Vísir - 13.06.1975, Side 2
2
Vlsir. Föstudagur 13. júni 1975
TÍSŒSm:
Hvert stefnir landið?
Björn Rasmussen, danskur nemi:
— Islendingar hljóta a6 finna
lausn á sinum efnahagsvanda,
veröfall á afurðum er vonandi
timabundið.
Helgi Hallgrlmsson, strætis-
vagnabilstjóri: — Ekki veit ég
hvað er framundan og ástandiö
viröist sifellt versna áháð hvaöa
rikisstjórn er við völd.
Marta Eyjólfsdóttir, húsmóðir: —
Ég held bara að landiö sé að fara
yfir. Dýrtiðin er svo óskapleg að
fólk lifir ekki lengur af laununum.
Steinar Steinsson, tæknifræðing-
ur: — Þjóðarskútan marar i kafi
eins og venjulega. Hins vegar
hefur maður nú stundum séð það
svartara.
Vilhjálmur Eyþórsson, atvinnu-
laus: — Ég eygi ekki hvar þetta
ástand tekur enda og ég treysti
sattað segja hvorki rikisstjórn né
verkalýðsforustunni til að leysa
vandann.
Sigriður Kjartansdóttir, húsmóð-
ir: — Allt er stefnulaust nú. Geng-
isfellingar hafa ekkert hjálpað og
þvi ætti að reyna einhverja aðra
leið.
Listaverkin „týnast
,,í Reykjavikurborg getur að
lita ýmiss konar listaverk
(minnismerki), sem viðkom-
andi nefnd borgarinnar hefur
valið stað viðs vegar um bæinn.
011 eiga þessi listaverk
(minnismerki) það sameigin-
legt, að þeim hefur verið valinn
staöur á mjög svo smekklausum
stöðum, með örfáum undan-
tekningum þó.
Stytta Jóns Sigurðssonar
sómir sér að sjálfsögðu afar vel
fyrir framan Alþingishúsið, og
Ingólfur Arnarson horfir yfir
sundin blá, þar sem hann eitt
sinn kom að landi. Stytturnar
fyrir framan Stjórnarráðið, af
Kristjáni IX, og Hannesi Haf-
stein, minna á sjálfstæðisbar-
áttu okkar og Leifur heppni
sómir sér vel á Skólavörðuholt-
inu. Um öll þessi minnismerki
er þó nokkuð „frjálst”, en þar
með er lika allt upp talið sem
vel fer i þessum efnum.
Ef byrjað er i vesturbænum,
og haldið austur eftir, svona eft-
ir minni verður fyrst á vegi okk-
ar ÚTILEGUMAÐURINN.
Hér hefur illa tekizt til. Auðvit-
að átti að byggja undir Otileg-
umanninn að nokkru landslag
öræfanna , þar sem hann bjó,
grýtta urð, sem hafa mátti i
eitthvað af þeim rúmlega 4
hundruð jurtum sem hin is-
lenzka ,,fauna”okkarhefur upp
á að bjóða I stað þess að „stilla”
honum á klett.
ÞORFINNUR KARLSEFNI
húkir niður i tjarnarmýrinni og
sést ekki fyrr en komið er fast
að styttunni. Ekki langt þaðan
eru þeir JÖNAS gamli HALL-
GRIMSSON og THORVALD-
SEN sálugi i felum innan um lé-
legan birkigróður. Það hefði
sannarlega þurft að lyfta þeim
svolitið upp.
Stytta ÓLAFS sál. THORS
nýtur sin alls ekki þarna fyrir
framan ráðherrabústaðinn, og
heföi gjarnan mátt vera á meira
áberandi stnð. Það er annars
ekki svo siæm hugmynd að
tengja styt.uÓLAFS, ráðherra-
bústaönum, þvi enginn mun
hafa verið i forustu islenzkra
stjórnmála og verið oftar ráð-
herra en hann.
Möðurást NINU á sér ekki
fallegan „bakgrunn” við Lækj-
argötuna, og „stóðhestarnir”
viö Hringbraut eru á klaufaleg-
um stað.
J AR NSMIÐNUM hans
Asmundar hefur verið valinn þó
nokkuð þokkalegur staður við
Þorfinnsgötu, en VATNSBER-
INN hans er á alveg fráleit-
um stað, uppi á „Golfskálahæð-
inni”. Menn bruna á bilum i
báöar áttir eftir Reykjanes-
brautinni, og enginn hefur tíma
til aö lita á „Kerlinguna”.
SALTFISKSSTÖFLUNINNI”
hans Sigurjóns Ólafssonar var
valinn staður á vatnsgeymis-
holtinu, en þar voru fyrir allt að
50 árum STAKKSTÆÐI, þar
sem saltfiskur var þurrkaður,
en nú veit enginn lengur um
þetta. Rétt hefði verið að láta
eitthvað af „stakkstæðinu”
standa, rétt svona til þess að
minna okkur á horfinn atvinnu-
veg.
MIKLATÚN er verið að gera
að nokkurskonar „Sigesallee”
eins og i Berlin forðum. Einnig
hér hefur illa tekist til. Stór-
skáldið EINAR BENEDIKTS-
SON snýr baki við allri „tækn-
inni” á Miklubrautinni, og
stendur auk þess það lágt að
skömm er að. Styttu ÞOR-
STEINS ERLINGSSONAR veit
auðvitað enginn um, en hún er
þarna I nágrenninu.
