Vísir - 12.03.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 12.03.1975, Blaðsíða 5
Visir. Miðvikudagur 12. marz 1975._____________ 5 ap/UNtEbR ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND f MORGUN Umsjóll: GP Vinstrisinnar fóru fylktu liöi um götur i Lissabon f gærkvöldi, eftir aö uppreisnartilraunin haföi fariö út um þúfur. Veifuðu þeir rauöum fánum og lýstu stuðningi sfnum viö stjórn landsins, fagnandi ósigri upp- reisnarmanna. Standa öfgaöfl að rán- um manna á ítalfu? mannræningjum. Er þetta i fyrsta sinn, sem tengsl finnast milli ofstækisafla og mannráns, en til þessa hefur mafiunni verið kennt um þau flest. — A fyrstu tveim mánuðum þessa árs hefur fimmtán manns verið rænt á ttaliu. I ibúðinni fann lögreglan ennfremur skotvopn og skotfæri, sprengiefni og fölsk skjöl. Maöur nokkur, sem tal- inn var í hópi öfgasinnaðra vinstrisinna í Napólí/ sprengdi sjálfan sig í loft upp, þegar vítisvél/ sem hann var aö setja saman/ sprakk af slysni í gær. Annar maöur slasaöist í sprengingunni/ sem varö i íbúð þeirra í Napóli. Þegar lögreglan kom á vett- vang fann hún 70 milljón lirur i bankaseðlum i ibúðinni (nær 18 milljónir isl. kr.). Reyndust þær vera hluti mikils lausnargjalds, sem greitt var fyrir iðjuhöldinn Guiseppe Moccia fyrir tveim mánuðum, en honum var rænt i vetur. Mannrán hafa verið tið á ttaliu undanfarin ár, og hefur lögreglan staðið uppi ráðþrota gagnvart Franskir lœknar tregir til að eyða fóstri —þrótt fyrir nýju lögin Heilbrigðismálaráð- herra Frakka/ frú Simone Veil, sem fékk því áorkað, að þingið samþykkti í vetur frjálslyndari lög um fóst- ureyðingar, sagði í gær, að einhver bið mundi verða á því, að lögin — sem hafa þegar tekið gildi — komi til fullra framkvæmda. Veldur þar um neikvæð afstaða lækna. Veil rabbaði við blaðamenn i gærkvöldi og sagði þá, að þótt læknar i Frakklandi væru tiltölu- lega jafnmargir með fóstur- eyðingum sem á móti, þá væru aðeins örfáir reiðubúnir til þess að framkvæma þessar aðgerðir. Hin nýju lög leyfa nú fóstur- eyðingar á fyrstu tiu vikum meðgöngutimans. öðluðust þau gildi i janúar s.l. En samtök kvenna halsda þvi fram, að það sé i reyndinni nær ógerningur fyrir konu að fá þetta gert vegna þeirra steina, sem læknar leggja i götu hennar. Veil ráðherra gerði það alveg ljóst i gærkvöldi, að hún ætlaði sér ekki að fara að striða við læknastétt Frakklands. Kvaðst hún hins vegar vongóð um, að með timanum mundu læknar sannfærast um nauðsyn þessara nýju laga. ANDVANA UPPREISN Spinola kyrrsettur á Spóni eftir flótta fró Portúgal. Framsals hans krafizt Stjórn Portúgals virðist i dag jafnvel öruggari í sessi eftir byltingartil- raunina misheppnuðu þar i gær, en Antonio de Spin- ola hershöfðingi, sem hægri menn skoöuðu sem líklegasta leiðtoga sinn, flúði land til Spánar. Spinola var kyrrsettur á her- flugvelli á Spáni, þar sem hann leitaði hælis ásamt konu sinni og nokkrum foringjum úr her Portúgals. — Valda þau spænskum yfirvöldum nokkrum vanda, þvi að Portúgalsstjórn hefur krafizt framsals þeirra þegar i stað. Flóttafólkið flaug i þrem þyrlum frá bækistöðvum flug- hersins i Tancos, en þar virðist uppreisnin hafa átt upptök sín. Spænska stjórnin hefur ekk ekki ákveðið, hvort hún fram- selur Spinola og fylginauta hans. Hún hefur visað á bug að- dróttunum um að hafa staðið á einhvern hátt að uppreisnartil- rauninni. Einn hermaður féll og tiu særðust i átökunum, sem stóðu stutt. Þó höfðu falíhlifasveitir umkringt stöðvar stórskotaliðs Portúgalshers við flugvöllinn hjá Lissabon og haldið honum einangruðum i tiu klukkustund- ir áður en fallhlifarhermennirn- ir