Vísir - 29.04.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 29.04.1975, Blaðsíða 7
Visir. Þriðjudagur 29. april 1975. 7 Á að velja frystiskáp eða frystikistu? Hve stór á heimilisfrystir- inn að vera? Hvar er bezt að geyma hann? Þessar og ýmsar spurningar vakna ef- laust þegar á að fara að kaupa þessi vinsælu tæki. í „Frysting matvæla”, bæk- lingi Kvenfélagasambands Is- lands, eru gefnar mjög góöar upplýsingar um allt það sem varðar kaup á frystitækjum, frystinguna sjálfa, umbúðir og annað sem nöfnum tjáir að nefna. Við birtum nú nokkuð af þess- um upplýsingum, en bendum annars á bæklinginn. Hve stór á heimilis- frystir að vera? Það fer að sjálfsögðu eftir stærð fjölskyldunnar og stað- háttum. Reynslan hefur þó sýnt að heimilin læra smám saman að nýta frystinn betur, svo að ekki kemur að sök, þótt hann virðist fremur stór i upphafi. Fjögurra manna heimili, sem aðallega ætlar að kaupa frosnar vörur og geyma heima til notk- unar, ætti að kaupa a.m.k. 50—100 1 frysti. Fjögurra manna heimili, sem aukþess ætlarað frysta talsvert af vörum heima, ætti að kaupa 150—200 1 frysti. Litið sveitaheimili, sem fram- leiðir sjálft allmikið af matvör- um, ætti að kaupa a.m.k. 300 1 frysti, stórt sveitaheimili þarf stærri frysti, ef geyma á mat- væli til ársins heima fyrir. Hvar á frystirinn að vera? Þægilegast er að hann sé þar sem auðveldast er að komast i hann. Að vissu leyti mun þvi eldhúsið eða nærliggjandi her- bergi vera heppilegur staður, þótt alls ekki sé það eini staður- inn, sem til greina kemur. Bezt er að hafa frystinn i köldu og þurru geymsluherbergi, og góð loftræsting er nauðsynleg. Lftils háttar hiti stafar frá frystinum, 300 1 frystir gefur frá sér álika mikinn hita og 70—100 vatta pera. Frystirinn á ekki að vera nálægt hitagjafa eða þar sem sólarljós nær til. Á aðvelja frysti- skáp eða kistu? Taliðer að matvælin geymist álika vel hvort sem um er að ræða frystiskáp eða frystikistu, ef þau á annað borð halda til- skildu frosti. Þó hafa báðar gerðir nokkuð sérstakt til sins ágætis. Aðalkostur frystiskápsins er sá, að hann tekur minna gólf- pláss en kista, og það getur komið sér vel, ef ætlunin er að koma honum fyrir i eldhúsi eða þar sem rúm er af skornum skammti. Einnig er að vissu leyti þægilegra að ganga um skápinn, þótt jafna megi það að nokkru með þvi að nota virkörf- ur i kisturnar, svo að þægilegra sé að flokka matvælin i þeim og ná i þau. Annars er erfiðara að nota plássið alveg til fulls i skápum en kistum, nema notað- ar séu lika körfur eða skúffur i skápnum. Þegar lok á frystikistu er opn- að, verður litið varmatap vegna loftskipta, þar eð kalda loftið i kistunni er þyngra en heita loft- iö fyrir utan og situr þvi kyrrt. Þess vegna er hægt að hafa frystikistur i sjálfsafgreiðslu- búðum opnarallan daginn. öðru máli gegnir um skáp, þar sem tapast mikið vegna loftskipta, kalt loft streymir út að neðan, en heitt loft inn að ofan, þegar hann er opnaður. Hrimmyndun verður þvi meiri i skápum, svo að ástæða er til að affrysta þá og hreinsa um helmingi oftar en kistur, og varast ber að opna oftar en nauðsyn krefur. Á að velja frystiskáp eða kistu? Umsjón: Edda Andrésdóttir þegar slík tœki eru keypt vakna ýmsar spurningar... Yfirleitt er jafnari lofthiti i kistu en i skáp. Það eru svo til engar hitabreytingar milli hinna ýmsu staða I kistu. En i skáp verður að gera ráð fyrir þvi, að stundum sé hærra hita- stig nálægt hurðinni og sérstak lega i geymsluplássinu i henni. Þar á þvi einungis aö geyma þær vörur sem fljótlega verða notaðar, eða þá þær vörur, sem ekki eru viðkvæmar, eins og t.d. brauð. En i sumum tilfellum getur verið auðveldara að koma fyrir kistu einhvers staðar i ibúðinni Athugið að bera saman ytri málin á frystikistu eða skáp og dyrabreidd i ibúðinni. Frystikisturnar eru talsvert ódýrari i kaupum en skáparnir, og ennfremur er talið að þær nýti rafmagnið betur, miðaö við sama rúmmál af frystirými. Það er að sjálfsögðu mikil- vægt, að frystirinn sé úr góðu efni og þannig frágengið, að raki komist ekki að einangrun- inniutanfrá. Ennfremur að efni allt sé ryðvarið. Þá er þægilegra að kuldastillirinn sé staösettur þannig, að auðvelt sé að komast að honum. Þægilegra er einnig að frystirinn sé á hjólum, svo að auðveldara sé að flytja hann til, þegar þess þarf. Mikil þægindi eru að þvi, að ljós sé i skáp eða kistu, og kviknar þá á þvi, þegar frystir- inn er opnaður. Ennfremur er það kostur, að aðvörunarljós gefi til kynna, ef frostið minnk- ar I kistunni eða skápnum. Þarf þá aö fylgjast með þvi af og til, og æskilegt er að hafa hitamæli i frystinum. Hvað á að gera ef rafmagnið bilar? Frystikistur eyða yfirleitt minna rafmagni en skápar af sömu stærð. Ef rafmagnið bilar af einhverjum ástæðum i lengri tima, verður að halda kuldanum sem lengst i frystinum með þvi aö opna skápinn sem minnst. Það er undir ýmsu komið, hve lengi inatvælin haldast ó- skemmd i frystinum. Ef frystir- inn er iullur af vörum, helzt kuldinn lengur en ef litið er i honum. Sé frystirinn á köldum stað i húsinu, eru einnig meiri likur til þess að kuldinn haldist lengur en ella. Ef straumrof hefur ekki verið lengur en 48 klst., má þá að öll- um likindum frysta öll matvælin á ný. En hafi matvælin þiðnað alveg, verður: — að henda tilbúnum réttum t.d. matarleifum, sósum og jafningum. — ávexti er alvég óhætt að frysta á ný eða sjóða úr þeim, svo framarlega sem þeir eru ekki gerjaðir eða myglaðir. — grænmeti og kjöt má einnig frysta á ný eða sjóða, ef það hefur ekki hitnað meir en i 10 gr. C og ef ekki finnst af þvi vond lykt. — fisk á helzt ekki að frysta á ný, ef hitinn hefur komizt upp i +7gr. C. (Isaður fiskur er þó oft þiddur og frystur aftur i fiskiðn- aði nú.) Ef matvæli eru fryst á ný eftir að þau hafa þiðnað, má yfirleitt gera ráð fyrir að þau versni nokkuð, og ekki er ráðlegt að geyma þau nema stuttan tima i viðbót.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.