Vísir - 13.06.1975, Síða 7

Vísir - 13.06.1975, Síða 7
Vlsir. Föstudagur 13. júni 1975 7 „Það, sem er leiðin- legast, er þessi þrúg- andi þögn. Það er nærri þvi alltaf þögn. Hann segir kannski fjögur orð i einu, siðan ekkert, kannski i marga daga.” Þetta eru orð konu einnar I vesturborg Reykjavlkur um manninn sinn, 77 ára gamlan háskólamenntaðan mann. Hann þjáist af heilarýrnun. Blm. og ljósm. Vísis fóru I leiðangur til að heimsækja aldrað fólk með Rannveigu Þórólfsdóttur, deild- arhjúkrunarkonu heimahjúkr- unar. Engin fri fyrir eiginkonuna Það var árið 1966 sem konan fór að taka fyrst eftir þvl að maður hennar var farinn að gleyma. Siðan hefur sjúkdómur hans ágerzt. Þau hjónin voru vön að ganga niður I bæ daglega, fara I póst- hólfið og sinna öðrum erindum, en nú getur hann það ekki leng- ur. „Við fórum líka stundum I strætó, en núna fæst hann ekki til að fara aftur út úr vagninum. Jú, stundum missti ég hann út, þess vegna er ég búin að taka húninn af útihurðinni og hérna fel ég hann”, segir hin raungóða eiginkona og sýnir okkur felu- staðinn I körfu rétt viðdyrnar. „Einu sinni varð ég að fá son minn til að koma að ná I okkur. Þá labbaði maðurinn minn langan veg I ausandi rigningu og fékkst alls ekki til að koma heim með mér aftur. Tvisvar hef ég þurft að fá lögregluna I lið með mér að leita að honum, þegar við vorum niðri I bæ, þvl að þá tapaði ég af honum. Það hefur stundum verið dálltið auð- mýkjandi, þegar við höfum farið I búöir og hann hefur tekið úr hillum og ætlað að fara með körfuna út án þess að greiða en afgreiðslufólkið er afar vinsam- legt yfirleitt. En ég er afar þakklát fyrir að geta hjálpað, og hann líöur ekk- ert. Ég á llka yndislegar tengdadætur , engar dætur, en tvo syni og 7 barnabörn. öll eru þau afar góð við okkur og koma oft.” Þau hjónin komast vel af. Þau hafa ellilaunin og eftirlaun og svo hefur konan heimavinnu. A hverjum degi kemur sjúkraliði frá heimahjúkrun til þess að hjálpa hinum sjúka manni á fætur og snyrta hann. En það gengur stundum verr að koma honum I rúmið, stundum tekur það marga klukkutfma. Það var dálltið slæmt einu sinni, þegar ég fékk inflúensu. Þá leið yfir mig á baðgólfinu og ég rankaði við mér við að hann var að klappa mér,” segir konan okkur. „Við erum að reyna að koma honum á spítala, svo að hún geti fengið einhverja hvlld”, skýtur Rannveig inn I. „Ég læt hann ekki frá mér I meira en 3 vikur. Heldurðu að það fari nógu vel um hann? Ég held að honum líði bezt heima. Jú, það væri gaman að fá smáfrl og hlæja svolltið. Það er svo gaman að hlæja. Það er stund- um eins og ég sé I stofufangelsi, en ég hef nú litla von um að hann komist á spitala.” Hún er hin hressasta, — getur bara ekki gengið „Ég er nú hin hressasta. Ég get bara ekki gengið”, segir hin 69 ára gamla Guðrlður Sveins- dóttir i Eskihliðinni, en hún er næsti viðmælandi okkar. Guðriður þjáist af hægfara lömun og er bundin hjólastóln- um. Hún lætur það samt ekki aftra sér frá þvl að fara I leikhús og að skreppa út úr bænum, ef þvi er að skipta. Enda er þá son- Það má segja að þetta sé heimurinn hennar Guðbjargar Sigurðardóttur, þvl að hún getur ekki gengiö neitt óstudd og hún býr alein. Sigfrlð Lárusdóttir sjúkraiiði fær sér molasopa henni til samlætis. Ljósm. Visis B.G. Þjóðfélagið og aldraðir í heimahúsum: ÁSTANDIÐ ERVÍÐA UGGVÆNLEGT — en heimahjúkrun og heimilisþjónusta létta víða byrðar aðstendendanna ur hennar, Albert Eiðsson póst- maður, tilbúinn að aka henni þangað sem ferðinni er heitið. „Ég á 7 börn, en ég hef aldrei haft tölu á barnabörnunum,” og hún segir okkur að maðurinn sinn sálugi, Eiður Albertsson fyrrverandi skólastjóri á Fá- skrúðsfirði, hafi yfirleitt hugsað um reikningshlið heimilisins. Guðrlður er ekki illa stödd fjár- hagslega, hún hefur bæði eftir- laun og ellillfeyri. Til hennar kemur sjúkraliði á hverjum degi og manneskja frá heimilis- þjónustunni en Albert sonur hennar gerist kokkur á kvöldin. Guðrlður er ræðin og það kemur I ljós að margir koma aö heimsækja hana, svo að ekki er hún oft ein. „Hvort ég lesi mikið? Nei, bækur eru dálitið þungar, svo að