Vísir - 02.08.1975, Blaðsíða 3
3
Vísir. Laugardagur 2. ágúst 1975
. í greininnikemureinnieíliós.
aö af þeim 55 mönnum sem
losnuöu úr afplánum 1968, sat
enginn hvítflibbamaöur. (Hvit-
flibbabrot er brot sem
manneskja i hárri þjóöfélags-
stööu fremur i sambandi viö
stööu sina. T.d. skattsvik, lækn
ar, sem selja alkóhól og lyf ólög-
lega)
Lika segir, að flestir islenzkir
afbrotamenn séu fristundaþjóf-
ar þ.e. stundi ekki þjófnað sem
atvinnugrein eða skipuleggi
hann fyrir fram.
En hvitflibbamennirnir
skipuleggja einmitt fyrirfram.
Það eru þeir, sem fá fúlgur i
aðra hönd fyrir vel falin afbrot.
Þeir þurfa bara ekki aö sitja
inni. Þaö eru bara ræflarnir,
sem stela einni úlpu, útvarps
tæki eða nokkrum krónum, sem
lögin ná yfir.
Ég er viss um, að hvit-
flibbarnir kæmu út betrumbætt-
ir menn eftir nokkurra mánaöa
fangelsisvist, og þá þjónaöi
fangelsið einhverju hlutverki i
stað þess aö hýsa menn sem
fara svo bara aftur inn. Sextiu
og þrjú prósent af smáafbrota-
mönnum læra ekkert á inniver-
unni.”
Kristinn Gylfi, sonur Jóns ólafssonar i Brautarholti, er 12 ára
gamall og leggur hönd að verki meö þvf aö vigta grasmjölspok-
ana og sauma fyrir þá.
Auk Jóns og Páls vinna fjórir
menn við framleiðsluna, og
börn þeirra bræðra leggja lið
eftir þvi sem getan leyfir, en
þau eru enn ung að árum, hið
elzta 14 ára.
En hvað er framundan i þess-
ari atvinnugrein?
,,Ég tel, að það eigi að efla
hana miklu meira en gert hefur
verið,” sagði Páll. „Við ís-
lendingar erum hér með þús-
undirhektara af óræktuðu landi
og getum gert okkar fóðurfram-
leiöslu mun verðmætari með
þessari framleiðsluaðferð og
stórlega sparað gjaldeyri og
innflutning á erlendu fóðri, sem
raunar er matvara fyrir mann-
kyniöog mikil þörf að nota til að
koma I veg fyrir að milljónir
manna svelti. Þetta flytjum við
hingað inn til að fóðra með kýr
og sauðfé. Að visu erum við enn
háðir þvi að nota erlendan hita-
gjafa, en ennþá er óreynt á
hvern hátt við getum notað'inn-
lenda orku til að þurrka með
hey. En þvi skyldi það ekki vera
viðráðanlegt á þessari
tækniöld?
Ég tel ekki óeðlilegt að innan
fárra ára veröi heykögglaverk-
smiðjur I hverri einustu sýslu
landsins. Þar eiga bændur að
taka saman höndum og fram-
leiða þessa vöru sjálfir og þar
með gera landið verðmætara.
Það er til dæmis gaman að sjá
hvað búið er að gera á söndun-
um fyrir austan. Þetta eiga
bændurnir að gera sjálfir og
eiga I sameiningu,” sagði Páll
Clafsson I Brautarholti.
—SHH
Þetta er stórvirkasta og dýrasta sláttuvél á Islandi. Hún slær
heyið, saxar það og blæs upp i vagninn, en siðan er sturtað úr
honum upp á bil.
Hvað er að gerast í byggingamólum aldraðra?
B-ólman er lausnin
Unnið er að málefnum aldraðra af miklum krafti. Þennan hressa mann
hittum viðá förnum vegi, þarsem hann vann sfn störf af miklum jötun-
móði (Ljósmynd R. Th. Sig.)
— segja ráðamenn
„Það eru tvö aðalmál
á dagskrá varðandi
aldraða hjá borginni.
