Vísir - 12.03.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 12.03.1975, Blaðsíða 8
Vlsir. Miövikudagur 12. mari 1975. Barcelona í undanúrsEitin Spænska meistaraliðiö Barcelona varð fyrst liða til að komast i undanúrslit Evrópu- bikarsins i knattspyrnu. Sigraði Atvidaberg, Sviþjóð, H-0 i Barcelona i gærkvöldi — og vann þvi leikina við Sviana, samtals 5-0. Þeir voru báðir húðir i Barcelona. Mörk liðsins i gær skoruðu Gallego i fyrri hálfleik, en Juan Asensi og Marinho skoruðu i þeim síðari. Aðalmenn Barcelona voru Iiollendingarnir Cruyff og Neeskens. Sá siðarnefndi átti skalla i þverslá á 28. min. og bakvörðurinn Gallego náöi knettinum og skoraöi. Asensi skoraði af 40 metra færi á 59. min., en brazil- iski landsliðsmaðurinn Marinho á 67. min. Sviarnir voru af og til hættulegir i fyrri hálf- leik og La Cruz, varnarmaður, bjargaöi á marklinu frá Hasselberg. —hslm. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, framlengingu og vítakeppni! Hraðmót i sundknattleik hófst i Sundhöll- inni á sunnudag og er mikil þátttaka. Þetta ér i annaö sinn, sem sllkt hraðmót er háð — lið er úr eftir tvo tapleiki. A sunnudag urðu úrslit þessi. Armann A vann Ægi B 3-2, Ægir A vann KR 6-4 eftir framlengingu i tvær min. á mark. 4-4 stóð eftir venjulcgan ieiktima. Armann A og KR geröu jafntefli 6-6, en Ar- mann vann á hiutkesti. Jafnt var 3-3, siðan framlengt og þá enn jafnt 3-3. Þá var vlta- kastskeppni og enn var jafnt eftir hana 6-6. Arinann B vann Ægi C (sundmenn Ægis) 2-0 og Ægir B vann Ægi C 4-1. Mótið heldur áfram á sunnudag kl. tvö, en annað kvöld kl. 9.30 verður úrslitalcikurinn i Reykjavikur- mótinu milli Ægis og KR i Sundhöllinni. —hsim. Olympíumeistarinn vann María-Theresa Nadig, svissneski Olympiu- meistarinn, sigraði i gær i bruni heimsbik- arsins i Jackson Hole i Bandarlkjunum —og hafði mikla yfirburði. 15 fyrstu stúlkurnar i keppninni bættu brautarmetið, sem Isabella Mir, Frakklandi, setti 1970 — og var 1:57.87 min. Úrslit urðu þessi: 1. Maria-Theresa Nadig, Sviss, 1:43.27 2. Bernadetta Zurbriggen, Sviss, 1:44.49 3. Anna-María Moser Pröll, Aust. 1:45.63 4. Maria Epple, V-Þýzkalandi, 1:45.81 5. Irmgard Lukasser, Austurríki, 1:46.26 Cindy Nelson, USA, varð áttunda, Hanny Wenzel, Lichtenstein 14. og Eva Pröll, hin 16 ára systir önnu Marlu, i fimmtánda sæti. Næst verður keppt i Sun Valley, Bandarlkj- unum, 13.—15. þessa mánaðar. Sigurmark á lokamínútu írland sigraði B-liö Vestur-Þýzkalands i landsleik i knattspyrnu i Dublin i gærkvöldi meö marki Jimmy Conroy, Fulham, á sið- ustu minútu leiksins. Conroy kom inn sem varamaður fyrir Ray Treacy, þegar 25 min. voru eftir. irska liðið sótti mun meir I leikn- um og Don Givens, QPR, átti stangarskot. Hartono vann Svend Pri Rudy Hartono, sjö sinnum heimsmeistari I badminton (AU-England meistaramótið), náði hefndum á Pananum Svend Pri, sem tvivegis hefur sigrað meistarann að undan- förnu, á danska meistaramótinu i Kaup- mannahöfn i gærkvöldi. t