það er erfitt fyrir mig að halda á þeim.” Við tök- um allt I einu eftir, að Guðriður hefur lítinn mátt I vinstri hendi. „En ég hlusta á útvarpið og horfi á sjónvarp,” segir hún. Hana langar ekkert að fara til Hveragerðis eða annað sér til hressingar. Og hún er svo hepp- in, að ef Albertlangar að fara til Mallorka, þá eru nógir til aö líta eftir henni. Þorir varla að hlaupa út i búð „Ég er ein allan daginn með börnin fjögur, það elzta 10 ára, þaö yngsta 7 mánaða. Ég þori varla að hlaupa út I búö, þvl aö gamla konan er orðin svo kölkuð að ég veit ekki hverju hún tekur upp á,” segir tengdadóttir 73 ára gamallar konu I austurbæn- um. Stundum finnst saur á gólfinu Hún er hress I bragöi, hún Guðriður Sveinsdóttir. Hún getur bara ekki gengið. Albert Eiðsson sonur hennar er við hlið hennar. Guð- ríður er mjög hrifin af bæði heimilisþjónustunni og heimahjúkrun. eftir gömlu konuna og kannski missir hún þvag fjórum sinnum á dag. Gamla konan getur ekk- ert að þessu gert en er heldur betri núna eftir að hafa verið á spitala I 10 daga. Læknirinn úrskurðaði mikla blöðrubólgu. Einu sinni I viku kemur sjúkra- liði og baðar gömlu konuna og snyrtir. Honum gengur betur að fá hana til þess arna en þeim hjónunum. Búið er að panta pláss fyrir gömlu konuna á Grund. Það var hins vegar ekki gert fyrr en I april, þvi að hjónin vildu hafa hana heima, eins lengi og hægt væri, enda hún ófús að fara. Litið hefur reynt á að koma henni fyrir, t. d. hjá ættingjum, til þess að heimilið fái einhverja hvild. Margar eru þær næturnar sem tengdadóttir- inhefur þurft að fara fram úr til að gæta að gömlu konunni, fyrir utan það að vakna til barnanna. Stundum hefur það komið fyrir að ketillinn er I sambandimeð engu vatni I. Þegar við ræðum viö gömlu konuna sjálfa, segist hún hafa það ágætt. Hún búi nú hjá henni mömmu sinni og systkini henn- ar séu þarna einhvers staðar á stjái. Hún er lömuð, 74 ára og býr alein Guðbjörg Sigurðardóttir, hin 74 ára fyrrverandi kaupkona, sat á rúmi sinu og var að fá sér molasopa með sjúkraliðanum Sigfrlði Lárusdóttur, þegar okk- ur bar að garði i Mjóuhlíðinni. Guðbjörg var hress og óspör á brosin, þrátt fyrir dálitla mál- heltu. Hún fékk heilablóðfall fyrir rúmum 2 árum og getur ekki gengið óstudd. „Jú, ég bý hér alein og lifi á ellilaununum. Það gengur feiki- lega vel að lifa á þeim. Ég er svo vön að fara með peninga,” segir Guðbjörg. Til hennar kemur sjúkraliöi einu sinni á dag og um matinn og húshaldið hugsar stúlka frá heimilisþjónustunni. En heimilisþjónustan kemur ekki um helgar og Rannveigu hjúkr- unarkonu finnst heldur ólystugt að skilja eftir sveskjugraut I skál og kjöt á diski, sem á að borða alla helgina. Hún segir okkir að um helgar hafi kona úr húsinu litið eftir Guðbjörgu. Nú hafi hún veikzt. Þá hafi Guð- björg boðið vinkonu sinni I mat og næstu helgi á eftir hafi Sig- frlð sjúkraliði hlaupið undir bagga, sem alls ekki er hennar skylda, þvi að sjúkraliðarnir þurfa að hafa frl eins og aðrir. Nú horfir til hreinna vandræða. „Hvernig ég ver tima mln- um? Ég fæ stundum gesti og svo hef ég slmann minn, auk þesS hlusta ég á útvarpið og bóka- safnið sendir mér heim bækur,” segir Guðbjörg og virðist ekkert óánægð meö lífið, en við litum i kringum okkur I sæmilega stóru herbergi, sem er aö mestu hennar heimur. Gróa, 14 ára dóttir Sigfriðar kemur á kvöldin og hjálpar Guðbjörgu að hátta. „Og þá segir hún Gróa min við mig: „Æ, Gauja min, nú skulum við rabba plnustund. Það eru allir svo góðir við mig.” Guðbjörg er nógu styrk til þess að ná sér I koppinn á nótt- unni. „Ef hún kæmist á Grensásdeild Borgarspítalans I endurhæfingu er ég viss um að hún gæti farið á klósettið af sjálfsdáðum og jafnvel farið I einhverjar gönguferðir um ná- grennið”, segir Rannveig. Eftirmáli En þvl miður. Það er ekkert pláss. Arið 1974 fékk heimahjúkrun 372 sjúklinga og fór I 14.972 vitj- anir. Árið 1973 283 sjúklinga og 13.317 vitjanir. Ariö 1972, sjúklinga og 10.256 vitjanir. Augsýnilegt er á þessum tölum, að sjúklingum og vitjunum fjölgar ár frá ári. — EVI—

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.