Tíminn - 13.08.1966, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 13. ágúst 1966
TÍMINN
Guðmundur
hæstaréttar-
lögmaður
fæddur 8. júní 1924, dáinn 15. ágúst 1965.
Mannsíns andi er Drottins lampaljós.
Svo lýsti spakur maður blysum sálar,
þau leiftra, en hverfa, öll við sama ós,
er eitt sinn Feigð sín boð á vegginn málar.
í blysför lífs er títt, að margur mjór
og máttarlítill kvistur týnist sýnum.
Um þig ei neitt á mílli mála fór,
að miklum bjarma sló frá kyndli þinum.
Með hárri reisn þú hélzt um arf þinn vörð,
g þinn höfðingsforag og tiginmennskuljóma.
Þitt gefna pund ei grafið var í jörð,
en gróðurríkt, með sterkum lit og blóma.
Við lög og dóma löngum hátt þig bar,
þar leika fræknir garpar skjöldum sínum.
Hve mörg sem gegnum fylking för þín var
sló frægðarbliki af vopnafourði þínum.
Um starfsins gjald þú tefldir vandatafl,
þá teningum er kastað þungt um borðin.
Þótt kenndist glöggt þín kunnátta og afl,
þín kjörvopn beztu neyndust sáttarorðin.
Þótt yrðir þú við hverja drýgða dáð
í dagsins önn hin síhækkandi stjarna,
sá skildi bezt, er skorti hjálparráð,
þinn skíra málm og Hfs þíns innsta kjarna.
Þeim birtist logi, er litu auigu þm,
þar lýstu eldar vits og hjartaglóðar.
Við allt þitt fas varð séð í leiftursýn:
Þú sameinaðir kosti heiliar þjóðar.
Til fómarstarfs er löngun völt og veil
og vlji margra tvískánningi háður.
En bróðurþel og samúð, sönn og heil
var sálar þinnar sterki, rauði þráður.
í margra þraut þú eygðir opna vök,
ef ísavetur gerðist valdaríkur.
Er mest á reyndi, treystust öll þin tök,
í trúnaði þú virtist.fáum líkur.
Og sérhver hjá þér andans fágun fann,
þótt farið hefði villustlgu svarta.
Því jafnt í sæmd og sekt þú mazt hvem mann
sú menning bjó þér föst og rík í hjarta.
Hve oft fær lífsins kröppum kjörum breytt
sem kraftaverk, í stærztu neyð og raunum
sú hjálp, sem gegnum göfugt hjarta er veitt
og goldin verður aldrei neinum launum.
Þér voru laun, þér veittist gleði djúp,
ef víssir þú, að styrktist hrelldur bróðir,
er fólst í leyndum þagnar þökkin gljúp
sem þrýtur orð, er brenna innri glóðir.
Hvað má því valda, að nú er sköpum skipt,
þín skæra stjarna töpuð heimi vorum,
mörg veikbyggð hönd svo verður trausti svipt?
— Það veit sá einn, er ræður mannsins sporum.
Hvort logar blys þitt, látni vinur, enn?
Mun liós frá Drottni ei sífellt ná að skína?
Hvort bíður okkar reynslusönnun senn,
er sjáum nú með trega brottför þína?
Hin forna spurning sezt að hverri sál,
er sorgarhafsins brim við eyru þylur:
Hlaut von og trú, sem verður ekki tál,
sú vera á jörð, sem endalok sín skilur?
Þótt fleygar stundir fölvist, hver og ein,
má feril rekja tveggja heima milli,
því björt skal minning vaka um vaskan svein,
sem veitti af gnægðum drenglundar og snilli.
Hannes Björnsson.
Asmundsson
Eldsnemma að morgni 13. ágúst
1961 — fyrir réttum fimm árum
— báru hópar verkamanna skyndi
lega gaddavírsrúllur að mörkun-
um, sem skilja austurhluta Berlín
ar frá vesturhverfunum.
Borgarbúar voru flestir í fasta-
svefni, þegar þessir verkamenn
frá Austur-Berlín byrjuðu að gera
torfæru, sem síðan hefur verið
þekkt um heim allan sem BerlSn
armúrinn.
