Vísir - 13.06.1975, Síða 4
4
Vlsir. Föstudagur 13. júni 1975
Mesta mildi að ekki varð slys:
Af árekstrarstað á fœðingardeildina
HNULLUNGUR ÞAUT
GEGNUM RÚÐUR
VIÐ HÖFUÐ FÓLKS
Þarna skall hurö nærri hæium. Grjóthnuliungurinn straukst viö
barnastólinn á ferö sinni gegnum hliöarrúöuna og afturrúöuna.
„Ég er engan veginn búin aö
jafna mig. Ég hrökk svo I kút,
þegar steinninn þaut i gegnum
bílrúðurnar”, sagöi Guðbjörg
Ölafsdóttir, en Visismenn bar
að garði í gærmorgun um 10.30,
rétt eftir að grjóthnullungur
hafði skroppiö undan strætis-
vagni á ferð eftir Grensásvegin-
um. Steinninn fór inn um hliðar-
rúðu og út um afturglugga Fiat-
bilsins, sem Guðbjörg keyröi.
Hann kom aðeins efst við
bamastól, sem var aftur i biln-
um, og sagði Guðbjörg að það
væri mesta mildi, að hún skyldi
ekki hafa haft barnið sitt tæp-
lega tveggja ára með sér i bfln-
um.
Óhætt er að segja, að þarna
skall hurð nærri hælum, að ekki
skyldi verða alvarlegt slys á
mönnum, svo að ekki sé meira
sagt. Rúðurnar voru auðvitað
mölbrotnar.
— EVI —
Feikilega haröur árekstur varö
á þvi mikla slysahorni —
■Gunnarsbraiit-Flókagata — um
klukkan hálffjögur i gærdag. Þar
skullu saman tveir japariskir
bilar.
Kona, sem ók bilnum, sem kom
Gunnarsbrautina, virti ekki
stöðvunarskylduna og ók I veg
fyrir bil, sem var á leið um Flóka-
götuna.
Konan, sem var ein i sinum bil,
hlaut taugaáfall og var flutt á
slysavarðstofuna en þaðan beint
á fæðingardeildina, þar eð hún
var nokkuð komin á leið.
Karlmaður, sem ók hinum biln-
um, hlaut slæmt höfuðhögg. -JB.
Eins og sjá má á myndinni er steinninn ekkert smásmföi.
Fjærst á myndinni má sja fólksbflinn, sem steinninn fór f gegnum, 40
metra f burtu.
FLUGÁHÖFN KONUNGSÞOTUNNAR
„SLAPPAR AF
##
Hún er ekki stór þotan sem Karl
Gústaf flýgur meö.
— ó meðan hans hótign stendur í stórrœðum
,,Við erum búin að
fara i mjög skemmti-
lega ferð að Gullfossi
og Geysi. Ætli það
verði ekki aðallega far-
ið i búðir i dag og keypt
eitthvað af ykkar
fallegu keramikmun-
um og lopaflikum.”
Eitthvað á þessa leið hefst
samtalið við áhöfn hans hátign-
ar Karls Gústafs, er Visismenn
fóru til að lita á farkost hans,
litla 10-sæta þotu af Falcon
gerð
b ' Flugstjórinn i þessari
ferð, Ingimar Ehrenström, hef-
ur aðallega orð fyrir hinni 3
manna áhöfn. Auk hans eru i
henni hinn finnskættaði flug-
stjóri Urho Uusima og flug-
freyjan Reneé Ahlstrand.
,,Hélt að þið vikingar
væruð svo blóðheitir.”
Þau þurfa ekki að fylgja kóngi
eftir og njóta þess að taka sér
það fyrir hendur, sem þeim
dettur i hug i það og það skiptið.
Raunar hefur Ehrenström
komið hér nokkrum sinnum áð-
ur, en aldrei haft viðdvöl svo
lengi sem nú. Hann fræðir okkur
á þvi, að hann hafi skellt sér i
ff -l T \
u\m ií * ui 1
^ 1 swá
Flugfreyjan Reneé Ahlstrand er alvön aö fljúga meö tignum gestum.
Ingimar Ehrenström flugstjóri og Urho Uusima flugmaöur um borö
I þotunni sem flytur konung Sviþjóöar.
sund i Laugardalslauginni og
hafi verið hissa á þvi hversu
vatniö i þeim var haft heitt. „Ég
hélt að þið vikingarnir væruð
svo blóöheitir.” Sjálfur hefur
hann eigin sundlaug, sem hann
notar óspart en vatnið i henni er
aðeins volgt.
Reneé Ahlstrand kom hér
einu sinni áður að nóttu til i
nóvember „Það var kuldalegt,
og ég sá lítið af landinu”, segir
hún. Núna hefur henni þótt mest
til koma að sjá hver gjósa.
Talið berst að verkfallsmál-
um og það kemur i ljós, að þau
hafa haft vaðið fyrir neðan sip
og fyllt bensintanka vélarinnar
þegar á fyrsta degi. Annars vill
Ehrenström meina, að það sé
lika töluvert um verkföll i Svi-
þjóð og skemmster að minnast,
að sorphreinsunarmenn fóru i
hálfsmánaðarverkfall nú á dög-
unum. Við vendum okkar kvæði
i kross og næst á dagskrá eru
þéringar, sem þau segja, aö séu
nú óðum áð minnka i Sviþjóð,
enda sé stefna yfirvalda sú.
Við göngum um vélina og
flugfreyjan sýnir okkur, að með
litilli fyrirhöfn megi taka nokk-
ur sæti úr til þess að setja sófa i
staöinn. Salernið er aftur i og
eldhúsið, sem nánast er aðeins
tveir skápar og borð, er frammi
i vélinni, ásamt fatahenginu.
Þotan er i eigu Crownair
Flugfélagsins sem aðallega er I
leiguflugi. M.a. mikið með hátt-
setta embættismenn og tigið
fólk, eins og konunginn, en hann
fer svoria 5 ferðir á ári.
Þess má geta, að flugið til
Stokkhólms tekur 3 klst. og héð-
an fer Karl Gústaf seinni part-
inn i dag.
—EVI —