úrsiitum vann Har- tono með 12-15, 15-0 og 15-7. Lene Koppen sigraði i einliðaleik kvenna. Danska stúlkan sigraði Joke van Beusekom, HoIIandi, i úr- slitum 11-1 og 11-6. Þar var öllu lokið á 15 minútum. Pör frá Indóncsiu sigruðu i tvíliða- og tvenndarkeppni. —hsim. Strákarnir I Val eru mjög ánægðir með hinn nýja þjálfara sinn, Skotann Joe Gilroy, og hann er ekki slöur ánægður með þá. Þessa mynd tók Bjarnleifur ljósmyndari okkar af honum á fyrstu æfingunni hjá Val I slðustu viku, en þá fengu þeir fyrst að taka almennilega á undir hans stjórn. Er ekki kominn til að ## gera neitt kraftaverk — segir hinn nýi knattspyrnuþjálfari Vals, Skotinn Joe Gilroy, sem meðal annars lék með Johnny Haynes og Alan Clarke hjá Fulham ,,Ég hef ekki verið hér nema I rúma viku, svo það er ekki mikið, sem ég get sagt. En það sem ég hef séð og fundiö á þessum stutta tima hefur mér llkaö vel,” sagði hinn nýi knattspyrnuþjálfari Vals — Joe Gilroy — er yiö spjölluðum við hann eftir æfingu á Hllðar- enda I gærkvöldi. „Ég vissi ósköp lítið um Is- lenzka knattspyrnu áöur en ég kom hingað. Ég vissi jú, að hér voru til góöir knattspyrnumenn — ég hafði spilaö á móti einum þeirra fyrir mörgum árum, er ég lék með Clyde. Það var Þórólfur Beck, sem þá lék með Rangers. Hann var frábær knattspyrnu- maður og geysilega vinsæll i Skotlandi. Vinur minn Pat Quinn, sem var hjá FH I fyrra, gaf mér nokkra góða punkta áöur en ég fór hingaö, og hann hafði ekkert nema gott aö segja um Islenzka knattspyrnu og veruna hér. Þetta var það eina, sem ég vissi, en ég á eflaust eftir að læra mikið og margt I sumar. Það sem hefur komið mér mest á óvart hjá Val, er áhuginn og viljinn hjá þessum áhugamönn- um. Þeir láta veöur og vind sig engu skipta, hvað þá heldur slæmar aöstæður eins og verið hafa siðustu daga. Þeir mæta — og mæta vel — og á æfingunum keppast allir við að gera sitt bezta. Þetta er andrúmsloft, sem mér likar og hlakka til að vinna I á komandi mánuðum. Ég er ekki kominn hingað til að gera neitt kraftaverk með Vals- liðið — heldur til aö vinna og vinna vel með áhugasömum strákum. A minum lista kemur fótboltinn i fyrsta sæti slöan Valur, en ég eða minn persónulegi árangur kemur ekki á hann. Það eru margir mjög efnilegir piltar hjá Val, en þvi miður hef ég ekki haft tækifæri til að sjá þá i leik. A þessum fyrstu æfingum hef ég sérstaklega tekið eftir tveim mönnum — Hermanni Gunnarssyni og ungum pilti — Albert Guðmundssyni. Þeir elska leikinn eins og ég geri það, og hafa það i sér aö spila hann. Það eru eflaust fleiri þannig hjá Val, en það á eftir að koma i ljós á næstu vikum, þegar við getum farið að æfa og leika viö viöun- andi aðstæður. Aðstaðan hjá Val er góð og verður sjálfsagt enn betri, þegar veðrið batnar. En aðstaðan er ekki fyrir öllu — hér nægir smáblettur, nokkrir áhugasamir og góðir leikmenn og einn bolti til að hafa gaman af þvi að vinna að þessu, og það hef ég haft þessa viku. Það eina, sem mér hefur leiözt hérna, er