Tilgangurinn með þéssu var
tvenns konar: Annars vegar sá að
stöðva straum flóttamanna frá
Austur-Þýzkalandi um Austur-Ber
lín til Vestur-Berlinar, hins vegar
að girða fyrir, að Austur-Berlínar
búar yrðu fyrir utanaðkomandi
áhrifum.
Jafnvel í dag þegar austur-þýzk
ir embættismenn fagna því, að
múrinn hefur skilið borgina sund
ur í fimm ár, er enn unnið að því
að treysta hann og aðrar torfærur
á mörkum Austur- og Vestur-
Þýzkalands.
Undankomuleiðum hefur alveg
verið lokað fyrir Austur-Þjóðverj-
um, því að hvarvetna eru vopnað
ir varðmenn á svæðamörkunum,
og þeir hafa fyrirmæli um að hver
sem gerir tilraun til flótta, skull
„skotinn til bana“. Þó hefur ekki
tekizt að hindra, að hinir djörf-
ustu og snarráðustu komist undan.
Þessi hópur er þó harla smár, þeg
ar hann er borinn saman við þann
sæg, sem áður flýði Austur-Þýzka
land, því að frá stríðslokum til
ÉH 1
Síhsí 13
Berlínarmúrinn fimm ára
ársins 1961 flýðu 3,7 milljóntr
manna vestur á bóginn, en síðan
múrinn var reistur, hafa flótta-
menn aðeins verið 25.000 talsins.
Síðan hafizt var handa um að
gera múrinn, hefur hann smám
saman orðið að 160 km. langri,
rammgerðri torfæru, sem víðast
er ókleif — en meðfram honum
er jarðsprengjusvæði, gaddavírs-
flækjur, skotbyrgi, varðturnar og
aðrar hindranir. Þúsundir manna
stunda varðgæzlu meðfram honum
og þeir hafa hundruð sérstaklega
þjálfaðra lögregluhunda sér til að
stoðar.
Um 46 km hluti múrsins skilur
milli austur- og vesturhverfa Ber
línar, en að öðru leyti teygir
hann sig 114 km. umhverfis aðra
hluta Vestur-Beriínar og aðgrein
ir þá og sveitirnar í grennd. Sá
hluti múrsins, sem er einna traust
astur, liggur á rúmlega 25 km.
svæði um þéttbýlustu hverfi borg
arinnar, og var hann nýlega treyst
ur til muna. Hann er gerður úr
þungum steinblokkum með gadda
vír á efstu brún.
Austur-Þjóðverjar hafa líka
reist veggi eða torfærur gegnum
smærri borgir og þorp, sem landa
mæri Austur- og Vestur-Þýzka-
lands liggja um. Með sprengju-
beltum og gaddavírsgirðingum hef
ur þeim raunar tekizt að skapa
„aleyðu" með öllum 1400 km
löngum mörkum landshlutanna.
Varðmenn við Berlínarmúrinn
og á landamærunum hafa strengi-
leg fyrirmæli um að skjóta hvern
þann til bana, sem reynir að kom
ast vestur yfir mörkin. Liðsforingi
í landamærasveitunum, sem slapp
nýlega yfir til Vestur-Þýzkalands
hefur skýrt frá því, að landamæra-
verðir verði að vinna sérstakan
eið að þvf, að þeir muni beita öll-
um ráðum til að „ná strokumönn
um eða vinna á þeim“. Ef grunur
leikur á, að varðmaður hafi af á-
settu ráði skotið framhjá mannl á
flótta. hefur hann unnið til þungr
ar refsingar.
í Berlín einni hafa a. m. k. 65
menn, sem reyndu að komast yfir
múrinn, verið drepnir af lögreglu
kommúnista undanfarin fimm ár.
Meira en 2200 hafa verið hand-
teknir og dæmdir til langvarandi
fangavistar ásamt þeim, sem hafa
hjálpað þeim. Engar tölur eru til
um það, hve margir hafi verið
særðir eða skotnir áður en þeir
komust að múrnum.
Sumir þeirra nær 25.000 manna,
sem hefur tekizt að strjúka síðan
1961, hafa grafið sér göng undir
múrinn. Aðrir hafa synt yfir
skurði eða ár í Berlín, svo og á
mörkum A.- og V.-Þýzkalands.
