Vísir - 21.02.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 21.02.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR 65. árg. Föstudagur 21. febrúar 1975 — 44. tbl. „Keppi aldrei fyrirSKÍ" framar segir einn bexti skíðamaðurinn okkar ÍÞRÓTTIR í OPNU Fá þeir loks Vanadísina á Selfoss? — bls. 3 • Nám að lokinni vinnu? — bls. 3 • Mannabœtur, og hunda: 20 ÞÚSUND FYRIR HUNDINN — 5 ÞÚS. FYRIR LÖGREGLU- ÞJÓNINN — baksíða • Seljum Hollendingum nautakjötið okkar á 68,78 krónur — baksíða Lítið liggur eftir þing Norðurlandaráðs „Yeldi ráðherra heftir athafnafrelsi ráðsins" — segir forseti þess, Ragnhildur Helgadóttir ,,Ráðherrarnir eru of valdamiklir í Norður- landaráði, og þeir hefta at- hafnafrelsi ráðsins," sagði Ragnhildur Helgadóttir, forseti ráðsins, í gær að loknu þingi Norðurlanda- ráðs. Ragnhildur sagði, að þingmenn ættu örðugt upp- dráttar vegna ofurvalds ráðherra og embættis- manna. Þingmenn ættu að knýja fram meira þingræði og auka völd sin. Sex daga þingi ráðsins lauk i gær. Það skilur ekki mikiö eftir sig. Engin ákvörðun var tekin um tvö aðalmálin, stofnun fjár- festingarbanka Norðurlanda og hvernig norsk olia og ónytjuð vatnsorka á Islandi eiga að koma Norðurlöndum til góða i orku- kreppunni. Ráðið samþykkti, að menn- ingarsjóður Norðurlanda skuli einnig styrkja iþróttafélög. Samvinna i sjónvarpsmálum skuli aukin, og islenzka sjónvarp- ið fái greiðari aðgang að þáttum frá öðrum Norðurlöndum. —HH Tveir heimsfrœgir í innkaupaferð í gœr -baksíða Lagarfossvirkjun í gang eftir helgi? íshaft í aðrennslis- skurði tefur „Við erum að berjast við is- haft i aðrennslisskurðinum að Lagarfossvirkjun,” sagði Kári Einarsson, verkfræðingur hjá Rafmagnsveitum rikisins i gær. „Við höfum ekki getað haft rennsli I honum i vetur vegna vinnu i stöövarhúsinu, og i hann hefur safnazt is og snjór, sem okkur gengur ekki vel að ná úr. Við erum þó vongóöir um, að þetta sé að hafast, og þá ætti ekkert að vera til fyrir- stöð.u með, að hægt verði að hleypa orku frá virkjuninni inn á kerfiö strax eftir helgina. Að vfsu er eftir dálitið af prófunum vegna þess, aö við höfum ekki haft nóg rennsii að vélunum, en það sem komið er, lofar góðu.” —SH „Fœreyingar eins og maðkar í smáfiskinum" segir Auðunn Auðunsson skipstjóri „Færeyingar eru eins og maðkar i smá- fiskinum. Af íslands hálfu er ekkert eftirlit með, hve stóran fisk þeir veiða, en ekki þýddi fyrir okkur að koma með þannig smá- fisk til lands,” sagði Auðunn Auðunsson skipstjóri á Framnesinu í viðtali við blaðið. Auðunn kvaðst vilja, að þetta kæmi fram vegna samninga við Færeyinga, sem nú standa. ,,,Þeir hafa stóraukið saltfisk- sóknina eftir útfærsluna,” sagði hann. „Þeir hafa meðal annars bætt við skipi, sem kom i gagnið eftir útfærsluna i 50 milur. Skipin geta veitt 750 tonn. Þau eru allt upp i þrjá mánuði I veiðiferð, mun lengur en verk- smiðjuskipin. Mér finnst þetta ósmekklegt af Færeyingum, þótt þeir séu alls góðs mak- legir.” „Þeir hafa haft yfirburði yfir okkur i ýmissi nýjustu veiðitækni.” ttví „Uppsagnir hljóta að verða síðasta úrrœðið" — segir starfsmannastjóri Rafveitunnar „Starfsfólkinu hér hjá Raf- magnsveitu Reykjavikur finnst of snemmt að óttast uppsagnir. Enn er haldið i vonina um það, aö borginni takist að leysa fjár- hagserfiðleika Rafmagnsveit- unnar. Uppsagnir starfsfólks og iniðurskurður framkvæmda hlýtur að vera síðasta úrræðið, sem gripið yrði til,” sagði Jón Björn Helgason, starfsmanna- stjóri, I viðtali við VIsi i morgun. Eins og fram kom i frétt i Visi i gær, hefur siversnandi fjár- hagsafkoma Rafmagnsveitunn- ar verið til umræðu á fundum borgarráðs. Hefur þar m.a. ver- ið rætt um að rikið endurgreiddi borginni af áður innheimtum gjöldum og felldi niður gjöld til að létta undir með borginni. Haföi Albert Guðmundsson orð á þvi á siöasta fundi borgar- ráðs, að hann óttaðist samdrátt i mikilvægum framkvæmdum Rafmagnsveitunnar og uppsögn starfsfólks, ef ekki yrði úr bætt. Nú munu vera starfandi hjá Rafmagnsveitunni 265 manns. Samkvæmt útreikningum þyrfti að segja upp 48 manns ef engin lausn fæst á fjárhagsvandanum. „Enn er ekkert farið að ræða um það, hverjir það væru, sem þyrftu að fara,” sagöi starfs- mannastjórinn. Hann kvað það þó augljóst, að ef ekki fengist fé til framkvæmda þyrfti Raf- magnsveitan ekki á eins mörg- um að halda. Vegna fyrirsagnar á frétt i blaðinu i gær er rétt að undir- strika, að borgin litur ekki svo á, að hún sé að biðja rikið að „hlaupa undir bagga” heldur að rikið leggi ekki óréttmætar byrðar á borgina. —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.