Tíminn - 10.08.1966, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 10. ágúst 1966
Cltgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
Iýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
husinu, símar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 ASrar skrifstofur,
: sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — t
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Verðbólgan og
landbúnaðurinn
Það er gott dæmi um hina ofboðslegu óðaverðbólgu,
sem hér ríkir, að framleiðslukostnaður búvara hefur
hækkað um 130% á síðustu fimm árum á sama tíma og
framleisðlukostnaður búvara í nálægum löndum hefur
aðeins hækkað um 15—20%. Þessi þróun er megin-
ástsíða fyrir því, hvernig nú er komið verðlagsmálum
landbúnaðarins. Af þessum sökum hrökkva 10% útflutn-
ingsuppbætur á búvöruframleiðsluna hvergi nærri leng-
ur til að ná endum saman.
Þótt ríkisvaldið og stefna þess í efnahagsmálum beri
fyrst og fremst sök á því, hvernig nú er komið málefn-
Iim landhúnaðarins hefur það synjað um aðstoð — a.m.k.
enn sem komið er — til að ná endum saman og rétta hlut
bænda.
Það kom glögglega fram á aðalfundi Stéttarsambands
bænda, að bændur eru staðráðnir í að standa fast og
einhuga saman um að sækja rétt sinn, en áður en þeir
grípa til nauðvarnarvopna, munu þeir þó freista þess
til hins ítrsta að fá ríkisvaldið til réttmætrar tillitssemi
við bændastéttina og ekki grípa til örþrifaráða fyrr en
fullreynt er, að ekki finnist lát á óbilgirni ríkisstjórnar-
innar.
Það er vafamál, að nokkur stétt hafi á undanförnum
árum sýnt af sér þegnskap, sanngirni og þolinmæði í
jafn ríkum mæli og bændur í sambandi við kjaramál. En
þolinmæði og langlundargeð á sér takmörk og mun þorra
bænda þykja mælirinn vera oðrinn fullur, ef ekki verður
á veruleg breyting til hins betra.
Þær ráðstafanir, sem Framleiðsluráð landbúnaðarins
greip til, voru alger neyðarúrræði, og verður ekki séð, að
Framleiðsluráð hafi átt nokkurra annarra kosta völ, eftir
að synjað hafði verið þeim tillögum af ríkisvaldsins hálfu,
er ráðið hafði lagt fram og náð hefðu endum saman, ef á
hefði verið fallizt. Það er því mikil ósanngirni að beina
geiri sínum að forustumönnum bænda, sem lagt hafa sig
alla fram um að leysa farsællega þann vanda, sem þeir
áttu enga sök á og standa enn í þrotlausum viðræðum
við ríkisvaldið til að freista þess að fá það til undan-
láts við þær kröfur, sem bændur eru einhuga um að
bera fram á hendur ríkisvaldinu.
En ljóst ætti öllum að vera, að hvorki verður vandi
landbúnaðarihs né annarra atvinnugreina leystur nema
breytt verði um stjórnarstefnu í efnahags- og þjóðmál-
um. Þótt fundin verði bráðabirgðalausn nú mun skjótt
leiða til sama öngþveitis að nýju, ef áfram verður haldið
óbreyttri stjórnarstefnu.
í lok setningarræðu sinnar á aðalfundi Stéttarsam-
bandsins komst formaður þess, Gunnar Guðbjartsson
svo að orði um verðbólguna:
„Verðbólgan er geigvænleg og ógnar nú nær hverri
einustu atvinugerin í landinu. Ekki væri óeðlilegt, þó
stjórnarvöldin reyndu að spyrna þar við fótum og þó
fyrr hefði veríð. — Stjórn Stéttarsambands bænda mun
gera allt, sem í hennar valdi stendur til að halda hlut
stéttarinnar til jafns við hlut annarra stétta en vera
fús til heiðarlegs samstarfs á jafnréttisgrundvelli við
llla aðila, sem vilja í einlægni dra^ úr verðbólgunm.
Eg held að íslenzka þjóðin eigi mikið í húfi að það takist.“
TÍMINN
Or fréttabréfum Sameinuiu þjéianna.
Efnahagsvöxturinn áriö 1965
var hægari en áriö á undan
Það kemur fram í skýrslu
Sameinuðu þjóðanna, World
Economic Survey, 1965 (2.
hluti), að efnahagsvöxturinn ár
ið 1965 var ekki eins ör og áð-
ur. Að meðaltali nam aukning
in 5 af hundraði og var minni
en árið 1964. í háþróuðum löncl
um stafaði þetta af höftum sem
nauðsynlegt var að setja vegna
óhagstæðs verzlunarjöfnuðar í
því skyni að koma á innra jafn
vægi. f vanþróuðum löndum
og löndum með áætlunarbú
skap stafaði hinn hægi vöxtur
af rýrari uppskeru í landbúnaði
árið 1965.
