Vísir - 20.08.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 20.08.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Miðvikudagur 20. ágúst 1975 vísib sm-- — Ferðu oft á útsölur? Helga Einarsdóttir, húsmóðir: Nei, ég geri litið af þvi. bá.sjald- an ég fer á útsölur, leita ég ekki að neinu sérstöku. isólfur Pálmason, leigubiistjóri: Nei, ég fer ekki á útsölur, forðast það fremur en hitt. Mest held ég, að það sé vegna slæmrar um- sagnar annarra. Eirikur Jónsson, starfsmaður: Nei, ég fer aldrei á útsölur. Ég hef haft slæma reynslu af þvi að gera slikt. Helga Björnsdóttir, Hampiðj- unni: Nei, ég fer aldrei á útsölu. Mér finnst fötin, sem þar er boðið upp á, vera komin úr tizku. Guðleif Gunnarsdóttir, starfs- stúlka: Ég fer mjög sjaldan. á út- sölur. bað eru einna helzt peysur, sem ég reyni að fá á þeim. Annars finnst mér litið varið i fötin, sem fást á útsölum. Axel Valdemarsson, verkamaö- ur: Já, ég fer oft á útsölur. Ég kaupi aðallega á þeim utanyfir- flikur eins og úlpur. Ég ver.ð að segja.aðfötin þareru ekkert siðri en i venjulegum verzlunum. Hvernig er andríkið og heilsufarið? — Tölva svarar spurningunum Spákonur bæjarins fá liaröa samkeppni næstu vikurnar. Iðntækni h.f., sem set- ur saman tölvur, ætlar að láta tölvu spá fyrir gestum i sýningardeild sinni á kaupstefnunni. Tölvan á ekkert að vera siðri en spila- eða bollaspákonur þar sem liún mun ekki siður l'jalla um tilfinninga- legu hliðarnar. Hún reiknar út, fyrir þá, sem þaðvilja, ýmislegt sem viðkemur iifs- lilaupi þeirra. Möguleikar hennar tak- markast við þá þætti sem hún hefur verið ,,prögrömmuð” með. Á kaupstefnunni á hún að geta frætt fólk um það, hversu langt það á ólifað. Hvað það hef- ur sofið mikið um ævina og neytt mikils matar. Verður þeim hitaeiningum, sem menn hafa neytt um ævina, skipt niður á nokkra næringarefna- flokka. Tölvan mun segja mönnum, hversu langar vega- lengdir þeir hafi gengið i sýningarsalnum, og hversu margir gestir hafi heimsótt kaupstefnuna. Sfðast en ekki sizt mun hún fræða gesti um andlegt og likamlegt heilsufar þeirra'. Tölvan mun sýna mönnum, hversu andrfkir þeir séu þann mánuðinn, sem spáin nær yfir. bá mun hún sýna tilfinningalifið og heilsufarið. Verður hver dag- ftl> JOOLLGfi—VÖRUSVNIMQIN-RFVKJflVIK--22. flGUST—7. SEFT 1973 ltlNTlfKNI H/F SKRIFfiÐ fl WflNG TÖLVU 18 flGUST 1975 wwmjIiiitigMag—Btttxammz fiFO i NfrflRDflnsETH i ng 13. janupr 1955 TOLVUSPfl VOflR FVRIR flGUST 1975 fl flNDRIKI H HEILSfl T TILFINNINGflLIF 6 78 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 12343678 9 18 11 12 13 14 13 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 38 31 ur mánaðarins sýndur. ,,Sumar upplýsingar, eins og um meðalævi manna, hef ég fengið úr hagskýrslum, annað hefur Kaupstefnan látið mér i té,” sagði Helgi Sigvaldason verkfræðingur, sem annazt hef- ur mötun tölvunnar. Upplýsing- ar um svefn manna um ævina hefði hann fengið hjá læknum. Kaupstefnan hefði frætt hann um næringarefnin og kal- oriunar, sem menn neyttu um ævina. En hvernig fer Helgi að þvi að koma þessu öllu á framfæri við tölvuna? Hann sagði að allar tölur væru vélritaðar á borð tölvunnar, sem siðan varðvéitti þær i heila sinum. bað eina sem menn þurfa að gefa upp um sjálfan sig, væri fæðingardagur og fæðingarár. Við það, að tölv- an öðlaðist þessar upplýsingar, gæfi hún viðeigandi svör. En hvað þá um andlegu hliðarnar, varla er hægt að mata tölvuna á tölum i þvi samandi? „bessir útreikningar byggjast á þvi að það séu þrjár sveiflur i lifi manna,” sagði Jón bór bórhallsson hjá Reikni- stofnun Háskólans. Hann hefur annazt um útreikning á heilsu- fari manna, andrikinu og tilfinningalifinu. Jón bór sagði, að sveiflurnar byrjuðu allar á sama tima, við fæðingu ein- staklingsins, og siðan endur- tækju þær sig. bær sveiflast hins vegar mishratt og gerir þessi mismunandi sveiflutiðni það að verkum að bilið milli þeirra breikkar. bær mætast svo um það bil 80 árum eftir að þær byrjuðu að sveiflast. Lífeyrissjóður: ,Hvað verður um afganginn?' Einn óánægður hringdi: ,,Ég hef unnið i Straumsvik og er i lifeyrissjóði verzlunar- manna. Nú hætti ég vinnu þarna og ætlaði þvi að taka minn lif- eyrissjóð út. bá var mér sagt að ég gæti aðeins fengið þau 4%, sem ég heföi greitt plús vexti, en ekki þau 6%, sem vinnuveitand- inn hafði greitt fyrir mig. Ég spyr þvi hvað verður um þessi 6%?