Vísir - 13.06.1975, Side 5

Vísir - 13.06.1975, Side 5
Vísir. Föstudagur 13. júni 1975 ap/ntEbR ^DÍ MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Óli Tynes ROCKIFELLER NEFNDIN FALSAÐI QRD MÍN UM MORDIÐ A J. KENNEDY — segir þekktur bandarískur réttarlœknir Þekktur réttarlæknir hefur farið fram á, að rannsókn nefndar Rockefellers varafor- seta á starfsemi CIA, verði rannsökuð, þar sem hún hafi ranglega haft eftir sér það, sem hann sagði um morðið á Kennedy heitnum, for- seta Bandarikjanna. Dr. Cyril Wecht kveðst hafa sagt nefndinni, að hann sé þeirrar skoðunar, að tveir menn hafi skotið forsetann. Dr.Wecht var einn þeirra sérfræðinga, sem kvaddur var til, þegar morðið var framið. Hann sagði, að Rockefeller nefndin hefði farið ranglega með vitnisburð sinn. Hún hefði tekið til birtingar hluta af þvi sem hann sagði og látið það lita út sem hann væri sammála Warren nefndinni, sem á sinum tima komst að þeirri niðurstöðu, að Lee Harvey Oswald hefði staðið einn að morðinu. ,,011 þau gögn, sem lágu fyrir,. læknisfræðileg sem önnur, bentu til þess, að morðingjarnir hafi verið tveir,” sagði dr.Wecht.,,Ég lét það álit mitt i ljós við nefndina á svo skýran hátt, að það getur ekki veriö um neinn misskilning að ræða. Nefndin getur heldur ekki sagt, að þetta hafi verið utan hennar sviðs, þar sem hún hafi einungis verið að kanna ásakanir um þátttöku CIA i morðinu. Hún fór langt út fyrir þann ramma”. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að CIA hefði hvergi komið nærri morðinu. Dr. Wecht hafði ekkert við þá niþurstöðu að at- huga, kvaðst aðeins sannfærður um, að morðingjarnir hafi verið tveir. Rockefeller sýnir fréttamönn- um skýrsluna, sem nú er orðin mjög svo umdeild. Geta eytt hvort öðru 100 sinnum Innan fimm ára verða kjarnorkuvopnabúr Sovét- rikjanna og Bandarikjanna orðin svo full, að löndin geta eytt hvort öðru hundrað sinnum, segir í ár- bók sænsku friðarrann- sóknarstofnunarinnar, sem er nýkomin út. Árbókin segir að risaveldin tvö eigi þegar meira en fjörutiu þús- und „litlar” kjarnorkusprengjur, þ.e. sem hermenn myndu nota á vigvöllunum. Sprengikraftur þeirra er jafn mikill og sjö- hundruð milljón lesta af TNT. Þar fyrir utan eiga þau svo „stórar” kjarnorkusprengjur, i eldflaugum og flugvélum. Eins og menn vita, standa nú yfir viðræö- ur um takmarkanir kjarnorku- vigbúnaðar. Þegar risaveldin tvö verða búin að koma sér upp öllum þeim bombum, sem leyfðar eru innan ramma þeirra, verða risa- bomburnar i risaflaugunum orðn- ar meira en 17 þúsund talsins. Og þá eru ótaldar nokkur þúsund stórar, sem fluttar eru með flug- vélum. Amin: Hlýðið eðo við Aðeins virðist friðvænlegra i löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs, eftir fund þeirra Fords forseta og Rabins forsætisráðherra ísraels, sem lauk i Washington i dag. Talið er líklegt, að Henry Kissinger muni aftur hefja „landhoppferðir” sinar milli deiluaðila i næsta mánuði ef Egyptaland og ísrael fást til að gera ein- hverjar meiri til- slakanir áður. Kissinger er tregur til að hefjast handa á nýj an leik nema hann geti verið a.m.k. niutiu prósent viss um árangur. Rabin sagði á fundi með fréttamönnum, að hann teldi að grundvöllur væri fyrirTsamningum um Sinaiskaga. ,,Á milli Egyptalands og Israels, sérstaklega er möguleiki á hæg- fara breytingu,” sagði forsætis- ráðherrann. Hann sagði hins vegar, að tsraelar myndu örugglega krefjast þess að fá töluvert i staðinn, ef þeir ættu að láta Golanhæðirnar af hendi, rétt einu sinni. Námuslys Tveir námamenn létu lifið, einn slasaðist og þriggja er enn saknað, eftir sprengingu i kolanámu skammt frá Barnsley I Englandi I gær- kvöldi. Sprengingin varö á 400 metra dýpi og um hálfan kilómetra frá opi námunnar. Björgunarsveitir leita enn þeirra þriggja, sem eftir eru. Ekki er vitaö um orsök sprengingarinnar. skjótum Brezka stjórnin er aö reyna aö semja viö Idi Amin, forseta Uganda um að fá látinn lausan brezka fræðimanninn Dennis Hill, sem hefur verið dæmdur til dauða. Honum er gefið að sök sð hafa komizt ókurteislega að orði um Amin, í bók sem hann var að búa undir prentun. Amin hefur meðal annars kraf- izt þess, að allir flóttamenn frá Uganda, sem nú búa i Bretlandi, verði reknir þaðan. Annars verði Hill tekinn af lifi. Hiil hefur lýst sig saklausan af ákærunni, sem hljóðar upp á landráð, vegna þess að hann talaði ekki fallega um forsetann. Fjórir sakborninganna i B a a der-M ein hof f réttar- höldunum voru leiddir út úr réttarsalnum i gær eftir að þeir ientu i slagsmálum við réttarverði og hrópuðu svi- virðingar um dómarann. Réttarhöldunum var svo hald- ið áfram i fjarveru þeirra. Baader Ólætin byrjuðu, þegar réttarlæknir kvaðst telja, að það hafi verið rangt að halda þeim I einangrun i allan þann tima, sem þau hafa verið þar. Slikt færi illa með heilsu manna bæði andlega og likamlega. Hann kvaðst þó þeirrar skoðunar, að þau væru öll nógu heilbrigð til að koma fyrir rétt. Þessu vildi fólkið ekki una o’g spratt á fætur til að ganga út i mótmælaskyni. Það kom til slagsmála og það æpti full- um hálsi: „Svin!” að dómaranum. Hann missti ioks þolinmæð- ina og lét leiða fólkið á brott. Rabin: MÖGULEIKI ÍSRAELS 0G A BREYTINGU MILLI EGYPTALANDS ■ Ekki linnir látunum á trlandi. Þrfr biðu bana þegar þessi bifreið sprakk I loft upp I Belfast I gærkvöldi. Lögreglan hefur máliö til rannsóknar en veit ekkert um fórnarlömbin ennþá. Mögulegt er, að þetta hafi veriö skemmdarverkamenn á leið á einhvern stað með sprengju, eða þá saklaust fólk, sem einhver öfgahópurinn ákvað aö myrða.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.