Vísir - 13.06.1975, Page 1
VISIR
65. árg. —Föstudagur 13. júni 1975—131. tbl.
Ánœgjulegar móttökur
— sagði konungur, sem lýkur
heimsókn til íslands í dag — baksíða
Verkafólk tekið tali fyrir félagsfund í morgun:
FLESTIR ÓÁNÆGÐIR
— en búast samt við að samþykkja samningana
„Það eru allir jafnnær
þrátt fyrir þetta
smáræði, sem um hefur
verið samið. Ég
samþykki ekki þessa
samninga. En ég geri
ekki ráð fyrir að greiða
heldur atkvæði gegn
þeim. Þetta verður
samþykkt. Það er
neyðarbrauð, en það
hefur enginn efni á þvi
að fara i verkfall,”
sagðióskar Gunnlaugs-
son, starfsmaður hjá
Eimskip, þegar blm.
Vísis tók hann tali i
Austurbæjarbiói skömmu
áður en félagsfundur
Dagsbrúnar hófst þar
klukkan tiu i morgun.
Óskar gat ekki duliö óánægju
sina meö þessa samninga. Þaö
gátu þeir ekki heldur, Vilhjálmur
Guöbjörnsson og Hafsteinn Ar-
sælsson. Þeir eru báöir
vörubilstjórar og vinna hjá Aöal-
braut. Þeir sögöu:
„Þetta er i rauninni ekkert
annaö en samningar um þaö, sem
viö áttum aö fá 1. júni. Fyrir
okkur sem vorum búnir aö fá lág-
launabæturnar þýöa þessir
samningar 21 krónu hækkun á
timann. Þaö er ákaflega litilfjör-
leg kauphækkun eftir allt sem á
undan er gengið.”
Þeir félagarnir sögöust ekki
búast við ööru en aö þessir
samningar yröu viöast
samþykktir. „Þaö er aumt til
þess aö vita,” sögöu þeir, „en
staöreyndin er bara þvi miður sú,
aö þaö hefur enginn efni á aö fara
i verkfall.”
Fulloröinn verkamaöur,sem
þarna stóð nærri, vék sér'nú aö
blaöamanninum og lýsti skoðun
sinni: „Þaö fæst ekkert meö
svona mjálmi viö samninga-
boröiö. Það eina, sem atvinnu-
rekendi-r viröast skilja eru verk-
föll. Þaö veröur aö sýna þeim
hörku.”
Þegar fundur Dagsbrúnar hófst
klukkan tiu var nær orðinn hús-
fyllir.
Fundur hjá Iöju hófst i
Alþýðuhússkjallaranum klukkan
hálfellefu. Þar var allt orðið fullt
út úr dyrum strax upp úr tiu. Þar
var sama hljóöiö i mönnum og I
Austurbæjarbiói. Allir þeir, sem
blm. Visis haföi tal af lýstu
óánægju sinni meö þessa
samninga — en geröu samt ráö
fyrir að þeir yrðu samþykktir til
aö komast hjá enn meiri skakka-
föllum, sem hljótast mundi af
vinnutapi.
Konur fjölmenntu á fundinn og
ein þeirra komst svo aö oröi i
viötali við Visi:
„Ég hafði gert mér vonir um
allt að þvi helmingi hærri
kauphækkun en samningarnir
bjóða upp á. Þetta er mjög
óveruleg hækkun. Satt aö segja
hélt ég, að verkalýðsforystan
mundi ekki þora aö samþykkja
svona rýrar kjarabætur eftir að
hafa fundiö óánægjuna, sem
bráðabirgðasamkomulagið
haföi i för með sér.” -ÞJM.
Hafsteinn Ársælsson.
— Ljósm.: B.j. Bj.
Vilhjálmur Guöbjörnsson. „Laun
min hækka um 21 krónu á
timann.”
Loksins, loksins... Snemma I morgun var loks hægt aö setjast niöur til aö undirrita samningana. Hér er
þaö Björn Jónsson, forseti ASl, sem setur nafn sitt á samkomulagiö. Sáttasemjararnir Guöluugur Þor-
valdsson og Torfi Hjartarson horfa á meö sýnilegri veiþóknun. (Ljósmynd Visis BG>
íslenzku piltunum
Hvað þýða
samningarnir
í raun?
Hvað þýða
samningarnir í raun?
Fyrir þá, sem minnst fá,
þýðir þetta 5.300 króna
hækkun frá samnings-
degi. En fyrir þá sem fá
mest út úr samningunum
þýða þeir 10.200 króna
hækkun. Við þetta bætast
svo í báðum tilvikum kr.
2.200 1. október.
MINNST 5.300,-
MEST 10.200 KR.
Eru það láglaunabæturnar,
sem gera þann mismun svo
stóran, sem að ofan greinir, en
samningarnir fela það i sér, að
launajöfnunarbætur, kr. 3.500,
sem voru greiddar óskertar á
allt aö 50 þúsund króna
mánaðarlaun i október sl„ skulu
frá deginum i dag greiðast
óskertar á laun allt að 60 þúsund
krónum.
Þeir, sem ekki fengu 4.900
króna hækkun með bráða-
birgðarsamkomulaginu, sem
gert var fyrir rúmum tveim
mánuðum, skulu njóta þeirra
óskertra frá deginum i dag, en
þessar 4.900 krónur voru greidd-
ar á laun lægri en 69 þúsund
krónur. — ÞJM
sleppt úr haldi
í Marokkó,
— sekt lœkkuð
— baksíða
óskar Gunnlaugsson: „Allir
jafnnær þrátt fyrir þetta.”
Steinn á stœrð við handbolta gegnum
2 bílrúður - bls. 4
Þau fljúga heim með konung í dag
spjallað við óhöfnina á þotu konungs — bls. 4