KLYFJAHESTURINN hans
Sigurjóns, þessi með „dönsku”
fæturna, stendur á alveg fráleit-
um stað. Stallurinn, sem hestur-
inn stendur á, er allt of litill, og
allt of lágur. Geirinn, sem
myndast á milli Suðurlands-
brautar og (gömlu) Suðurlands-
brautar er það stór að listaverk-
ið hreinlega „týnist” þarna.
Svona mætti lengi telja, en
þetta er svo sem i takt við allan
lágkúruháttinn, sem alls staðar
blasir við. Allt er komið niður á
flatneskju meðalmennskunnar,
og framkvæmdirnar fara eftir
þvi. Götunum okkar fer lítið
fram, og sumar enn miðaðar við
20 þús. manna bæ. Af þessum
orsökum m.a. eru umferðaslys
hér á Islandi allt of tið, enda þótt
mikið sé gert að þvi að koma
upp götuvitum með ærnum
kostnaði.
Lélega „hönnuð” gatnamót er
aldrei hægt að lagfæra með
GÖTUVITUM.
Fyrir allmörgum árum var
HALLGRIMI PÉTURSSYNI
sálmaskáldinu góða reistur
MINNISVARÐI. Hve rnargir af
Ibúum borgarinnar skyldu vita
hvar hann stendur,.eða þá hvað
á honum stendur?, Sjálfsagt
mjög fáir.
Það er nefnilega ekki nóg að
reisa minnisvarða, það verður
lika að halda þeim við. Þetta
hefur ekki verið gert við minnis-
merkið um HALLGRIM.
Ég skora á „söfnuð”
IIALLGRIMS að láta mál þetta
til sfn taka.
Og svo þetta, þvi mátti ekki
reisa HALLGRÍMSKIRKJU
„beint” fyrir aftan styttu
LEIFS HEPPNA ?
Það er svo margt sem manni
dettur (svona) i hug.
7877-8083”
SÝNDARMENNSKA
Skitt veri með haltan hest,
hörku lúinn.
Bara ef fögur svipan sést,
silfur búin.
Ranki.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Árelíus svarar bréfi Vilhjálms Einarssonar:
„ER ÞAÐ ÞÁ LÍKA „BLÁEYGUR BARNA-
SKAPUR" AÐ BANNA NOTKUN FÍKNILYFJA?
Arelius Nielsson skrifar:
„Hinn mæti maöur Vilhjálm-
ur Einarsson ritar örstutt les-
endabréf i Visi fyrir nokkrum
dögum.
Hann telur að sjálfsögðu, að
áfengisböl sé „óaðskiljanlegur
fylgifiskur áfengisneyzlu”.
En hann segir fleira I fáum
oröum. Meðal annars telur hann
áfengisbann „bláeygan barna-
skap”.
Vel má svo vera út frá ýmsum
sjónarmiðum séð. Samt ber öll-
um, sem bezt muna bannárin
hérá tslandi, saman um annaö.
En sé „bláeygur barnaskap-
ur” að banna nú neyzlu áfengis,
hvers vegna er þá ekki sams
konar barnaskapur að banna
neyzlu fiknilyfja og annarra eit-
urefna, sem eru þó ekki hótinu
skaðlegri, þegar á allt er litið?
Hvers vegna ekki að leyfa
hinum „frjálsa Islandsblóma”
að njóta sin sem bezt og sins á-
skapaða vits, sinnar greindar og
góðu handleiðslu frábærra for-
eldra og ágætu kennara, sem
eiga að „kenna þeim” átið og
drykkjuna? Spyr sá sem ekki
veit. Afengisbann er vafalaust
illt, en áfengistizka nútimans er
þó vafalaust verri. Ekkert nema
slik tizka, svo blind áþján gæti
leitt til áfengisbanns.
En það var annars hin ágæta
hugmynd okkar yfirlætislausa
snillings, sem mér fannst svo
athyglisverö. „Frjáls framtak
og samtök gegn áfengistfzk-
unni”.
En hver á að standa þar
fremst?
Engir aðrir en þeir, seni fólkið
og þó einkum æskan tekur tillit
til. Iþróttahetjur, filmstjörnur,
leikarar og eftirhermur. Þetta
er fólkið, sem hugsaö er um,
horft er á og reynt að likjast.
Allir hinir, eða flestir sem hing-
að til hafa reynt að vara við voð-
anum, eru þar úr leik, löngu svi-
virtir, hæddir, hrjáðir og taldir
opinberlega asnar, bjánar og of-
stækisfullar bullur, sem i hæsta
lagi séu nothæfir til að herma
eftir á gleðimótum öldurhús-
anna, þar sem „fólkið I landinu”
nýtur gleðinnar i glitrandi veig-
um.
A heimsþingi i Amsterdam i
hitteðfyrra taldi glæsilegasti
ræðumaöurinn, aö eina fólkiö,
sem stemmt gæti á að ósi til
heilla og skapað vinlausa tizku á
gleðimótum væru feguröar-
drottningar, filmstjörnur,
stjórnmálaforingjar, knatt-
spyrnuhetjur og skemmtikraft-
ar dansleikjanna.
En hver af þessu fólki vill nú
ganga fram i „samtökum gegn
áfengistizku”? Ég trúi tveim
Vilhjálmum vel til þess og
vissulega eru nöfn þeirra tákn-
ræn fyrir vilja og varnir. En
hverjir verða fleiri? Kannski
kvenfólk finni köllun sina áriö
1975!”
„Þaö eru skemmtikraftar dansleikjanna, sem eru bezt fallnir til
forystu i samtökum gegn áfengistizkunni,” segir Arelius i bréfi
sinu.