gáfust upp. Tvær litlar Dorni- er-flugvélar vörpuðu sprengjum á bækistöðina og skutu úr vél- byssum sinum um leið. — Það var öll uppreisnin. Francisco da Costa Gomes, forseti, hefur sakað 27 foringja hersins um að hafa undir for- ystu Spinola hershöfðingja stað- ið að uppreisnartilrauninni. Kallaði hann samsærið landráð. — Spinola var forveri hans i for- setastóli, en neyddist, eins og kunnugt er, til að segja af sér vegna ósamkomulags við vinstrisinnaða herforingja, sem stóðu að þvi að bylta á sinum tima stjórn Portúgals. Kommúnistaflokkur Portú- gals, sem er aðili að núverandi stjórn iandsins, sagði, að uppreisnin hefði verið tilraun til valdaráns. Lýsti hann þvi yfir, að hún sýndi ljóslega, hve öryggi landsins væri ábótavant. Kommúnistar, sem að undan- förnu hafa hleypt upp úti- fundum annarra stjórnmála- flokka i undirbúningi fyrir kosningarnar i næsta mánuði, réðust i gær á aðalstöðvar kristilegra demókrata, eftir að fréttist um uppreisnartilraun- ina. Sömuleiðis á aðalskrifstof- ur Miðdemókrataflokksins i Oporto og Lissabon. Ennfremur voru lagðar i rúst skrifstofur Alþýðuflokksins i Oporto. 1 fréttum portúgalska sjón- varpsins i gærkvöldi var sýnt, hvar hundruð vinstrisinna fóru um götur Lissabon og lýstu yfir stuðningi við stjórnina. Saraiva de Carvalho, yfirmaður öryggissveita lands- ins, sagði á fundi með blaða- mönnum i gærkvöldi, að Frank Carlucci, sendiherra Banda- rikjanna i Lissabon, ,,væri fyrir beztu að fara úr landi” eftir a.t- burði gærdagsins, þvi ella gæti hann orðið fyrir „óþægindum” og ekki væri unnt að tryggja öryggi hans. Sendiráð Bandarikjanna, hafði áður visað á bug þeirri staðhæfingu eins Lissabonblað- anna i siðustu viku, að það hefði átt hlut að valdaránssamsæri. Sendiherrann sagði i gærkvöldi, að hann bæri fullt traust til yfir- manns öryggissveitanna og tryði þvi að yfirvöld mundu vernda hann og annað sendi- ráðsfólk. Costa Gomes forseti birti nöfn þeirra foringja hersins, sem sakaðir eru um að hafa staðið að uppreisninni. Voru þeir úr öllum deildum hersins. Þorri herráðs- ins hefur þó greinilega haldið að sér höndum. Portúgalska sjónvarpið þuldi upp langar yfirlýsingar fall- hlifaliðsmanna i gærkvöldi, þar sem þeir báru sig upp und- an þvi að hafa verið blekkt- ir af foringjum si'num til uppreisnarinnar. Kom þar fram, að þeim hefði verið sagt, að kommúnistar hygðust taka af lifi 2000 óbreytta borg- ara og foringja hersins i „fjöldahreinsun”, sem fyrir dyrum stæði. Nýlegur álitshnekkir vinstri- sinnaðra foringja i hernum virðist hafa glapið uppreisnar- menn til að trúa þvi, að jarð- vegurinn væri frjór til róttækra breytinga á stjórnmálasviði landsins. Hvítvoðungar í eldsvoða Fjórtán kornabörn/ öll um mánaðargömul/ fórust i eldi/ þegar tveggja hæða timburhúS/ vöggustofa munaðarlausra, brann í höfuðborg Suður-Kóreu í nótt. Lögreglan í Seoul skýrír svo frá/ að 36 smábörnum hafi verið bjargað út úr logandi húsinu. — En upp- tök eldsins hafa veriðrakin til rafmagnsofns á neðri hæöinni. Forstjóri heimilisins, 53 ára gamall maður, ruddist inn i log- ana i örvæntingartilraun sinni til þess að bjarga börnunum. Brann hann hroðalega og var lagður inn á sjúkrahús. Heimilið var nýstofnað og byrj- aði starfsemi sina i desember sið- astliðnum. Það var árangur starfsemi góðhjartaðs fólks, sem tekið hafði höndum saman um að vekja landsmenn til umhugsunar um velferð barna, er borin höfðu verið út, eða einhverra hluta vegna höfðu orðið viskila við for- eldra sina. Heimiliðátti að annast ungabörn, unz fundnir höfðu verið fósturforeldrar handa þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.