Tíminn - 14.08.1966, Blaðsíða 7
7
1
SUNNUDAGBR M. áffúst 1966
TÍMINN
„Aðlögun iðnaðar-
ins“
Árið 1963 kom hingað til
lands á vegum OECD í París,
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar, Arne Haarr, deildarstjóri
í norska iðnaðarmálaráðuneyt-
inu. Kannaði hann hér aðstöðu
og ástand iðnaðarins og gaf
skýrslu að þeirri könnun lok-
inni um þau vandamál, er veru-
leg lækkun tollverndar mundi
hafa í för með sér fyrir iðn-
aðinn. Jafnframt gerði hann til-
lögur um aðgerðir af ríkisvalds
ins hálfu tii aðstoðar iðnaðinum
á „aðlögunartímaMinu.“ Þessi
skýrsla var afhent ríkisstjóm-
inni í júnímánuði 1963 einmitt
um það leyti er núverandi stjórn
arflofckar fengu kjörinn þing-
meirihluta, m.a. undir kjörorð-
inu: stórfeftd efBng innlends
iðnaðar.
Það er fróðlegt að rifja upp
þær tiilögur, sem Arx»e Haarr
lagði fram um aðstoð við iðn-
aðinn á „ aðlögu na rtímabiiinu, ‘ ‘
þ.e. á því tímabifi þegar veru-
legar toHatekkanir á fuihmnum
erlendum iðnaðarvöriHn ætti sér
stað og samkeppni á markaðin-
um hamaði, og bera saman við
það, sem ríkísstjórmn hefar
gert ta að b»a iðoa@H»n undir
tollalækkanimar, sem dunið
hafa yfir iðnaðinn án nokkurr-
ar skjputegrar áædiunar, þannig
að þær hafa komtð að mörgtim
iðnfyrírtækjum eíns og þjóftir
á nóttu. Engkm vteðtet vtta nú
um þessar nmmir, hver eigi aff1
taka skeifinn oæst, en alGr, sem
ta vandsmáía iðnaöarins þekkja,
virðast sanHitáSa um aS ríkis-
stfórnin hafi gert aBt of Ktið
og á sunrum sviðum ekkert tft
að búa iðnaðmn umfrr harðn-
andi samkeppm og afstaða henn
ar á margan bátt efdci getað
skiHzt á annan hátt en þann,
en hún hafi beinlínis vifjað
fjölda fyrirtækja feigan.
Hér fara á eftír nokkrir kafl-
ar úr drögum þeim að áætlun
um aðlögun iðnaðarins, sem
Arne Haarr lagði fyrir ríkisstjór
ina í apríl 1963:
Hagræðing og
aukin framleiðni
„Reynslan hefur sýnt, að oft
er kleift án útgjaldasamrar nýrr
ar fjárfestingar að auka veru-
lega framleiðni og afköst í iðn-
aði með skipulagslegum aðgerð-
um, svo sem með einföldun og
hagræðingu á niðurskipan, með
takmörkun tegundafjölda, með
einföldun í stíl og útliti, og
með því að taka upp tímamælda
ákvæðisvinnu og með öðrum
svipuðum aðgerðum. Þessar að-
gerðir standa í nánu innbyrðis
sambandi og ættu innan hvers
fyrirtækis um sig að vera hluti
heildaráætlunar um hagræð-
ingu. Til þess að ná skjótum ár-
angri verður sennilega nauðsyn-
legt, einkum á fyrsta stigi að-
lögunarinnar, að færa sér í
miklum mæli í nyt þjónustu er-
lendra sérfræðinga og ráðgjafa,
sem geta miðlað af reynslu og
þekkingu, sem áunnizt hefur ný-
lega í iðnaði annarra landa.
Hagfelldasta form slikrar miðl
unar á reynslu og kunnáttu mun
srera það, að ráðgjafar vinni á
vettvangi hinna einstöku fyrir-
tækja. Dæmi eru til þess í Nor-
egi, einkum í húsgagnagerð og
fatagerð, að framleiðnin hafi
aukizt um 50—60% á stuttum
tíma við það, að hagnýtt var
þjónusta ráðgjafa.
Ráðgjafaþjónusta af þessu
tagi er hins vegar kostnaðarsöm
og mörg islenzk iðnaðarfyr-
irtæki mundu sennilega eiga í
miklum erfiðleikum með að
standa undir þeim kostnaði. í
sambandi við aðlögunaráætlun
ætti að veita því sérstaka athygli
hvort ekki sé ráðlegt að taka
upp þátttöku ríkisins í kostnaði
slíkrar ráðgjafaþjónustu, saman
ber niðurstöður um þetta atriði.
