Tíminn - 23.10.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.10.1966, Blaðsíða 6
18 TÍMINN SUNNUDAGUR 23. október 1966 NEIMSSTYRJÖLO, BUDAMENNSKA, SKAID- SKAPUR, FRÉTTASTOFA - OG JÖRD A MVRUM Axel Thorsteinson á heimili sínu. Tímamynd—GB Axel Thorsteinsson er ald- ursforseti starfandi blaða- manna og útvarpsmanna á ís- landi. Hann er hinn eini þeirra, sem gerzt hefur hef- maður í heimsstyrjöld. Hann hefur stundað útgáfu tímarits og bóka I áratugi er höfund ur margra bóka, og þessa dag- ana koma út tvær bækur eftir hann samtímis, Horft inn í hreint hjarta og aðrar sögur frá tima fyrri heimsstyrjaldar, og fyrsti áragngur Rökkurs, 2. útgáfa, aukin og breytt Og hefur að geyma Ijóð, sögur og greinir. Það á Axel raunar ekki langt að sækja, að hafa hneigð til ritstarfa, hann er sonur eins af þjóðskáldunum, faðir hans var Steingrímur Thorsteinsson. Hitt vita færri, að eitt af helztu hugðarefn- ;um Axels er jarðyrkja, hann var raunar bóndi um skeið, og það er auðvitað sjálfsagt að minnast á þetta líka, þegar við göngum á fund Axels til að fá hann til að segja undan og ofan af því, sem á dagana hefur drifið. — Fékkstu snemma áhuga á búskap, Axel? — Eins og þú veizt, er ég fæddur hér í Reykjaví, fimm árum fyrir aldamót. Foreldrar rnínir áttu heima niðri við Austurvöll, í Thorvaldsens stræti 4, þar sem nú er Land símahúsið. Þá var var Reykja- vík lítill bær, og enn hálf- danskur. En heimilisbragurinn á okkar heimili og mörgum öðr um var svipaður og á stórum heimilum í sveit. Heima voru jafnan tvær vinnukonur, og þar var kembt, og spunnið á rokk, unnin tóvinna. Það voru reyndar ekki kvöldvökur að staðaldri, en bæði mamma og vinnukonurnar óskuðu oft eftir þvi, að pabbi læsi á meðan þær unnu að tóskap, mamma spann á rokkinn og þær kembdu. Og pabbi las oft fyrir okkur, einkum ævintýri, sem hann las oftar en einu sinni, það var með húmor og kom öllum í gott skap, heitir „Sagan af Glensbróður og Sankti Pétri.“ Það kom í ævin- týrabókinni, sem ég gaf út, eins og fleiri af ritum föður míns. Á þessum árum voru engir hús mæðraskólar hér, sem heitið gæti, og raunar var hér hús- stjórnarskóli svokallaður. En það var nokkuð algengt að stúlkur réðust í vist hjá embætt ismönnum og kaupmönnum til að læra hússtjórn og matartil- búning. Og það atvikaðist þann ig þegar ég var smástrákur, að á heimili foreldra minna réð- sig í vist stúlka úr sveit, Guð- ríður Jóhannesdóttir frá Gufá á Mýrum, og hún sagði mér sögur úr sveitinni. Þetta leiddi til þess, að ég fór um vorið vestur á Mýrar, þá 9 ára gam all. Þá kynntist ég sveitinni fyrst af eigin reynslu. Gufá er lítil jörð, sem oftast var kölluð Áfnakot á þeim tíma, en faðir Guðríðar, Jóhannes Magnússon, fékk áhuga á því, að bærinn yrði nefndur Gufá, og það komst á smám saman. Þú kannast við það, að víða í íslendingasögum er sagt; „Skip kom að landi í Gufárósi. Þarna þótti mér ákaflega fal- legt, og þar var ég fjögur sum- ur, þó ekki samfellt, því að 1907 kom kóngurinn, og þá réðst ég sem hestasveinn til Péturs Brynjólfssonar og fór með þeim alla ferðina austur yfir fjall. Á Gufá var fært frá, .