Tíminn - 08.07.1966, Qupperneq 1
Emil Jónsson, utanríkisráðherra, tekur á móti U Thant á Kefiavikurvelii. (Tímamynd GE)
TVEIR BÚR-
TOGARAR
SELDIR
IGÞ—Reykjavík. fimmtudag.
Borgarráð samþykkti á fundi
sínum í dag sölu á b.v. Skúla
Magnúss. og b.v. Pétri Halldórss.
Voru togararnir seldir til Noregs
og munu kaupendur vera sveitar-
félög í Norður-Noregi, sem hyggj-
ast gera skipin út á dragnótaveið
ar til hráefnisöflunar fyrir frysti
húsin þar norður frá. Verð
beggja togaranna er 750 þúsund
norskar krónur, eða um 4% millj.
íslenzkra króna. Áður hafði Skúli
Magnússon verið seldur til Grikk
lands. en þau kaup gengu til
baka.
Bæjarútgerðin á nú aðeins 5
togara eftir, en halli á togurum
B.Ú.R. var mikill á sl. ári og varð
borgarsjóður að hlaupa undir
bagga með útgerðinni, Miklar um
ræður urðu á fundinum um út-
gerðarmálin, og m.a. samþykkt
tiílaga um að óska eftir viðræðum
Framhald a bls. 15.
U Thant þakkaði fyrir boðið til Islands við komuna
LENTI I ÞOKU 0G REGNI
IGÞ-EJ-Reykjavík, fjmmtudag.
U Thant, framkvæmdastjóri Sam
einuðu þjóðanna, gekk frakkalaus
og berhöfðaður niður landgöngu
PANAM-þotunnar á Keflavikur-
flugvelli kl. 19.12 í kvöld í rign-
ingu og stormi. Hann lét það þó
e'-ki á sig fá, og meðan föt hans
vöknuðu í rigningunni heilsaði
hann fulltrúum ríkisstjórnarinnar
og brosti glaðlega. Hann sagði ör-
fá orð við blaðamenn á flugvell-
YFIR 20 STIGA
HITI VÍÐA UM
LAND í GÆRDAG
HZ-Reykjavík, fimmtudag.
Heitasti dagur sum.arsins var í
dag. Mikill hiti var á norðan- og
austanverðu landinu, suðvestan
gola og bjartviðri. Hæstur var hit-
inn á Akureyri, 26,3 stig, sem er
mesti hiti, sem mælzt hefur á land
inu á þessu ári. Á Siglunesi var
26 stiga hiti, í Aðaldal 25 stiga
laiti, 22 stig á Fjöllum, 22 í Skaga
firði 23 á Sauðárkróki, 23 stig í
Vopnafirði, 20 á Kirkjubæjar
klaustri og 20 á Hornbjargsvita.
Sunnanlands og vertan var suð-
læg átt og kaldi, en hitinn var
víða yfjr 15 stig. í Reykjavík mæld-
ist mesti hitinn 16 stig. Búast má
við svipuðu veðri á morgun, lík-
lega verður þó heldur kaldara.
inum, og bað fyrir kveðjur sín-
ar til íslenzku þjóðarinnar og
kvaðst þakklátur fyrir að fá að
heimsækja ísland. Síðan steig hann
inn í ráðherrabílinn, og var hon-
um þegar ekið til Reykjavíkur.
Upphaflega átti U Thant að
koma til Keflavíkurflugvallar kl.
18.20 en þar sem mikil þoka, rign-
ing og nokkur vindur var í Kefla-
vík frá því á hádegi, frestaði þot-
an, sem hann flaug með, brottför
jsinni frá Prestwick um tæpan
klukkutíma til þess að sjá, hvort
I ekki rnyndi rofna til. Sú varð líka
raunin, og lenti vélin 10 mínút-
I um yfir sjö i kvöld.
í fylgd með framkvæmdastjóran-
' um, sem kom hingað frá Genf, þar
isem h-ann sat fundi ýmissa nefnda
já vegum Sameinuðu þjóðanna, var
j persónulegur aðstoðarmaður hans,
Donald Thomas, og ívar Guðmunds
son, framkvæmdastjóri upplýsing-
arskrifstofu Sameinuðu þjóðanna
í Kaupmannahöfn.
U Thant hafði millilent í Kaup
mannahöfn, þar sem hann hélt
fund með blaðamönnum, og í
Prestwick, en þrátt fyrir erfiðan
dag leit hann síður en svo þreytu-
j lega- út. Hann er frekar lágvax-
!inn maður, dökkur á hörund eins
! og vel sólbrúnn íslendingur og
I ber sig vel.
Á móti U Thant á flugvellin-
um tóku utanríkisráðherra, Emii
Jón-sson, ráðuneytisstjóri utanríkis
ráðtineytisins, Agnar Klemen
Jónsson, deildarstjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, Páll Ásg. Tryggva-
son og ambassador íslands hjá
S.þ., Hannes Kjartansson.
Er þeir höfðu heils-azt, skýrði
u-tanríkisráðherra U Thant frá
því, að hann yrði líklega um hálf-
tíma of seinn í kvöldverðarboð for-
setans, sem átti -að hefjast kl. 20.15
í kvöld að Bessastöðum. —- „En
það er ekki yður að kenna, þetta
er okkur að kenna,“ -- sagði Emil.
—„Nei, nei,“ — sagði U Thant,
— það er flugvélin sem á sök-
ina.“ — Og svo brosti h-ann og
virtist hinn glaðasti og blaðaljós-
myndarar og sjónvarpsmynda-töku
menn „skutu" á hann án afláts.
Síðan var gengið að bifreiðun-
um, sem ekið hafði verið inn á
flugbrautina, en á leiðinni stöðv-
uðu blaðamenn framkvæmdastjór-
ann. U Thant sagði þá: — ,,Eg
vil nota þetta tækifæri til þess
að láta í Ijósi innilegar þakkir mín
ar til íslenku þjóðarinnar og rík-
isstjórnar íslands fyrir að hafa
boðið mér í þessa heimsókn til
íslands. Ég sendi íslenzku þjóðinni
mínar beztu kveðjur.“
Síðan var haldið af stað til
Framhaid a ois ló
BlaSamenn, Ijósmyndarar og móttakendur mynda þéttan hring um U Thant viS komuna í gaer. (Tímam. GE)