Tíminn - 14.08.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.08.1966, Blaðsíða 8
TÍMINN Tímamynd GE SUNNUDAGUR 14. ágústl96e „Lánið hef- uralltaf ^ elt iiiig. segir Óskar Bjartmarz sem verður sjötíu og f imm ára á mánudaginn 8 — Það er ekki nokkurt vit i því að henda þeim heim, sem orðnir eru sjötugir, og segja þeim að fara heim og sofa, sagði Óskar Bjartmarz fyrrv. forstjóri Löggild ingarstofunnar, þegar Tíminn heimsótti hann í tilefni af 75 ára afmæli hans 15. þ.m. Hann kann að hafa rétt að mæla, a.m.k. er hann sjálfur svo ern og laus við ellimörk, að hann getur áreiðan- lega starfað í nokkur ár til við- bótaí. Og hann hefur líka ekki látið segja sér að fara heim og sofa, heldur hefur hann annazt rekstur Breiðfirðingaheimilisins í þau fjögur ár, sem liðin eru síð- an hann hvarf úr þjónustu rík- isins, og mun væntanlega halda því eitthvað áfram. Þegar menn hafa lagt 75 ár sér að baki, er ævinlega margs að jninnast, og eins og verða vill, eru minningarnar bæði góðar og slæm- ar, en Óskar staðhæfir, að lánið hafi alltaf elt sig, hvar, sem hann hafi farið og verið, og brosið, sem leikur um varir hans, þegar hann segir þessi orð, gefur líka til kynna, að hann hafi alla tíð verið lukkunnar pamfíll. En það er líka til gamalt máltæki, sem segir, að hver sé sinnar gæfu smiður. — Ég er fæddur og uppalinn í Dölunum og var þar með ann- an fótinn til ársins 1919, er ég réðst sem starfsmaður hjá Lög- gildingarstofunni. Fram að þeim tíma stundaði ég ýmis störf, sjó- róðra, síimavinnu, vegavínnu.ráðs mennsku og hitt og þetta, ýmist hér syðra ellegar heima í Dölun- um, en veturna 1911—‘13 var ég við nám í Flensborg í Hafnarfirði. Jú, það hafa orðið furðulegar breyt ingar á öllum sviðum, síðan ég var ungur og óharðnaður, og nú á tímum mundu^ menn ekki gefa mikið fyrir vininiibrögð eins og þá tíðkuðust. Þegar ég var við eyrarvinnu hér á ungdómsarum mínum var það til siðs að bera kol og salt frá borði í poka á bakinu, og með berum höndum kastaði maður fiski upp úr tog- urunum. Veturinn 1919 var auglýst efr- ir starfsnfanni við Löggildingar- Óskar Bjartmarz. stofuna, en þá var Veðurstofan grein af henni. Við vorum fjórir, sem sóttum um starfið, en einn var stúdent, og höfðum við hinir því litla möguléika á því að hreppa hnossið. En það vildi mér til happs, að stúdentinn vildi bara hafa þetta fyrir sumarvinnu, en Þorkell veðurfræðingur ætlaði sér að fá framtíðarstarfskraft, svo að ég reyndist hlutskarpari þrátt fyr- ir allt. Og ég skildi ekki við stofnunina, fyrr en ég varð, fyrir aldurssakir. Fjórum árum eftir að ég byrj- aði þarna, var Löggildingarstoían slitin úr tengslum við Veðurstof- una, og þá varð ég forstjóri og var það upp frá því. Hlutverk Löggildingarstofunnar var og er að fylgjast með öllum vogaráhöld- um og mælitækjum á landinu, og hafa eftirlit með að allt sé þar með felldu. Hvert einasta slíkt áhald er skrásett hjá okkur, og nauðsynlegt að fara eftirlitsferð- ir um allt land að heimsækja þá, sem hafa með slík verkfæri að gera, og senda suður þau, er þarfn ast lagfæringa við. Fyrstu árin var það í mínum verkahring að fara þessar ferðir, og þá ferðaðist ég um allt landið á hestum, fór inn í hverja einustu vík, og þræddi