Tíminn - 24.08.1966, Side 2
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 1966
ÞRENGSLA VEGUR-
INN FULLGERÐUR
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Margir hafa furðað sig á því að
Þrengslavegurinn svokallaði skuli
vera lokaður, á meðan Hellisheið
arvegurinn er varla í ökufæru
ástandi. TÍMINN fékk skýringu
á þessu í dag á Vegamálaskrifstoí
unni, og er hún í styztu máli á þá
leið að verið er að fullgera veg
inn.
Þegar Þrengslavegurnn var fyrst
tekiinn í notkun var hann el^lii
fullfrágenginn, heldur aðeins í
bráðabirgðaásigkomulagi. Var haf
íst handa um það í fyrra að fuil
gera veginn, og þá með tilliti til
:þeas að einhverntíma verði lagt á
hann varanlegt slitlag. í sumar
var verkinu svo haldið áfram, cg
felst það aðallega í því að fylla upp
í lægðir. og breikka veginin.
Til Austurvegar þ. e. vegarins
milli Reykjavíkur og Selfoss eru
Framhald a bls. 14.
TIL SURISEYJAR
Á HVERJU KVÖIDI
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
f gærkveldi klukkan níu efndi
Flugsýn h. f. til fyrsta Surtseyjar
flugsins síðan nýia hraungosið
hófst í Surtsey, og var farið í hinni
þípgilegu DC—3 flugvél Austfirð-
Til FUF-félaga í
Norðurlandskjör-
fi»mi evstra
Kjördæmisþing ungra Fram-
sóknarmanna í Norðurlandskjór-
daemi eystra verður haldið að
Laugum S-Þing., sunnudaginn 4.
sept. og hefst það kl- 10 f. h.
Stjórnir félaganna eru minntar
á að láta kjósa fulltrúa til þings
ins, sem allra fyrst og tilkynna
þátttöku til formanns sambands-
ins, sem er Aðalsteinn Karlsson,
Húsavík. Stjómin.
ingi sem félagið fékk til landsins
í sumar.
Ætlunin er að fara slíkar ferð
ir á hverju kvaldi klukkan níu
á imeðan hraungosið varir, en i
ljósaskiptunum er einmitt tignar
legast að sjá hraungosið, þar sem
hraunið bullar og vellur í gígun
um og rennur síðan til sjávar í
mörgum taumum. Útsýní úr Aust
firðingi er ágætt, og verður flogið
í hringi yfir gígana, svo allir geti
séð sem bezt.
Það ætti að verða metnaðarmál
hvers íslendings siem mögulega get
ur því við komið, að sjá þetta
stórfcostlegasta náttúruundur á
þessarí öld, hvemig hraunið vellur
nú ur gígunum, og hveraig hin
nærri þriggja ára gamla eyja Iít
ur nú út. Þá má ekki gleyma .Tólni
í leiðinni, en líkur eru fyrir því
að hann hverfi í hafið einn góðan
dag í vetur, því að þar hefur ekki
verið neitt hraungos, heldur að-
eins öskugos.
ÞYRLUSKÝLI
Myndin er af þyrluskýli sem
Andri Heiðberg, vélsmiður,
froskmaður og flugmaður er
að byggja á Reykjavíkurflug-
velli fyrir þyrluna sem hanu
fær í haust frá Bandaríkjunum.
Frmnskilyrði þess að reka
þyrluna er að hafa fyrir hana
skýli, og reyndar mun ekþi
fást lefi fyrir rekstri hennar,
nema skýlið sé fyrir hendi.
Þyrlur hafa sannað notagildi
sitt hér á landi fyrir löngu, og
með tilkomu þyrlu Slysavarua
félagsins og Landhelgisgæzluun
ar kom í ljós að næg verkefni
eru hér fyrir tvær þyrlur, og
því réðst Andri Heiðberg í að
kaupa hingað til lands eina
slíka, eins og sagt hefur verið
frá hér í Tímanum oft áður.
(Tímamynd KJ)
/ tjaldi
ívetur?
GÞE-Reykjavík, þriðjudag.
Mynd sú og fréttaklausa,
sem Tíminn birti í dag um
fjölskylduna, sem s. 1. laug-
ardag neyddist til að flytja
í tjald hefur að vonum vak-
ið mikla athygli og undrun
hér í borg. Hefði maður ætl
að, að málsmetandi aðilar
reyndu hið allra fyrsta að
leysa úr vandræðum ungu
hjónanna, en samkvæmt
Framlhald á bls. 15.
Tveir góðir
Stebbi stælgæ hefur nú lifað sitt 64. dægur hér í Tímanura og
er að fást við ljónin hans Nerós um þessar mundir (sjá bls.
10) En þótt aldur stælgæjans sé ekki hærri, nýtur hann nú þeg-
ar mikillar frægðar, og má þakka hana „atfylgi sínu og gjörvi-
leik“, sem honum er lagður til af höfundi sínum, Birgi Braga
syni. Það var einhverntíma scint í vetur leið, sem höfundurinn
kom með Stebba stælgæ inn úr dyrunum, og bauð hann til birt-
ingar. Sfðan hefur söguhetjan verið á miklu ferðalagi hér í blað
inu, og mun enn eiga nokkurt ferðalag fyrir höndum.