Þjónustu ráðgjafanna má
einnig skipuleggja með þeim
hætti, að gerðar verði hagræð-
ingaráætlanir fyrir heilar iðn-
greinar, en þá staldrar ráðgjaf-
inn aðeins um skamma hríð við
í hinum einstöku fyrirtækjum,
en styðst annars við ráðstefnur
um framleiðni og skýrslur um
alla iðnaðargreinina. Þessi hátt-
ur var oft hafður á um tækni-
aðstoð, er Bandaríkin veittu Nor
egi. Þessi háttur á þjónustunni
er síður vænlegur til árangurs
heldur en þjónusta ráðgjafa við
htn einstöku fyrirtæki, en hefur
'þó þann kost, að vandamál iðn-
aðargreinarinnar eru könnuð í
heild sinni, t.d. vandamál sam-
vinnu, sölustarfsemi til útflutn-
ings o.s.frv., og jafnframt eru
vaxxiamálin rædd í þessu heild-
aramhengi.
Þessl mynd var tekin síðastliðinn föstudag í Kollafiarðarstöðinni, þegar
stöðvarstjórinn var að sleppa göngulaxinum úr kistunni { tjarnirnar.
(Tímamynd GE.)
Jafnframt aðstoð frá erlend-
um ráðgjöfum er nauðsynlegt,
að komið verði upp hæfum sér-
fræðingum í hagræðingu á veg-
um íslenzka iðnaðarins sjálfs,
og gætu þeir tekið þátt í gerð
áæthxnar um aðlögunina og
fylgt starfinu fram eftirleiðis.
Iðnaðarmálastofnun íslands er
eðlileg miðstöð slíkrar menntun-
ar og þjálfunar.
Hagræðingaráætlun verður
einnig að fela í sér endurskipu-
lagningu reikningshalds fyrir-
tækjanna. Reikningshaldið hef-
ur grundvallarhlutverki að
gegna í skynsamlega reknum
iðnaði, m.a. vegna þess að rás
framleiðslunnar er aðeins hægt
að taka með hjálp vel skipu-
lagðs reikningshalds. Ýmsar
upplýsingar benda til þess, að
mörg fyrirtæki í íslenzkum
iðnaði notist við ófullkomið
reikningshald. Þörf er á sér-
stökum ráðgjöfum og sérstök-
um námsskeiðum til þess að
gera fyrirtækjunum kleift að
koma á og ástunda framvegis
fullkomið reikningshald. Einníg
verður þörf fyrir tiltölulega ein-
föld bókhaldskerfi, sem henta
smáfyrirtækjum.
Framkvæmd raunhæfrar áætl
unar um hagræðingu og þjálf-
un mun hafa í för með sér veru-
leg fjárútgjöld, og verður ekki
hægt að búast við því að iðn-
aðinum, að hann kosti að fullu
það átak, sem hér er nauðsyn-
legt. Þess vegna skyldi sú laxisn
yflrveguð, að ríkið leggi fram
fjárhagsaðstoð, sem hugsanlega
mætti takmarka við ákveðið að-
iögunartímabil. Slíka aðstoð
mætti kosta með sérstökum f jár
veitingum á fjárlögum um ákveð
ið tímabil eða með stofnun sér-
staks hagræðingarsjóðs.
Þess má geta í þessu sam-
bandi, að Noregur hefur sérstak-
an hátt á ríkisaðstoð til aðlög-
unar í iðnaðinum að tollalækk-
unum innan Fríverzlunarsvæð-
isins. Á fjárlögum hafa verið
veittar 5 millj. norskra króna
í þessu skyni. Tilsvarandi fjár-
veitingar verða veittar næstu
þrjú til fjögur árin. Fé þetta má
nota til samræmdra aðgerða,
sem gerðar eru af sérgreinafé-
lögum eða af hópi fyrirtækja
í samvinnu sín á milli. Einnig
má nota féð til ráðgjafaþjónustu
af ýmsu tagi. Fjárhagsaðstoð
þessari er úthlutað eftir með-
mælum nefndar, sem skipuð er
fulltrúum viðkomandi iðnaðar
og stjórnardeilda.
Frá byrjun sjötta áratugsins
hefur Noregur einnig haft sér-
stakan sjóð til framleiðniauk-
andi aðgerða. Sjóður þessi veitir
lán og beina fjárhagsaðstoð til
framkvæmdar hagræðingaráætl-
unar í iðnaðargreinum eða ein-
stökum fyrirtækjum. Svipaður
þáttur er einnig hafður á þess-
ari starfsemi í öðrum löndum.
Semja ætti heildaráætlum um
aðgerðir, sem kynnu að geta not
ið tækniaðstoðar frá Efnahags-
og framfarastofnuninni. Senni-
lega væri ákjósanlegt, að slík
áætlun væri hluti af áætlun um
tollalækkanir og áframhald á af
námi innflutningshafta.
Kynnisferðir til
annarra landa
Svo sem þegar er getið, á sér
nú stað umfangsmikil aðlögun
að nýjum marka'ðsaðstæifum í
iðnaði hinna Norðurlandanna.
