Tíminn - 26.08.1966, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 26. ágiist 1966
TÍMINN
I SÉRA ÁRELÍUS NÍELSSON SKRIFAR UM
Það gætir víðast trúarlegs
hroka hjá hinum svonefndu
kristnu kirkjum Vesturlanda.
Það er ekki einungis, að kristnir
eða kirkjunnar menn telji sig
eina standa Guði nær en alla
aðra menn allra trúarbragða
heims, heldur er hin almenna
kirkja, svo mjög sem hún þó
skiptist í ýmsar kirkjudeildir,
þess fullviss, að hún ein hafi
höndlað sannleikann og standi
framar öllum öðrum greinum
þeirra trúarflokka, sem þó
kenna sig við Krist.
Þessi skoðun ein mundi þó
næstum nægja til að skapa full-
kominn efa um að svo væri, því
að ekkert var Kristi, höfundi
bg fullkomnara kristins dóms,
fjarlægara né viðbjóðslegra en
hrokinn, ekki sízt trúarhroki.
Og vissulega var það trúar-
hroki hinna rétttrúuðu ianda
hans, sem negldi hann á kross-
inn að síðustu, skóp honum
misskilning, hatur og ofsóknir.
Og auðmýkt, frjálslyndi og um-
burðarlyndi, ásamt óbeit á for-
dómum og kynþáttahatri, eru
Séra Árelíus Níelsson.
að Símon Pétur hafi verið
fyrsti páfi 1 Róm.
Annars náði kristinn dómur
bezt og sterkast tökum í Ar-
meníu fyrir boðskap hins heil-
aga Gregoriusar, sem nefndur
var ljósberi og var einn kraft-
mesti kristniboði allra alda,
uppi um 300 eftir Krist. Hann
prédikaði og starfaði samt sem
leikmaður en hvorki sem post-
uli eða prestur. Hann kristnaði
konung Armeníu þáverandi,
sem Tiridates hét. Og þar með
varð land og þjóð kristin eins
óg áður er sagt, hið fyrsta
kristna þjóðríki heims. Og svo
áhrifamikill var þessi heilagi
Gregor, að kirkjan er oft við
hann kennd og kölluð gregori-
anska kirkjan.
En þessi trúskipti urðu ar-
menisku þjóðinni örlagarík, þó
aldrei hafi hún frá trú sinni
hvikað, þrátt fyrir ómælanleg-
ar ofsóknir og hörmungar.
Þessi litla þjóð er eða var mitt
á milli stórveldanna Byzants og
Persíu. En þar giltu gerólík
sjónarmið í trúmálum og stjórn
Armenísku kirkjuna -
kirkju píslarvottsins
meginþættir kristilegra hug-
sjóna, sem metur hvern ein-
stakling heilagan og vill ekki
krenkja sjálfvitund hans né
persónúleika.
Þrátt fyrir alla þá þróun,
sem kirkjulíf Vesturlanda hef-
ur gengið í gegnum og öll þau
fjölbreyttu áhrif, sem kirkjan
hefur haft á listir, vísindi og
framfarir, efast margir um, að
hún standi þar allra fremst^og
einkum er hinum svonefndu
katólsku kirkjudeildum oft
brugðið með nokkrum rétti um
framúrskarandi þröngsýni og
kyrrstöðu, þótt nokkuð hafi
þar rofað til á síðustu árum,
eiginlega aðeins á þessum síð-
asta áratug. Og er þá líklega
ekki seinna vænna, svo mjög
sem talið er að katólska kirkj-
an standi í vegi fyrir réttar-
bótum og mannsæmandi kjör-
um almennings, en sitji yfir
auði sínum til að skreyta dauð
musteri og löngu úrelta helgi-
dóma, meðan fólkið sveltur og
þjáist við kirkjudyrnar.
En nú mundi margur spyrja:
Er kirkjan ekki í raun og veru
ein? Er nokkuð annað hliðstætt
henni, sem hægt er að miða við
eða jafna saman við hana?
Já, það eru til söfnuðir eða
kirkjur, sem rekja sögu sína
alla leið til postula Krists eða
þeirra lærisveina. Þannig er
með koptisku kirkjuna í Egypta
landi, kirkjuna í Líbanon, Abes
síníu, fornkirkju indverska og
síðast en ekki sízt Armenisku
kirkjuna, sem stendur þó að
ýmsu leyti nær grísku kirkj-
unni en svo, að sumir telja þær
aðgreindar.
En saga og aðstaða Armen-
isku kirkjunnar skipar henni
þó algerlega í sérflokk, og að
sumu leyti virðist hún kannske
nær hinni upphaflega kristni
frumsafnaðarins en nokkur ann
ar hluti kristins dóms í veröld-
inni allri. Hún hefur alla tíð
verið öllu fremur píslarvotta-
kirkja og kirkja armenisku
þjóðarinnar. En þar eru þjóð
og kirkja svo nátengd, að eng-
in dæmi munu slík, nema Gyð-
ingaþjóðin ein og hennar trú-
arbrögð.