Þar sem Stebbi stælgæ verður
að teljast til nýlundu, en inn-
lendar myndasögur hafa til
þessa verið mjög fátíðar, þótti
blaðinu ástæða til að kynna
höfund söguhetjunnar lítillega
fyrir lesendum.
Birgir Bragason er ungur
maður, sem byrjaði að teikna
í gagnfræðaskóla. Þar fyrir ut-
an var hann lægstur nemenda
í teikningu, og segir sjálfur, að
það hafi kannski verið vegna
þess að hann gerði lakar mynd
ir af teiknikennaranum.
Kannski hann hafi teiknað hann
með gítar. En þetta er allt að
baki og Birgir Bragason teikn-
ar nú stundum myndir i árbæk
ur skóla, en vinnur daglega
hjá Auglýsingamiðstöðinni.
Birgir segist ekki hafa byrjað
að teikna fyrir alvöru fyrr en
árið 1959 eftir að hann lauk
stúdentsprófi.
Birgir var við teikninám hér
í Reykjavík í einn vetur og
einnig nokkurn tíma í Kaup-
mannahöfn. Hins vegar segist
hann ekkert hafa lært í þessari
grein, að teikna sé honum eins
og hvert annað tómstundagam-
an. „Mér er alveg djöfullega
við að vera kallaður listamað-
ur, enda hefur enginn borið
það við eftir að Stebbi byrjaði
í Tímanum".
Um Stebba segir Birgir:
„Stebbi er byggður á martröð,
sem ég fékk eftir að hafa étið
sviðasultu undir svefninn.
Þetta var um miðjan janúar,
svo að ég hlýt að hafa byrjað á
myndasögunni um það ieyti.
Lífshlaup kappans verður til
jafnóðum. Ég vakna á morgn-
ana til að teikna hann, og
verkið kostar ekki mikil heila-
brot“.
Og þegar Birgir er spurður
að þvi, hvers vegna stælgæinn
sé með gítar, segir hann, að
gítarinn heyri tii bítlaöldinni,
Framhald á bls. 14.
Héraðsmót Framsóknarmanna
27. ágúst og 3. og 4. sept.
Mótin vehSa sem hér segir:
Eysteinn,
Ólafur
Sævangi Strand. laogardag-
inn 27. ágúst.
* Ræður flytja Eysteinn Jónsson,
* form. Framsóknarflokksins og
Ólafur Grímsson. Skemmtiatriði
annast Omar Ragnarsson og Fær-
eyjafarar Glímudeildar Ármanns
sýna glímu og forna leiki undir
stjórn Harðar Gunnarssonar.
Hljómsveitin Kátir félagar leikur
fyrir dansi.
Skúll
Gísli
Félagsheimilið Ásbyrgi á
Laugarbakka V. Hún. laugar-
daginn 27. ágúst.
Ávörp flytja Gísli Magnússon,
bóndi, Eyhildarholti og Skúli Guð
mundsson, alþm. Hljómsveitin
Engir frá Akureyri leikur fyrir
dansi.
Þórshöfn Jaugardaginn 27.
ágúst.
Ræðu flytur Gísli Guðmundsson,
alþm. Skemmtiatriði annast Jón
Gunnlaugsson, gamanleikari. Góð
hljómsveit leikur fyrir dansi.
Blönduós A.-Hún. laugardag-
inn 30. sept.
Ræður flytja Tómas Karlsson,
blaðamaður og Stefán Guðmunds-
son, bæjarfulltrúi, Sauðárkróki.
Meðal skemmtiatriða verður að
söngvararnir Jóhann Konráðsson
Stefán
og Kristinn Þorsteinsson, syngja.
Hljómsveit leikur fyrir dansi.
Karl
Helgi
Laugum S.-Þing. laugardag-
inn 3. sept.
Ræður flytja alþingismennirnir
Karl Kristjánsson og Helgi
Bergs, ritari Framsóknarflokks-
ins. Meðal skemmtiatriða verður
að Jón Gunnlaugsson fer með
skemmtiþætti og Jóhann Konráðs
son og Kristinn Þorsteinsson
syngja. Hljómsveit leikur fyrir
dansi.
Halldór
Bifröst Borgarfirði, sunnudag
inn 4. sept.
Ræður flytja Halldór E. Sigurðs
son, alþm. og Davíð Aðalsteins
son, Arnbjarnarlæk. Skemmti-
atriði annast Ómar Ragnarsson og
söngvararnir Jóhanri Konráðsson
og Kristinn Þorsteinsson. Straum
ar leika fyrir dansi.
Hvolsvöllur Rang. laugardag-
inn 3. sept.
Dagskráin verður auglýst síðar
Öll héraðsmótin hefjast kl. 9 s. d.