Vísir - 31.07.1975, Síða 6

Vísir - 31.07.1975, Síða 6
6 Vlsir. Fimmtudagur 31. júll 1975. vísrn tJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Fréttastjóri: y Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiósla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson t>orsteinn Páisson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Slöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánu&i innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eintakið. Blaöaprent hf. Orð eru til alls fyrst Að undanförnu hefur athygli manna beinzt að þjóðarleiðtogunum, sem nú sitja á rökstólum i Helsinki til þess að ljúka störfum öryggisráð- stefnu Evrópu. Fyrirsjáanlegar niðurstöður hafa viða sætt gagnrýni. Þvi hefur verið haldið fram, að umbúðirnar um lokaþátt ráðstefnunnar séu meiri en innihaldið gefi tilefni til. Þessi sjónar- mið hafa við ákveðin rök að styðjast. En eigi að siður er ljóst, að hér er um merkan áfanga að ræða i viðleitni þjóðanna til friðsamlegrar sam- búðar. Mikilsvert er á hinn bóginn, að menn geri sér grein fyrir þvi, að við höfum aðeins þokazt litil- lega fram á við. í ræðu sinni á ráðstefnunni i gær sagði Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, að þessi lokaáfangi ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu i Evrópu táknaði miklu fremur upphaf en endi. Það er einmitt brýnt, að menn liti á niðurstöður þessa fundar frá þessum sjónarhóli. Þetta er fyrst og fremst skref i átt til friðsamlegri sambúðar. Að sjálfsögðu má um það deila, hvort vestur- veldin hefðu átt að sætta sig við þann árangur, sem náðst hefur i þessum áfanga. En þegar á heildina er litið, verður að lita á þetta sem eðli- legt skref i rétta átt. Þessi niðurstaða breytir þó engu um áframhaldandi nauðsyn varnarsam- starfs lýðræðisþjóðanna i Evrópu. Engar þær breytingar hafa fengizt fram, sem draga úr gildi þessa samstarfs. Á hinn bóginn er þess að vænta, að þessi ráð- stefna bæti svo andrúmsloftið i samskiptum þeirra rikja, er hér eiga hlut að máli, að unnt verði að ná raunhæfum árangri i þeirri viðleitni að draga úr herafla. Ráðstefnan hefur i raun réttri ekki fjallað um fyrirkomulag varna i álfunni. En niðurstöður hennar ættu að geta ýtt undir áframhaldandi viðræður um gagnkvæman og jafnan samdrátt herafla i Mið-Evrópu. Þær viðræður hafa ekki beinlinis komið inn á varnarhagsmuni okkar íslendinga. Geir Hall- grimsson, forsætisráðherra, lagði hins vegar á það áherzlu i ræðu sinni i gær, að það væri von sin, að árangur þeirra viðræðna myndi greiða fyrir samkomulagi, sem byggt yrði á sama grundvelli, varðandi önnur svæði. Ef málum miðar i þessa átt, er varla unnt að mæla gegn þvi, að til nokkurs hefur verið unnið. Menn hafa eðlilega orðið fyrir nokkrum von- brigðum, þar sem ekki reyndist kleift að tryggja undirokuðum þjóðum sósíalistarikjanna aukin mannréttindi. Það er rétt, sem forsætisráðherra benti á i gær, að ferðafrelsi einstaklinga, óheft upplýsingamiðlun og eðlileg samskipti einstak- linga, án tillits til þjóðernis eða kynþáttar, er visasti vegurinn til þess að eyða fordómum, van- trausti og ástæðum til vigbúnaðarkapphlaups. Meðan ekki verða grundvallarbreytingar