Tíminn - 13.08.1966, Side 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323.
182. tbl. — Laugardagur 13. ágúst 1966 — 50. árg.
Auglýsing i Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
Þrír lögreglu-
menn myrtir
í London í gær
NTB—London, föstudag.
Þrír óeinkennisklæddir lög
reglumenn voru myrtir í dag
þegar óþekktir menn skutu
þá niður fyrir utan Worm-
wood Scrubs-fangeJsiS í einu
úthverfa London, Shepherds'
Bush. Þetta gerSist siðdegis ■
dag, og hófust þá strax mestu
mannaveiðar í sögu brezku
lögreglunnar.
Að því er franska fréttastofan
AFP skýrir frá, voru lögreglu-
mennirnir skotnir niður, þegar
þeir ætluðu að stíga út úr lögreglu
bil tíl þess að ræða við fjóra grun
samlega menn, sem sátu inni í bif
reið rétt við fangelsið. Mennirnir
skntu einn lögreglumanninn, er
hann var um 20 metra frá biln-
um, annan um leið og hann steig
út á götuna, en þriðji lögreglu-
maðurinn var enn inni í bifreið-
inni, þegar hann var skotinn. Fór
skotið í gegnum framrúðuna. Lög
reglumenn í Bretlandi ganga
venjulega ekki með skotvopn, og
ekkert bendir til þess, að þessir
þrír lögreglumenn hafi haft slík
vopn með sér.
I
ins ætla yfirvöld í Austur-Berlíu múrinn tákn um „takmörkun á
I dag, laugardag, eru fimm ár
lðin síðan Berlínarmúrinn var
reistur, og er þess minnst víða um
lönd. í fyrsta sinn í sögu múrsins
að halda upp á afmælið, og Þó?a
þau hátíðahöld í gær, en aðaihá-
tíðahöldin verða þó í dag. Af ræðu
borgarstjóra Austur-Berlínar í
gær mátti heyra, að liann tairii
valdi vestursins". I Vestur-Berlí.i
verða í dag Iagðir kransar á kross
ana, sem settir hafa verið upp iil
minningar um þá 58 Þjóðverja,
sem látið hafa lífið við að flýja
yfir múrinn. Inni í blaðinu i dag
er grein um Berlínarmúrinn, en
myndin hér að ofan cr af múrn
um við Potsdamcr Platz, þar sem
múrinn hefur vcrið elfdur til mutia
að undanförnu.
Þetta er í fyrsta skipti a þessari
öld, að þrír brezkir lögreglumenn
eru drepnir samtímis. Þrír lög-
reglumenn voru að vísu drepnir
í sambandi við hinn svokaliaða
..Sidney Street bardaga“ í janúar
árið 1911, þegar þáverandi ínnan-
ríkisráðherra, Winston Churchill
stjórnaði aðgerðum gegn hópi
stjórnleysingja. En þeir voru
drepnir á tveim stöðum og í
tveim bardögum. Frá þeim tíma
hafa 25 lögreglumenn verið drepn
k í Bretlandi.
Fj'rstu fréttir frá Shepherds
Bush voru á þá leið, að skotárás
in stæði líklega í sambandi við
flótta frá Wormwood Scrubs fang
elsinu, en opinber talsmaður lög
reglunnar hefur síðar sagt, að
Framhald á bls. 7.
ingar í ,landamærastríii'
HZ—Reykjavík, föstudag.
Landamerki hafa löngum
verið þrætuefni á íslandi. Oft
er háð lögfræðilegt stríð um
nokkrar þúfur, en í önnur
skipti er um stærri landspild-
ur að ræða. Nú er stærsta
landamerkjamál seinni tíma á
döfinni. Afrétturinn upp af
Eyjafirði og Skagafirði er orð
inn að þrætuepli. Tíminn átti
í dag viðtal við Magnús Thor-
oddsen, fulltrúa yfirborgar-
dómara í Reykjavík, en hann
hefur verið skipaður dómsfor
maður samkvæmt sérstakri
umboðsskrá í þessu máli. Upp
haflega var gert ráð fyrir, að
viðkomandi sýslumenn eða
annar hvor sýslumaðurinn
mundi útkljá málið, en af því
að sýslumörkin koma inn í
málið, voru þeir vanhæfir.
— Á mánudagskvöldið fljúgum
við dómararnir þrír og lögfræðing
ar beggja aðila norður til Akureyr
ar og ætlum að leggja upp úr
Eyjafirði á þriðjudagsmorguninn
og gera áreið Við förum fyrsta a-
fangann á bílum eins langt og þeir
komast, en við verðum væntatilega
Framhald á bls 15
Nýtt varðskip
á 83 milljónir
FB—Reykjavík, föstudag.
f fyrsta sinn í gærkvöldi var
tekinn upp dagskrárþáttur á
myndsegulband i íslenzka sjóu
varpinu. Hér var einvörðung i
um tilraunaupptöku að ræða,
og var verið að reyna bæði
starfskrafta sjónvarpsins og
tæki þess. ! þessum fyrsía
myndsegulbandsþætti komu
fram Logar frá Vestmannaeyj
um, var þátturinn 18 miuútna
langur, og þótti takast mjög
vel. Á næstunni verður haulið
áfram að taka upp sams kon
ar æfingaþætti, sem að öllum
líkindum eiga ekki eftir að bii t
ast í sjónvarpinu, þar sem þcim
er fyrst og fremst ætlað að
veita starfsfólkinu þá þjálfui,
sem nauðsynleg er. Myndia er
af tveim piltum úr Logutn, eins
og þeir taka sig út á sjónvarps
skerminum. (Timamynd C.E)
í dag voru undirritaðir samn
ingar milli íslenzka ríkisins og
Aalborg Værft A/S uin smíði
nýs varðskips fyrir ísleiizku
landhelgisgæzluna. Smíði þessa
nýja varðskips hcfir haft all-
langan aðdraganda og var skipa
smíðin boðin út tii margra skipa
smíðastöðva í Evrópu og gerðu
tveir aðilar föst tilboð. Til-
boð Aalborg Værft reyndist
Framhald á bls. 7.