Vísir - 08.04.1975, Page 3

Vísir - 08.04.1975, Page 3
Visir. Þriðjudagur 8. apríl 1975. 3 lögreglumenn ÆTLUÐU Á SJÓ, - XíL LENTU í FANGELSI Það voru þrir ungir og árvökulir iögreglu- menn, sem sviptu tvo bilþjófa þeirri „sælu” að leggja upp i Grinda- víkurakstur á stolnum Volkswagenbil aðfara- nótt sunnudagsins. Um kvöldið komu lögreglu- mennirnir að veitinga- sölunni við Umferðar- miðstöðina. Eitthvað sáu þeir ankannalegt við fólksbilinn og gáfu þeir sig á tal við öku- mann. Ekki hafði sá ökuskirteini meðferöis, eins og ökumönnum ber skylda til, hafði gleymt því I jakka sinum heima, sagði hann. Var ökumaður næst spurður hvort billinn væri bilaleigubill. Kvaö hann það rétt til getið. Var hann þá beöinn að framvisa samningi, sem slikri leigu fylgir jafnan. Ekki gat ökumaðurinn sýnt neitt slikt. Fannst lögreglunni framferði ökumanns og skýringar allar fremur furðulegar og var nú ákveðið að halda til lögreglu- stöðvarinnar i miöborginni, þar sem lögreglumennirnir hafa bækistöð. Þar kom strax i ljós að bilnum hafði verið stolið frá húsi einu i Stórholti, aðeins 15 minútum áður. Játuðu bilþjóf- arnir þegar á sig sök, og var ökumaðurinn fluttur i blóö- prufu. Annar bilþjófanna hafði á sér hegningarvottorð sitt, sem var reyndar ekki upp á það allra bezta. Hafði hann farið einkar fagmannlega að þvi að finna réttu þræöina til að tengja saman og ræsa bilinn, en það er á færi þeirra einna, sem taka ófrjálsri hendi annarra manna ökutæki, eöa þá viðgeröar- manna. Höfðu þjófarnir ætlaö aö kom- ast á sem ódýrastan og fljótleg- astan hátt suður I Grindavik, þar sem þeir voru I skipsrúmi. Þeirra för endaði að sjálfsögðu i fangaklefa, og um morguninn fékk rannsóknarlögreglan leyst sakamál I hendurnar frá götu- lögreglunni. Ekki var öll nótt úti hjá lög- reglumönnunum þremur. Þeir náðu i 5 menn þá um nóttina, sem allir voru grunaðir um ölvun viö akstur. Einn þeirra missir ökuskirteinið ævilangt, komi i ljós að hann hafi fariö yfir mörkin. —JBP— Samið um þotuflug fyrir 1200 manns: 30 MILLJÓNIR KRÓNA KOSTAR VESTURFÖRIN Þjóöræknisfélögin á Akureyri og i Reykjavik hafa undirritað 30 milljón króna samning við flug- félagið um flutninginn á farþeg- unum, sem halda vestur til að halda upp á 100 ára afmæli land- náms Islendinga vestra. Hátiðin fer fram i Gimli 2.-4. ágúst. „Við erum ekkert smeykir um aðmenngangiúrskaftinu”, sagði séra Ólafur Skúlason, annar aðal- fararstjóri hópsins ásamt Gisla Guðmundssyni. „Staðreyndin er sú, að það biöa tveir eftir hverju einu plássi sem kann aö losna”. meðan á hátiðinni stendur muni um 30 þúsund bilar koma til Gimli, og hátiðagestir muni skipta tugum þúsunda. Islenzku gestirnir fá inni á einkaheimilum, sumarhúsum og hótelum i Manitoba. —JBP— Það var öllu meira fyrirtæki fyrir fyrstu islenzku landnemana að flytja búferlum frá Fróni til Vesturheims en ferðalag 1200 is- lendinga verður i sumar, er þeir heimsækja islandsbyggðir I Vesturheimi. Þá kostaði slik ferð margra vikna barning i hauga- brimi, i sumar verður þaö örfárra tima þotuflug með þotum Air Vik- ing. $ KAUPFÉLAGIÐ Auglýsingadeildin Mikill undirbúningur hefur far- Samningar um flutning 1200 farþega tii Kanada og heim aftur undir- ið fram vegna heimsóknar Is- ritaðir. Guðni Þórðarson, forstjóri Air Viking, séra Bragi Friðriksson, lendinganna, bæði vestan hafs og forseti Þjóðræknisfélagsins, séra ólafur Skúlason, gjaldkeri félagsins, hér á landi. Er gert ráð fyrir að og Gunnar Þorvaldsson, sölustjóri flugfélagsins. Pappírinn hœkkar Áskriftarverð dag- blaðanna hækkar frá og með april i kr. 700 á mánuði, en lausa- söluverðið hækkar i kr. 40. Hækkun þessi er eingöngu vegna undanfarandi hækk- unar á pappir. EINAR ( KREML Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, er nú staddur i opin- berri hcimsókn I Sovétrikjun- um, svo sein kunnugt er. Meö- fylgjandi mynd er af Einari I Kreml ásamt konu sinni, Þór- unni Sigurðardóttur, og hinum nýskipaða ambassador Sovét- ríkjanna á tslandi, Georgij Farafonov. SENCOR SENCOR Model S-1030 Sambyggt útvarp & 8 rúsa stereo segulband FMbylgja, miðbylgja, langbylgja 2x5 wött — 12 volt Mjög nœmt ó erlendar stöðvar Tíðnisvið 50-8000HZ.Stœrð 50x178x158 mm Festingar undir og í mœlaborð. 1 órs óbyrgð. Verð kr. 33.535,00. Viðgerðir & varahlutir. Póstsendum HUMillBR \j Sími (96)23626 Glerárgötu 32 Akureyri

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.