IÞRÓTTIR
Framhald af bls. 13.
:3 á Laugardalsvellinum. Ári síð-
ar náði íslenzka liðið jafn-
tefli gegn írsku atvinnumönn-
unum, 1:1, og var það góð frammi
staða. Sjöundi sigurleikurinn var
gegn Bermudamönnum 1964, 4:3,
og hefur íslenzka liðið síðan leik-
ið þrjá leiki, tapað tveimur, en
gerði jafntefli, í síðasta leiknum,
sem háður var á Laugardalsvell-
inum í fyrra gegn áhugamönnum
frá frlandi, 0:0.
Athyglisvert er, að allir sigur
leikirnir hafa unnizt á heima-
velli — og sömuleiðis eru tveir
af þremur jafnteflisleikjum leikn
ir héir í Reykjavík. Jafnteflisleik-
urinn við Dani var leikinn á Idræts
parken í Kaupmannahöfn.
Og nú er spurningin, hvort ís-
lenzka liðinu tekst að sigra Wales
á mánudaginn. Eitt er víst, að sig
ur yrði kærkominn. Leikurinn
hefst stundvíslega klukkan sjö.
Dómari er danskur, Tage Sören-
sen að nafni.
LÖGREGLUMENN
Framhald af bls. 1.
morðin standi f engu sambandi
við fangelsið.
Sjónarvottar segja, að skotárás
in hafi byrjað kl. 15.30 og að
sjúkrabifreiðar og lögreglubifreið
ar hafi komið á staðinn skiimmu
síðar.
— Þetta leit út eins og i'jölda-
morð, sagði einn sjónarvotturinn.
Böm hlupu æpandi til mæðra
sinna, og fangaverðimir komu
hlaupandi út úr Wormwood
Scrubs til þess að athuga, hvort
þeir gætu hjálpað eitthvað til.
Enn aðrir hafa stokkið ofan af
byggingum, sem standa við mörk
in eða ruðzt í fólksfoílum, vörubíl-
um eða jafnvel járnbrautarlestum
gegnum torfæmr kommúnista.
Jafnframt bíður fjöldi íbúa
Austur-Þýzkalands eftir færi á að
komast yfir múrinn. Aðrir fara
ekki dult með, að þeir eru óánægð
ir með stjórnarfarið, er þeir hitta
útlenda ferðamenn, sem óhætt er
að tala við.
Talsmaður Scotland Yard sagði 1
kvöld, að lögreglumenn myndu fá
táragas og skotvopn, ef það væri
nauðsynlegt til þess að handtaka
glæpamennina. Þá skýrði hann
frá þvi, að í úthverfinu Finchley
10 km frá morðstaðnum, hefði lög
reglan yfirheyrt mann, sem skráð
ur var eigandi bifreiðar, er sást
fyrir utan fangelsið síðdegis í dag.
Maðurinn sagðist aftur á móti hafa
selt bifreiðina fyrir ári.
Talsmaður launþegafélags
brezkra Iögreglumanna krafðist
þess í kvöld, að allir þeir, sem
myrtu lögreglumenn, yrðu hengd
ir, eða þá að lögreglan fengi að
bera vopn. Tala vopnaðra glæpa-
manna hefur aukizt mjög x Bret-
landi, en samt sem áður er lög-
reglunni svo til aldrei leyft að
bera skotvopn.
VARÐSKIP
Framhald af bls. 1.
hagkvæmara og nemur heildar
verðið sem er fast verð, kr- 83
millj. Skipið er að stærð og
gerð svipað og varðskipið Óð-
inn, en öllu aflmeira. Smiði
skipsins á að verða lokið á 18
mánul^m.
SamiAngurinn var undirritað
ur af dómsmálaráðherra
Jóhanni Hafstein og fjármála-
ráðherra, Magnúsi Jónssyni fyr
ir hönd ríkisins en S. M. Krag
aðalframkvæmdastjóra fyr’r
hönd Aalborg Værft.
Dómsmálaráðuneytíð. 12.
ágúst 1966.
Auglýsið í TÍMANLIM