“ Við kynntum okkur málið hjá lifeyrissjóðnum. bau 6% sem vinnuveitandinn greiðir fyrir starfsmann sinn, eru ekki launaviöbót til hans, heldur kostnaður fyrirtækisins við manninn. Fer þetta til þess að byggja upp sjóðinn, þannig aö starfsmaðurinn geti fengið pen inga, þegar hann er oröinn lif- eyrisþegi.” Að standa upp fyrir fólki í strœtó Ingibjörg Jónsdóttir hringdi: „Aður en skólarnir byrja, held ég, að það veitti ekki af að kenna ungu fólki og krökkum, hvernig það á að haga sér I um- gengni. Ég er ein af þeim sem er fötl- uð og ferðast þó nokkuð i strætisvögnum. Ekki er laust við að það sé horft á mann eins og eitthvert viðundur, ef það er þá horft, þvi að krakkarnir hafa lag á þvi að snúa sér undan. Fyrir utan nú það, að þeim verður sjaldnast að vegi að bjóða manni sæti sin, heldur sitja sem fastast og láta full- ^orðnu fólki það eftir að standa upp fyrir manni.” ,Fíflaleg vinnubrögð við Ölvusárbrúna' Ágúst borsteinsson öryggisfull- trúi skrifar: ,,I dagblaðinu Visi frá 13. ágúst birtust myndir og frásögn um starfsmenn vegagerðarinn- ar við að mála brú yfir ölfusá. Er ljótt að sjá, hvernig verk- stjórn og öryggismálum er hag- að á þessu verki. A myndunum kemur greinilega fram, hvernig starfsmenn leyfa sér að leika sér að lifi sínu við þessa vinnu, og eins og lesa má úr texta myndanna, er verið að hrósa þessum mönnum fyrir hugrekki með þessum fiflalegu vinnu- brögðum. ölfusárbrú er miklu minna virði en eitt mannslif. Hægt er að mála og skrapa brúna og tryggju svo vinnubrögð að ekki sé lifshætta við þess konar verk. Rétt er að benda á, aö þessir starfsmenn brjóta lög með svona vinnubrögðum og væri gott og nauðsynlegt að þeir og yfirmenn þeirra læsu reglu- gerð um öryggisráðstafanir við byggingavinnu Stj.tið. B nr. 204/1972. Vona ég að blað yðar fordæmi svona vinnubrögð með þvi að vekja athygli manna á fiflaleg- um vinnubrögðum.” Ungi maðurinn stendur utan á Ölfusárbrúnni á spýtufjölum, scm eru bundnar við brúna. Ljósm. BG. Happdrœtfistromlurnar: Það er D.A.S. sem ég ó við ## ## Sigurður H. ólafsson skrifar: ,,bað er auðvitað sjálfsagt að verða við óska Páls Pálssonar hjá Happdrætti Háskóla Is- lands, að upplýsa hvaða happ- drættistromlu ég á við i athuga- semd, sem ég sendi dagblaðinu Visi hinn 12. ágúst. Tromlan var hjá happdrætti DAS, þvi miður. Satt bezt að segja hélt ég, að happdrættistromlurnar væru eins hjá ölium happdrættunum. Að þær væru smiðaðar sam- kvæmt opinberri stöðlun yfir- stjórnar happdrættismála. Nú hefur það hins vegar komið i ljós að svo er ekki. Ég vil taka það fram, að myndin, sem fylgdi athugasemd minni i VIsi, kom ekki frá mér. bótt tromlan hjá H.H.l. sé snöggtum skárri en hjá DAS. þá sýnist mér að spjöldin og þver- slárnar hræri ekki nægjanlega vel i miðunum. t tromlum, þar sem engar stýringar eru, fer ekki hjá þvi, að „hræran” blandast illa og það svo, að jafnvel 50% mið- anna komast aldrei nálægt út- dráttaropinu. Sé það tryggt að miðarnir blandist vel, þá sé ég ekkert þvi til fyrirstöðu að út- dráttarmiðarnir verði sóttir i miðja tromlu. Ég leyfi mér samt sem áður að leggja til, að allar happa- tromlurnar verði skoðaðar og siðan hannaðar eins og löggiltar til nota fyrir happdrættin.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.