Tíminn - 14.08.1966, Page 16
(Tímamyndir Bj. Bj.)
í síSustu hrlngferS var mikill fjöldi farþega meS Esju, eins og í flestum ferSum skipsins á sumrin. Flestir farþeganna i þesari ferS voru útlendingar.
VID SIGLUM MED YKKUR SÍÐUSTU FERÐINA
SJ-Reykjavík, laugardag.
Á föstudagsmorgun lagði Esjan
að bryggju I Reykjavík eftir 7
daga hringferð um landið. Fjöldi
innlendra og crlendra farþega var
með skipinu, sem var með 80 tonn
af vörum og bíla á dekki. Farþeg-
arnir kvöddu skipsmcnn með virkt-
um og þökkuðu fyrir góða þjón-
ustu og skemmtilega ferð. Líklega
verður þetta ein af siðustu ferð-
um skipsins. Svonefnd stjórnar-
nefnd Skipaútgerðar ríkisins hefur
þegar látið leggja Skjaldbreið,
sagt upp yfirmöÚnnAi af yngri kyn
sióðinni, m.a. stýrimönnum og 7
véistjórum, og í haust er talað
um að lcggja einnig Esju vegna
þess hvað rekstrargrundvöllur skip
anna er bágborinn.
Hvað er svo helzt til lausnar þess
um vanda? „Jú, bent hefur verið
á færeyska flutninigaskipíð Blikur
og jafnvel enn aðra lakari kláfa“
var sagt um borð í Esju, til að
leysa strandferðaskipin af hólmi
og á það víst að heita snjöll fram-
tíðarlausn í bættum samgöngum
á sjó. „Það er af illri nauðsyn,"
sagði yfirvélstjórinn á Esju, „að
ég verð að minna á Þormóðsslys-
ið mikla. Eina lausnin á vandan-
um er að endurnýja flotann með
nýjum skipum', stærri og hroð-
skreiðari, taka upp meiri hagræð-
ingu í losun og lestun og auka
þjónustuna við fólkið úti á landi,
en ekki hið gagnstæða."
„Við munum sannarlega sjá eft-
Tryggvl Blöndal, skipstjóri hefur
unnið hjá Skipaútgerð riklsins frá
1934, og hefur verlS skipstjóri á
Esju undanfarin 5 ár.
ir þessu skipi“ sagði skipstjórinn
Tryggvi Blöndal, er fréttamaður
Tímans ræddi þessi mál við hann,
„og ég segi það eins og er, að
ég vil heldur að það verði selt
sem fyrst úr landi en að hafa það
fyrir augunum liggjandi inni á
Sundum. Ég hef heyrt, að ein-
hverjir Ameríkanar hafi áhuga á
að skoða skipið með kaup fyrir
augum.“ Skipið verður 27 ára gam-
alt í haust, það var smíðað í Ála-
borg 1939, og var á sínum tíma tal-
ið eitt af vönduðustu og beztu skiþ-
um sinnar tegun'dar. Ég hef orð-
ið var við að mörgu fólki þykir
ákaflega vænt um þetta skip og
hugsar öðruvísi til þess en Heklu,
sem er þó 10 árum yngra skip,
en ekki að sama skapi fullkomn-
ara. Okkur finnst harla undarlegt,
að fyrst þjóðin' hafði efni á að
láta smíða svo glæsilegt skip á
tímum er engir peningar voru til,
skuli nú ekki kunna neitt ráð hald
betra en að leggja strandferðaskip-
unum.
Það hafa sumir talað um það við
mig, að þeir ætli að flytja suður
áður en strandferðirnar leggist
niður!“
Þeir voru sammála um það skips
mennirnir á Esju, að málefni
strandferðaskipanna þyrfti að end
urskoða frá grunni. Tryggvi vill
láta aðskilja vöruflutninga og far-
þegaflutninga að mestu leyti. Það
þarf að fá stærra og hraðskreið-
ara farþegaskip, allt að 2000 tonna,
með einu farrými. Á stríðsárun-
um þakkaði fólk fyrir, að það fékk
far. Fólkið lá oft innanum skepn-
ur og varning í lestunum. „Eitt
sinn kom ég að manni, sem hafði
sofið á kistu yfir nótt,“ sagði
Trygigvi, og maðurínn kvaðst hafa
sofið vel, en þó hafi honum verið
dálítið kalt.“ Tryggvi sagðist ekki
vera hissa á því — það andaði
varla hlýju frá líkinu í kistunni!
Maðurinn var fljótur að skipta um
verustað.
Það hafa nokkrir dáið um borð
og nokkrir fæðzt. „Ég held að það
hallist ekki á,“ sagði Tryggvi „Ing-
rid Danadrottning er verndarvætt
ur skipsins, hún skírði það þegar
hún var krónprinsessa Dana og
íslendinga. Danski ambassadorinn,
sem var í ferð með okkur fyrir
skemmstu, varð mjög undrandi
þegar hann sá myndina af Ingrid
drottningu í borðsalnum."