ég fékk að reka á fjall og taka þátt í störfum fólksins. Nokkur viðbrigði urðu fyrir mig að koma á þennan bæ, ég kom af efnaheimili og fór þarna á heimili heldur fátæks fólks, en það var mikil indælis fólk. Og þessi kynni urðu til þess, að hugur minn hneigðist að sveitinni upp frá því. Þegar ég var nú kominn á fermingar aldur, fór móðir mín með inn að Rauðará einn góðan veður- dag, þegar móðir mín var stödd hér í bænum, og spurði hann hvort hann vildi taka mig. Og það varð. Svo var ég fjög ur sumur á Hvanneyri, þar sem búskapur var með mestum framfarabrag hér á landi, við strákarnir höfðum það með höndum að flytja heyið heim á fjórhjóluðum hestvögnum, og þeir sáust ekki víða þá. Við vorum líka látnir sitja á sláttuvélunum og Halldór mið aði allt við það að nota vél- arnar sem allra mest. Síðan fór ég á bændaskólann á Hvann- eyri og lauk þar námi vorið 1914. Mér dettur þá í hug í þessi sambandi, að á mínum uppvaxtarárum, að hér í Reykjavík höfðu margir emb ættismenn áhuga á búskap og voru beinlínis forystumenn um ýmsar nýjungar. Að þvi er ég bezt veit, var föðurbróðir minn Ámi landfógeti, fyrstur til að skrifa um útheysverkun á íslandi, löngu fyrir aldamót, og áhugi hans um garðrækt var alkunnur, hann gaf út rit um það efni. Faðir minn var áhuga samur um skógrætk og var fyrsti formaður gamla skóg ræktarfélagsins, sem kom á fór skógrætkinni við Rauða- vatn. Sú tilraun sýndi, að í þessum leirflögum við Rauð- vatn gat þó þessi trjágróður lofað. Margur maðurinn hefur haft litla trú á því, að trjá- gróður hér ætti ekki framtíð, úr því að þessi tré við Rauð- vatn hækkuðu ekki meira en raun varð á. En á því er ein- föld skýring, þarna var gróður sett sérstök tegund, sem verð ur alls ekki hærri en þetta. Nú, aðra embættismenn áhuga sama um jarðrækt mætti nefna Schierfveck landlækni og Þór hall biskup. — Hvað tók svo við, eftir að þú útskrifaðist frá Hvann- eyri. — Það var fyrir nokkru far ið að tíðkast að ungir menn færu til Noregs til ýmiss konar skólanáms, og þangað hélt ég þetta vor. Ég var mikið að hugsa um að fara á garðyrkju- skóla í Noregi, og ég býst við, að af_því hefði orðið, ef heims styrjöldin hefðj ekki skollið á þá um sumarið. Ég réðst á stórbýli í Þrændalögum, hjá ágætu fólki. Það var venjan, að piltar eins og ég réðum okk ur sem einn af fjölskyldunni, fyrir lítið kaup, en þannig fékk maður betri aðbúð. En vinnu- fólk bæði í Noregi og Dan- mörku bjó við lélegan aðbún- að. Þegar styrjöldin skall á, komst allt í óvissu og ég hætti við áform mín um garðyrkju- skólann og ákvað að halda heim. Ég skrifaði frænda mín- um, Jóni Guðbrandssyni í Kaup mannahöfn, og bað hann að útvega mér stað úti á landi í Danmörku á meðan ég beið eft ir skipsferð heim frá Höfn. Þá komst ég á bæ á suðurodda Sjálands. Þar voru Pólverjar í vinnu óg einn Svíi, og þetta fólk svaf allt úti á héylofti. Ég var nú byrjaður að skrifa dá- lítið og tvær af smásögunum mínum í þessum bókum, sem nú koma út, gerast á þessum slóðum, Gaska og Skógareld- ur, og þær komu fyrst á prent í Eimreiðinni. Én eiginlega byrjaði ég þessa ritmennsku, hálfgert undir handleiðslu Jón asar frá Hriflu. Ég skrifaði fyrst í Skinfaxa, áður en ég fór til Noregs. — En þarna hættir þú við skólagöngu í Noregi vegna styrjaldarinnar, sem þú svo skömmu síðar verður einn af faum íslendingum til að gerast sjálfboðaliði í, Hvað kom til? ' — Ég fór aftur út til Nor egs 1917 og var vetrartíma á lýðskólanum á Eiðvelli. En það varð ekki meira úr skóla- göngu. Þá var Ársæll Árnason búinn að gefa úr nokkrar