Tíminn - 26.06.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.06.1966, Blaðsíða 12
12 TÍMINN SUNNUDAGUR 26. júní 1966 Ávallt fyrirliggjandi miki'ð af varahlutum í flestar gerðir bíla. Ford Consul Land-Rover Moskwitch Opel Skoda Volkswagen Taunus o.fl. Sendum í póstkröfu. U*. BILA- varahlutir Bremsuborðar Kúplingsdiskar Demparar Stýrisendar Slithlutir Kveikjuhlutir o.fl. SLITPARTAR Flestar gerðir. Kristinn Guönason h.f. Klapparstíg 25—27 — Laugavegi 168, Símar 12314 og 21965. * Rent í TIMANUM ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Prestastefna - synodus Merkur fundur einnar minnstu en merkustu stéttar landsins hefur verið haldinn síðustu daga Það er synodus íslenzkra presta.En synodus er grískt orð sem þýðir krossgötur eða sam- liggjandi vegir. Fundur slíkur sem þessi er því enginn venjulegur félags- fundur, heldur aldaforn að uppruna, eðli og hefð, eins og allt, sem snertir kirkjuna í snertingu við aldaraðir — ei- MSfð. Og oft hafa synodur ís- lenzkra presta verið hin merk- ustu þing, þótt langt sé síðan þær gátu haft úrslitavald og úrskurðarvald yfir mönnum og málefnum. Gott er þeim að hittast og blanda geði og skoðunum, sem vinna einangraðir við störf sín árið eða árin um kring. Þarna getur takmarkið skýrzt, átök- in eflzt til samtaka um hið eina nauðsynlega, guðsríkis- hugsjón mannkyns, hið góða. fagra og fullkomna, réttlæti — frið og fögnuð í sálum og sam- félagi manna. En þetta er líka nokkurs konar aðalfundur um starf- semi kirkjunnar, og þá kemur ýmislegt í ijós, sem annars væri að mestu eða öllu dulið. Þar sézt meðal annars að starfs hættir presta og safnaða eru nú óðum að breytast frá hinu formfasta og hefðbundna nessuformi til hins fjölbreytta félagsíega lífs. Kirkjan snýr sér nú og verð- ur að snúa sér meira og meira að fólkinu o<g söfnuðum sem einstaklingum, í stað þess að loka starfsemi sína inn í tóm- um kirkjum, þótt við hina snjöllustu messu og predikun væri. Þetta gerir mikla breytingu á starfi og allri aðstöðu prests- ins. Hann verður nú helzt að vinna og vera meira og sem mest úti meðal fólksins í barnafræðslu eða barnasam- komum í æskulýðsfélögum, fundum ungs fólks og ferða- lögum þess. Ein skemmtiferð, sem ber af í siðfágun, kurteisi og drengilegri gleði hreinleika og háttvísi getur verið og er á við margar predikanir, ekki sízt ef fáir hlusta eða engir koma til messu nema með- hjálparinn og prestskonan. Áður væru börn naumast tal in með sem messufólk eða kirikjugestir, nú þykja barna- samkomur kirkjunnar hinar mikilvægustu uppeldisaðferðir, og síður en svo minna virði fyrir menningu og farsæla fram tíð þjóðarinnar en formbundn ar messur fullorðna fólksins. Og víðast hvar eru líka barna- samkomur presta, sem á ann- að borð sinna þeim hinar fjöl- mennustu, og væri sá fólks- fjöldi, sem þær sækir talinn til höfðatölu í starfi presta yrði kirkjusókn á fslandi allt í einu að teljast prýðileg. Og ég spyr er koma barns- ins til kirkju sinnar í nokkru ómerkari en kirkjuganga full- orðna fólksins? Sagði ekki meistarinn mikli einmitt með sérstakri álherzlu: „Leyfið börnunum að koma til mín.