veörið og að vera að- gerðalaus allan daginn. En þetta skánar sjálfsagt, þegar maður fer að þekkja fleiri og veðriö batnar. Ég hef ekki hitt kollega mina, sem eru komnir, þá Hooley og Kirby, en vona, aö af þvi veröi fljótlega. Ég hef einu sinni talað við Kirby — fyrir mörgum árum — en hann man sjálfsagt ekkert eftir þvi. Hooley þekki ég aftur á móti ekkert, en hef heyrt hans getið. Ég þekki Sanders, sem verður hjá Vlking, af afspurn, og Tony Knapp hef ég heyrt mikið talað um, enda var hann þekktur knatt- spyrnumaður á Englandi á sinum tima. Þessir menn hafa allir veriö hér áður, svo þeir eru betur settir en ég hvað varðar vitneskju um lið og leikmenn hinna. En I samvinnu við strákana hjá Val vonast ég til að geta unnið það upp og hef góða trú á, að okkur takist það I sameiningu, eins og önnur verkefni-sem við tökumst á við I sumar.” Gilroy er liðlega þrítugur — há- skólamenntaður kennari — og á að baki mjög glæsilegan og óvenjulegan feril sem knatt- spyrnumaður. Hann lék fyrst með skozkum liöum, þar á meðal Clyde. Þaðan var hann seldur til enska liðsins Fulham árið 1966 fyrir 40 þúsund pund, sem þótti hátt verð fyrir ungan Skota á þeim timum. Hjá Fulham lék hann I stöðu miðherja með Alan Clarke — nú tyftDUR \. MUNIÐ ibúðarhappdrætti H.S.i. 2ja herb. ibúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. Leeds — sem er mikill vinur hans, en þeir bjuggu i sömu Ibúð, þar til Clarke var seldur frá Fulham. Einnig lék hann þar með Johnny Haynes, sem var lengi fyrirliði enska landsliðsins og fyrirliöi Fulham á þessum árum. Gilroy var hjá Fulham I fjögur ár þá fékk hann sig lausan og fór til Dundee, þar sem hann var i smátlma. Frá Dundee réði hann sig sem leikmaður og þjálfari Highlands Park i Suður-Afriku. Það var lið, sem var neðarlega I deildinni, en hann gerði það að stórliði á skömmum tíma. Þá bauðst honum að taka við skozka liðinu Falkirk, sem var I vonlausri stöðu I 1. deildinni i Skotlandi. Engu munaði að hann næði að halda þvi uppi — vantaði aðeins 2 litil stig, þegar yfir lauk. Undir hans stjórn lék liðið 22 leiki án taps, og I fyrra kom hann því i undanúrslit i deildabikarn- um, þar sem það var slegið út af Hibs 1:0, eftir að hafa átt mun meira I leiknum. 1 desember s.l. hætti hann hjá Falkirk eftir ágreining við stjórn klúbbsins um val á leikmönnum i aðalliðið. Þá bauðst honum fram- kvæmdastjórastaðan hjá Patrick Thistle, en hafnaði henni, þegar skozka knattspyrnusambandið baö hann um að skreppa til íslands og kanna tilboð frá Val, sem hefði óskað eftir skozkum þjálfara. „Eftir þvi kem ég aldrei til með aö sjá, það hef ég fundið á þessari einu viku, og veit aö margar betri eiga eftir að koma.” —klp— Vlsir. Miðvikudagúr 12. marz 1975. Stórleikur- inn í kvöld - Leikur Yíkings og Vals í 1. deild í kvöld — og ÍR í baráttu við Hauka Stórleikur Vikings og Vals i 1. dcildinni I handknattleik karla verður i Laugardalshöllinni i kvöld. Leikurinn hefst kl. 8.15 og þar ráðast ekki úrslit nema