Vísir - 29.04.1975, Síða 6

Vísir - 29.04.1975, Síða 6
6 Vísir. Þriðjudagur 29. aprll 1975. VÍSIR (Jtgcfandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson ~ " Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14; Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Þrýstihóparnir ráða Sá misskilningur er útbreiddur hér á landi, að efnahagsmálum þjóðarinnar sé stjórnað af hag- fræðingum i Seðlabanka, Þjóðhagsstofnun, Framkvæmdastofnun og öðrum slikum stofnun- um. Hagfræðingar hins opinbera segja stjórnmála- mönnunum ekki fyrir verkum. Þeir eru aðeins reiknivélar stjórnmálamannanna, — likjast eins konar tölvum, sem stjórnmálamennirnir mata. Munurinn er þó sá, að séu tölvur mataðar á rugli, kemur rugl til baka úr þeim, en hagfræð- ingarnir reyna þó að fá glóru i það rugl, sem þeir eru stundum mataðir á. Hlutverk hagfræðinga hins opinbera hefur ára- tugum saman verið fólgið i að taka við upplýsing- um um þörf stjórnmálamanna fyrir ákveðnar millifærslur milli þrýstihópa i þjóðarbúinu. Hagfræðingarnir hafa siðan reiknað og reiknað til að finna meira eða minna nothæfar lausnir, sem falla að þráskák þrýstihópanna, eins og stjórnmálamennirnir meta hana hverju sinni. Allt of oft eru þessar lausnir hagfræðinganna eingöngu bráðabirgðalausnir, sem gera stjórn- málamönnunum kleift að sofa rólegir til næsta dags i vissu þess að vera ekki étnir af þrýstihóp- um i þetta sinnið. Hið tviþætta undirgefnissamband, annars veg- ar hagfræðinga og stjórnmálamanna og hins veg- ar stjórnmálamanna og þrýstihópa, hefur stuðlað að flókinni hagstjórn og strangri miðstýringu is- lenzkra efnahagsmála. Fæstir stjórnmálamenn koma úr slikum jarð- vegi, að þeir hafi skilning á rekstri fyrirtækja, hvað þá heils þjóðarbús. Samt hafa þeir tekið að sér stjórn efnahagsmála frá degi til dags. Það er gömul saga, að þjóðarbú okkar rekur frá einu efnahagsfrumvarpinu til annars. Alþing- ismenn okkar eru stundum mánuðum saman uppteknir við timabundnar reddingar efnahags- frumvarpa og geta þá vart sinnt almennri laga- setningu. í nálægum löndum er siðvenjan viðast hvar sú, að stjórnmálamenn verja tima sinum i hina póli- tisku heildarmynd, en standa ekki óbeint i daglegum rekstri einstakra þátta þjóðarbúsins, eins og hér hefur orðið venja, Þráskák þrýstihópanna um beztu kjörin i fyrir- greiðslum hins opinbera stjórnar islenzkum stjórnmálamönnum og islenzku efnahagslifi að verulegu leyti. Hún er meginforsenda óhóflegrar verðbólgu, of litils hagvaxtar og of hægra lifs- kjarabóta. Sjálfráðum hagfræðingum dytti aldrei i hug að mæla með þeim bráðabirgðalausnum mið- síýringar, sem einkennt hafa efnahagslifið hér á landi áratugum saman. Engum sjálfráðum hagfræðingi dytti i hug að byggja upp innflutningsbann á ákveðnum vöru- tegundum, frystingu á fjármagni þjóðarinnar til að hálfgefa það forréttindaatvinnuvegum, kerfi styrkja, niðurgreiðslna og uppbóta, svo og flókið millifærslukerfi innan einstakra atvinnugreina. En þetta hrikalega peningabrennslukerfi er einmitt það kerfi, sem þráskák þrýstihópanna hefur þröngvað upp á stjórnmálamennina og þeir siðan upp á hagfræðingana og þjóðina alla. —JK Kissinger fostur í sínum Þrátt fyrir vaxandi gagnrýni demókrata í stjórnarandstöðunni ætl- ar Henry Kissinger sig hvergi að hreyfa úr ráð- herrastóii, enda hefur hann í andstreyminu að undanförnu notið drengi- legs stuðnings Ford for- seta, sem hvarvetna hef- ur borið af honum, þegar veitzt hefur verið að utanríkisráðherranum. Demókratar, sem eru óðum að komast i kosningaham, eftir þvi sem nær dregur forseta- kosningunum i Bandarikjunum, hafa hert róðurinn gegn stjórn repúblikana. Þeir hafa veitzt að Kissinger, eftir að þeir treystu sér til þess, þegar stefna hans i málefnum Austurlanda nær beiö skipbrot. Gagnrýnin hefur þó einkum beinzt aö þvi, hversu einráð- ur hann sé um utanrikisstefnu stjórnarinnar, hversu mikil völd utanrikisráðherrann hafi þann- ig á höndum og hvernig áhrif hans séu tvöfölduð, þar sem hann sé jafnframt helzti ráðu- nautur forsetans i öryggismál- um, eins og hann var lika i tið Nixons. Kissinger hefur verið sakaður um að fara með spádóma sem