Vísir - 21.02.1975, Síða 7

Vísir - 21.02.1975, Síða 7
Visir. Föstudagur 21. febriíar 1975. 7 UMFERÐARUPPELDI - ^ STRAX Á ÞRIDJA ÁRI l5'°aní — Umferðarskólinn Ungir vegfarendur hefur nýtt starfsár — Flest börn sem .;;—,— — slasast í umferðarslysum á aldrinum 2ia — 6 ára Ums|on: Edda ____________________.___________________Andresdottir Mörg börn læra hlutina auð- veldlega og fljótt, en samt sem áður ber ekki að treysta þvi að það geti staðið sig fyllilega i umferðinni. Mörg rugla til dæmis lengi hægri og vinstri. Stina Sandels segir að aðeins 8% af öllum 6 ára börnum séu fylli- lega örugg um hvað er vinstri og hvað er hægri. Meðal 7 ára barna má reikna með að það séu um 12%. „Foreldrarnir eiga að vera fyrstu kennarar barnsins i um- ferðinni”, segir prófessorinn. „Æfið umferðarreglurnar i þvi hverfi sem barnið þarf á þeim að halda. Segið þvi hvernig maður ber sig að, en umfram allt hvers vegna maður gerir þetta eða hitt. — Sýnið barninu hvar bezt er að fara, og veljið þá leið þar sem umferðin er minnst. Byrjið strax á meðan barnið er 3ja ára gamalt að æfa það i umferð- inni”. Umferðarskólinn Ungir veg- farendur hefur nú nýtt starfsár, og hefur verið sent út fyrsta verkefnið, sem er mjög liflega og skemmtilega út garði gert. Umferðarskólinn er bréfaskóli fyrir börn undir skólaskyldu- aldri eða á aldrinum 3ja til 6 ára. í plaggi sem sent er til for- eldra, og þar sem sérstaklega er tekið fram að það taki þá aðeins 7 minútur að lesa, segir að barn- ið muni fá send 25 verkefni næstu fjögur árin frá umferðar- skólanum. Kostnaðurinn við skólann er greiddur sameigin- lega af sveitarfélaginu, sem viðkomandi eru búsett I, og Um- ferðarráði. Tilgangurinn með starfsemi umferðarskólans er I fyrsta lagi að veita foreldrum fræðslu um vandamál barna i umferðinni. 1 öðru lagi að aðstoða foreldra við að kenna börnum undirstöðu- reglurnar I umferðinni og leggja þar með grundvöllinn að betri hegðun þeirra sem vegfarend- ur. „Með starfi skólans er verið að aðstoða ykkur við að leið- beina barninu. Verkefnin koma að mjög takmörkuðu gagni nema þvi aðeins, að þið gefið ykkur tima til þess að vinna þau með barninu”. Notið tækifærið þegar þið eruð á göngu eða I ökuferð og fræðið barnið á jákvæðan hátt um um- ferðina og hættur þær, sem eru henni samfara. Oftast vill barn- ið byrja að vinna verkefnið um leið og það fær það. Þetta er skiljanlegt en auðvitað fer það ekki alltaf saman við þann tima, sem foreldrarnir hafa til þess að vinna verkefnið með þvi. Takið þvi verkefnin fram aftur, þegar þið hafið betri tima til þess að vinna með barninu I ró og næði. Er barnið ekki alltof ungt? — Þið spyrjið ef til vill hvort barnið sé ekki alltof ungt til þess að taka þátt i þessu fræðslu- starfi. Áhrifin á fyrsta aldurs- skeiðinu eru mjög mikilvæg. Það hefur verið sannað með vis- indalegum rannsóknum, að nauðsynlegt er að hefja umferð- Hér eiga börnin aðlfma fóikið á réttan stað í bilnum, og með þvf venjast þau á að vera I aftursætinu, aruppeldi barna þegar á þriðja ári. — Mörg undanfarin ár hafa flest börn, sem slasast I umferð- arslysum, verið á aldrinum 2ja til 6 ára. Þessi staðreynd sýnir, hve lifslaunsynlegt er að gott samstarf takist við foreldra um umferðaruppeldi barna. — Barnið er ólikt hinum full- orðnu og það upplifir veröldina öðruvisi. Við fullorðnir höfum gleymt þvi, hvernig veröldin leit út i okkar augum, þegar við vorum ekki hærri I loftinu en bilhjól. 1 nútimaþjóðfélagi verð- ur ekkert barn einangrað frá umferð og þeim hættum, sem umferð eru samfara. Þessum hættum verður að mæta með þvi að vernda börnin og fræða þau um umferðina. Þvi yngra sem barnið fær leiðbeiningarnar um umferðina, þeim mun betri möguleika hefur það til þess að verða farsæll vegfarandi. — Forráðamenn umferðarskól- ans taka það skýrt fram að aldrei er hægt að treysta barni undir 6 ára aldri til að sjá um sig sjálft nálægt umferð. Til þess er það ekki nægilega þroskað, hvorki andlega né likamlega. Sænskur prófessor, Stina Sandels, sem starfað hefur tals- vert að öryggi barna i umferð, segir að fyrst þegar barnið er 9 ára gamalt, og oft siðar, sé fylli- lega hægt að treysta þvi i um- ferðinni. Barnið gerir sér ekki grein fyrir fjarlægðum á sama hátt og fullorðnir. Það ætlar sér til dæmis yfir götu og sér bil sem virðist langt i burtu. En þegar billinn allt I einu kemur æðandi að þvi verður það mjög undrandi. Það er ekki fyrr en við erum 16 ára sem við erum nægilega þroskuð til þess aö skynja þessar breytingar al- gjörlega. Fjarlægð og hraði er nokkuð sem barnið lærir að sumu leyti af reynslu. Þau eiga erfitt með að greina hvort bill er að nálg- ast. Bill sem kemur á móti barninu úr mikilli fjarlægð, — og sú f jarlægð er miklu meiri en i augum fullorðna fólksins, — virðiststanda kyrr langan tíma. Það er þvi ekki furða þó það verði undrandi þegar billinn allt i einu þýtur framhjá. það fari yfir a merktri gang- braut, þar sem öiia á að vera óhætt, þurfi það lika að lita vel I kringum sig. 1 Sviþjóð eiga 15% af bilslysum barna sér stað á gangbrautum. Börn eiga einnig erfitt með að átta sig á hvaðan hljóð koma. Fullorðiö fólk greinir úr hvaða átt hljóð bils kemur, en barninu • getur fundizt það koma út allt annarri átt. Ef bundið er fyrir augun á barni og það látið benda i þá átt sem þvi heyrist eitthvert hljóð koma úr, má bezt sjá hversu ruglað það getur verið. Það virðist rugla saman hljóðum sem koma að framan og aftan frá. Eríiðast er að staðsetja hljóð sem kemur beint frá hlið- inni. Ef bill flautar hægra megin, getur það átt sér stað að barnið liti til vinstri. Eitt verkefnanna i umferðarskóianum. þar sem þau eru „öruggust”. Aður en barnið nær sex ára aldri gerir það sér ekki grein fyrir þvi að bilar aki eftir ein- hverjum settum reglum, þvi virðast þeir koma úr öllum-átt- um og aka holt og bolt. Það á lika erfitt með að skilja að þó

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.