Vísir - 29.04.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 29.04.1975, Blaðsíða 9
Visir. Þriðjudagur 29. april 1975. Visir. Þriðjudagur 29. april 1975. Blöðin skýra frá ævintýrum fóstbræðranna Nei, sjáiði Dópbanni Lolla lokiö Leikmenn afhjiípa____________. glæpaflokk....! J Umsjón: Hallur Símonarson Hann liafði ekki passað vigtina nógu vcl áður en hann lagöi af stað i ,,Litla Norðurlandamótið’’ i lyftingum á sunnudaginn hann Kári Elisson, sem er á þessari mynd. Hann reyndist vera 200 grömmum of þungur þegar liann kom á mótsstað, og þaö þýddi að hann fór upp i léttvigt i stað fjaöur- vigtar, sem hann er vanur að keppa Þar setti hann þrjú persónuleg met — 90 kg i snörun, 120 i jafnhendingu og 210 kg i samanlögðu, sem ailt hefðu verið ný tslandsmet i fjaður- vigt, ef hann hefði gætt sinnar eigin vigtar.... Ljósmynd Bj. Bj Leikdagar ákveðnir island leikur fyrri leikinn viö Júgóslaviu i 1. riðli Olympiukcppn- innar á heimavelli. Haun verður i desembcr næstkomandi i Laugar- dalshöllinni — á tiinabilinu frá 15.- 21. desember. Þriðja landið i riðlin- um er Luxemborg og ieikdagar verða þessir: Júgóslavia—Luxemborg (2.-9. nóvember 1975), Luxemborg—is- land (24.-20. nóvember 1975), ísland—Júgóslavia (15.-21. desein- ber 1975), Luxemborg—Júgóslavia (2.-8. febrúar 1976), island—Luxemborg (16.-22. febrú- ar 1976) og Júgóslavla—island (1,- 7. marz 1976). — hsim. • Real Madrid meistari Real Madrid tryggði sér spánska meistaratitilinn i knattspyrnu i 16. sinn, þegar liðið gerði jafntefli við Real Sociadad 1-1 á útivelli á sunnudaginn. Þó fimm umferðir séu eftir hefur Real þegar tryggt sér sigur i 1. deild — hefur 11 stig umfram næsta lið, Zaragoza, Pirri — sá frægi kappi — skoraði eina mark Real á sunnudag. Þetta er fyrsti sigur Real Madrid i 1. deild i þrjú ár. Barcelona, sem sigraði i fyrra, en var slegið út af Leeds i Evrópu- bikarnum, er nú að reyna að tryggja sér sæti i UEFA-keppninni næsta leiktimabil. Er i fjórða sæti eftir sigur gegn Granada 1-2 á úti- velli á sunnudag. — hsim. • Víðavangshlaup ó Eyrarbakka Fyrsta Viðavangshlaup Eyrar- bakka veröur hlaupið 1. mai og hcfst kl. tvö — rásmark viö kirkj- una. Þaö er Ungmennafélag Eyrarbakka sem stendur fyrir hlaupinu og verður keppt i kvenna- og karlaflokkum. Vegalengdin 5 km hjá körlum — tveir hjá konum. Keppt verður um vegleg verðlaun — gefin af Eyrarbakkahreppi, en fyrirhugaö cr að gera þetta hlaup að árlegum viðburði. Þeir kunna skora! Slavaranir í handknattieiknum Það liefur vakið athygli i júgóslavneska handboltanum i vetur, að þjálfarar liðanna, sem leika i 1. deild, liafa lagt litla áherzlu á varnarleikinn miðað við það sem áður var, en þvi meiri á sóknarleik liðanna. Þetta kemur mjög skýrt fram i leikjum liðanna eins og t.d. i 15. og 16. umferðinni, þar sem sjá má ótrúlega stórar tölur — eða langt yfir 60 mörk i sumum þeirra. Stærstu tölurnar voru þessar: Banja Luka - RK Crvenka 31:31.... Slovan-Vitex 34:29... Medvescak-Zvezda 32:27 og Dinamo - GRK Zagreb 39:26!!! Eftir 16 umferöir er Banja Luka I efsta sæti með 24 stig en svo koma Sarajevo og Partizan með 23 stig. Markhæsti maðurinn er Krivokapic frá Slovan með 142 mörk i 15 leikjum... -klp verða bœði í úrslitum! Axel Axelsson lék ekki