Armeniska kirkjan er líka
elzta þjóðkirkja heimsins, Ar-
menar jÉyrsta þjóðin, sem játað-
ist kristinni trú sem heild. Þó
munu Kýpurbúar hafa tekið
kristni ennþá fyrr en þeir töld-
ust þá naumast eða alls ekki
sjálfstætt þjóðríki. Og kirkj-
an, kristinn dómur, mótaði allt
þjóðlífið á hinn áhrifamesta
hátt, félagslíf, löggjöf, bók-
menntir, listir. ekki sízt bygg-
ingarlist, og kannski mætti full
yrða, að kirkjubyggingarlist sé
frá Armenum runnin öllum
þjóðum fremur.
Árið 1965 var einmitt sérstakt
ár í sögu armenisku kirkjunn-
ar. Þá var minnzt hálfrar aldar
afmælis síðustu ofsóknanna og
blóðsúthellinganna, sem yfir
kirkjuna dundi. En það var í
ofsóknum Tyrkja árið 1915.
Svo að sannarlega má segja, að
ofsóknir og píslarvætti hafi
fylgt þessari þjóð og kirkju
hennar fram á síðustu daga,
hvað sem framtíðin á eftir að
flytja. En að þessu verður vik-
ið síðar.
Hið opinbera eða formlega
nafn armenisku kirkiunnar er:
Hin. armeniska postullega
kirkja. Hún er almennt talin
fylgja hinni svonefndu eineðlis-
kenningu í Kristsfræði sinni og
játningu. En sú skoðun leggur
aðaláherzlu á guðseðli Krists,
sem sagt telur hann Guð en
ekki mann, en annars er hún
kenningalega lítið frábrugðin
grískkatólsku kirkjunni.
Armenisk arfsögn rekur upp
runa kirkjunnar til trúboðs og
prédikunar postulanna Júdasar,
Thaddeusar og Bartolomeusar,
eða Natanaels, sem Jesús sagði
um orðin frægu: Sannarlega er
þarna ísraelsmaður, sem engin
svik eru fundin í. Og hann er
einnig talinn einn fyrsti píslar-
vottur í armenisku kirkjunni,
kvalinn og krossfestur af Asty-
ageysi Armeníukonungi í Urb-
anopolis í Armeníu eftir miðja
fyrstu öld. En frá því skýrir
Eusebíus kirkjufaðir, er rit-
ar hina fyrstu kirkjusögu þeg-
ar á 2. öld eftir Krist. En
Thaddeus eða Lebbeus, sem
hann er einnig nefndur og þýð
ir „hjartans barnið", og er af
sumum talinn bróðir Jesú.
Ekki er þetta upphaf armen-
isku kirkjunnar við kristniboð
þessara postula talið sögulega
sannað, þótt erfitt sé hins veg-
ar að hafna því, þar eð það er
skjalfest í kirkjusögu þegar á
2. öld. En fornkirkjur kepptust
við að telja uppruna sinn til
einhverra af hinum heilögu
Fyrri grein
samstarfsmönnum Krists. Fræg
nöfn voru þeim mikilsverður
hornsteinn og af þeim bæði
vernd og virðing. Og er þar
gott dæmi rómversk katólska
kirkjan sjálf, sem telur upp-
runa sinn til Péturs postula,
sem er þó talin sögulega mjög
hæpin fullyrðing.
En uppruni armenisku kirkj-
unnar til kenninga þessara post
ula er þó miklu sennilegri en
málum, sem styrktu og hreins-
uðu .starfsemi og stefnu armen-
isku kirkjunnar, gerðu hana
óháða og sjálfstæða, en um-
fram öllt samofna ríki og þjóð
heimalandsins. Sennilega hefur
aldrei verið gerð ákveðnari né
átakaþrungnari tilraun til að
gera kenningar Krists að áþreif
anlegum veruleika í störfum,
félagslífi, listum og þjóðskipu-
lagi en í þessu frumkristna
ríki í nánd við Ararat, fjallið
fræga, þar sem örkin hans Nóa
átti að fjara uppi forðum að
flóðlokum.
Gregor hinn fékk þó bæði
prestsvígslu og skipun til bisk-
ups af Leontíusi frá Cæsareu
um 300 e. Kr. og kirkjan í
Armeníu og skipan hennar bar
í fyrstu blæ þess sem þar var,
en það samband rofnaði alveg
um 374.