“ En það eru fleiri málefni en starfsaðferðir kirkjunnar og breytingar á þeim sviðum, sem setja nú svip sinn á skýrslur og málflutning synodusar. Það er ekki síður starfsað- staða prestanna eða hinn kirkjulegi starfsvettvangur, sem þar ber á góma. Og er þar satt að segja oft undar- legt um að litast í þeim miklu byltingum sem orðið hafa í þjóðlífi fslands hina síðustu áratugi. Það er í raun og veru miklu furðulegra en við gerum okk- ur flest í hugarlund, af því að þetta gerist fyrir augum okk- ar og mitt á meðal okkar. Hér eru til prestar, sem eru húsnæðislausir eða á hrakn- ingi milli leiguíbúða ár eftir ár í sjálfri höfuðborginni, og ekiki nóg með það, heldur er söfnuður þeirra hvað húsnæði snertir einnig meira eða minna „á götunni" líka hefst við í skólum eða misjöfnum sam- komusölum oftast fremur illa séður eða að minnsta kosti í hálfgerðri óþökk. Þannig hefur meira að segja verið um suma fjölmennustu söfnuði landsins árum saman. Þessu þarf að breyta. Það ætti aldrei að stofna til safn- aða og prestslegs starfs áður en þeim er tryggð sæmileg starfsaðstaða bæði íbúð og hús- næði til samkomuhalds og guðsþjónustu. Erfiði prests sér staklega í fjölmenni og starf hans ætti að vera ærið nóg, þótt hann þyrfti ekki að verja miklu af tíma og kröftum til fjáröflunar og meðhöndlunar á samtökum og svokölluðum sníkjum til kirkjubygginga og vera þó sjálfur húsnæðislaus. En nú eru það kallaðar sníkj- ur, ef fólk er beðið um fimm krónur til byggingar kirkju, jafnvel þótt það fái þær borg- aðar í skemmtun eða veizlu- höldum, en ef það sama fólk er rúið um 5000 krónur til skólabygginga þá tekur það naumast eftir því og ræðir það ekki öðruvísi en sjálfsagt. Svona er blekking tízkunnar á háu stigi. Á hinn bóginn má minna á, að sumir prestar á íslandi hafa verið og eru næstum safn aðarlausir, þótt þeir hafi sæmi- lega íbúð, sem raunar er nú ekki nógu víða og þótt nóg sé af kirkjum út um lands- byggðina. Þetta er líka fáránlegt. Og einmitt núverandi prestastefna tók þetta mál til meðferðar. Og er það tákiirænt fyrir mennt íslenzkrar prestastéttar, sem oft er þó atast við og hæðzt að, að þeir leggja sjálfir til að fækka nú prestaköllum, það er að segja embættum um nær sjötta hluta eða vel það, á sama tíma sem skrifstofu- báknin og önnur svokölluð þjónusta hrúgast upp í „vir- var“ og vitleysu og fólk er sent eftir einu bréfi eða skjali úr einni skrifstofu í aðra og embættum fjölgar þar alveg hroðalega. Framhald á bls. 15 Augiýsíð í íimanuitk RÍKISINS M.s. Baldur ! fer til Rifshafnar, Ólafsvíkur, J Grundarfjarðar, Stykkishólms, j Skarösstöðvar, Króksfjarðar- ness, Hjallaness og Flateyjar á miðvikudag. Vörumóttaka á þriðjudag. TIL SÖLU er steypuhrærivél með benzín- hreyfli. Auðveld í flutningi. Er á lofthjólum. Upplýsingar i síma 22 6 92 eft- ir kl. 20 daglega. SKRIFSTOFUSTARF Vanur bókhaldari óskast til starfa við útflutnings- og innflutningsfyrirtæki. Góð vinnuskilyrði og gott kaup. Upplýsingar um ast sendar afgreiðslu merkt „A-2265”. menntun og fyrri störf osk- blaðsins fyrir 6. júlí n.k., Hreingern- ingar Hremgerningar með nýtlzku vélum. Fljótleg og vönduð vinna. Hreingerninaar sf.. Sími 15166, eftír kl. 7 e.h. 32630.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.