Vísir - 13.06.1975, Blaðsíða 6
6
Vísir. Föstudagur 13. júni 1975
VÍSIR
Ctgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr.eintakið. Blaðaprent hf.
Ekki svo með öllu illt
Þeir eru búnir að semja, þrátt fyrir alla bölsýn-
ina, sem rikt hefur undanfarna daga. Allsherjar-
verkfallið kemur að visu til framkvæmda, en
einungis i einn dag. ótti manna við margra vikna
verkfall hefur reynzt ástæðulaus.
Sáttanefndin og samninganefndirnar eiga mik-
inn heiður skilið. Þær hafa barið saman sam-
komulag á örfáum dögum, þótt bilið milli deilu-
aðila hafi fram á siðustu stund verið breiðara en
dæmi eru um á undanförnum árum.
Að sjálfsögðu lækna samningarnir ekki öll
mein. Atvinnurekendur eru fremur svartsýnir.
Spurningin er um hægan eða skjótan dauðdaga
þeirra, sagði einn fulltrúa þeirra i gær. Ef þetta
er rétt, hafa þeir valið hægan dauðdaga með þvi
að semja.
En hvað var hægt að gera? öllum mátti vera
ljóst, að slagorðið um, að afkoma heimilanna
væri i hættu, átti fullan rétt á sér. Og afkoma
fyrirtækjanna varð að vikja fyrir afkomu heimil-
anna, af þvi að samningar eru pólitik.
Þessi siðasti og versti galli samninganna kem-
ur meðal annars fram i þvi, að rikisstjórnin hefur
neyðzt til að ábyrgjast fast verð á landbúnaðar-
afurðum. Hún hefur tekið að sér að sjá um, að
niðurgreiðslur verði auknar með sama hraða og
Parisarhjól verðbólgunnar.
Ákvörðun rikisstjórnarinnar um þetta efni er
talin vera lykillinn að þvi, að unnt reyndist að
brúa hið breiða bil, sem var á milli deiluaðila.
Það er slæmur fyrirboði, að samningarnir skuli
þurfa að byggjast á efnahagslega rangri ákvörð-
un stjórnvalda.
Nú lendir þjóðin i hinu gamla og sigilda dæmi,
að kjörin breytast eftir allt öðrum lögmálum en
samningar gera ráð fyrir. Það skiptir ekki máli,
hvort samið hefur verið um hæstu krónutölu, sem
um getur i samningum, eins og forseti Alþýðu-
sambandsins talar um.
Krónan hefur lag á þvi að skreppa saman eftir
þörfum. Hún skrifar ekki beinlinis undir samn-
ingana, þrátt fyrir öll visitöluákvæði. Hún hagar
sér eftir sambandi þjóðartekna og launakjara á
hverjum tima og lætur enga pólitik hafa áhrif á
sig.
Samningarnir byggjast á pólitisku mati sátta-
nefndar á möguleikum aðstöðunnar eins og hún
er núna. Á þessum grundvelli var unnt að berja
saman samninga. En efnahagslegur grundvöllur
samninganna er enginn.
Réttmætt væri, að samninganefndirnar tækju
sig saman um að leggjast á bæn og biðja fyrir
fiskverðinu i Bandarikjunum. Þar er að sjálf-
sögðu prófsteinninn á, hvort samningarnir eru
alvörusamningar eða gervisamningar.
Þvi miður fer verðið þar lækkandi á sama tima
og samningamenn skemmta sér við hæstu krónu-
tölur i manna minnum. Þeir hafa ekkert lært og
engu gleymt.
Allt þetta nöldur er þó litils virði i ljósi þess, að
vinnufriður rikir. Hjól atvinnulifsins snúast al-
ténd, þótt smurninguna skorti. Frestur á illu hef-
ur náðst. Betra er að spila upp á lukkuna en að
spila alls ekki. Biðskák er betri en töpuð skák.
— JK
Ban hyg\ daríki m • • n
a meiri ItÁVÍfll
á þi ngi
Sameinuðu
þjóé fanna
Stjórnmálasérfræðingar hafa
spáð þvi að Bandarikin hyggist
taka upp miklu harðari stefnu I
Sameinuðu þjóðunum en þau
hafa rekið hingáð til. Þeir telja
að þau ætli mun meira að beita
sér gegn valdi þvi sem riki
þriðja heimsins hafa náð i Sþ og
muni ekkert til spara að koma
sinum málum fram. Þau muni
t.d. ekki hika við að beita pen-
ingavaldinu, en Bandarikin
greiða nú verulegan hluta af
rekstrarfé samtakanna.
Ástæðan:
Nýr maður
Astæöan fyrir þessum spám
er hinn nýskipaði fastafulltrúi
Bandarikjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, Daniel Patrick
Moynihan. Moynihan er maöur
umdeildur, enda hefur hann það
fyrir vana aö segja skoöun sina
hreint út, án þess að vera nokk-
uð að klípa utan af, og það er
ekki alltaf vel liðið.
Hann hefur þegar gefið I skyn
hvernig honum finnist Banda-
rikin eiga að beita sér gegn
þjóöum þriöja heimsins á vett-
vangi Sameinuöu þjóðanna.
Harða afstöðu
1 grein, sem Moynihan skrif-
aði nýlega, gagnrýndi hann við-
kvæmni Bandarikjanna og frið-
þægingarstefnu gagnvart þjóð-
um þriðja heimsins. í sam-
skiptum við þær þyrfti aö beita
hörku.
Hann benti á að efnahagur
þjóða þriðja heimsins væri I
„upplausn” og að stjórnir
þeirra væru ólýðræöislegar. Um
það vildi hann kenna brezkum
sósialisma sem hefði kennt
mörgum þróunarlöndum að
vera á móti kapitalisma, frjáls-
lyndi og Bandarlkjunum.