á i þessum efnum er alveg ljóst, að við náum aðeins takmörkuðum árangri við að draga úr spennu og tryggja frið án spjótsodda. Árangurinn i barátt- unni fyrir mannréttindum og auknu frelsi i sósialistarikjunum er m.a. að verulegu leyti kominn undir sterku almenningsáliti á Vestur- löndum. I þeim efnum þarf að treysta öfluga samstöðu lýðræðissinna. Fögur orð hafa nú verið látin falla i þessa átt. Nú er eftir að sjá, hver raun verður á, þegar til kastanna kemur að standa við gefin fyrirheit. Rétt er þó að hafa i huga, að orð eru til alls fyrst. SKJÓTA FYRST - SPYRJA SlÐAN Ofbeldi, jafnt i glæp- samlegum tilgangi sem pólitiskum, er orðið dag- legt brauð i Frakklandi. Tjóa þar litið harðorðað- ar yfirlýsingar stjórn- valda um að taka strangt á slikum afbrot- um. I júnimánuði einum voru fram- in tiu sprengjutilræöi, sem ur&u tveim manneskjum a& fjörtjóni. — önnur var tilræðismaöurinn sjálfur að koma sprengjunni fyrir, en hin fréttamaður, sem sennilegast hefur veriö tekinn i misgripum fyrir alnafna sinn. I þessum sama mánuði voru tveir öryggisverðir og einn upp- ljóstrari frá Libanon skotnir til bana af hinum dularfulla „Carlos”, eöa „sjakalanum” eins og hann hefur siðan verið oftast nefndur i frásögnum blaða af heimshornaleit lögreglunnar að honum. Siðan hefur einn héraðsdómari verið ráðinn af dögum, og harð- skeyttur glæpamaður særði með byssuskotum tvo lögreglumenn, þegar hann fyrir tilstilli konu sinnar slapp úr réttarsalnum, um leið og hann átti að mæta fyrir dómarann. Naut hann dyggilegr- ar liðveizlu konunnar, sem fældi aðra frá með handsprengju, sem hún reiddi á loft. Til viðbótar þessum dæmum má nefna, að 20.000 lltrar af vini — nóg til.aö fylla 27.000 meðal- stórar vinflöskur — voru eyði- lagðir af sprengju, sem komið hafði veriö fyrir i tveim vinkjöll- urum. Kjallarar þessir voru þar i byggö, sem vinræktendur hafa mótmælt innflutningi ódýrrar vinframleiðslu erlendis frá. 1 þeim tilvikum, þar sem imnmm Umsjón: GP ástæðan að baki ofbeldisverkun- um hefur greinilega verið póli- tisk, hefur þetta bitnað jafnt á báða bóga, vinstrimönnum sem hægrisinnum. 13. júni sprungu tvær sprengjur I Paris. önnur varð aðalritstjóra AFP-fréttastofunnar, Bernard nokkrum Cabanes, að fjörtjóni. Hin lagði I rúst heimili eins hinna hógværari leiðtoga sósialista. Annar Bernard Cabanes starf- ar hjá „Parisien Libere”, en verksmiöjur þessa blaðs eru I hershöndum prentara, sem verið hafa i verkfalli I nokkrar vikur. Þessi Cabanes hefur farið mjög hörðum orðum um prentarana 1 gagnrýnisskrifum sinum. Formaður samtaka prentar- anna hefur verið á öndverðum meiði við forystumenn annars stéttarfélags prentara, þar sem kommúnistar sitja I stjórn. Er hann mjög andvigur slikum belli- brögðum, eins og hertöku prent- smiðjunnar. Að ekki sé minnzt á — ef rétt er — að sprengja höfunda gagnrýnisgreina i loft upp. En kommúnistar liggja hon- um aftur á móti á hálsi fyrir að taka undir með þeim „fasistaöfl- um, sem hika ekki við að fremja niðingsverk I von um að geta skellt sökinni á prentarastéttina og svert hana I augum almenn- ings” — eins og þeir orða það. Valery Giscard D’Estaing, for- seti, lét svo um mælt, að slikt