með Dankersen i siðari undanúrslita- lciknum við TUS Hofweier i vest- ur-þýzku deildarkeppninni á laugardaginn. Þjálfarinn vildi ekki láta hann lcika, þar sem liann var meiddur á liendi, en liafa hann þess i stað betri i úr- slitaleiknum við Vfl Gummers- bach um næstu helgi. Dankersen tapaði leiknum 16:15, en þaðskipti ekki máli, þar sem Dankersen hafði sigrað i fyrri leiknum 22:11. Gummers- bach lék við TSV Rintheim i hin- um undanúrslitaleiknum og sigr- aði 18:11. Það nægði Gummers- bach til að komast i úrslit á móti Dankersen þvi Rintheim sigraði i fyrri leiknum með aðeins eins marks mun 17:16. • Hún verður stór næsta helgi hjá þeim hjónunum Kristbjörgu Magnúsdóttur og Axel Axelssyni. Hann leikur til úrslita um vestur- þýzka meistaratitilinn i liand- knattleik karla og hún til úrslita um vestur-þýzka meistaratitilinn i handknattleik kvenna. Eiginkona Axels, Kristbjörg Magnúsdóttir, verður einnig i úr- slitum um næstu helgi um þýzka meistaratitilinn. Lið hennar — Eintracht Minden — sigraði TSV Guts Muths i siðari undanúrslita- leiknum með 8 mörkum gegn 6. 1 úrslitunum mætir Minden RW Kiebitzreihe, sem komst áfram eftir 11:9 sigur yfir Bayern Munchen. Fyrri leikinn vann Bayern 11:8, svo aðmunurinn var ekki nema eitt mark. Talið er vonlitið að Dankersen sigri Gummersbach i úrslita- leiknum, sem á að fara fram i Dortmund, en aftur á móti á lið Kristbjargar að hafa góða mögu- leika á að sigra i sinum leik. En ibúarMinden vonast eftir tvöföld- um sigri, og er mikil stemmning i bænum þessa dagana. — klp — Aðalfundur Aðalfundur Knattspyrnufélags- ins Vals verður haldinn i félags- heimilinu að Illiðarcnda þriðju- daginn sjötta mai og hefst kl. 20.30. Þessi mynd var ekki tekin á Noröurlandamótinu I júdó á dögunum — nei, þetta er verölaunamynd, sem tekin var af hinum þekkta ljósmynd- ara Ottavio Cintolesi I júdóklúbbnum Bunkyo I Bonn I Vestur-Þýzkalandi. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um hana — myndin skýrir sig Tottenham tókst það, skoraði 4 gegn Leeds! — og vann 4:2 og heldur því sœti sínu í 1. deild nœsta keppnistímabil Reynsla Lundúnaliðsins fræga, Tottcnham Hotspur, I stórleikjum kom að góðum notum i gærkvöldi á White Hart Lane. Taugarnar máttu ekki bregðast gegn Leeds i siöasta deildalciknum —þar varð að bjarga stigi. Terry Neil, fram- kvæmdastjóri, setti þvi „gömlu mennina”, Martin Chivers og Ralph Coates, í liðið — Chivers eftir fjarveru í niu ieikjum — og það gaf árangur. öruggur sigur gegn Leeds — úrslitaliði Evrópu- bikarsins — komst f höfn 4-2 og þar með heldur Tottenham sæti sinu I 1. deild, en Luton Town fell- ur niður i 2. deild ásamt Carlisle og Chelsea. Það var strax mikil stemmning meðal áhorfenda. Cyril Knowles, áður landsliðsbakvörður Eng- lands, sendi knöttinn i mark Leeds eftir aðeins fimm min. Þannig stóð þar til á 50. min. að Chivers skoraði — og rétt á eftir fékk Tottenham vitaspyrnu, sem Knowles skoraði úr. 3-0 og sigur- vissa mikil. Joe Jordan minnkaði muninn fyrir Leeds, en það stóð skammt. Alfie Conn skoraði fjórða mark Tottenham áður en Peter Lorimer skoraði annað mar-k Leeds. Mikill fögnuður varð á White Hart Lane eftir leikinn — Terry Neil, hinn ungi fram- kvæmdastjóri liðsins, kallaður fram hvað