smá sagnabækur eftir mig. Og nú var að brjótast í mér að fara ingsárum var ég dálítið á reiki. út í búskap. Ep á þessum ungl- ingsárum var nú dálítið á reiki. Ég hafði áhuga á að læra meira í ensku og vera þar vetur eða ár í þeim tilgangi. En ekki varð úr þeirri för, heldur lagði ég leið mína tli New York i ársbyrjun 1918. En um vorið gerist svo það, að ég tek þá ákvörðun að gerast sjálfboða- liði í kanadiska hernum Eg var sem sagt farinn að skrifa nokk uð og það kann að hafa átt nokkurn þátt i þessari ákvörð un, sjálfsagt verið einhverjir komplexar í manni, eins og gengur um unga menn, sem eru að brjóta heilann um mannlíf- ið. Maður var raunar sannfærð ur um það, að frelsi smáþjóð anna var ógnað um tíma, og þeir, sem gengu .sjálfviljugir í herinn, töldu sig vera að leggja fram sinn skerf til að spyrna gegn hættunni, hinu er raunar ekki að leyna, að mikill áróð- ur var hafður í frammi og ung ir menn hvattir til að iáta inn rita sig. En ég vil þó ekki segja, að það hafi haft megin- áhrif á mig, heldur hitt, mann lega hliðin á málinu. Eitt var það, að Þórður bróðir minn hafði farið til Kanada löngu áð- ur og var einn þeirra, sem fóru á vígvöllinn. Hann fékk sprengjubrot í sig og lá í sár- um lengi árs 1918. Ég hafði ætlað mér að ganga í sömu her deild' og hann, Manitobaher- deildina. En ég var sendur til æfinga í Niagaraherbúðunum, í Ontario eftir að ég hafði innritazt í Toronto 17. júni 1918. Eftir svo sem fimm vik- ur vorum við svo sendir af stað um tvö þúsund hermenn á herflutningaskipinu The Cor- sican á leið til Évrópu, vorum í stórri skipalest og á þriðju viku á íeiðinni til London, fór um krókaleiðir vegna kafbáta hættunnar. Mánaðartíma vor- um við að æfingum í Frens- ham Pond herbúðunum skammt frá London, síðan send ir til Witley herbúðanna í Surrey og þar fram eftir októ bermánuði og þá sendir yfir til Frakklands. — Hvernig líkaði ykkur líf- iðNí herbúðunum? — Áður en við fórum frá Kanada var allennt búizt við því að stríðið myndi standa fram á árið 1919. Menn vom þjálfaðir í skyndi til að fylla í skörðin. Vestr'a gekk þetta mest í því að herða menn. Þeg ar til Englands kom, fórum við í herbúðirnar Frensham Pond, sem voru staðsettar á sandhólum. Þar vorum við þjált aðir af talsvert mikilli hörku, svo að segja myrkranna á milli Allan tímann voru einhverjir að gefast upp og heltust úr lestinni. Þetta voru alls kon ar menn, af ýmsum þjóðum og stéttum, skrifstofuitíenn og aðrir, sem voru óvanir öðru en kyrrstöðustarfi. Það var of geyst farið að þarna, og ekki óalgengt, að menn bókstaflega hnigju niður, sumir komu aft- ur, en svona gekk þetta líka, eftir að ferðin hófst á vígstöðv arnar, sífellt voru einhverjir að gefast upp alla leiðina til Þýzka lands, og þá sendir á spítala eða heim. Én svona gekk þetta til, að skjótlega skipaðist veð- ur í lofti með gang styrjald- arinnar. Þegar við komum yfir til Frakklands, voru aðeins eft ir þrjár vikur til vopnahlés, sem engan okkar óraði samt fyrir, en þá er svo komið, að við beinlínis náum ekki her- deildinni okkar fyrr en við er um komnir til Belgíu. Það var aðeins tiilviljun, að við vor- um ekki sendir í víglínuna sfð ustu dagana. Herdeild ofekar RÆTT VIÐ AXEL THORSTEINSSON, RITHÖFUND UM SITTHVAÐ, SEM Á DAGANA HEFUR DRIFID

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.