Framleiðsluaukningin var
hægari á mörgum sviðum.
Heimsframleiðslan á stáli jókst
t. d.- ekki einu sinni um 5 af
hundraði en árið 1964 nam
aukningin 13 af hundraði.
Sömuleiðis var aukningin tals
vert hægari í framleiðslu kola,
steinolíu, raforku og sements.
Framleiðsla á flutningavögnum
jókst einungis um 1 af hundr-
iði, en 1964 nam aukningin 9
af hundraði. Hins vegar jókst
framleiðsla á fólksbilum um
13 af hundraði, en árið 1964
nam aukningin aðeins 4 af
hundraði.
Samanlagður innflutningur og
útflutningur háþróuðu land-
anna jókst um 9 til 10 af
hundraði. Hjá ríkjum með áætl
unarbúskap (að frátöldu Kína,
&em ekki veitir neinar upplýs-
ingar) nam aukningin 7 til
8 af hundraði. Vanþróuðu lönd
in komu langt á eftir. Saman
lagðar útflutningstekjur þeirra
jukust um 6 af hundraði, en
innflutningurinn jókst um 5
af hundraði.
Framtíðarhorfur.
1 álitsgerð um framtíðarhorf
urnar segir, að í vissum skiln
ingi séu vanþróuðu löndin bet-
ur á vegi stödd en fyrir einu
ári. Búizt er við að útflutnings
tekjur þeirra aukist á árinu
1966. Þriggja ára stöðugleiki
i verðlagi hefur gert flestum
vanþróuðu landanna fært að
auka gjaldeyrisforða sinn. Vand
inn er fólginn í hinni hægu
aukningu matvælaframleiðslunn
ar, hinni vaxandi skuldabyrði og
þeirri staðreynd að önnur lönd
hafa ekki sem skyldi flutt fjár
magn til vanþróuðu landanna.
I háþróuðu löndunum mun
efnahagsvöxturinn halda áfram
með nokkurn véginn sama
hraða og árið 1965, í Vestur-
Evrópu dálítið örar (nema i
Bretlandi). í Bandaríkjunum
er búizt við vexti sem nemur
5 af hundraði, og sennilegt
er að Japan rétti við eftir slakt
ár 196’5.
Að því er varðar lönd með
áætlunarbúskap, er talað um
,,skipulagsbreytingar“ sem hafa
átt sér stað að undanförnu. Þær
eiga það sameiginlegt, að dreg
ið hefur verið úr áhrifum ríkis
valdsins á einkarekstur, en
hins vegar hefur farið í vöxt að
beita óbeinum aðferðum við
Lað samhæfa einkareksturinn hin
um opinberu áæthmum.
Skipulagning borga rædd
á námskeiði í Genf.
Níu fulltrúar frá Norður
löndum sækja hið árlega sum-
arnámskeið fyrir stúdenta, sem
Sameinuðu þjóðirnar efna til
í Genf. Efni námskeiðsins í ár
er „Skipulagning borga — al
þjóðlegt verkefni", og það eru
fyrst óg fremst húsameistarar
og vehðandi skipuleggjendur
borga sem taka þátt í því.
Tilgangur námskeiðsins, sem
stendur yfir frá 21. júlí til 10.
ágúst, er öðrum þræði að
kynna þátttakendum starfsað-
ferðir alþjóðlegra stofnana, hin
um að varpa ljósi yfir raun
veruleg vandamál og nýjustu
niðurstöður rannsókna á vett
vangi skipulagsmála með fyrir
lestrum og almennum umræð-
um á eftirtöldum viðfangsefn-
um:
x nýjar aðferðir við að endur
nýja borgir og skipulagning
borga.
x matvælaöflun borgarbúa.
x heilsuvernd og geðvernd.
x vandamál vinnumarkaðsins
og atvinnuskilyrði.
x skipulagning borga í heild-
arskipulagi stærri svæða
x félagslegir þættir í skipu-
lagningu borga með hlið-
sjón af menntun, vísind-
um og menningu.
Alls fengu 93 stúdentar
hvaðanæva úr heiminum að-
gang að námskeiðinu. Meðal
þeirra eru tveir Danir, þrír Sví
ar, einn Norðmaður, einn
Finni ásamt Kanadamanni og
Indverja sem leggja stund á
húsagerðarlist í Helsinki.
Alþjóðleg könnun á geðklofa.
