Tíminn - 16.11.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.11.1966, Blaðsíða 16
 KweSjss frá Eysteini Jónssyni Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér sóma og vottuðu mér vináttu á^sextugsafmæli mínu með þvílíkum hætti, að mér og mínu fólki mun aldrei gleymast. Borgarnesvegagerð vel undir snjómokstur vetrarins búin Eysteinn Jónsson. Holfavörðuheiði haldið opinni tvisvar í viku í vetur, en Bröttubrekku og Strandaleið einu sinni í viku. KJ-Reykjavík, þriðjudag. Vegagerðin í Borgarnesi er nú betur undir snjómokstur búinn en áður, og verður það vouaudi til þess að snjómokstur á svæði því sem hún hefur yfir að ráða geng ur betur og öruggar fyrir sig í vetur en áður. Svæði þeita nær yfir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og norður á Hólmavík. TÍMINN 'hafði í dag tal af Elís Jónssyni vegaverkstjóra í Borgar nesi, og sagði hann að Holtavörðu heiði yrði haldið opinni tvo daga í viku í vetur eins og áður, á þriðjudögum og föstudögum. Kr þá ætlazt til að bílar geti bæði farið norður og suður á þessum dögum. Tveir bílar með snjóplóg um verða notaðir á Iloltavörðu heiði auk einnar ýtu. Ýlan er venjulega staðsett upp undir sælu húsi, en annar bíllinn, nýr Inter ... jT' Setti sjálfur skipið á flot EJ-Reykjavík, þriðjudag. 17. október s. 1. kom fram ósk frá eigendum Stálskipa smiðjunnar í Kópavogí um að fyrirtækið yrði tekið (il gjaldþrotaskipta. Stöðin hafði í smíðum nýtt björgunarskip fyrir Haf stein Jóhannsson, frosk mann, en tveim dögum áðux en gjaldþrotaskiplabeiðnin kom fram, sjósetti hann skipið sjálfur. Liggur það nú við Kópavogsbryggju, Myndin er af skipi Haf- steins við bryggju í dag. fTítnamvfiil GF.'i national bíll með drifi á öllum hjólum .verður í Fornahvammi að staðaldri, en hinn í Borgarnesi, Áður hefur verið notuð ýta og einn bíll á Holtavörðúheiði. Þá hafa tveir snjóplógar verið fengn ir til að setja á veghefta, og er annar staðsettur í Borgarnesi, en hinn á Hvamimistanga. Þá sagði Elis að gamall „trukk ur“ væri notaður á Bröttubrekku, og vestur í Dali, en þrjár ýtur á leiðinni frá Brú í Hrútafirði og norður á Hólmavík. F.r ein ýían staðsett í Guðlaugsvík, önnur á Hvalsá í Kollafirði og sú þriðja við Hólmavík. Verður reýnt að halila opnu á þriðjudögum til Hólmavíkur og vestur í Dali og eins og nður segir norður um Holtavörðuheiði á þriðjudögum og föstudögum. Myndin er af fjölskyldu Eysteins Jónssonar. Hún var tekin á heimili Eysteins á afmælisdag hans s. I. sunnudag. (Tímamynd GE) LEGGST FORNIHVAMMUR NIDUR? SEM GISTS- OG VEITINGASTAÐUR KJ—Reykyjavík, þriðjudag. Að óbreyttu ástandi lítur ekki út fyrir annað en að Fornihvamm ur leggist niður sem gisti- og veit ingastaður, þar sem grundvellin- um fyrir rekstrinum hefur verið kippt undan, og engar ráðstaf- Framsóknarkonur Félga Fraimsóknarkvenna í Reykjavík heldur fund fimmtudag inn 17. nóv. kl. 8,30 í fél'agsheim ilinu Tjarnargötu 26. Dagskrá: 1. Félagsmál, 2. Hrönn Aðalsteins dótUr sálfræðingur flytur erindi um sálarfræði. anir gerðar til að styðja hann-á einn eða annan liátt, sagði Gunnari Guðmundsson, bóndi og gestgjafi í Fornahvammi, er blaðamenn Tím' ans ræddu við hann fyrir skömmu. Gunnar sagði, að síðan farið var að reka sumargistihús i heima vislarskólum hefði stöðugt hallað undan fæti með reksturinn í Forna hvammi. Áður hefði \það verið þannig að ágóðinn af rekstrinum yfir sumarmánuðina hefði vegið upp á móti hallanum yfir veturinn og gert reksturinn mögulegan. Nú væri hins vegar svo komið, að um 200 þús. kr. vantaði til að endarnir næðu saman, og væri það eiginlega þúskapurinn í Forna- hvammi, sem stæði undir veitinga rekstrinum. Vegagerð ríkisnis á Fornahvamm og leigir hann Gunnari með þeim kvörðum, að þar skuli haldið uppi veitinga- og hótelrekstri allt árið um kring. Rafmagn er ekki frá Rafveitum ríkisins í Fornahvammi heldur fær staðurinn raforku frá dieselrafstöð. Vegagerðin sér um að útvega vélarnar, en Gunnar verður að halda þeim við og hefur þa ðgengið mjög brösótt að und anförnu. Er mjög aðkallandi, að rafmagn verði lagt að Forna- hvammi, en það er komið að næsta bæ við, Sveinatungu, sem er í 7 —8 km. fjarlægð. Ekki þarf að fjölyrða mikið um nauðsyn þess að halda Forna- hvamim opnum allt árið sem gisti og veitingastað, því þrátt fyrir stærri bíla og betri hefur það hvað eftir annað sýnt sig, að fjöldi fólks þarf að leita gistingar þar á vetr um, þegar hríð er á Holtavörðu- heiði og allt ófært. Leigusamningur punnars við Vegagerðina rennur út 1. júní á næsta ári, og ef ekki verður búið að gera einhverjar ráðstafanir til þess, að hótel- og veitingarekstur inn þar beri sig, má búast við, að núverandi leigjendur gefist upp á rekstrinum, og ekki víst, að öðr um þyki hann fýsilegur. Kópavogur Blaðamenn Fundur verður haldinn i Biaða mannafélagi íslands í dag, miðviku dag og hefst hann kl. 4 síðdegis í Tjarnarbúð. uppi. Fundarefni: Nýir kjarasamning ar. Freyja félag Framsóknarkvenna í Kópavogi heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 17. þ. m. í félags heimilinu Neðstutröð 4, kl. 9. eh. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfund- arstörf. 2. Lagabreytingar 3. Kosnir fulltrúar á þing Reykja- neskjördæmis. 4. Jón Skaftason, alþm. flytur ávarp. 5. Andrés Kristjiánsson, formaður fræðslu- ráðs talar um\ skólaimál. Kaffiveit ingar á staðnum. Konur, fjölmenn ið og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. Viögerö tefst vegna slæmrar veðráttu SJ-Reykjavík, þriðjudag. Er Tíminn hafði í dag samband / við Hjört Hjartar, framkvstj. skipa deildar SÍS, sagði hann að Hamra fellið væri enn statt á svipuðum slóðum, 80—90 mílur suður af Vestmannaeyjum og lítið hefði verið unnið að viðgerð aðalvciar innar í dag vegna þess hve vont var í sjóinn. Öllum líður vel um borð og er vonast eftir að veður lægi í nótt og hægt verði að ljuka viðgerðinni á morgun. Skipið rekur mjög lítið og hefur verið á svipuðum slóðum frá því á föstudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.