Tíminn - 23.10.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.10.1966, Blaðsíða 1
-.-i— Hafa ekki sent mannað geim far á loft í nítján mámiðí MTB-Moskvu, láugardag. Myndin sýnir, hvcrnig Sovét- menn hugsa sér lendingu margra manna geimfars á tunglinu, en myndina teiknaði fyrrverandi geim fari Sovétríkjanna, A. Leonov. Birti Tass-fréttastofan myndina með skýringum. Eins og áður hefur verið skýrt fiá í fréttum voru miklar sögu íagnir á kreiki um, að sovézkir Visindamenn myndu senda geim far til tunglsins, eða stóra geim stöð á braut umhverfis jörðu. fmeðan á alþjóðageimfvísindarÉ I stefnunni í Madrid stóð. Ekkert ,varð af þessu og nú nefna menn byitingardaginn 7. nóvember sem líklegan fyrír næsta stóra afrek Sovétríkjanna. Sovézkir vísindaménn hafa ekki sent mannað geimfar á loft í 19 mánuði, en allar síðustu tilraunir benda til, að næstu skref verði þau, sem að framan getur. Gervitunglið Molnija-1, sem skotið var á loft meðan austur evrópsku leiðtogarnir dvöldu í Sovétríkjunum á dögunum hefur mikinn fjölda sjónvarpstökuvéla, sem beint er að jörðinni, að því er málgagn hersins, Rauða Stjarn an, skýrði frá í dag. Segja frétta menn í ^Moskvu, að af þessu megi ráða, að þessi síðasta tilraun hafi líka hernaðarlegan tilgang. Mesta fjarlæg gervitunglsins frá jörðu er 40.000 km. en minnsta aðeins 485 km. Á- miðvikudaginn síðasta sóttu sjö Pólverjar um hæli sem póli- tískir flóttamenn í Svíþjóð, þar á meðal hjón með tvö börn. Sjást þau hér á myndinni við komuna til Svíþjóðar, eftir ævintýraríkan flótta á litlum, lekum fiskibáti frá Gdansk. Tvcir skipverjar á, stjórann við sigluna og stýrðu síð bátnum höfðu undirbúið flóttann an beint til Svíþjóðar og komu og laumað um borð áðurnefndri þangað eftir tveggja sólarhringa fjölskyldu. siglingu. Skipstjórinn þorði ekki annað en biðja líka um hæli í Sví- Skömmu eftir að lagt var úr þjóð af ótta við refsinSu, er heim úr höfn, bundu sikipverjar skip-l kæmi. 1 IBUUM JARÐAR FJOLGAR UM180 ÞÚSUNDÁ DAG NTB-New York, laugardag. íbúatalan í heiminum eykst um 180.000 á degi hverjum og fyrir rúmu ári síðan var heildartala fbúa jarðar komin upp í 3.825 milljónir manna og er það miklu hærri tala en fyrr hafði vcrið tal- ið. Reiknað er með, að cftir 40 ár hafi íbúatala jarðar tvöfaldazt þ. e. að íbúatalan verði um sjö og hálfur milljarður eftir þann tíma. Þessar athyglisverðu tölur koma fram í hinni árlegu skýrslu Sam- einuðu þjóðanna, sem birt var í dag. Samkvæmt skýrslunni eru Frakk land, Noregur og Svíþjóð beztu löndin fyrir konur, því að í lönd- um þessum verður meðalaldur kvenna 75 ár. Að því er karlana varðar eru Holland, Noregur og Svíþjóð með hæstan meðalaldur eða 71 ár. ísland kemst á blað með met löndum, þar sem dánartala er langlægst hér á landi, eða 6.9 promille, en til samanburðar má geta þess, að dánartalan í Noregi er 9 promille. f næstu sætum eru Japan, Sovétríkin, Pólland, Kana- da, Búlgaría, Holland, Rúmenía, Spánn, Júgóslavía, Nýja Sjáland, Ástralía og Albanía, sem öll hafa lægri dánartölu en Noregur, en hærri en ísland. Neðst á listanum er Filabeinsströndin með dánar- töluna 33 af þúsundi. Að því er barnadauða varðar er hann langminnstur á Norðurlönd- um. Minna en 2 prósent barna deyja áður en þau fylla fyrsta. aldursár, en til samanburðar má nefna, að 229 börn af þúsund ná ekki eins árs aldri í Asíu. í Sierra Leone deyja 148 börn af þúsund áður en þau ná eins árs aldri og 119 af þúsund í Arabíska Sam- bandslýðveldinu (Egyptalandi). í Chile deyja 114 ungböm af þús- und. Að því er íbúatölu jarðar í heild varðar, hefur hún aukizt um 282 milljónir á síðustu 5 árum, en sú tala er jafnhá íbúatölu Sovétríkjanna og Ítalíu samanlagt Er þessi aukning miklu meiri en almennt hafði verið talið og þykir mörgum uggvænlega horfa. LIKLEGA 220 LÁTNIR NTB—Aberfan, Wales, laugaa- dag. Vitað er meö vissu, aS 111 hafa farizt, er skriSa féll á námubæinn Aberfan í Wales í gær, en óttazt er, aS talan eigi eftir aS hækka upp í 220 manns, þar af næstum hundr- aS börn. Meira en 2000 manns unnu baki brotnu í alla nótt við leit að lif- andi í hinni hroöalegu kola- og gjallleðju, sem færði skóla og stóran hluta bæjarins í kaf, svo sem skýrt var frá í fréttum í gær. Sérfræðingar teija þó, að litlar sem engar líkur séu lengur til að finna nokkurn á lífi. Wilson forsætisráðherra hefur sent samúðarskeyti til bæjarins, en um leið þvatti hann björgunar- menn til að gera allt, sem mögu- legt væri til að finna hugsanlega lifendur í skriðunni. STÖÐVUÐU BIFREIÐ JOHNSONS NTB—Sidney, laugardag. Andstæðingar Johnsons Banda- ríkjaforseta og stefnu hans í Viet nam köstuðu sér niður fyrir fram an bifreið forsetans, er hann ók um götur Sidney í dag. Nokkurn tíma tók að koma mót mælafólkinu burtu og voru sex unglingar handteknir. Johnson og fylgdarlið hans flaug til Brisbane í dag, þar sem gist verður, en síðan er ferðinni heitið til Filjpseyja. TUNGLFERÐ RUSSA A BYLTING ARAFMÆLI ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.