. Frá vinstri: Kristján Slgurjónsson, Ingólfur S. Svcinsson, Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, Ingvar Kristj- ánsson, Baldur Fr. Sigfússon, Brynjólfur Ingvarsson, Þórarinn B. Stefánsson, Auðólfur Gunnarsson. ÞAKKARÁVÖRP Beint símasamband Hjartanlega þakka ég öllum vinum og vandamönnum | sem glöddu mig og heiðruðu á afmælisdegi mínum 22. j júní s.l. | Dagurinn verður mér ógleymanlegur. Guð blessi ykkur öll. Bjarney Ólafsdóttir, Króksfjarðarnesi. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við iarðarför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, Kristins Ármannssonar rektors. Þóra Árnadóttr, börn og tengdabörn. í fyrradag var Dönum kleift að fá beint símasamband við New York, Reykjavik og Þórshöfn, með því að hringja í 0014 í Þórshöfn, 0015 í Reykjavík og 0016 i New York, en fraim til þessa hefur tal- sambandið verið þráðlaust, og hafa Danir orðið að hringja í loftskeyta deild danska landssímans. Þó er Suður-Danmörku tíkfki kleift ennþá að fá beint símasam band. Færeyski síminn hefur gert samning við L. M. Ericson að koma upp sjálfvirkum símstöðvum í Þórshöfn, Klakikisvík og Runavílc og því verki mun verða lokið ínn an eins árs og þá munu Færeying- ar einnig geta fengið beint síma- samband við sömu stöðvar og Dan mörik. SUNNUDAGUR 26. júní 1966 MÚRARA- OG STEINSMIÐATAL Á ÍSLANDI ER í SAMNINGU í tilefni af því, að Múraraféiag Reykjavíkur verður 50 ára, 2. febrúar á næsta ári, hefur félagið ákveðið að gefa út Múraratal og steinsmiða á fslandi. Að undan förnu hefur verið unnið af kappi að söfnun heimildargagna og hef ur öllum þeim, sem félaginu er kunnugt um, að nú stunda þessa iðngrejn, hvar sem er á landinu, verið send blöð til útfyllingar. Að sjálfsögðu er félaginu hvergi nærri kunnugt um alla, sem stund að hafa þessa iðngrein hérlendis frá upphafi og óskar því góðfús lega allra fáanlegra upplýsinga frá þeim, sem geta látið þær í té. Óskað er eftir þessum upplýs- ingum: Fullu nafni, fæðingardegi og ári og dánardægri, ef aðili er fallinn frá. Ennfremur fæðingar stað, nafni foreldra, nafni maka, ásamt fæðingardegi og ári og nöfnum barna, ásamt fæðingar- degi og ári. Ennfremur hve nær og hvar sveinsbréf eða iðn bréf er útgefið, ef aðilar geta gef ið upplýsingar um þau atriði. Æskilegt er að mynd fylgi, sem verður endursend, sé þess óskað. Allar nánari upplýsingar gefur Sig. Guðmann Sigurðsson í sfma 36890 eða í síma 15256 og skrif stofa Múrarafélags Reykjavíkur, Freyjugötu 27, sími 15263. Aukið flug yfir Atiantshafið Stöðug aukning hefur venð í farþega- og vöruflutnimgaflugi yf- ir Atlaratáhafið fyrsta ánsfj'órðung þessa áre, siegir í nýútkominni skýrslu frá IATA. Fluttir farþegar fyrstu þrjá mánuðina voru samtals 557,965, en það er 20,2% aukning frá því í fyrra. Vöruflutnimgar jukust um 16. 