hann hafi hagað til eigin upp- hafningar, þegar hanri tali sig sjá fyrir álitshnekki Bandarikj- anna út á við, ef þingið synjaði um aukna hernaðaraðstoð til S- Vietnam. Þessi áhrifamikli embættis- maður, sem eitt sinn bjó við slikar vinsældir, að þeim var þakkað þaö, að stjórn Nixons hélzt á floti siðustu mánuðina, en var ekki fallin löngu fyrr, — hann mátti nú þola það, að hvislað var i skúmaskotum, að honum bæri að segja af sér. En Kissinger tók sjálfur allan vafa af i slikum vangaveltum núna nýlega, þegar hann sagði á blaðamannafundi: ,,Ég hef alls ekki i hyggju að segja af mér. Ég mun starfa svo lengi sem forsetinn telur að ég geti verið til gagns.” Og engum manni getur bland- azt hugur um, hvort Ford forseti telur vera lið i utanrikisráð- herra sinum. Hann hefur jafnan varið hann gegn allri gagnrýni og i siðustu viku, þegar frétta- menn gengu á hann og inntu hann álits á þessum ráðgjafa sinum, sagði Ford: „Það vill nú sessi þannig til, að ég tel, að Henry Kissinger sé framúrskarandi ráðherra. — Hann hefur lagt gifurlega mikið af mörkum til heimsfriðarins.” Og eins og til að sanna þetta álit sitt frekar upplýsti Ford, að hann hefði fengið Kissinger til að samþykkja að vera utanrik- isráðherra þar til kjörtimabil forsetans er runnið út, en það verður i janúar 1977. En þótt Kissinger verði þann- ig augljóslega ekki ýtt úr áhrifastöðu sinni, þá er ekki þar með sagt, að þessi gagnrýni komi ekki til með að hrina neitt á hann. — Flestir telja, að hún hafi þegar dregið úr áliti hans og um leið hljóti áhrif hans að minnka. Án vafa hefur Kissinger gert sér grein fyrir þessu sjálfur og hefur enda sagt, að hann liti svo á, að um þessar mundir sé hann skotspónn demókrata i stjórn- armótþróa þeirra. Þeir hafa vissulega gefið hon- um ástæðu til þess að lita svo á. Henry Jackson, sá demókrati sem liklegastur þykir til þess að verða útnefndur frambjóðandi flokks sins i næstu forseta- kosningum, hefur tvivegis á stuttum tima sakað Kissinger um að hafa gert leynisamninga — annars vegar við Sovétrikin og hins vegar við Saigonstjórn- ina — án þess að hafa þingið með i ráðum. Lloyd Bentsen þingmaður, annar demókrati, sem þykir eiga möguleika á útnefningu flokks sins, hefur krafizt þess, að Kissinger „tæki ofan annan hvorn hattinn” — nefnilega segði af sér öðru hvoru starfinu, utanrikisráðherraembættinu eða sem öryggisráðgjafi. Bentsen hefur einnig legið Kissinger á hálsi fyrir að deila ekki völdum sinum og áhrifum með öðrum, og Morris Udall, enn einn þingmaður demókrata, hefur deilt á Kissinger fyrir svartsýnisspádóma hans um álit og áhrif Bandarikjanna út á við. Þrátt fyrir þessar og aðrar slikar árásir hefur staða Kiss- ingers þó ekkert breytzt hvað viðkemur þvi að hann er eftir sem áður eini ráðgjafi forsetans i utanrikismálum, nema ef væri þá hægri hönd Kissingers sjálfs, sem er fulltrúi hans, þegar Kissinger er fjarri. — Menn vita, að Ford leitar ekki ráða hjá öðrum sérfræðingum, eins og t.d. James Schlesinger varn- armálaráðherra, nema þegar Ford forseti hefur varið Kissinger drengiiega gegn hverskonar gagnrýni. Illlllllllll ffiHFSM Umsjón: G.P. James Schiesinger varnar- málaráðherra þætti llkiegastur til að veita Kissinger sam- keppni, ef hann væri ekki frábit- inn rottukapphiaupinu. um er að ræða meiriháttar mál, eins og afvopnunarmálin. Enda nýtur Kissinger m.a. þeirrar aðstöðu að skrifstofa hans er i Hvita húsinu og þvi hægara um vik fyrir forsetann svona á heimili sinu að ráðfæra sig við þennan ráðgjafa sinn daglega heldur en hina sem hafa skrifstofur sinar annars staðar. Þar til viðbótar kemur svo það, að enginn etur neinu kappi við Kissinger um aðstöðuna til að hafa áhrif á forsetann. Eini maðurinn.sem hugsanlega væri nógu voldugur til þess að geta slikt, væri þá Schlesinger varnamálaráðherra, sem hefur sýnt sig algerlega frábitinn sliku rottukapphlaupi. Það er ekki einu sinni metingur þeirra i milli um áhrifin innan CIA, eða öryggismálaráðsins. Ford leitar ekki ráða hjá öðrum en Kissinger, þegar utanrikismálin eru annars vegar ræða mikils háttar ákvaröanir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.