Ford forseta hafa auösjáan-
lega fallið þessi sjónarmiö
nokkuðvel i geð og hann skipaöi
Moynihan fulltrúa hjá Samein-
uðu þjóðunum.
Hans eigin menn
Þessi útnefning ber ekki endi-
lega vott um að Ford sé óánægö-
ur meö John Scali, sem Moyni-
han tekur við af. En Ford er
hrifinn af skoðunum Moynihans
Ræða hans um „harðstjórn
meirihlutans” I desember 1974
var I rauninni „uppúrsuða” hjá
Bandarikjamönnum yfir þvl
hvernig þingi Sþ er stjórnað.
Hann talaði um vaxandi von-
brigði Bandaríkjanna vegna
pólitisks valds þessara þjóða
sem eru ekki fulltrúar fyrir
nema tiu prósent af Ibúum
heimsins og leggja enn lægri
prósentutölu fram til uppihalds
Sameinuðu þjóðanna.
(Bandarlkin greiða 25 prósent
af kostnaðinum.)
Bandarikjaþing
að missa áhuga
Bandarikjaþing er auðsjáan-
lega að verða þreytt á Samein-
uðu þjóðunum. I siðasta mánuöi
hóf utanrikismálanefnd öld-
ungadeildarinnar rannsókn á
starfi þeirra. Það er fyrsta
rannsóknin, sem gerð er á starfi
þessara alþjóöasamtaka i 20 ár.
Þingið samþykkti einnig að
hætta þegar 19 milljón dollara
árlegu framlagi til Mennta- og
visindastofnunar Sþ eftir að
fulltrúum ísraels var visað það-
an á braut að undirlagi nokk-
urra Araba- og Afrikurikja.
Nokkru slöar neituðu Banda-
rikin að taka þátt I stofnun sjóös
sem átti að hjálpa þeim löndum
sém „verst væru úti”.
og honum er umhugað um aö
litiö verði á rikisstjórn hans sem
hans menn. Fulltrúastaðan hjá
Sameinuðu þjóðunum er rikis-
stjórnarstaða.
Ford hefur þegar valið sér
nokkra ágæta menn I þessum
tilgangi, svo sem Edward Levi
dómsmálaráðherra.
Kom ekki á óvart
Það kom ekki svo mjög á
óvart, aö Moynihan skyldi nú
lenda hjá Sameinuðu þjóðunum.
Það var tvisvar áður búið að
bjóða honum stöðuna, I stjórn-
artiö Nixons. í fyrra skiptið
neitaði hann vegna þess að
fréttir um það láku út áöur en
þáverandi fulltrúa hjá Sþ,
Charles Yost, var sagt frá þvl. 1
siðara skiptið kaus hann heldur
að verða sendiherra I Indlandi.
Hann vann þar ágætt starf
þótt hljótt væri um hann og tókst
meöal annars að þurrka út stór-
an hluta af skuld Indlands viö
Bandarlkin fyrir matvæli sem
send voru I kringum 1960.
í vandræðum vegna
ummæla um svertingja
Moynihan er ályngur og
reyndur stjórnmálamaöur.
Hann var litríkur persónuleiki I
stjórn þeirra Kennedys og John-
sons, þar sem hann fór með
verkalýðsmál. í stjórn Nixons
var hann formaður nefndar sem
fjallar um borgarmál og barðist
farsællega fyrir tryggingu lág-
markstekna.
Hann lenti einnig i nokkrum
vandræðum þegar hann lýsti
þeirri skoöun sinni að svertingj-
ar hefðu gott af tímabili „vin-
samlegrar vanrækslu”.
Harðstjórn
meirihlutans”
Daniel Patrick Moynihan er
frægur fyrir að segja skoðun
slna umbúðalaust. Hvort það er
einmitt þessi eiginleiki sem þarf
hjá Sameinuðu þjóðunum má
deila um nú, þegar það eru þró-
unarlöndin en ekki Bandarikin
sem hafa meirihluta á þinginu.
En I skoðunum slnum fer
Moynihan I rauninni ekki nema
einu skrefi lengra en Scali.
Daniel Patrick Moynihan
Bandarikin úr Sþ?
Moy.nihan er ekki einn um að
vera þreyttur á gerræði þriðja
heims þjóðanna. Bandariskur
almenningur er á sama báti.
„Þáö er allt i lagi þótt þeir séu
ekki alltaf sammála okkur. En
að reka beinllnis andbandariska
stefnu og berjast gegn öllu sem
við stöndum fyrir, það er of
langt gengið.”
Það var sagt I háði meðan
Vesturlönd flöðruðu upp um
Arabarlkin I ollubanninu, að ef
Arabar bæru fram tillögu um að
jörðin væri flöt, yrði hún sam-
þykkt með miklum meirihluta.
Og þetta er alls ekki út I bláinn.
Vald þriðja heims þjóðanna er
orðið svo mikiö að Bandarikin
urðu að grlpa til þess neyðarúr-
ræðis að láta háttsetta embætt-
ismenn hóta þvl að þau segðu
sig úr Sþ og hættu öllum
stuðningi viö samtökin, ef ísrael
yrði rekið.
Það eru þó sem betur fer ekki
Hkur til þess að svo fari. Og þótt
Bandarlkjamönnum gremjist
oft við Sþ, er réttlætiskennd
þeirra þó svo mikil að þeir viija
fæstir hætta þátttöku. Nýleg
skoðanakönnun sýndi að 75 pró-
sent þjóðarinnar vildu áfram-
haldandi aðild.
Bandarikin verða þvl áfram I
Sameinuðu þjóðunum. En með
Daniel Patrick Moynihan við
stjórnvölinn ætti að heyrast
töluvert meira i þeim þar hér
eftir.