hvern einasta tanga á landinu, en þá voru bílar óþekktir gripir ut- an Reykjavíkur. Maður fór yfir þriðjung landsins á hverju sumri, og hófust ferðirnar í júni og heim var ekki komið fyrr en í október. Þetta voru mjög eftirminníiégar ferðir og oft og tíðum glæfraleg- ar. Ég komst oft í hann krapp- an, en hlekktist aldrei á, því að lánið hefur alltaf elt mig. Ég þurfti oft að sundríða fljót eins og gefur að skilja, og alltaf fannst mér Markafljót erfiðast. Mér er það minnisstætt, þegar ég sund- reið það í fyrsta skipti. Það var árið 1920, og fljótið í foráttuvexti en ég allsendis óvanur jökuivötn- um. Hann var þá með mér hann Ágúst í Hemlu og léði mér brún- an vænleiksklár, en svo var fljótið illt yfirferðar, að við þurftum að þræða það allt niður að sjó, áð- ur en við freistuðum þess að fara yfir. Er við vorum í þann veg- inn að leggja í það, spurði Ágúst mig, hvort ég treysti mér yfir. — Treystir þú klárnum, sagði ég. Ja, klárinn fer yfir, en treystir þú þér? sagði Ágúst. Ef klárinn fer yfir, þá fer ég með, sagði ég, og svo lögðum við út í grenjandi vatnsfallið og vorum heiJa klukku- stund á leiðinni yfir, en yfir komst ég, og það átti ég klárnum að þakka, því að ég þurfti bókstaflega ÞÁTTUR KIRKJUNNAR SUMARSKEMMTANIR Eitt af því allra nauðsynleg- asta í uppeldismálum íslenzku þjóðarinnar í dag er að kenna ungu fólki að skemmta sér á hollan og fagran hátt. Kristinn dómur hefur alltaf kunnað að meta gleðina. Krist- ur tók sjálfur þátt í gleðimót- um og veizlum sinnar samtíð- ar, og virðist hafa vakið þar eftirtekt fyrir skynsamlegar og skemmtilegar viðræður, auk þess sem hanif*'Var hrókur alls fagnaðar, sem frægt er orðið úr veizlunni í Kana. Að sjálfsögðu fékk hann harða gagnrýni Farisea og „rétt trúaðra,“ sem alltaf hafa viljað loka Guð inni í myrkvastofu meinlæta og þröngsýni. Og fátt átti að vera meiri svívirðing i þeirra augum en að sitja til borðs með bersyndugum og samneyta tollheimtumönnum og að þeirra dómi alls konar trantaralýð. En hann tók lítt eða ekki tillit til orða þeirra og um- mæla. Og svo eignaðist mann- kynið trúarbrögð frelsis og fagnaðar, kristinn dóm. Og Páll postuli kom og sagði: „Verið glaðir vegna samfélags- ins vfiT Droxiinn. Og aftur segi ég: Verið glaðir." En frelsið getur stofnað óvita og óvitum í mikla hættu, þótt dýrmætt og dásamlegt sé. Og ekki er allt gull, sem glóir á vegum „leðinnar. Æska íslands var um aldir skemmtanasnauð æska. Kyn- slóðirnar töldu starfið eitt veita fullkomna gleði. Leikir tilheyrðu aðeins börnum. En vildi fullorðið fólk eignast af- drep frá striti og áhyggjum dagsins, þá greip það til áfeng isnautnar á hryllilegan hátt. Það voru þó að mestu for- réttindi karla. Kvenfólki til- heyrði þá engin skemmtun ut- an sú að horfa á karla í þeirra drykkjudárskap og svo að hlusta á rímur, sögur og ljóð. Hin háþróaða menning, sem hér hafði verið á fyrstu öld- um þjóðfélagsins með íþróttum og dansi var að mestu eða öllu gleymd, kannske bönnuð af mis vitrum klerkum og biskupum. En þannig ætluðu þeir einnig að ganga af rímum og sögum dauðum í misskilningi sínum, og vandlætingu síns tlbúna kristindóms, sem þá taldi alla gleði syndsamlega og djöful- lega. Og þá alveg sérstaklega dansinn, sem