Vísir - 21.02.1975, Side 6

Vísir - 21.02.1975, Side 6
6 Vísir. Föstudagur 21. febrdar 1975. vísir tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Augiýsingastjóri: Skúli G. Jóhannes'són ~ Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjaid 600 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Kvarnast úr NATO? Yfirgangur Tyrkja á Kýpur gæti leitt til frá- hvarfs Tyrklands úr Atlantshafsbandalaginu. í öðru riki i suðurjaðri bandalagsins, Portúgal, ótt- ast margir, að kommúnistaflokkurinn muni reyna að hindra endurreisn lýðræðis. Tyrkir gerðu innrás á eyna Kýpur i ágúst sið- astliðnum. Herir þeirra lögðu undir sig stór svæði á norðurhluta eyjarinnar, þar sem einkum búa menn af tyrkneskum ættum, en þó margir af griskum. Þúsundir manna, tyrkneskir og griskir, urðu að flýja heimili sin, meðan bardagar geis- uðu. Fullyrða má, að tyrknesku hermennirnir unnu viða hin mestu hermdarverk á þessum tim- um. Þeir voru meðal annars búnir vopnum, sem þeir höfðu fengið vegna þátttöku Tyrklands i At- lantshaf sbandalaginu. Að undanförnu hafa Kýpur-Tyrkir, sem höfðu 1 flúið heimili sin á þvi svæði, sem lýðveldið Kýpur ræður, verið selfluttir frá herstöðvum Breta á eynni, fyrst til Tyrklands og siðan þaðan til yfir- ráðasvæðis Tyrkja á Kýpur. Þar settust marg- ir þeirra að i húsum, sem griskir menn höfðu áð- ur átt. Menn spurðu, hvers vegna Bretar leyfðu þessa flutninga en héldu ekki fólkinu kyrru i her- stöðvum sinum, þar til búið hefði verið að semja um framtið Kýpur. Við þvi hafa engin svör feng- izt og ekkert bendir til, að Bretar hafi gert bak- samninga við Tyrkjastjórn, sem tryggðu friðinn. Tyrkir fengu þvi af Bretum, annarri NATÓ-þjóð, það sem þeir vildu. Þegar hér var komið sögu samþykkti Banda- rikjaþing fyrir skömmu, að hætt skyldi hernaðar- aðstoð við Tyrkland, meðan svona stæði. Þetta var samþykkt gegn mótmælum Kissingers utan- rikisráðherra, sem taldi það slæman leik i stöð- unni. Tyrkneska stjórnin hyggst gjalda Bandarikjamönnum rauðan belg fyrir gráan og hótar að reka Bandarikjamenn á brott frá her- stöðvum, sem þeir nú hafa á Tyrklandi, varnar- stöðvum við landamæri Sovétrikjanna. Þessar stöðvar eru býsna mikilvægur hlekkur i varnar- keðju Atlantshafsbandalagsins. Frá þeim á að verja sundin, siglingaleiðina inn á Miðjarðarhaf. Tyrkir hafa einnig lýst yfir stofnun sjálfstæðs / rikis tyrkneskra manna á Kýpur á svæðinu, sem þeir ráða. Með þvi hefur eynni verið skipt milli griskra manna, sem ráða Kýpurlýðveldinu, og tyrkneskra. Skiptingin er það, sem allir hinir skynsamari menn, sem nálægt þessum málum hafa komið, vildu fyrir hvern mun forðast. Á Kýpur búa aðeins um 700 þúsund manns, þar af um 79 af hundraði griskir og um 18 af hundraði tyrkneskir. Með skiptingu eyjarinnar i tvö riki fer þvi f jarri, að skapazt hafi trygging fyrir friði um- fram það, sem áður var. Grikkir á Kýpur eru full- ir af hefndarhug vegna yfirgangs Tyrkja, og þeir hafa við orð að fórna lifinu fremur en að þola yfir- töku Tyrkja á eignum griskra manna i norður- hlutanum. Framtið lýðveldisins Kýpur sem sjálf- stæðs rikis er i tvisýnu. Vitað er, að meðal beggja þjóðarbrotanna eru forystumenn til, sem gætu samið um málamiðl- y un. Það eru einkum afskipti erlendra rikja, fyrr- / um Grikklands og nú Tyrklands, sem vandanum ) valda. Kunnugir fullyrða, að fólkið á Kýpur sé ekki ósættanlegt, en sárin, sem innrás Tyrkja olli, gróa seint. Hætter við sundrungu Atlantshafsbandalagins, ef ekki finnst óvænt leið úr flækjunni. —HH Hert að samtökum stúdenta í S-Afríku Vorster forsætisráðhcrra Suður-Afrlku. — Stjórnin dregur við sig að fara að ráðum nefndar, sem lagði til að leyst yrðu upp samtök hvltra stúdenta, er andvíg eru að skiinaðarstefnunni. Einhvern næsta dag- inn má búast við þvi, að stjórn Suður-Afriku láti til skarar skriða gegn stjórnmálasamtökum hvitra stúdenta, sem striða gegn aðskilnaðar- stefnu stjórnarinnar i kynþáttamálum. Þegar hafa verið lögð drög að þvi, að unnt verði að greiða þess- um samtökum náðarhöggið. Nefnd, sem það opinbera setti á laggirnar til að kanna m.a. fé- lagsllf stúdenta í háskólum lands- ins, mælti með þvi, að Landssam- band hvitra stúdenta i Suður-Af- riku yrði leyst upp sem stjórn- málahreyfing. „Pólitiskar aðgerðir þess ætti að stöðva fyrir fullt og allt og þær eiga enda ekki heima innan veggja háskóla”, segir I skýrslu Van Wyk de Vries-nefndarinnar. Ef þessu ráði verður fylgt, má búast við þvi, að