Vísir - 31.07.1975, Síða 1

Vísir - 31.07.1975, Síða 1
VISIR 65. árg. — Fimmtudagur 31. júli 1975 — 171. tbi. Kvenmannsleysi hrjáir Austfirðinga Sjálfs- markið braut okkur niður — landsleikurinn við Rússa - ÍÞRÓTTAOPNA KANNTU AÐ BURSTA HÁRIÐ? INNsíða á bls. 7 Þjóðsöngvar á röngum hraða á Laugardals- velli — Þessir tiu þúsund áhorf- endur, sem voru á vellinum, hafa áreiðanlega ekki getað gert sér i hugarlund hvernig okkur leið hérna inni, þegar við heyrðum misþyrminguna á þjóðsöngvunum, sagði Baldur Jónsson, vailarstjóri Laugar- dalsvailar, við Visi i morgun. Áhorfendur stóðu sem stein- runnir meðan hræðileg útgáfa af rússneska þjóðsöngnum var leikin, fyrir landsleikinn i gær, en skelltu upp úr, þegar sá islenzki hætti með háværu iskri i miðju lagi. — Ég verð að taka þetta á mig, sagði Baldúr. Ég hef alltaf verið á móti þvi að leika þjóð- söngva af segulböndum, hef viljað hafa lúðrasveit. Ég vissi heldur ekki fyrr en i gærmorg- un, að engin lúðrasveit yrði. Við fengum svo segulbönd með þjóðsöngvunum og hraðinn var bara ekki réttur. Okkur leið alveg hræðilega. bað verður áreiöanlega eitthvað gert til að þetta geti ekki komið fyrir aftur. NUNNUR VILJA HÆTTA REKSTRI LANDAKOTS — Ovíst hver framtíð spítalans verður Sankti Jósefs systur hafa óskað eftir því að hætta rekstri Landa- kotsspitala og hefur að undanförnu verið unnið að þvi að finna nýjar leiðir til að halda starf- seminni áfram. , Visir fékk staðfest i heilbrigðis- ráðuneytinu, að fyrir nokkru hefðu systurnar leitað eftir leyfi til þess að önnur regla, á Irlandi, tæki við rekstrinum en ekkert hefði komið út úr þvi. Þá hefur einnig verið leitað eftir þvi, að ríkið yfirtæki spitalann og virðist það liklegasta lausnin. Rikið fjármagnar rekstur Landakots að mestu leyti, eins og annarra spitala, en hefur hins vegar ekki lagt fram fjárfesting- arfé fyrir Landakot. Visir hafði samband við dr. Bjarna Jónsson, yfirlækni, og sagði hann, að á þessu stigi væri ákaflega litið hægt um málið að segja. Það hefði verið leitað eftir öðrum rekstrarleiðum en ekkert væri komið á neinn rekspöl i þvi efni enn. Það væri þvi alveg óráð- iðennþá, hver yrði framtið spital- ans. —ÓT ÍSLENZK HANDTÖKÁ NORDJAMB — bls. 3 Óvœnt lokun áfengisútsölunnar í Eyjum Ófœrt til Eyja sem stendur og þurrkur fyrir þjóðhátíðina ,,Þetta var lögregluákvörðun bæjarbúa um lokunina,” sagði arfógetans i Vestmannaeyjum. og þurfti ekki að fá fram óskir Jón Þorsteinsson, fulltrúi bæj- Þar var áfengisútsölunni lok- að á þriðjudagskvöid. Jón kvað slikt vera heimiit, ef sérstak- lega stæðiá, og væriþaðað mati yfirvalda á hverjum stað, hvort gripið væri til þessa úrræðis. Hvort tækist að halda þurra þjóðhátið vildi Jón ekki fullyrða neitt um. Hins vegar sagði hann, að lögreglan hefði engin afskipti þurft að hafa af ölvuðu fólki I nótt. Hið sama yrði ekki sagt um nokkra siðustu daga, en þá hefði ölvun i bænum verið mikil. Jón sagði, að Rikinu hefði verið lokað nokkrum sinnum fyrir þjóðhátið og þá alltaf fyrirvaralaust. Slikt væri hins vegar ekki gert það reglulega, að fólk gæti reiknað það út. 1 dag er ófært til Eyja og þvi sennilega engin „væta borizt frá meginlandinu”. —B.A.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.