Annað er bygging leigu-
ibúða að Furugerði 1,
sem byrjað verður á al-
veg á næstunni og hitt er
að Ijúka B-álmu Borgar-
spitalans.”
Þetta voru orð úlfars Þórðar-
sonar, læknis og varaborgarfull-
trúa, er við hittum hann að máli
ásamt Gústafi Pálssyni verk-
fræöingi, Hauki Benediktssyni
frkvstj., Jóni Björnssyni, arkitekt
og Eggert Jóhannessyni yfirlækni
á teiknistofu Borgarspitalans i
vikunni.
Hagkvæmast að
byggja B-álmu
Borgarspitalans.
Það var álit þeirra, að lang
ódýrasta og hagkvæmasta fram-
kvæmdin til að bæta úr þörf aldr-
aðra langlégusjúklinga væri
bygging B-álmunnar. Þar kemur
rikið til með að borga 85% en
borgin 15%. Reiknað hefur verið
út, að nær 200 manns fái þarna
inni og mun kostnaður á hvern
vera um 3 milljónir fyrir utan
búnað. Benda má á, að i Furu -
gerði mun kostnaður verða um 3
milljónir, 350 þús. krónur. Hin
lága kostnaðaráætlun byggist á
þvi, að B-álman er viðbótarbygg-
ing við Borgarspitalann, þar sem
ýmis þjónusta er þegar komin,
svo sem setustofa, matarfram-
leiðsla, stigahús og lyftur að stór-
um hluta.
Ekki hefur þessi bygging enn
komizt inn á fjárlög, en ef miðað
væri við, að hún kæmist það 1976,
gæti borgin hafizt handa við
bygginguna og fengið lán. Væri
þá hægt að gera ráð fyrir, að
fyrstu sjúklingarnir kæmust inn
innan tveggja ára. Tvær leiðir til
að flýta þessum framkvæmdum
væru t.d. að innrétta 1. hæðina um
leið og búiö er að steypa upp þá
næstu — eða þá aö steypa allt hús-
ið upp með snöggu átaki.
Stendur i járnum
að hafa nógu margar
hjúkrunarkonur.
Annað vandamál er svo það, að
það stendur alveg I járnum að
hafa nógu margar hjúkrunarkon-
ur á spitölunum og þó sérstaklega
sumarmánuðina. Við Borgarsplt-
alann er verið að reisa barna-
heimili, sem að hluta til er farið
að nota og ætti að gera hjúkr-
unarkonum auðveldara með að
sækja vinnu. I haust verður rúm
fyrir um 100 börn. Eru þá meðtal-
in þau, sem komast fyrir á gamla
barnaheimilinu. Algjör nýjung
hefur verið tekin upp i hönnun
þessarar nýju byggingar og sagði
Jón Björnsson arkitekt, að það
ætti að lækka byggingakostn-
aðinn um helming. Þetta er I þvi
fólgið, að stórt svæði ætlað undir
ýmiss konar leiktæki, sandkassa,
rólur o.fl. er undir þaki og hægt er
að loka eða opna svæðiö að vild,
eftir þvi hvernig viörar. Land-
spitalinn hefur einnig tekið
barnaheimili i notkun nýlega.
Hafnarbúðir verða
opnaðar um áramót.
Um áramótin er gert ráö fyrir,
að Hafnarbúðir verði opnaðar
sem langvistunardeild með end-
urhæfingaaðstöðu. Þar verður
rúm fyrir 25—30 sjúklinga, en
Hafnarbúðir verða ein af deildum
Borgarspitalans.
Á Arnarholti á Kjalarnesi, sem
er hluti af geðdeild Borgarspital-
ans, er verið með nýbyggingu i
viðbót við þá gömlu.
Verða þar alls 40 rúm, þar af
eru 18 ný, en hluti af elztu bygg-
ingunni verður lagöur niöur.
Stofnanir fyrir aldraða skiptast
i þrennt: Elliheimili eða dvalar-
heimili aldraðra (þar sem rikið
greiðir 33% af kostnaði), hjúkr-
unarheimili og svo sjúkrahús, en
þar greiðir rikið 85% af bygginga-
kostnaði.