Og snemma á 5. öld lögðu
þeir Sahak eða Izak mikli, grísk
menntaður biskup eða catolicos
eins og þar er kallað, ásamt
munkinum Mesrop grunninn að
armeniskum bókmenntum með
þvi að gera sérstakt stafróf til
að rita armenisku. Þýddu þeir
síðan ýmis rit biblíunnar á
þetta mál og ennfremur grísk-
ar og sýrlenzkar guðfræðibæk-
ur.
Árið 451 var haldið hið fræga
kirkjuþingi í Calcedon, þar
sem trúarjátning rétttrúnaðar-
kirkjunnar um tvíeðli Krists
var staðfest. En þar átti armen-
iska kirkjan engan fulltrúa, þar
eða landið var þá stjórnarfars-
lega séð á valdi Persa og kirkj-
an í Armeníu flækt í harðvít-
ugar deilur gagnvart kenning-
um Zoróasters.
Seinna eða um 632 gerði þó
armeniska kirkjan bráðabirgða
samkomulag við kirkjuna í
Byzants, en nokkrum árum síð-
ar var það afnumið og kenning
MMMWMBMMRR?
in um guðseðli Krists alger-
lega staðfest. Síðar eftir að
Arabar komust til áhrifa í Ar-
meníu rofnaði sambandið alveg
við grísk-katólsku kirkjuna,
sem bráðlega fordæmdi alla
armeniska kristni og leit á Ar-
mena sem hatursverða villu-
trúarmenn.
Þessar tvær kirkjudeildir
greindi svo á um helgisiði og
guðsþjónustur, sem breikkaði
stöðugt bilið milli þeirra bæði
þjóðernislega og guðfræðilega
Á 9. öld, eftir að Armenia
hafði endurheimt sjálfstæði sitt
að mestu, gerði byzantiskur
patríarki Photius að nafni til-
raun til málamiðlunar, og
hvatti æðsta mann armenisku
kirkjunnar til að viðurkenna
hina guðfræðilegu samþykkt
Chalcedon-þingsins, en án alls
árangurs. Og svo langt gengu
deilurnar, að það fólk, sem
settist að í Byzantz austan úr
Armeníu, varð að láta endur
skíra sig til að eignast þegn
rétt í grískkatólsku kirkjunni.
Og bráðlega guldu þar Armen-
ar líku líkt.
Á krossferðartímunum var á
ýmsan hátt leitað samkomulags
við rómversk-katólsku kirkjuna
en allt brást það, þegar til
kirkjuþinganna kom.
Eftir að Tyrkir lögðu Kon-
stantínópel undir sig 1453 fékk
armeniska kirkjan sérstakan
patríark eða yfirbiskup þar og
naut eftir það sömu réttinda
og aðrar minnihlutakirkjur
Austurlanda nær.
Á síðari öldum hafa bæði
katólskar og mótmælaendakirkj
ur sent trúboða til Armeníu.
til þess eins og það er orðað.
að snúa þéim til réttrar trúar.
En þeim hefur orðið lítið
ágengt.
Erfiðara hefur Armenum
orðið að standast hryllilegar of-
sóknir Tyrkja, sem farið hafa
eyðingu blóðbaðs og píslarvætt
is um landið. Frá 1894 til 1917
voru þessir píslarvættistímar
hræðilegastir, og fækkaði þá
mjög fólki í kirkjunni. En
alltaf hefur hún rétt við aftur,
og nú er yfirmaður hennar eða
erkibiskup, sem nefnist katóli-
kos, það er einingartáknið, stað
settur í Echmiadzin í Armeníu,
en auk þess eru %terkir söfn-
uðir bæði í Jerúsalem og Kon-
stantínópel. Armenar hafa,
ekki sízt sökum ofsóknanna,
mjög flutt til annarra landa
næstum eins og Gyðingar og
búa nú víðs vegar um heiminn,
aðallega í fran, Mið-Asíu, Aust
ur-Evrópu, Frakklandi og
Ameríku, sérstaklega Suður-
Ameríku. En hvarvetna halda
þeir fast við trú sína, tungu
og þjóðerni og skera sig því
nokkuð úr meðal þeirra þjóða,
sem þeir búa hjá.
Trú og þjóðerni Armena
verður ekki sundurgreint. Þeir
hafa tekið virkan þátt í Al-
kirkjuhreyfingunni hin síðari
ár og eru í sérstökum vináttu-
tengslum við ensku kirkjuna.
Armeniska kirkjan hafnar
kennisetningum vestrænna
kirkna um hreinsunareld.
óskeikulleika páfans og kenn
ingunni um að heilagur andi
sé útgenginn bæði frá föður og
syni. Hún afneitar einnig
Kristsfræði Vestur-kirknanna
um að Kristur sé bæði Guð og
maður i senn. Fvrir trúuðum
Armena er hann aðeins
holdgun góðleikans eða kær
leíkurinn , mannssálinni efni
klæddur. En það er orðað á
grísku: Mia fyus toir Theou
sesarkomene.