þau átök, sem átt hafa sér staö undir niðri i þjóðlifi Suður-Afrikumanna, nái há- marki. Sambandið telur innan sinna vébanda um 30 þúsund stú- denta, við háskóla enskumælandi. Það hefur um langt bil verið merkisberi ungu mannanna, sem andsnúnir eru aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Láti stjórnin að ályktun nefnd- arinnar og banni starfsemi sam- bandsins gæti það hrundið af stað meiriháttar stúdentaóeirðum, sem bergmálað gætu atburðina 1972, þegar námsmönnum og lög- reglumönnum sveiflandi kylfum lenti saman æ ofan i æ á götum Höfðaborgar og Jóhannesarborg- ar. Nefndin hefur séð þetta fyrir og hefur annað ráð á takteinum gegn þvi. Hún leggur til, að með þvi að skera niður fjárfrainlög til há- skólanna megi sporna viö sliku. Mælir hún með þvi, að dregin verði af styrknum til hvers há- skóla ákveðin upphæð fyrir hvern stúdent frá þeim skóla, sem vis verður að þátttöku i götuóeiröum. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir sem einn fordæmt á- lyktun nefndarinnar og þau úr- ræði, sem hún leggur til. Þeir hafa kallað það verstu dæmi um harðstjórnartilhneigingar og þar fram eftir götunum. Langskólamenn og þingmenn andstöðuflokkanna hafa allir lagt að stjórninni að láta tillögur nefndarinnar sem vind um eyrun þjóta. Enn sem komið er hefur stjórn- in haldið að sér höndum og ekkert látið á sér merkja, hvernig hún hyggst bregðast við. Liklega bið- ur hún fyrst til að sjá, hverjum viðbrögðum skýrslan mætir. Nú mundi margur spyrja, hvaða hryllingsverk stúdenta sambandið hefur gert sig sekt um, svo að það þyki óalandi og ó- ferjandi að mati Van Wyk de Vries-nefndarinnar. Eitt aðalumvöndunaratriði nefndarinnar var þaö, að samtök- in væru utanþings stjórnarand- staða, sem æli á óánægju meö stefnu stjórnarinnar i kynþátta- málum og hefði á stefnuskrá sinni aö bylta þjóðskipulagi Suður-Af- riku. „Vettvangur þeirra er gatan og aðferðir þeirra þær að skapa óróa og glundroða, sem þvingaö gætu fram vilja þeirra”. Þannig hljóðar hinn harði dóm- ur nefndarinnar. En i augum margra útlendinga voru mótmæl- endur stúdenta spakir i saman- burði við svipuð fyrirbæri siðustu ára hjá mörgum öðrum þjóðum. Ekki er þó fyrir að synja, að stúdentasambandið hefur haft á- hrif til breytinga, og eru þau á- þreifanlegust hvað viðkemur bættum aðstæðum á vinnustöðum fyrir svartan starfskraft. Það hefur einnig orðið til þess að draga fram i sviðsljósið léleg kjör margra þeldökkra verkamanna. Þetta umbótastarf samtakanna vakti þó á sinum tima gremju hinna hvitu ráðamanna, og ein nefndin enn var send háskólanum til höfuðs. Hin svokallaða Schles- buschnefnd var sett á laggirnar til að gæta að öryggi rikisins. 1 ágúst sl. lýsti Schles- busch-nefndin þvi yfir að kjara- málanefnd stúdentasambandsins llllilllllll UMSJÓN. G. P. ynni aö þvl að kollsteypa þvi þjóð- skipulagi, sem nú væri við lýði i Suður-Afriku. Það væri þeirra höfuðtilgangur og markmið. — Krafðist nefndin þess, að tekið væri fyrir f járhagsaðstoð til sam- bandsins erlendis frá. Hafði sú aðstoð verið túlkuð sem sam- bandið ynni fyrir hagsmuni er- lendra afla, sem andvig væru stefnu Suður-Afrikustjórnar. Þetta dró nokkuð úr umsvifum sambandsins, en hitt þó mest, þegar átta forvigismenn samtak- anna voru settir I ferðabann. Samkvæmt tilskipun i febrúar 1973 voru þeir settir I fimm ára bann og mega á þeim tima ekki yfirgefa heimabæi sina, né heldur mega þeir koma nærri mannsafn- aöi, og þýðir það, að þeir mega aldrei vera i meira fjölmenni en við þriðja mann. — Voru tveir þeirra handteknir fyrir brot á þessu banni ekki alls fyrir löngu, þegar þeir höfðu freistazt til þess eina kvöldstund að hafa ofan af fyrir sér yfir spilum. Spiluðu þeir við fjórða mann. — Ofan á þetta var þeim svo bannað að láta nokkuð eftir sér hafa i fjölmiðl- um. Þessar aðgerðir stjórnvalda hafa dregið úr athöfnum stúdentasambandsins. Aðrar á- móta hafa auðvitað einnig fylgt með. Vegabréf hafa verið tekin af stúdentum um stuttan tima I senn, en það hefur hindrað þá i ut- anlandsferðum til að hitta skoð- anabræður sina. Njósnum hefur verið haldið uppi á stúdentagörö- um af hálfu lögreglunnar, fleiri forvigismenn stúdenta hafa verið settir i skemmra bann, en þó á- móta og hinir átta ofannefndu. Táragasmökkinn leggur yfir strætin I átökum hvitra stúdenta og lögreglu hinnar hvitu stjórnar lands- ins, en hlökkumenn fylgjast með álengdar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.