Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1925, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1925, Blaðsíða 3
Í5. nóv. 1925. LESBÓK MORQUNBLAÐSINS 3 ei tóku 2 farþega, en þetta breytt ist fljótt, er menn komust að raun um, að flugvjelar gátu verið uppi í hvaða veðri sem er, jafnvel í af- taka stormi. Afl hinna sterku mó- tora reynist sterkara en andspyrna hvassviðris, og nú fara á hverjum kiukkutíma flugvjelar af stað frá París og London, og tekur hver þeirra venjulega 10 til 12 farþega. Er nú svo komið, að á sumrin fara fleiri farþegar loftleiðina milli þessara tveggja höfuðborga heims en með járnbraut eða gufu- skipi. Og víðsvegar um Evrópu eru komin föst loftsambönd, er láta flytja póst, farþega og vörur á milli. Kaupmannahöfn hefir t. d. fast loftsamband við Hamborg, Berlín, Málmhauga og Warsehaw. Einkum er afar hentugt að flytja póst í loftinu, ef um langar leiðir er að ræða, og má geta þess, að tveir þriðju hlutar allra póstsend- inga milli Evrópu og Marokkó fara í loftinu. 1924 var loftnetið í Evrópu samtals 20 þús. km. og er fiogið á þessu svæði daglega eftir ákveðnum -ferðaáætlunum. Lög-gjöf og samvinna. Þegar menn sáu fram á það eft- ir ófriðinn, að unt myndi að nota flugvjelar til fólks- og vöruflutn- inga, var haldið stórt flugmót í Haag 1919. Komu þar saman full- trúar frá 6 loftferðafjelögum, —• enskum, þýskum, hollenskum, sænskum, norskum og dönskum, og var þá stofnað Alþjóðaloft- flutningafjelagið („The Interna- tional Air-Traff ic-Association‘ ‘). Hefir fjelag þetta unnið mikið starf og gagnlegt, komið á föstum flugsamböndum, tengt fluglínurn- ar í ýmsum löndum saman, sett reglur um afgreiðslu og viðskifti, samið ferðaáætlanir, ákveðið far- gjöld o. fl. Nágrannaþjóðir hafa orðið að gera samninga sín á milli og vegna lofteftirlits hefir orðið að veita einstökum fjel. sjerrjettindi til fhigferða landa á milli, því að ella yrði alt tolleftirlit gagnslaust. Til tryggingar því, að fjelög þessi vandi allan útbúnað sem best má verða, hafa þjóðimar sett lög, er skipa fyrir um próf flugmanna, rannsókn á mótorum, læknisskoð- un flugmanna, eftirlit o. fl. Því að MnniÖ eftir þMiu •ina innlenda ffjelegl Þeg«r þjer sjó- sg bruna* tryggið. Simi S42. Pósfthólf 417 og S74. Shnnofnii Inouranoo. —■ nú er svo komið, að flugvjelar eru orðnar algjörlega örugg farar- tæki, hvernig sem viðrar. Raimar koma fyrir stökusinnum flugslys, en þau eru orðin afarsjaldgæf og ekki tíðari en slys á járnbrautum og gufuskipum. Áður kom það oft fyrir, að ílugvjel misti alla stjórn, ef hún varð fyrir snarpri vind- kviðu í lofti uppi; en mótorarnir eru nú gerðir svo sterkir, að slíkt er óhugsanlegt lengur, og komi það fyrir, að vjelin taki dýfu, rjettist hún við af sjálfri sjer, hún er þannig gerð. Þá getur og vilj- að til, að mótorinn eða mótorarnir bili í lofti uppi, og þarf ekki mikla bilun til þess, að mótor nemi staðar. En vjelar þessar eru svo vel gerðar og sterkar, að slíkt hendir afarsjaldan, og verður heldur ekki að tjóni, þó að svo ltomi fyrir. Vjelin verður þá að lenda, rennir sjer niður á ská og kemur heilu og höldnu ofan, því að nákvæmlega sama verður, er flugvjel lendir: mótorinn er fyrst settur á hægan gang og síðan stöðvaður. Flugmennirnir sjálfir verða að ljúka prófi í flugfræði, og strangt eftirlit er haft með þeim. Loftlöggjöf Dana er nú 5 ára gömul (frá sept. 1920) og er þar kveðið á um, að framkvæma skuli eftirlit með hverri farþega- flugvjel 6. hvern mánuð. En auk þessa fyrirskipaða eftirlits ber við og við að líta eftir mótorum og öllum flugútbúnaði. Sjerfræðingur skal auk þess á hverjum morgni, áður en flug hefst, rannsaka mót- orana, og eru sjerstakar mótora- dagbækur haldnar um allar far- þegaflugvjelar. Flugmannarann- sóknin nær aðeins til 6 mánaða í einu og fer þá fram ný rannsókn og læknisvottorð er endurnýjað á hverju ári. Flugvjelar á íslandi og landhelgisgæslan. Flugvjel sú, er fengin var hing- að til lands fyrir nokkrum árum, átti líklega að sýna, að unt væri að fljúga í íslensku lofti, líkt og fyrsta bifreiðin leiddi í ljós, að unt væri að aka á íslenskum jarð- vegi. Allar nýungar þarfnast tíma til þroska, og menn þurfa að venj- ast þessu nýja farartæki. Eftir örfá ár verður flogið að staðaldri milli íslands og Englands á einum degi og um alt ísland, vestur, norður og austur á einum degi. Þá verður fast loftsamband á sumrin til pingvalla, og tekur það 20 mínútur með núverandi flug- hraða að komast þangað; norður i land verður flogið á tveim tím- inn og lendingarstaðirnir verða á pollunum á ísafirði og Akureyri, á Seyðisfirði, á Þingvallavatni o. s. frv., því hjer verður að nota vatnsflugvjel vegna staðhátta. — Flugvellir eru hjer óvíða af nátt- úrunnar hendi, en all-kostnaðar- samt er að gera þá. Þing og stjórn ætti nú að láta kaupa hentuga flugvjel til landsins. Hún kemur að margskonar gagni, og þótt ekki væri nema vegna strandvarnanna, er vjer hyggjumst nú að taka í hendur vorar, myndi flugvjel margborga sig. Það myndi vera um hana líkt og þýska flotann á ófriðarárunum, þótt ðlíku ffJU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.