Víkingur sigri eða geri jafntefli. Þá verður liðið tslandsmeistari. t fyrri leik liðanna — fyrsta leik mótsins — sigraði Víkingur með 19-17 og Vikingur hefur leikið tiu leiki I röð án taps i 1. deild. Sigri Valur hins vegar i leikn- um i kvöld er sigur Valsmanna i mótinu þar með ekki i höfn. Þá þarf Valur einnig að sigra FH i siðasta leik mótsins, sem verður annan miövikudag, eða að ná jafntefli til þess að komast uppfyrir eða ná Viking að stigum. Allt er þó ekki búiþ með þvi. Armann hefur áfrýjað dómi HKRR, sem dæmdi Val stigin i tapleik liðsins gegn Ármanni, til dómstóls HSt. Astæðulaust er hér að rekja það mál nánar og visast til bréfs Armenninga hér neðar á siðunni. Þetta getur orðið langt og strangt mál fyrir dómstólum og ekki öll kurl komin til grafar. Siðari leikurinn i kvöld verður milli 1R og Hauka. tR-ingar verða að sigra i leiknum til að hafa möguleika að komast hjá falli i 2. deild — ef liðið tapar er það fallið, en eins og tR-liðið hefur leikiö að undanförnu ætti það að hafa tals- verða sigurmöguleika gegn Haukum. — —hsim. COOPER TIL MIDDLESBRO Middlesbro keypti I gær enska landsliðsbakvöröinn Terry Coop- er frá Leeds fyrir 50 þúsund pund, en framkvæmdastjóri Middles- bro, Jackie Chariton, lék lengi með Cooper hjá Leeds. Þá keypti Everton welska landsliðsmann- inn David Smallmann frá 3. deild- arliðinu Wrexham i Norður- Wales fyrir 100 þúsund pund. Smallmann er 21 árs — mikill markaskorari. —hsim. Síðasta spyrnan bjargaði Leeds! — í bikarleiknum við Ipswich í gœrkvöldi — Jafntefli eftir framlengingu Duncan McKenzie var send- ur inn á leikvöllinn á Elland Road i Leeds I gærkvöldi, þegar tvær minútur voru eftir af leiktiman- um. Ipswich hafði þá forustu I bikarleiknum með marki, sem David Johnson skoraði á 17. min. En með siðustu spyrnunni — og var þá komið vel yfir venjulegan leiktima, 90 minúturnar, — tókst Duncan að jafna fyrir enska meistaraliðið. Tafa- og slysaviðbótin bjargaði þvi Leeds, en i 30 minútna fram- lengingu tókst hvorugu liðinu að skora. Leeds sótti miklu meira i framlengingunni — en vörn Ips- wich var þétt fyrir eins og fyrr i leiknum. Liðin verða þvi að mæt- ast i þriðja sinn — og það, sem loks sigrar, leikur við West Ham i undanúrslitum 5. april. Ekki var skýrt frá þvi i gær hvar 3ji leikur- inn verður háður. Þessi úrslit gera Leeds erfitt fyrir vegna álags frá Evrópu- bikarnum. Næsta miðvikudag fer Leeds til Belgiu og leikur siðari leikinn við Anderlecht. Liðið hefur 3-0 forustu frá fyrri leikn- um. Sigurganga Fulham hélt áfram i gærkvöldi. Liðið lék þá i Bristol gegn Rovers og sigraði 2-1. Fyrir- liðinn Alan Mullery skoraði fyrra mark Fulham úr vita- spyrnu á fyrstu min. leiksins. Frankie Prince jafnaði eftir 15 min. en sigurmark Fulham skor- aði varamaðurinn John Mitchell rétt fyrir leikhléið. Bristol Rovers er nú i alvarlegri fallhættu i 2. deild. t 4. deild gerðu Rochdale og Southport jafntefli 3-3. Don Revie, enski landsliðsein- valdurinn, hefur