Strandferðaskipin verða að
greiða gífurlega mikið fé í hafn-
argjöld. Losun og lestun fer yfir-
leitt frarn við mjög frumstæð skil-
yrði. Víða er það mikill hörgull
á verkafólki, að hásetarnir á Esju
verða sjálfir að annast losun og
lestun, og ekki sparar það manna-
hald um borð. Aðstaðan við Reykja
víkunhöfn er afleit. Skiþaútgerð
ríkisins á ekkert pakkhús, en hef-
ur aftur á móti lengi átt mikla
lóð við höfnina. Lengi vel leigði
Skipaútgerðin húsnæði í vöru-
geymslu SÍS, en nú hefur hún
ekkert annað húsnæði til afnota
en lélega bragga. Engin aðstaða
er til að taka á móti vörum fyrr
en rétt áður en skipið er lestað,
en það þýðir, að ekki er hægt að
Böðvar Steindórsson, hefur unnið
samfleytt 11 ár á Esju.
flokka vörurnar í skipið eins og
brýn þörf er á. Þá er líka alltof
naumur tími til að losa og lesta
í Reykjavík, en skipið stanzar ekki
nema í tvo sólarhringa milli ferða.
Það eru margir staðir á land-
inu sem ekki mega vera án strand-
ferðanna.
„Það eru fyrst og fremst staðir
eins og Djúpivogur, Stöðvarfjörð-
ur og Breiðdalsvík, en þaðan feng-
um við heldur kaldar kveðjur um
daginn,“ segir Tryggvi. „Það efast
enginn um gildi strandferðanna,
þegar fjallvegir eru lokaðir lang-
tímum saman á veturna og fólk
kemst ekki til eða frá flugvöll-
um. Skipaútgerðin er auðvitað
fyrst og fremst þjónustufyrirtæki,
sem ekki hefur ágóðasjónarmið í
huga. Ég leyfi mér að efast um
að nokkurt innlent skipafélag sé
rekið með gróða um þessar mund-
ir. Það er oft, að við komuin inn
á hafnir rétt ti' að losa póst, og
fólkið er óánægt, ef það iær
þriggja til fjögurra daga gömul
dagblöð. Þegar Esja og Hekla sigla
á veturna, líða 3—4 dagar á milli
skipakomu, en stundum kemur fyr
ir, að við verðum að sleppa höfn-
um úr vegn* veðurs. Vöruflutn-
ingar eru alltaf miklir með skip-
unum, t.d. er allmikill flutningur
á kjöti til Vestmannaeyja frá Aust
fjörðum, og flutningur frá Vest-
mannaeyjum út á land. Við get-
um ekki tekið nema 6—8 bíla, en
það þyrfti að vera rúm fyrir fleiri
bíla. Ennfremur flytjum við tölu-
vert mikið af landbúnaðarvélum,
og undanfarið hafa saltfiskflutn-
ingar aukizt mikið.
Eins og ástandið er nú, þá hang-
ir allt í lausu lofti, og mannskap-
urinn er eirðarlaus eips og von
er. Við fórum með fimm nýja há-
seta í síðustu ferð — það vill
enginn binda sig þegar framtíðar-
horfur eru svo óvissar. Áður voru
menn á biðlista mánuðum og ár-
um saman til að fá pláss á þessu
skipi.
Að lokum segir Tryggvi að það
sé ofvaxið hans skilningi, hvernig
hægt sé að draga úr þjónustunni
við fólkið í dreifbýlinu, bæði hvað
snertir farþega- og vöruflutninga.
Með sem mestri sjálfvirkni í los-
un og lestun ætti flutningurinn dð
verða ódýrari, og um leið ætti að
geta farið betur um vörurnar svo
að þær verði ekki fyrir hnjaski.
Margir þjóðkunnur menn hafa
skrifað nöfn sín og hlýjar kveðjur
í gestabók skipstjórans. í júnímán
uði 1964 hefur Þórbergur Þórðar-
son verið á siglingu með Esju og
eftirfarandi yrkir hann er Esja er
stödd á Húsavík:
Á Húsavík liggur hundur graf-
inn.
Hó, hó, hó!
Og sál hans er upp til himna
hafin
Ó, ó, ó!
Svík þú, svík þú aldrei hund i
tryggðum.
geltu, geltu, geltu þig heldur i
hel!
Böðvar Steinþórssonar bryti hef
ur unnið á Esju í samfleytt 11
Sigurður K. Þorbjarnarson, yfirvél-
stjóri á Esju.
ár, fyrst sem matsveinn og síðar
sem bryti. Hann segist ekki heyra
annað á fólkinu fyrir austan og
vestan en að það sé alveg undr-
andi á ráðstöfunum sem séu í bí-
gerð.
— Aðstaða í búri og eldhúsi á
Esju er erfið, segir Böðvar, og það
hefur ekki verið gert ráð fyrir
jafn mörgu þjónustufólki og þörf
er fyrir, eða eins mikilli matar-
gerð, en oft þarf að búa til mat
handa 200 manns á dag yfir sum-
artímann eða þegar skipið er í
ferðum um stórhátíðir. Búrið hef-
ur t.d. verið stækkað um helming,
og það hefur orðið að taka nokkra
farþegaklefa sem vistarverur
handa þjónustufólkinu.
Framhald á bls. 15
BLAÐBURÐARFOLK
vantar á Framnesveg og víðs vegar um boraina-