Breytingarnar fela í sér al-
almenna hagræðingu, upptöku
nýrrar tækni og breytingar á
skipulagi og starfsháttum fyrir-
tækjanna, svo sem þróun nýrra
útflutningsgreina, aukna verka-
skiptingu o.s.frv. Mikilvægur
þáttur þessarar þróunar er sam-
vinna milli fyrirtækjanna.
Ástæða er til aS ætla, að íslenzk-
ir iðnrekendur geti aflað sér þýð
ingarmikilla upplýsinga og
hvatningar af nánari kynnum af
þeirri þróun, sem nú á sér stað
á hinum Norðurlöndunum. Vert
væri að athuga möguleikana á
því að skipuleggja kynnisferðir
til hinna Norðurlandanna, og
ætti að athuga, hvort ekki feng-
ist um það samvinna við Efna-
hags- og framfarastofnunina.
Vandamál láns-
f'árnflunar
Sennilega hafa hinir tollvernd
uðu iðnaðargreinar mjög ríka
þörf fyrir ýmsar tækninýjungar
og endurnýjun verksmiðjubygg-
inga og véla, og verður sú þörf
miklu brýnni, ef tollalækkun
verður framkvæmd. Vaknar þá
vandamál lápsfjáröflunar. Iðnað
urínn hefur mjög takmörkuð
tækifæri til þess að afla fjár-
festingarlána. Nýlega hafa þó
verið stigin skref, sem munu
bæta verulega úr því ástandi.
Þýðingarmesta aðgerðin er end-
urskipulagning og aukning Iðn-
lánasjóðs, sem var ákveðin vor-
ið 1963.
Einnig getur komið upp þörf
á að veita fjármagn með sérstök
um skilyrðum til framkvæmda,
sem eru taldar sérstaklega þýð-
ingarmiklar með tilliti til hinn-
ar almennu stefnu í iðnaðarmál-
um. Má þar taka.sem dæmi fjár
festingu og endurskipulagningu
framleiðslu og sölustarfsemi fyr-
irtækja, sem hefja samstarf sín
á milli, eða þróun nýrra útflutn-
ingsgreina. Einnig ætti að gera
sérstakar ráðstafanir til fjáröfl-
unar til samstilltra meiri háttar
átaka, svo sem til uppbygging-
ar ullariðnaðarins. Síðustu um-
bætur í lánamálum iðnaðarina
hafa allar beinzt að fjárfesting-
arlánum. En ekki er eins vel
séð fyrir rekstrarlánum.
Rekstrarlánin
Rekstrarlán til iðnaöarins eru
einkum veitt af einkabönkunum
og venjulega í formi stuttra vöru
víxla, en að takmörkuðu leyti
einnig með lámpi á hlaupareikn
ingi. Tryggur aogangur að nægi-
legum rekstrarlánum hefur
mikla þýðingu fyrir stöðugan við
gang iðnaðarframleiðslunnar og
þar með einriig fyrir framleiðni
og fjármagnsnýtingu iðnaðarins.
Skortur á rekstrarfé leiðir oft
til þess, að gangur framleiðsl-
unnar er skrykkjóttur og ójafn.
Jafnframt má. fyalda því fram,
að þörfin fyrirrrekstrarfé, og
þar með einnígtyrir rekstrar-
lán, sé stöðug og varanleg, jafn-
vel þótt uppliæðirnar geti verið
nokkuð breytilegar frá mánuði
til mánaðar. Af því leiðir, að
stuttir vöruvíxlar eru varla hag
fellt form fyrir veitingu rekstr-
arlána.
Samvínna milli iðn-
aðarfyrirtækja
Áður hefur verið bent á, að
fyrirtæki í íslenzkum iðnaði eru
smá, og að þau halda oft uppi
mjög fjölbreyttri og ósamstæðri
framleiðslu að tiltölu við stærð
•sína. Endurskipulagning í átt
til meiri sérhæfingar og tak-
mörkunar á tegundafjölda er
þýðingarmikið skilyrði fyrir af-
kastameiri og hagkvæmari fram
leiðslu. Harðari samkeppni er-
lendis frá gæti sennilega að
nokkru leyti ýtt á eftir slíkri
þróun. En reynslan sýnir, með-
al annars á hinum Norðurlönd-
unum, að sérstakar skipulags-
legar aðgerðir eru oft nauðsyn-
legur grundvöllur fyrir sér-
hæfingu, eða með öðrum orð-
um að samvinna fyrirtækjanna
er nauðsynleg til þess að koma
sérhæfingunni á. Einfaldasta
form slíkrar samvinnu eru samn
ingar um sérhæfingu. Annað
form samvinnunnar er myndun
samtaka sjálfstæðra fyrirtækja
um samstarf á afmörkuðu sviði.
Mörg dæmi eru frá Noregi um
samtök fyrirtækja um sameigin-
lega sölustarfsemi, þar sem pönt
unum er úthlutað og framleiðsl-
unni skipt niður með þeim hætti
að það leiðir til sérhæfingar og
fjöldaframleiðslu í hinum ein-
Frainhald á bls. 15.