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin (WHO) ráðgerir víðtæka
rannsókn á þeim útbreidda geð
sjúkdómi, sem nefndur er geð
klofi (schizofreni). Átta geð-
verndarstofnanir, þeirra á með-
al Risskoe-stofnunin í Dan-
mörku, munu taka þátt í þessu
rannsóknarstarfi, sem búizt er
við að taki þrjú ár.
Undanfarinn mánuð hefur ver
ið unnið að margháttuðum und
irbúningi könnunarinnar í að
alstöðvum Alþjóðaheilbrigðis
málastofunarinnar í Genf. Sam
kvæmt áætluninni á að ranri
saka hópa sjúklinga í ýmsum
hlutum heims til að gera sér
.fyllri grein fyrir útbreiðslu
isjúkdómsins og einkennum
hans við ólíkt umhverfi og að-
stæður.
Þegar er vitað, að geðklofi er
langvinnasti geðsjúkdómur sem
þekktur er og hefur alvarlegast
ar afleiðingar allra slíkra sjúk
dóma. Af hverjum þúsund mönn
um þjáist 1 til 10 menn af
geðklofa.
Auk Danmerkur munu taka
þátt í könnuninni Bandaríkin,
IBretland, Colombía, Indland,
Nígería, Sovétríkin og Taiwan
(Formósa).
Ný húsnæðis- og byggingarmála
stofnun á vegum S.Þ.
Efnahags- og félagsmálaráð
Sameinuðu þjóðanna, sem kom
saman til árlegs sumarfundar í
Genf 5. júlí s. 1., hafði m. a.
á dagskrá sinni tillögur um nýja
stofnun sem takist á hendur
gagnasöfnun um húsnæðismál,
byggingarmál og skipulagningu
borga. Hefur komið til orða að
hún hafi aðsetur annað hvort í
Róm eða Nýju Delhi, en bæði
ítalir og Indverjar hafa boðizt
til að hýsa stofnunina.
Á aðalstöðvum Sameinuðu
þjóðanna í New York er þegar
til miðstöð fyrir þessi mál, en
lengi hefur verið þörf á stofn
un til að safna saman, sam-
ræma og dreifa upplýsingum
um niðurstöður rannsókna á
þessu sviði. Hin nýja stofnun
verður upplýsingamiðstöð, þar
sem öll gögn varðandi þessi
mál verða tilgengileg. Hún verð
ur einnig tengiliður milli vís-
indamanna og stofnana, sem
fjalla um húsnæðismál og skipu
lagningu borga. Með því að
safna saman niðurstöðum rann
sókna á skipulegan hátt gera
menn sér einnig vonir um að
geta bent á eyður sem fylla
beri út í. Að sjálfsögðu mun
istofnunin starfa í nánum
tengslum við miðstöð Samein-
uðu þjóðanna fyrir húsnæðis-
og byggingarmál.
Gert er ráð fyrir að við
stofnunina starfi um 20 manns.
Samkværnt tillögu frá húsnæðis
og byggingarmálanefnd Sam-
einuðu þjóðanna eiga aðeins
fjórir menn sæti í stjórn vænt
anlegrar stofnunar, einn full-
trúi fyrir sérstofnun Sameinuðu
þjóðanna (stungið hefur verið
upp á Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunni), einn fulltrúi fyrir
óopinbera stofnun (stungið hef
ur verið upp á Alþjóðaráði
byggingarmálarannsókna, CIB),
einn fyrir hina svæðisbundnu
efnahagsnefndir Sameinuðu
þjóðanna og loks formaður áð-
urnefndrar húsnæðis- og bygg-
ingarmálanefndar Sameinuðu
þjóðanna.
ítalir hafa boðizt til að
greiða 400,000 dollara (17.200.
000 fsl. kr.) árlega til daglegra
útgjalda stofnunarinnar, verði
aðsetur hennar í Róm. Þegar
hefur verið bent á byggingu
þar sem megi hýsa hana. Ind
verjar vilja gjarna tengja
stofnunina indversku bygging
armálastofnunni sem undanfar
in tíu ár hefur haft yfirumsjón
með byggingarmálum í Asíu
undir handleiðslu Sameinuðu
þjóðanna og með styrk frá
þeim. Bæði starfslið og húsrými
er til reiðu, og Indverjar bjóð
ast til að leggja fram 1,2 millj
ónir dollara (51.600.000 ísl.
kr.) til að setja stofnunina á
laggirnar og 300.000 (12.900.
000 ísl. kr.) til daglegra út-
gjalda. Þegar síðast fréttist
hafði ekki verið gert út um
þessi mál, en bæði ítalir og
Indverjar eru mótfallnir til-
lögum um að skipta verkefnun
um milli tveggja aðgreindra
stofnana.