hét einmitt gleði Ofe ' fleirtölu gleðir-dansleikir. En &leði er samstofna við orðin að &ióa, glitra og glampa og merkir úve brosin verða björt og augun glóa og glampa. f fyrstu færöist allt í auk- ana við andstöðuna og börn- in og orðin Jörvagleði og Hrunadans urðu bá til. En kirkjan sigraði í þröngsýni og einstrengingsskap. Hún strik- aði yfir allt sem Kristur og Páll höfðu sagt og gjört við- víkjandi gleðinni og hurðin féll að stöfum fangelsi þröng- sýninnar var læst. En innan veggja blómgaðist syndin eigi að síður. Sjaldan hefur verra verið á íslandi en á öldum „rétttrúnaðarins." Og nú er öldin breytt. Nú eru öfgarnar á híSn veginn. Starfsgleðin er nú lítt í heiðri höfð og heimilisgleðin og íþróttagleðin er að gleymast. Æskugleðin ein með ærslum og gauragangi virðist eiga að ríkja með ærandi hávaðahögg- um og skrækjum, samanber óskir unga fólksins í þáttum útvarpsins. Fólkið leitar stöð- ugt meiri skemmtana og orð- in „geggjað fjör“ virðast yfir- skrift óska þess og viðleitni. Það finnur ekki hvað veitir gleði og verður til sóma. Heið- ur og gleði hafa alltaf fylgzt að í fögnuði kristins dóms. Jafnvel óvinir Kristins virðast ekki hafa getað fundið út að hann misnotaði aðstöðu sína til gleði eða fagnaðar. Hann virðist alltaf hafa látið skyn semi og fegurð móta markmið sitt, en ekki „geggjað fjör." Og nú hefur kirkjan loksins skilið að vissu marki. að ekki þýddi að loka og banna, skil ið, að hún verður að finna fólk ið þar sem það er líka á gleði- mótum og í danssölum. Og þar stendur íslenzka kirkjan feti framar en flestar aðrar þjóð- kirkjur. Og eitt af því sem útlendum æskulýðsleiðtogum finnst furðulegast hér á ís- landi er það, hversu prestar flytja jafnvel guðsþjónustur sínar í upphafi æskulýðsmóta og gleðisamkvæma. Kirkjunnar menn hafa nefni lega fundið að þe: geta haft áhrif til bóta á gleðimót og hafa meira að segja fundið það eitt af verkefnum kirkjunnar að kenna unga fólkinu að finna gleðina og njóta hennar á réttan hátt kenna fólkinu að skemmta sér. Unnið hefur verið að þessu sums staðar í æskulýðsfélögum safnaða. En auðvitað hefur það valdið misskilningi, tortryggni og jafnvel hörðum dómum. Heiðarlegar en lítt framsýnar konur og „rétttrúaðir" og lítt víðsýnir menn hafa hneykslazt og sagt að kirkjan og prest- arnir væru þarna að lokka ungl ingana frá heimilum sínum og út á glapstigu og sómakærir skólastjórar hafa bent á einka- rétt skólanna viðvíkjandi fræðslu og skemmtanalífi og tal ið slíkar leiðbeiningar frá kirkj unnar mönnum skaðræði eitt. En nú hefur skyndilega svo snúizt, að þessi starfsemi æsku lýðssamtaka undir merkum kristins dóms hafa vakið verð- skuldaða athygli og jafnvel valdamenn úti á landi t.d. sýslu menn og héraðsstjórnendur hafa skipulagt skemmtistarf- semi heilla byggðarlaga eftir þessari fyrirmynd og friðað þannig stór og fögur lands- svæði og sveitir fyrir ósköp- um Bakkusardýrkunar þeirrar, sem um árabil hefur eyðilagt gleðimót íslenzkrar æsku og gert bæði skaða og skömm. Óskandi væri, að sem flestir kirkjunnar menn tækju nú áfram höndum saman við æsk- una sjálfa um að skapa holla og fagra skemmtistarfsemi í landinu. Árelfus Níelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.