eftir annað. Hann tók við, þegar Billi Nicholson „gafst upp” i vetur — en Neil var áður mjög kunnur leikmaður með Arsenal og fyrirliði Norður-tr- lands, áður en hann tók við fram- kvæmdastjórn hjá Hull fyrir nokkrum árum. Með sigrinum komst Totten- ham i 34 stig — Luton og Chelsea fengu 33 stig og Carlisle 29. Einn annar leikur var háður i 1. deild i gærkvöldi. West Ham sigraði Arsenal 1-0 á Upton Park og er það fyrsti sigur West Ham gegn Arsenal i niu ár i deildakeppninni. Það var Paddon, sem skoraði eina mark leiksins. t 3. deild gerði Blackburn jafn- tefli við Wrexham 0-0 og sigraði i deildinni á 60 stigum. Plymouth hlaut 59 stig. Port Vale vann Brighton 1-0. 1 4. deild tókst Lin- coln hins vegar ekki að tryggja sér sæti f 3. deild. Lék í Soutport i gærkvöldi og tapaði 3-2. Það þýð- Tjarnarboðhlaup framhalds- skólanna var háð fyrir nokkru og sendu nokkrir menntaskói- anna fimm manna sveitir til htaupsins. Hver keppandi hljóp einn hring kringum Tjörnina og sigraði sveit Menntaskólans viö Tjörnina með nokkrum yfir- burðum —en skólinn hefur sigr- að í þessu hlaupi frá þvi það byrjaði. i öðru sæti var sveit Menntaskólans i Hamrahlið og þriðja sveit Menntaskólans I Kópavogi. A myndinni til hliðar er sigursveitin — frá vinstri Sumarliði Óskarsson, Þorgeir óskarsson, Jón Diðriksson, með verðla una bikarin n, Arni Erlingsson, Halldór Arason, Ilannes Ingibergsson, iþrótta- kennari, og Baldur Svavarsson, formaður iþróttasviðs skólans. ir, að Chester komst i 3. deild á 57 stigum — Lincoln með sama stigafjölda — á betri markatölu — 1.68 gegn 1.64 hjá Lincoln svo minni gat munurinn varla verið. — hsim. Moldrokið huldi allt! — þegar KR sigraði Þrótt 1:0 í gœrkvöldi KR-ingar standa einna bezt að vigi til að sigra i Reykjavíkur- mótinu i knattspyrnu eftir 1:0 sig- ur yfir Þrótti á Meiavellinum i gærkvöldi. Þeir eru meðeinu stigi meira en Valur og Fram fyrir siöustu umferöina, sem hefst á morgun. Fram á eftir að leika við Þrótt og KR og Valur eiga eftir að mætast. Allt getur þvi enn gerzt, en þessi félög eru þau einu, sem hafa möguleika á sigri i mótinu i ár. Það var litið varið i að leika knattspyrnu i norðan garranum á Melavellinum i gær. Það var bitandi kuldi, hávaða rok og moldrokið slikt á vellinum, að leikmenn sáu oft hvorki mörkin né næstu menn við hliðina á sér. KR-ingar léku undan vindi i fyrri hálfleik og og þá tókst Jóhanni Torfasyni að skora eina mark leiksins þegar hlé varð á moldrokinu smástund. Harðir FH-ingar Strákarnir í FH voru harðir i Drengjahlaupi Ármanns, scm háð var á sunnudag. Sigurður Sigmundsson varð fyrstur i eldri flokknum á 6:22.0 min. Annar Einar Guðmundsson á 6:30.0 min. og þriðji Gunnar Sigurðsson á 6:30.5 min. og sigraði FH þvi á sex stigum i 3ja manna sveita- keppni. Armann hlaut 15 stig, Fylkir 34 stig. i fimm manna sveitakeppni sigraði FH einnig — hlaut 25 stig, Ármann 52 stig og Fylkir 65 stig. Keppendur voru 28. i yngri flokknum voru ÍR-ingar beztir i sveitakeppninni, en tveir Ármenningar fyrstir. Jón Gunnar Bergs sigraði á 4:28.5 min. og Óskar Hlynsson varð annar á sama tima. Arni Arnþórsson, ÍR, 3ji á 4:38.0 min. ÍR hlaut 14 stig, Armann 18 og i fimm manna sveitum hlaut ÍR 30 stig, FH 60 og Armann 63 stig. — hsim. Eins