Tíminn - 10.08.1966, Side 8

Tíminn - 10.08.1966, Side 8
8 TÍJMJNN MTOVIKUDAGUR 10. ágúst 1966 Flestir lögfræðingar á Stóra-Bretlandi urðu felmtri slegnir fyrir nokkrum vikum, er brezka útvarps- og sjónvarps stöðin BBC, sem er þekkt fyrir gætni og varkárni í öllu efnis vali, tók til flutnings sjón- varpsleikrit, er gaf til kynna, að rotnun og spilling ein- kenndi störf málafærslumanna, og annarra varða réttlætisins í Bretlandi. Það var blaðadeild BBC, sem gaf upplýsingar um leikritið. Að alpersónan er kvenlögfræð- ingur, er kemur fram sem verj andi eina heiðarlega mannsins í leikritinu, en hefur verið dæmdur til dauða. Samband brezkra lögfræðinga sendi sendinefnd til yfirstjórn ar BBC, og gagnrýndi hún leik ritið harðlega. Mennirnir sögðu, að leikritið væri þess eðils, að almenningur er horft hefði á það, fengi ótrú á lög- fræðingum, og það væri ekki nokkuð vit i því, að láta fólk fá þá hugmynd, að ekki væri allt með felldu innan þeirrar stéttar, sem ætti að halda uppi lögum og reglu í landinu. En forsvarsmenn BBC, svöruðu því til, að allt, sem sýnt væri í leik ritinu, ætti sér í raun og veru fótfestu. — Hvað þekkja leikritahöf- undar ykkar til starfsemi lög fræðinga, sögðu mennirnir hæðnislega? Þeir fengu það svar, að höf undur umtalaðas verks vissi allt, sem hugsazt gæti um rotn- un og spillingu lögfræðistéttar Stóra-Bretlands. — Og hvað heitir þessi höf- undur? — Þið þekkið hana allir. Þetta er Nemone Lethbridge. Við þetta svar steinþögnuðu lög fræðingarnir. Þeir vissu sem var, ef einhver vissi deili á þeirri rotnun og óheiðarleika, sem innan brezku lögfræðinga stéttarinnar var, þá var það Nemone Lethbridge. Fyrir nokkrum árum, var hin stórglæsilega og undurfagra Nemone Lethbridge mjög þekktur brezkur málafærslu- maður í London, og gamal- reyndir málafærslumenn, sem höfðu séð hana og heyrt flytja mál, voru ekki í neinum vafa um, að ferill hennar yrði með sérstökum glæsibrag, og hún myndi að lokum fá dómara- embætti. Hún var skínandi góð ur lögfræðingur, og þegar hún hafði fengið mál í hendur, gat skjólstæðingur hennar ver ið þess fullviss, að hún myndi ekki láta eitt einasta tækifæri, er varðað gæti hagsmuni hans, sér úr greipum ganga. Með sínu undurfagra útliti og sinni þíðu og hljómfögru rödd, tókst henni að leiða fjölda vitna á villigötur á skömmum tíma. Og allir gerðu sér grein fyrir því, að* þessi smávaxna og fallega kona bjó yfir óvenjulega góð- um gáfum, og var hreinasti snillingur í öllum málflutn- ingi. Hún er af mjög bekktri brezkri ætt, og forfeður henn- ar í marga ættliði hafa verið þekktir herforingjar og her- málasérfræðingar. Faðir henn- ar var yfirhershöfðingi Jack Lethbridge að nafni og á sínum tíma var hann formaður deildar brezku leyniþjónustunnar í Bretlandi og ýmis fleiri mikil- væg störf hafði hann á hendi í þágu föðurlandsins. Móðir Nemone var fædd í Bandaríkj- unum, einstök fegurðardís. Nemone var fædd í Englandi 1933. Ung að árum fékk hún mikinn áhuga á lögfræði. Einn af forfeðrum hennar var einn af þekktustu brezku lögfræðing um á 18. öld, og það var aðal takmark Nemone að feta í hans fótspor. Hún lagði stund á lög fræði við Háskólann í Oxford, 6g embættispróf tók hún með skínandi góðum vitnisburði. Þvi næst fór hún til London og réðst hjá einum umfangsmesta lögfræðingi Englands. Sumarið 1962, þegar Nem- one var 29 ára gömul, álitu lögfræðingar í London, að inn an árs myndi hún verða til- nefnd sem konunglegur mál- flutningsmaður. Ferill hennar hafði verið svo sérstaklega góð- ur, hún hafði verið verjandi morðingja óg annarra afbrota- manna, hún hafði fengizt við skilnaðarmál og annað því um líkt, og það var varla til það svið innan lögfræðinnar, þar sem hún hafði ekki sýnt leikni sína og dugnað og smám sam- an var hún orðin mest eftirsótti verjandinn við Old Bailey og við Hæstaréttinn. Til þessa tíma, hafði Nemone lifað gjörsamlega fyrir starf sitt, og lögfræðilegan feril sinn, en þegar hér var komið sögu, varð hún skyndilega ástfang- in. Henni fannst ást sín vera vonlaus fyrst í stað, því að giftist hún þeim manni, sem hún elskaði. yrði bundinn end ir á lögfræðingsferil hennar, og jafnvel yrði hún útskúfuð úr fjölskyldu sinni. Hún var að safna efni í bók um afbrotamenn, þegar rauð- hærður fri, James 0‘Connor að nafni varð á vegi hennar. Fpr- tíð hans var mjög blettótt og einn af vinum Nemone kom að máli við hana og bað hana um að leggja þessum afbrota- manni lið. Hún komst að raun um, að hann hafði nýlega af- plánað fangelsisvist í Dart- moorn í Vestur-Englandi. Allt frá fyrstu stundu var Nemone mjög heilluð af þess- um manni, sem