valið þrjá nýliða i landsliðið gegn heimsmeistur- um Vestur-Þýzkalands á Wemb- ley i kvöld. Þeir eru Ian Gillard, QPR, Steve Whitworth, Leicest- er, bakverðir, og Alan Hudson, Stoke, framvörður. Enska liðið verður þannig skipað. Clemence, Liverpool, Whitworth, Leicester, Watson, Sunderland, Todd, Derby, Gillard QPR, Ball, Arse- nal, fyrirliði, Bell, Manch. City, Hudson, Stoke, Channon, South- ampton, Keegan, Liverpool, og MacDonald, Newcastle. Meðal varamanna eru Shilton, Stoke, Tueart, Manch. City, Tbomas, QPR, og Towers, Sunderland. Þjóðverjar verða með sex af heimsmeisturum sinum — Mull- er, Overath og Grabowski eru hættir i landsliði, Breitner á Spáni og Hoeness meiddur. John Conteh til hægri, þegar hann sigraði Argentinumanninn Jorge Ahumada á Wembley 2. október siðastliðinn og varð þá heims- meistari I iéttþungavigt. Conteh sigraði þá á stigum eftir 15 lotur. Bretinn hélt titlinum Heimsmeistarinn I léttþunga- vigt, John Conteh, Englandi, sem er svertingi, fæddur í Liverpool varði I gær titil sinn gegn banda- riska meistaranum Lonnie Benn- ett — miklum risa frá Kaliforniu — og hélt titlinum. Dómarinn stöðvaði leikinn I 5. lotu, en Benn- ett var þá með ljótan skurð undir hægra auga. Báðir keppendur voru ataðir blóði. Conteh, sem er aðeins 23ja ára, var I varnarstöðu I tveimur fyrstu lotunum, en siðan breyttist leik- urinn honum I hag. I fjórðu lotu — I lokin — var Bandarikjamaður- inn I mikilli hættu eftir mörg högg meistarans, en bjargaði sér með þvi „að hanga” á Conteh. I 5. lot- unni kom Conteh mörgum högg- um á andlit mótherja sins á ný og skurðurinn, sem Bennett haföi fengið fyrr I keppninni, galopnað- ist þá og blóðið flaut. Eftir keppnina ásakaði Bennett meistarann fyrir að hafa „skall- að” sig og hann þvi fengið skurð- inn. Hins vegar var dómarinn, Ronald Dakin, á annarri skoðun og sagði, að „hrein” högg Conteh hefðu orsakað hann. A æfingu hafði Bennett fengið skurð á sama stað — og var hann saum- aðursjösporum. Conteh,sem var 79,1 kg. — Bennett 78,4 en tveimur tommum hærri — var ómeiddur eftir leikinn. Nokkuð hefur verið skrifað um leik milli Conteh og Muhammad Ali — og Ali ekki verið frá þvi að keppa viö Conteh, einkum til að skera úr hver sé „fallegasti” hnefaleikamaðurinn i hringnum. —hsim. 2. deildin í körfu: Þrjú lið hafa mðguleika ó sigri Staðan i 2. deild Islandsmótsins I körfuknattieik eftir leikinn um helgina: Haukar—Fram Fram Skallagrímur 68:87 8 6 2 582:493 12 6 5 1 405:353 10 Þór Haukar Grindavfk 5 4 1 312:268 8 8 2 6 476:569 4 7 0 7 382:474 0 Eftir eru þessir leikir: Skalla- grlmur—Þór, Þór—Skallagrimur og Grindavik—Þór. Sex lið verða I deildinni næsta ár. Öll vítin mistókust Danska unglingalandsliðið i handknattleik sigraði það norska I landsleik I Osló um helgina með 25 mörkum gegn 18. Danirnir léku glæsilegt linuspil á köflum og skoruðu flest sin mörk þaðan. Norska liðið fékk fimm vltaköst i leiknum — en öll mistókust, og þurfti markvörður danska liðsins