og gefur að skilja var knattspyrnan ekki mikil i þessum leik, enda þökkuðu menn sinum sæla þegar honum lauk, og þeir gátu farið að moka mold og sand úr vitum sér inni i baðinu. STAÐAN Staðan i Reykjavikurmótinu i knattspy rnu fyrir sfðustu um- ferðina og eftir leik KR og Þróttar i gærkvöldi: KR Valur Fram Víkingur Þróttur Árinann Markhæstu menn: Jóhann Torfason KR 2 Kristinn Jörundsson, Fram 2 Ingi Björn Albertsson, Val 2 Martcinn Geirsson, Fram 2 Næstu leikir: Vikingur-Ármann á Melavellin- um annaðkvöld. Þróttur-Fram á laugardag og KR-Valur á mánu- dagskvöldið. -klp- Ármann í úrslit í Gróttumótinu Það verða Fram og Valur, sem keppa um að leika úrslitaleikinn viö Ármann i Gróttumótinu i handknattleik kvenna á fimmtu- daginn kcinur. Þrir leikir voru leiknir i gærkvöldi og eru þrjú lið eftir i mótinu. Fram sigraði Viking 16:9 og Valur vann Breiðablik með 29 mörkum gegn 11. Þá léku Ár- mann og KR og sigruöu Ármannsstúlkurnar i leiknum 14:11. Þar sem liðin standa á stakri tölu var dregið um hvaða liö fer beint i úrslit og hlaut Ármann það hnoss, en Fram og Valur leika um liitt úrslitasætiö. — klp — Jæja þú veizt að við erum Lilja Guðmundsdóttir. Svíþjóð Lilja Guðmundsdóttir, hlaupa- konan kunna i 1R, sem dvalið hefur i Sviþjóð siöustu mánuöina, tók þátt í víðavangshlaupi i Norrköp- ing 20. apríl og bar mjög óvænt sig- ur úr býtum. Þetta var viðavangs- hlaup f skógi — terringslöp — og vegalengdin fjórir kilóinetrar. Þetta var stórt hlaup og þátttaka mikil — meistarakeppni Norrköp- ingssvæöisins. — Mér til mikillar undrunar varö ég í fyrsta sæti, sagöi Lilja, þegar viö ræddum við hana um hlaupið. Timi minn var 15:08.0 min., en sænska stúlkan, sem varð i öðru sæti — þekkt iþróttakona bæði i hlaupum og á skiðum — hljóp á 15:09.0 min. og réð betri enda- sprettur úrslitum. Ég geröi mér alls ekki von um betra en þriöja sæti, svo ég er mjög ánægð með árangurinn. Hlaupið var erfitt — bleyta og snjór — sagði Lilja. Þá má geta þess, að Lilja fór í æfingabúöir á Spáni fyrst i aprfl ásamt Bjarneyju Árnadóttur og Júliusi lljörleifssyni — og 12 öðrum úr iþróttafélaginu, sem þau æfa með i Norrköping. Það var æft tvisvar á dag og æfingar erfiðar — til dæmis hlaupið með 25 kg. stein á bakinu og það engar smávega- lengdir. Framan af var gott veður — sdl og liiti, en siðan rok og kalt. En greinilegt er, að Lilja hefur liaft gott al' þessum æfingum — það sýn- ir árangurinn i viðavangshlaupinu. — hsim. 13 ára og heimsmef Nancy Garapick, 13 ára kanadisk skólastúlka, setti i gær nýtt heims- met i 200 metra baksundi á móti I Brantford, Ontario. Þaö var á aust- ur-kanadiska meistaramótinu og Nancy synti vegalengdina á 2:16.33 min. Bætti eldra heimsmetið, sem Ulricke Richter, Austur-Þýzka- landi, átti um góöa sekúndu. Þaö var 16:17.35 minútur. N'ancy litla var „stjarna" mótsins, — sigraði I fimm sundgreinum — 100 og 200 m baksundi, 100 m flugsundi, 200 og 400 m fjórsundi. Peter Nocke, Vestur-Þýzkalandi, sigraði i 100 m skriðsundi á 53.15 sek og 200 m skriösundi á 1:55.36 min. sem er 3ji bezti árangur, sem náðst hefur á vegalengdinni I ár. Stephen Badger, Astraliu sigraði i 1500 m skriðsundi á 16:32.26 min. — hsfm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.