Vísir - 06.11.1975, Blaðsíða 11
VtSIR. Fimmtudagur 6. nóvember 1975.
11
FLUGMAL
UMSJON
ANDRESDOTTIR
voru brautryðjen
Viö höfum haft ákaf-
iega lítið af loftbelgjum
aö segja hér á islandi. En
vissuð þið að tvisvar sinn-
um á sólarhring er loft-
belgur sendur á loft héð-
an? Loftbelgir koma því
aðeins meira við sögu hér
en við kannski héldum.
Skýringin á þessu er sú
að loftbelgirnir eru send-
ir á loft frá Keflavikur-
flugvelli til veðurathug-
ana. Neðan í sjálfum
belgnum er tæki sem
mælir hæð hans og síðan
hita- og rakastig. Þegar
belgurinn er kominn í
vissa hæð springur hann,
og hefur hann þá þjónað
sinum tilgangi.
Annað dæmi um loft-
belgi hér á landi höfum
við. Sjálfsagt muna allir
tilraun nokkurra
nemenda úr Mennta-
skólanum í Hamrahlíð til
að fljúga í loftbelg. Sú
varð þó því miður aldrei
raunin á, en það þarf þó
ekki að vera endirinn á
stuttri sögu loftbetgja hér
á landi.
i Bandarikjunum er
þetta „flug" stundað sem
sport. Líklega hefði
enginn á móti þvf að
prófa slíkt flug, en það er
þá eins gott að allt sé
samkvæmt ströngustu
öryggiskröfum.
Það þarf engin
flókin lögmál
Loftbelgur vinnur ekki eins og
flugvél, heldur er þetta eina
leiðin til þess að lyfta sér frá
jörðu án þess að færa sér i nyt
flókin lögmál' Newtons eða
Bernollies og annarra slikra.
Farartækið þarf að vera létt-
ara en loft til þess að það dugi.
Til þess að svo verði er belgur-
inn sjálfur fylltur af heitu lofti,
sem er miklu léttara en það
kalda.
Þegar nægilega mikið af heita
loftinu er komið i belginn lyftist
hann allur saman. Loftbelgur
yrði ekki beinlinis hagstæður
sem flugfarartæki, þvi hann
rekur fyrir veðri og vindum eft-
ir að i loftið er komið og burðar-
geta hans er ákaflega litil miðað
við stærð hans.
Loftbelgirnir eru margir tugir
metra að flatarmáli og bera þá
aðeins körfu þar sem óhætt er
fyrir 3-4 menn að vera innan-
borðs.
Hvernig var
fyrsta tilraunin?
Talið er að fyrsti „visirinn”
að loftbelg hafi flogið i Lissabon
árið 1709. Það var prestur nokk-
ur sem bjó hann til i þeim til-
gangi að „demonstrera” fyrir
konungi Portúgals.
Ekki var um blöðru að ræða,
heldur segldúk, sem var
strengdur yfir léttan strokk. Um
borð var svo ýmiss konar dót
sem brennt var til þess að hita
loftið undir segldúknum.
Jú, jú, belgurinn lyftist og
þaut á örskammri stundu úpp i
alls kyns forláta tjöld og skraut i
loftinu á höllinni og kveikti i öllu
saman. Leifar loftbelgsins
hrundu á gólfið og kveiktu þar i
ýmiss konar húsgögnum. Það
fylgir sögunni að kóngur hafi
verið nógu góðhjartaður til þess
að taka atburðinn ekki iila upp
Hani, önd og rolla
voru brautryðjendur!
74 árum siðar gerðu franskir
bræður, Montgolfier, tilraun tii
þess að fljúga loftbelg utan
húss. Tilraunin var gerð i
hallargarði Versala að við-
staddri frönsku konungsfjöl-
skyldunni. Og það tókst. Flugið
tók 8 minútur, og fyrstu lifver-
urnar sem tókust á loft, voru
yfir sig undrandi hani, rolla og
önd!
En áður en þetta skeði höfðu
þeir bræður sent nokkra loft-
belgi á loft, en þeir innihéldu
engar lifverur.
15. október 1783 flaug svo
maður i fyrsta skipti i loftbeig.
Hann hét Jean Francois Pilátré
de Rozier, og var 20 ára gamall
eðlisfræðingur. Hann var á lofti
i 4 minútur og 24 sekúndur.
Innan skamms tima fór hann i
5 önnur flug, hvert og eitt
nokkru hærra en það siðasta á
undan. Að siðustu klifraði hann
330 fet með farþega. en ennþá
voru loftbelgirnir bundnir við
jörðina.
Þegsi fyrsti maður sem flaug.
varð einnig fyrstur til þess að
deyja i flugslysi. Hann fórst i
vetnisloftbelg á leið yfir Ermar-
sund 15. júni 1785.
Margar tilraunir átti eftir að
gera eftir þetta. En loftbelgirnir
uppfylltu þó ekki þá kröfu
mannsins að geta flogið eins og
fuglarnir. Loftbelgurinn var i
einu og öllu háður veðri og vind-
um, og gat einungis ferðast til
þeirra staða sem vindurinn bar
hann.
En enn fyrirfinnast þeir þó
sem betur fer, liggur okkur við
að segja. þvi mikið skelfing
hlýtur það að vera skemmtileg
tilfinning að vera um borð i ein-
hverri körfu þarna uppi i háloft-
unum!
Nú orðið er að mestu notað
helium eða heitt loft i loftbelgi,
en eingöngu heitt loft i þá loft-
belgi sem notaðir eru i sportið!
— EA.