Úlfar sagði, að lögum um heil-
brigðisþjónustu hefði verið breytt
árið 1972. Þau hefðu komið til
framkvæmda 1973. Fram til þess
tima hefðu sveitarfélögin greitt
40% kostnaðar viö sjúkrahús-
byggingar og meö búnaöi hefði
framlag þeirra farið upp i 50%.
Þar sem rikið greiðir nú meiri-
hluta kostnaðar, vill það eðlilega
ráða meiru um framkvæmdir.
Framtak einstakra sveitarfélaga
hefur þvi orðiö meira háð rikinu
en fvrr.
Sett hefur verið á laggirnar
framkvæmdanefnd I bygginga-
málum aldraðra, og hélt hún sinn
fyrsta fund i vikunni. Nefndina
skipa: Albert Guömundsson, for-
maður, Markús Orn Antonsson,
ritari, Páll Gislason, Björgvin
Guðmundsson, Kristján Bene-
diktsson, Úlfar Þórðarson og
Adda Bára Sigfúsdóttir. —EVI
Skuttogarafrétt Vísis
— athugasemd frá Sjávarútvegsráðuneytinu
Á forsiðu Visis, mið-
vikudaginn 30. júli, eru
hafðar nokkrar
setningar eftir mér i
sambandi við skut-
togarakaup o.fl. Þar
sem talsvert er hallað
réttu máli i frásögn
blaðamanns, vil ég
gera eftirfarandi at-
hugasemdir:
1. I greinninni er haft eftir
mér, aö viöskiptabankar láni
15% af kaupverði skuttogara.
Það rétta er eins og blaða-
manni var tjáð, að viöskipta-
bankinn segir til um, hvort við-
komandi útgerð getur lagt fram
15% af kaupverði skipsins á
smiðatimanum eða við af-
hendingu, ef um notaö skip er að
ræða. Þvi aðeins að umsögn
bankans sé jákvæð, hefur við-
komandi útgerð möguleika á að
fá lán hjá Fiskveiðasjóði og
Byggðasjóði og rikisábyrgð
fyrir röskum 13% af kaupverði.
2. A greininni má skilja að
sjávarútvegsráðuneytið heimili
öll skuttogarakaup og geti allir
eignazt skuttogara, sem sendi
umsókn þangaö, þar sem engar
athuganir fari fram á umsókn-
um.
Eins og blaðamanni hefði átt
að vera ljóst eftir samtal okkar,
þá veitir sjávarútvegsráðu-
neytið engin leyfi né lán til skut-
togarakaupa, en fjármálaráðu-
neytið veitir rikisábyrgð fyrir
rösklega 13% af kaupverði, að
fengnu samþykki rikisstjórnar-
innar, en sú samþykkt er alltaf
háð þvi skilyrði, að nauösynleg
lánafyrirgreiðsla fáist og
viöskiptabankinn telji, að út-
gerðin geti lagt fram
nauösynlegt fjármagn.
Mcð þökk fyrir birtinguna
Gylfi Þórðarson.
Bankarnir
lána ekki
„Bankinn staðfestir til okkar I
Fiskveiðisjóði að viðkomandi
aöili eigi 15% af kaupverðinu”,
sagði Guðjón lialldórsson hjá
Fiskveiðisjóði.
1 frétt IVIsi: kom fram að
öankarnir lánuðu 15% af kaup-
verði skuttogara. Fyrirgreiðsla
þeirra mun hins vegar vera fólgin
I þvi, að þeir lýsa þvi yfir aö
kaupandinn eigi þetta ákveðna
fjármagn.
Guðjón vildi bæta þvi viö frétt-
ina, að Fiskveiöisjóöur lánaði
mun meira til kaupa á skuttogur-
um smiðuðum innanlands.
Þegar skuttogari er smiðaður
erlendis, lánar Fiskveiðisjóður
2/3 af kaupveröi hans. Sé skipið
hins vegar smiðað hér innanlands
eru 75% af veröi skipsins lánuð.
—B.A.