Vísir


Vísir - 21.02.1975, Qupperneq 4

Vísir - 21.02.1975, Qupperneq 4
4 Vísir. Föstudagur 21. febriíar 1975. Björgvin Hólm: Ad leggja saman tölur með teikningu Björið er mynd/ sem er eins og sól með geisla- baug í kringum sig. Hinir átta geislar hafa hver fyrir sig ákveðna tölu, sem kallast stefnutala geislans. Með því að hag- nýta sér stefnutölur Björsins má finna þver- summur allra stærða á einfaldan hátt með teikn- ingu. Viö skulum athuga töluna: 43317668688. Meö þvi aö nota rúðustrikað blaö getum viö teiknað upp þessa tölu, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þá sjáum viö, að byrjunarpunktur og endapunktur linunnar eru þannig staðsettir, að ein stefnu- tala — talan 6 — getur tengt þá saman. Það er þversumma allr- ar stærðarinnar 43317668688. Allar stefnumyndir, sem teiknaðar eru samkvæmt regl- um Björsins og hafa þessa af- stöðu milli byrjunarpunkts og endapunkts, hafa þversumm- una 6. Það nægir, með öðrum orðum, að vita staðsetningar endapunktanna til þess að vita þversummu hinnar teiknuðu stærðar. Þetta þýöir það, að þegar gefnir eru tveir punktar á s JL A.. í..-3 A >4/ + í ±4-L gfa’. 3 ■ 5 i \ i > / < * o i5j.?bb gbgg-b V 1 •; L1 blibS n r- l L .. : ' « \ /s £ \ / / 12 ♦ s < V £ ' rúðustrikuðu blaöi og þeir siðan tengdir saman með linu 1 samkvæmt reglum Björsins, verður þversumma linunnar ávallt hin sama. Það er ná- kvæmlega sama hvaða leiö er valin. Lesandanum er boðiö að sannprófa þetta. Þegar finna skal þversummu einhverrar teiknaðar stærðar, er valin þægilegasta leiðin milli byrjunarpunkts og endapunkts, og þversumma hennar fundin. (Sjá mynd). Astæðan fyrir þessum sér- stæða samlagningarhæfileika Björsins er niðurröðun talnanna i þvi. 1 miðju þess er hin stað- bundna tala 9, en siðan er stefnutölunum raðaö þannig, aö summa mótstæðra stefna gera ávallt summuna 9. Þannig kemur fram margföldunartafl- an fyrir töluna 9. Sú tala eða konstant, sem gegnir stærsta hlutverkinu i stæröfræði mannsins, er talan Pi, sem i broti hefur verið þekkt i gegnum aldirnar sem 22/7. Þegar þessu broti er breytt i tugatölu með þvi aö deila 7 i 22, kemur fram eftirfarandi tala: 3,142857.142857.14.... Samkvæmt stefnutölum Björsins gengur þessi tala hring eftir hring i fallegum sex-hyrningi. BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ M.a. Benz sendiferðabil 319 Rússajeppa Austin Gipsy Willys Station BILAPARTASALAN Höföatúni 10, simi 11397. Opiö frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga. Auglýsingar og afgreiðsla er ó Hverfis götu 44 Sími 86611 REUNTTEBR lönd í morgun útlönd í MC Bilsaiar um heim allan sátu uppi með vöru sina i fyrra, þegar mikii tregða varð i bllakaupum. Helmingi minni tekjur hjá Ford Ford Motor Company næststærsti bílaframleið- , andi USA, hefur skýrt frá því, að tekjur verksmiðj- anna i fyrra hafi minnkað um helming. Útkoma síðasta árs- fjórðungs liggur nú fyrir og reyndist hann vera sá næstversti i sögu verk- smiðjanna. Tekjur síðustu þriggja mánaða ársins 1974 reyndust vera 22 milljónir dollara miðað við 57 milljónir á sama tímabili 1973. Arstekjur verksmiðjanna voru 361 milljón dollara, miðað viö 907 milljónir dollara árið 1973. Fyrirtækið segir, að hefði ekki komið til 74 milljón dollara skatt- frádráttur á siðasta ársfjórðungi vegna taprekstrar fyrr á árinu, þá hefði fyrirtækið orðið að greiða með sér 46 milljónir dollara. Aðeins einu sinni áður I sögu félagsins hefur verið þrengra I búi hjá þvi. Það var siðasta árs- fjórðunginn 1967, þegar Ford tap- aði 109 milljónum dollara vegna tveggja mánaða verkfalls. Allir þrir bilarisarnir I Banda- rikjunum hafa nú lagt fram árs- skýrslur sinar. General Motors hafði mun minni tekjur en i hitteðfyrra og Chrysler tapaði 52 milljónum dollara. Hjá Ford kemur fram, að tekj- ur af Fordverksmiðium utan Bandarikjanna og Kanada hefðu verið aöeins 71 milljón doli- ara i fyrra, en höfðu verið 217 milljónir árið 1973. Strangir vegna atvinnuleysis Vestur-þýzk stjórn- völd, sem sitja uppi með eina milljón atvinnu- leysingja, hafa nú lagt til, að það verði látið varða fangelsisvist, ef atvinnurekendur verða visir að þvi að hafa i vinnu innflytjendur, sem komið hafa inn i landið með ólöglegum hætti. Frumvarp um lagabreytingu þessa var lagt fram i sambands- þinginu að tilhlutan Walters Arendt, atvinnumálaráöherra. Er þar gert ráð fyrir allt að fimm ára fangelsi vegna ráðningar á ólöglegum innflytjendum. — Alls er áætlaö að um 200 þúsund mannshafi flutzt ólöglega inn i V- Þýzkaland og hafi þar ekki dvalarleyfi. Af undirtektum þingflokkanna að dæma, þykir liklegt, að frum- varpið verði samþykkt og nái að verða að lögum. Lögfrœðingur Hess fœr ekki að heim- sœkja fionit \ Spandau Wolf Ruediger Hess/ sonur Rudolfs Hess/ eins aðalráðgjafa Hitlers fyrr- um/ segir/ að hernámsríkin fjögur hafi neitað nýjum lögfræðingi föður hans um leyfi til heimsóknar í Spandau-fangelsið. Lögfræðingurinn, Ewald Bucher, fyrrum dómsmálaráð- herra V-Þýzkalands, haföi skrif- að Bretum, Frökkum, Banda- rikjamönnum og Rússum, þess- um fjórum aðilum, sem gæta enn Spandau-fangelsisins, bréf, þar sem hann sótti um leyfi til að heimsækja hinn áttræða fanga. Sonur Hess hefur kallað þessa synjun grimmd gagnvart föður hans, sem er I einangrun, Þessi fyrrum nasisti og striðs- glæpamaður var dæmdur I ævi- langt fangelsi I réttarhöldunum i Núrnberg. Hann hefur nú setiö 29 ár I Spandau-fangelsinu. Siöustu niu árin hefur hann setiö þar einn. Ewald Bucher var skipaður réttargæzlumaður hans skömmu eftir að fyrri lögfræðingur Hess, dr. Alfred Seidl, tók viö embætti dómsmálaráðherra I Bæheimi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.