ekki einu sinni að hafa fyrir þvi að verja skotin, þau hittu aldrei rammann!! Markhæstur Norðmannanna var Sven Tore Jacobsen með 6 mörk. en hjá Dönunum voru það þeir Erik Bue Petersen og Kim Sejr markhæstir með 4 mörk hvor. —klp— Opið bréf til Valsmanna frá leikmönnum Ármanns Af íþróttavöllun- um í dómsalina... ## ## „Kæru” Valsmenn! Við félagarnir I handknatt- leiksdeild Ármanns getum ekki lengur stillt okkur um að senda ykkur árnaðaróskir vegna frábærrar frammistöðu ykkar. Þið hafið hér með sýnt það einu sinni enn svo að ekki verður um villzt, að ieikur er aldrei tapaður, jafnvel þótt hann hafi veriö flautaður af. Fáir hefðu þrætt einstigið þrönga með lagakrókunum af jafn mikilli ákveðni og þið, og fáir hefðu fundið þar leiðina til sigurs, einsog þiö virðist hafa gert. Lastararnir hafa reynd- ar haldiö þvi fram, að slikur sigur væri lítt til eftirbreytni og hegðun ykkar bæri vott um lágkúrulega hugsun. Þeir skyldu þó hafa það i huga, að Valsmenn hafa alla tið, eins og þeir oft benda á sjálfir, starfað i anda sira Friðriks heitins Friðrikssonar, sem átti sér æðri hugsjónir en fiestir menn á jarörlki. Þvl má heldur ekki gleyma, að I þessu máli gæti verið um mikla fjárfúlgu að tefla og þvitil mikils að vinna. „Kæru” Valsmenn, þessi fá- tæklegu orð eru skrifuð af ein- lægri aðdáun á hinni nýju bar- áttutækni, sem beitt er af harðsvlraöri lögfræðingadeild Vals (6 mál I gangi), baráttu- tækni, sem smám saman mun færa Iþróttirnar úr höndum iþróttamannanna i hendur lögfræðinganna, af iþrótta- völlunum inn i dómssalina. Við, Armenningar óskum ykk- ur til hamingju með þessa merku nýjung og leyfum okk- ur að vona, að framtlöarsigrar ykkar I dómsölunum verði engu ómerkari en sigrar ykk- ar á Iþróttavöllunum. „Kæru” Valsmenn, við Ar- menningar eigum vart orð til að lýsa hrifningu okkar á þvi merka fordæmi, sem þið hafið sýnt með fyrrgetnum nýjung- um. Hefur það m.a. orðið til þess, aö forráðamenn félag- anna hafa fengið aukinn áhuga á yngri flokkunum, og er það vel. Sitja þeir nú löng- um með skeiðklukkur i hönd- unum og reikningsstokka á bak við eyrun og blða þess að leikjunum ljúki, ef vera mætti að þeir gætu fylgt fögru for- dæmi ykkar. Segja gárung- arnir aö nú hafi skeiðklukku- öld hafizt I handknattleiks- heiminum. „Kæru” Valsmenn, okkur Armenningum er það ljóst, að við höfum gerzt sekir um mik- inn glæp. Fyrir hann verðum við dæmdir. Þaö var ekki einungis svo, að við tefldum ólöglcga örþreyttum táningi, Pétri Ingólfssyni, fram ihand- knattleik gegn hinni vlðfrægu mulningavél, og reyndar „löglega” örþreytta leik- manninum ykkar, Bjarna Guðmundssyni, heldur uröum við einnig fyrir þvi óláni að sigra ykkur I leiknum. En það gerir sekt okkar vissulega mikla. Þó vonum við vegna kristilegs uppruna ykkar, að þið munið fyrirgefa okkur þessi bernskubrek, þvl aö hér var vist aðeins um saklausan leik að ræða. Meö Iþróttakveðju Leikmenn Ármannsliösins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.