4% miðað við fyrra ár, þeir námu nú alls þessa fyretu þrjá mánuði 44.691 tonnum. Þessi skýrela er samin úr upplýs ingum frá eftirtöldum flugfélög um, sem eru með áætlunarferðir milli N-Ameríku og Evrópu: Air Canada, Air Franee, Air- India, Alitalia,- BOAC, Canadian Pacific Airlines, E1 Al, Iberia, Irish International, KLM, Luít- hansa, Pan American,' Qantas, Sa- bena, SAS, Seabord World, Swiss air og TWA. FALSAÐAR ÁVÍSANIR I-IZ-Reykjavík, miðvikudag. Óvenjulega mikið hefur borið á framsali falsaðra ávísama að und anförnu og hefur rannsóknar lögreglan hefur fengið til meðferð ar 116 kærur á þessu ári, samtals iað upphæð kr. 135.760.40 og auk þess hefur rannsóknarlögregl an rannsakað 409 innistæðulausar ávísanir. ' Almenningur, verzlunar- og i bankafólk getur krafizt þess, að j nafnskírteini séu sýnd við kaup j á ávísunum, en því miður er ekki i gengið nógu vel eftir því, að selj andi gefi réttar upplýsingar. SKÓR - INNLEGG Smfða Orthop-skó os tnD- legg eftir máli Hef einnip tilbúna namaskó með og in innle.ggs. DavíS GarSarsson, Orthop-skósmíður. Bergstaðastræii 48, Sími 18893. TOGARAR Iri-amhald af bls. 1. Af samtals 49 togurum eru nú 26 gerðir út, og verða ekki nema 22 eftir, þegar togararn ir fjórir hætta. Sex togarar hafa farizt á þessu tímabili: Goðanesið, Jón Baldvinsson, Fylkir, Júlí, Egill rauði og Elliði. í þeirra stað hafa komið nýir: Fylkir, Júpíter (áður Gerpir) og Þor- móður goði. Úr landi hafa verið seldir átta togarar: Ágúst, Apríl, Bjarni riddari, Fylkir, Jón ior seti, Júní, Ólafur Jóhannesson, Þorsteinn Ingólfsson, allir til Grikiklands, nema Fylkir og Jón foreeti til Bretlands. Búið er að legtgja eftirtöldum togurum: Akurey, Briimnesinu, Hrímbak, Bjarna . Ólafsssyni, Pétri Halldórssyni, Skúla Magn ússyni, Sólborgu oig Síriusi. Togaranum ísborgu var breytt í flutningaskip, og nú er verið að breyta Þorsteini þorskabít í síldare'kip í Noregi. Búast má við að fleiri útgerð arfélög fari sen nað dæmi Sfld- ar- og fiskimjölsverksmiðjunn ar gefist upp við togaraútgerð. Hjá Bæjarútgerð Reykjavík ur eru nú 5 togarar á veiðum, einn er nýlega seld.yr og tveir eru á sölulista, þeir Skúli Magnússon og Pétur Halldórs son. Útgerðarfélag Akureyringa gerir út fjóra togara og einn togari í eigu félagsins liggur bundinn. Bæjarútgerð Hafnar fjarðar gerir út einn togara, Maí, og einnig eru gerðir út frá Hafnarfirði Surprice og Röðull. Togaraútgerðin hefur átt í mi'klum erfiðleikum, útgerðin er mjög kostnaðarsöm, en menn greinir á um hvaða leiðir séu til úrbóta og hvort rétt sé að láta togaraútgerðina líða undir lok. Sumir hafa álitið að skut togarar ættu að leysa eldri tog ara af hólmi, en staðreypdln er sú, að þeir fiska ebki meir en nýrri togararnir okkar, eins og t. d. Sigurður, og refcstursfcostn aður þeirra yrði sennilega ekkert minni. Mörgum finnst það bæittuleg þróun að byggja emgöngu á síld- og bolfisfcveiðum, og hef ur verið bent á, að þótt íslend ingar hafi nú eignazt fullfcomn asta síldveiðisfcip sem smíðað hefur verið, að áliti Norð- manna, þá hefur það ekki afl að nema um 100 lestir síðan það hóf sfldveiðar. Þess má geta að loikum, að aðalfundur Félags íslenzkra botnvörpuskipaelgenda verður haidinn n. k. miðvíkudag, og má gera ráð fyrir að þessi mál verði PMikið rædd þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.