of- beldi væri „óþolandi, sem taka verði mjög strangt á”. Hann fyrirskipaði lögreglunni að herða mjög á leitinni að hinum seku og ganga betur fram i rannsókninni. — Enginn hefur þó verið handtek- inn enn vegna þessa máls. Rúmum mánuði siðar sprakk sprengja fyrir utan heimili Jacques Fauvet, eins ritstjóra „Le Monde”, sem er virtasta fréttablað Frakka. Engan sakaði. Sprengjuhriðin hefur að tölu- verðu leyti beinzt að pólitiskum flóttamönnum frá Spáni og þeirra samtaka, sem styðja þá. — 6. júni sprakk ein sprengja i Biarritz fyrir utan skrifstofu þeirra, sem styðja málstað þjóðernissinnaðra Baska. 1 sprengingunni fórst einn tilræðismannanna og tveir særð- ust. önnur sprengja sprakk fyrir utan aðalskrifstofur vinstrisinna „Vináttusambands við Spán”. Einn úr samtökunum vildi kenna um „fasistum”. Spænsk yfirvöld telja sig raun- ar geta rakið sprengjutilræði ýmiss konar og ofbeldisaðgerðir „borgarskæruliða” á Spáni yfir landamærin inn til Frakklands. Hefur það ekki orðið til þess að bæta sambúð rikjanna, heldur þvert á móti. Litlu hefur munað, að til alvarlegra árekstra kæmi af þessu tilefni. Innanrikismálaráð- herra Frakka fullyrti i ræðu, sem hann flutti i þinginu. i siðasta mánuði, að vopnaðir lögreglu- menn Spánar hefðu farið i óleyfi yfir landamærin til að elta hermdarverkamenn. Frétzt hefur um eitt tilvik, þar sem maður, særður skotsári, var fluttur aftur yfir landamærin til Spánar. Mað- ur þessi þóttist vera húsgagna- sali, en frönsk yfirvöld sögðu sið- ar, að þau heföu fundið vopn I bif- reið hans og reyndar komizt á snoðir um, að hann væri lögreglu- maöur. I annan stað hlaut spænskur lögreglumaður skil- orðsbundinn dóm I Frakklandi, en þó leyft að fara heim, eftir að fundizt haföi i fórum hans skammbyssa. Hann hafði farið I „verzlunarferð” til Frakklands. Telja mætti upp fjölda ofbeldis- verka, sem framin hafa verið hér og hvar i Frakklandi. En eitt at- vik lýsir kannski ástandinu betur en flest annað. Þaö sýnist svo komið, að franska lögreglan sé hætt að „spyrja fyrst og skjóta siðan, heldur skjóti hún nú orðið fyrst og spyrji siðan”, eins og gárungarnir lýsa þvi. Gefur auð- vitað auga leiö, hvað af sliku get- ur leitt. Ekki aðeins það, að spurningar veröi of seint fram bornar — þannig að hinn skotni geti ekki svarað þeim nema i gegnum miðil eða aðra tengiliði framliðna — heldur býður þetta heim hinum sorglegustu mistök- um. Það skeði lika núna fyrr I þessum mánuði, að lögreglumenn skutu lögreglumann til bana i misgripum, þegar þeir héldu hann glæpamann. Jacques Pottier, varðstjóri, hafði ásamt starfsbræðrum sin- um elzt við vopnaða ræningja I nokkra daga þegar hann loks fékk handsamað þá I fplustað, sem honum hefði verið bent á. Þegar hann var að færa fanga sina út i bifreið — sjálfur I borgaralegum fötum eins og þeir — bar að bif- reið með mönnum úr úrvalssveit lögreglunnar, sérstaklega setta til höfuðs hinum forhertustu i undirheimum Frakka. Báðir mis- skildu tilgang hins, þegar þeir brugðu upp byssum sinum i varúðarskyni. Skothvellirnir glumdu við, og Pottier varðstjóri hné í valinn fyrir kúlum úr byss- um starfsbræðra sinna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.