Vísir - 13.05.1975, Side 2

Vísir - 13.05.1975, Side 2
2 Vísir. Þriðjudagur 13. mai 1975. vimsm: — Veiztu hvað þú ferð með mikið i matarkaup á mánuði? ólafur M. Pálsson:— Nei, það er ómögulegt aö segja. Ég hef ekki reiknað þaö nákvæmlega út. Ann- 'ar§erum við aðeins tvö I heimili, og vtö þurfum ekki mikiö. Aðeins þaö allrá nauðsynlegasta, brauð og mjólk og annaö slikt. Guðný Guðmundsdóttir, húsmóð- ir: — Nei, það get ég ekki sagt um. Viö erum þrjú i heimili, og ég get þó sagt að það er óskaplega dýrt að kaupa i matinn. Gylfi .Jónasson, bankastarfsmaö- ur: — Ja, við erum þrjú i heimili og viö förum ekki meö undir 50-60 þúsundum á mánuði. En þaö er mjög dýrt að kaupa i matinn. Reynir Pálsson, garðyrkjubóndi: — Viö förum með 35-40 þúsund á mánuði. Viö erum fimm i heimili, en þarna er eingöngu um að ræða matarkaup. Engar hreinlætisvör- ur eða annað slikt. Sigriður B. Guðmundsdóttir, hús- móðir: — Þetta ererfiö spurning. Fjárútlátin rokka svolitiö til, en ég gæti imyndað mér að viö fær- um með tæpar þúsund krónur á dag, svona lauslega reiknað. Viö erum 4 i heimili. Sólveig Sveinsdóttir, húsmóðir: — Við erum fimm á minu heim- ili. Ætli við förum ekki með um þúsund krónur á dag — með hreinlætisvörum. Þetta fólk hélt I sólina á Torremolinos um helgina á vegum Sjálfsbjargar. Ljósmyndari VIsis, JB, tók þessa mynd af fólkinu i anddyri Hótel Don Pedro, þegar þaö var að tygja sig I sitt fyrsta sólbað I ferðinni. FATLAÐIR EIGA LIKA AÐ FÁ AÐ FERÐAST „Séu ferðalög yfirleitf reynsla, sem eftirsóknar- verð er, er hún það engu síður fyrir fatlaða en þá, sem heilbrigðir teljast," segir i fréttatilkynningu frá Ferðamálaráði fatlaðra. I marz á þessu ári var haldin ráðstefna í Nizza á Frakklandi um ferðamál fatlaðra. Þar áttu 16 Evrópuþjóðir 90 fulltrúa, þar af 15 fatlaða. 1 niöurstööum ráðstefnunnar segir að ferðalög séu ekki aöeins til skemmtunar, heldur séu þau oft þroskandi og sjálfsögð tilbreyting frá dagsins önn. Þá séu þau fötluðum þeim mun nauðsynlegri, þar sem þeir búi gjarnan i vernduðu umhverfi og oft skorti á æskileg samskipti þeirra viö annað fólk. Meginhugsunin á þinginu var sú, aö ekkert ætti að gera fyrir fatlað fólk, heldur aðeins með þvi. Menn voru samdóma um, að nauðsynlegt væri að nema brott ýmsar ferðahindranir, sem verða á vegi fatlaðra.Við gerð húsa og annarra mannvirkja er til dæmis yfir- leitt ekki tekið tillit til sérþarfa fatlaðs fólks. A flugvöllum þarf að bæta þjónustu við heyrnar- skerta meö auknum skiltum, og þannig mætti áfram telja. „Ennfremur er nauðsynlegt að veita þvi athygli,” segir i tilkynningunni, ,,á hvern hátt viðhorf h'eilbrigðs fólks — og jafnvel fatlaðra lika — koma I veg fyrir aukin samskipti fatlaðs fólks við sitt ytra um- hverfi. Hópferöir fatlaðra og heilbrigðra krefjast mikils undirbúnings og skipu- lagningar. Þar ber að hafa ofar- lega i huga, að ævinlega sé fyrir hendi nægileg aðstoð við þá, sem þess þurfa meö, svo að ferðin gangi snurðulaust fyrir sig.” Ennfremur segir, að margt fatlað fólk þjáist af ferðakviða, þótt það hafi i hina röndina löngun til aö ferðast. Þvi sé nauösynlegt að örva það og sýna fram á, að nauðsynleg aðstaða sé fyrir hendi. Mjög væri það til bóta, ef til væri bæklingur með upplýsing- um um staöi eins og hótel og veitingastaði, sem taka tillit til sérþarfa fatlaðra. Nokkur lönd hafa gefiö út slika bæklinga. Til þess að auka fjölbreytni ferðalaga fyrir fatlaða töldu margir, að æskilegt væri að leita til hins opinbera og biðja um, að það hlutaðist til um að safna upplýsingum um ferðalög fyrir fatlaða. Aðrir töldu þó, að betra væri aö fatlaðir önnuðust þetta verk sjálfir. Siðan segir: „Þaö má meö sanni segja, að fáar ferðaskrif- stofur hafi boðið upp á þjónustu fyrir fatlaða ferðalanga. Ástæðan er liklega sú, að þær hafa ekki gert sér grein fyrir þvi, að fatlaðir eru einnig hugsanlegir viðskiptavinir. Sér- staklega ef tillit er tekið til þess, að margir fatlaðir hafa oft meiri fritima, en þeir, sem eru vinnufærir. Ferðaskrifstofurnar eru þar að auki óöruggar gagnvart þessum viðskiptavinum, þar sem þær vita hvorki hvert þeir vilja ferðast né hvaöa aðbúnaðar þeir þarfnast.” Ráðstefnugestir voru sam- mála um, að i fæstum löndum hrykkju sjóðir til ferðastyrkja. Sums staðar virðist hið opinbera hafa styrkt hópa til ákveðinna ferðalaga, en yfir- leitt er þá aðeins um börn að ræöa. Sú skoðun kom fram að óviðeigandi væri að safna fé til styrktar fötluðum með ýmsum aðferöum, svo sem happdrætti, skemmtunum og fleiru. „Fatlað fólk á að hafa sama aðgang að niðurgreiddum far- gjöldum og aðrir, og sú fyrir- greiðsla á aö gilda lika fyrir nauðsynlegan fylgdarmann fatlaös ferðamanns,” segir I niöurlagi tilkynningarinnar. -SHH. — en einhver fer fyrir okkar hönd þó í kröfugöngur „Nú eru engir tslendingar á Kýpur”, stóð i skeyti, er Visi barst nýlega frá Savvas Johannidis, ræðismanni tslands i Nicosia á Kýpur. Fyrir skömmu birtist mynd I norsku blaði af bar- áttugöngu, er efnt var til i Dher- ynia á Kýpur, til að koma á fram- færi kröfum 20 þúsund Kýpur- kvenna um aö fá að snúa aftur til íslendingur ó Kýpur heimiia sinna á tyrkneska hluta eyjarinnar. Konur frá mörgum þjóðum tóku þátt I göngunni ásamt Kýpurkonum og mátti fremst á myndinni sjá spjald með áletrun- inni tsland og isienzka fánann að auki. Þar eö ekki var kunnugt um ts- iendinga er dveldust á Kýpur, sendi Vísir ræðismanni tsiands þar fyrirspurn um máliö. Hann sagðist ekki kannast við að neinir tsiendingar væru á eynni um þessar mundir og er þvf tilvist Is- lenzka spjaldsins og fánans enn ráðgáta. — JB mvm ITALY jliMilXOKi' ÍEHAIAÍ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.