var 16 árum eldri en hún sjálf og í þjóð félagslegu tilliti stóð henni langt að baki. Hann var fædd- ur í mesta fátækrahverfi Dubl- in, og hafði alizt upp í verstu og sóðalegustu hverfum Lund únaborgar. Hún var gáfuð, fág uð og vön að umgangast fólk af beztu stéttum. En þegar þau höfðu hitzt fjórum sinnum gerðu þau sér. grein fyrir því, að hér var um heita og gagnkvæma ást að ræða. — Ég get ekki neitað því, að ég er alvarlega ástfanginn af þér, sagði 0‘Connor, kvöld nokkurt við Nemone. — En ég geri mér ljósa grein fyrir þvi, að milli okkar ijÆtur aldrei neitt orðið. Þú hefur’feril þinn, fjölskyldu og framtíð til að hugsa um, og þegar þú velur þér mann á það að vera lækn- ir, lögfræðingur eða einhver á svipuðu þjóðfélagslegu stigi og þú sjálf, en ekki neinn svartur sauður eins og ég. Um þetta leyti vissi Nemone ekki annað um fortíð 0‘Conn- ors, en að hann hefði setið í fangelsi fyrir þjófnað, hinn hluti ævi hans var henni sem lokuð bók, en hún var full- viss um, að hún vildi engan annan mannn en hann. Þau hittust nokkrum sinnum, en alltaf á laun. Það var gert af undirlagi 0‘Connors, því að hann vildi taka tillit til stöðu hennar. Kvöld nokkurt biðlaði hún til hans og þá sagði hann henni frá leyndarmáli lífs síns. — Þú spyrð mig, hvort ég vilji kvænast þér, og ég svara því til, að það er ekkert annað, sem ég vildi frekar. En fyrst verð ég að segja þér ýmis- legt um sjálfan mig. Veiztu það, að árið 1942 var ég dæmd ur fyrir morð og var náðaður tæpum tveimur sólarhringum áður en ég skyldi leiddur að gálganum? Þetta hafði Nemone ekki haft hugmynd um, og hún spurði, hvað hann hefði sagt, þegar hann fékk að vita um dauðadóm sinn. Hann horfði beint í augu hennar og svar- aði: f réttarsalnum kallaði ég á guð til vitnis um það, að ég hefði ekki framið það morðT sem ég var ákærður fyrir. að ég gæti svarið eið um að ég væri saklaus. — Þú þarft ekki að sverja neinn eið fyrir mér, sagði Nemone. — En hvað hef urðu gert síðan til að sanna sakleysi þitt. 0‘Connor sagði henni, að árið 1952 hefði hann verið lát inn laus eftir tíu ára fangelsis vist. Um leið og fangelsisdyrn ar hefðu lokazt að baki hans. hefði hann lagt leið sína í skuggahverfi Lundúnarborgar og þar hefði hann dvalizt mán- uðum saman til að komast að hinu sanna um morðið, sem hann var dæmdur fyrir, en það hefði hann ekki getað. Hann vissi, að hann hefði sloppið frá gálganum vegna þess, að tveir dómarar við réttinn, hefðu trúað á sak- leysi hans, enda þótt kvið- dómurinn hefði álitið hann morðingjann og allt hefði bent í þá átt. Nemone lofaði honum, að hún skyldi sanna sakleysi hans. Eina mannveran, sem vissi um samband þeirra Nemone og 0‘Connors var Katherine syst- ir hennar, sem nýlega hafði gengið f klaustur, og þegar þau létu gefa sig saman í hjóna- band i írlandi í september 1962, vissu það ekki aðrir en mæður þeirra beggja, svo og Katherine. Það var ekki hægt að komast hjá því að leyndarmálið vitn- aðist en það tók sinn tíma. Það skeði fyrst, er Katherine gekk úr klaustrinu og giftist, en það þótti stóratburður, •-* og sendu blöðin fréttamann og Ijósmyndara á staðinn til að gefa lýsingar á brúðkaupi þess arar fyrrverandi nunnu. Meðal brúðkaupsgesta voru 0‘Connor-hjónin. Það var eng um efa bundið, hver þessi frú 0‘Connor var. Það var hin fagra Nemone Lethbridge, sem margir könnuðust við úr réttar- sölunum. En hver var eiginmað ur hennar? Öllum til undrunar, og ekki hvað sízt brezkum lögfræðing um, kom það upp úr kafinu, að þetta var sá hinn sami James 0‘Connor er dæmdur hafði ver ið til dauða árið 1942, en hafði verið náðaður örskömmu áður en hann skyldi leiddur upp að gálganum. Nokkrar vikur liðu. Mála- íærslumenn Lundúnaborgar létu sem þeir vissu ekki neitt, og það var eins og þeir hefðu ekki hinn minnsta áhuga á því, að samstarfsmaður þeirra Nem one Lethbridge væri gift af- brotamanni, að öllum líkindum morðingja. En það leið ekki á löngu unz þeir fóru að gefa henni hornauga og forðast hana, og hún fékk stöðugt færri mál til að glíma við. Nemone var ljóst, að þetta yrði hún að þola fyrir að hafa gifzt manni, sem ékki féll í kramið hjá sam- starfsmönnum hennar. Ennþá var þó ekki ástæða til að æðrast. Hún hafði öngl að saman talsverðu fé, og hún hafði fundið hamingjuna í sam búðinni við mann sinn. í tóm stundum sínum rannsakaði hún mál eiginmanns síns og komst að raun um að margir hnökrar voru á því. Það kom í ljós, að 0‘Connor hafði verið tekinn höndum, á- kærður fyrir morðið á Alfred Ambridge í sama mund og hann var látinn laus úr fangelsi, en ;

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.