Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1926, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1926, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. Í4. febr. ’26. BOVRIL VEITIR ÞJER DUQ OG 5* TEASPOOttfJ *®UNC WM’íP ÞREK OG EYÐIR ALLRI ÞREYTU, BOVRIL DREKTU BOVRIL VIÐ VINNU TINA, ÞVÍ BOVRIL HELDUR BOVRIL LIMITED LONDON ÞJER STARÍSHÆFUM. Fyrir gamalt fólk, sem þjáist af svefnleysi, er þessi hjartastyrkjandi og heilsusamlegi drykkur mjög ákjósanlegur. Notaðu aðeins % teskeið í einn bolla af heitu vatni og þá fœrðu samstundis óviðjafnanlegan, nærandi drykk. Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar, sími Auk þess að sýna allar and- legar og verklegar framkvæmdir þjóðarinnar á þessu tímabili, verðum vjer sjerstaklega að minnast þessara fögru þrepa, er þjóðin hefir stígið upp, til gagns fyrir gjörvalt mannkynið; þrep, sem liggja að tindi menningar- innar. Fyrst yrði nú þjóðin að geta sýnt það í breytni sinni, að hún kæmi úr þeim skóla, sem lög- gjafarvaldið veitti með stofnun sinni. Þá væri ekkert óðs manns æði, þótt farið væri fram á, að reistur yrði nókkurs konar sig- urbogi, til minningar um Alþing hið forna og sÖgumennina, sigur- bogi, er standa ætti á einhverj- um gatnamótum, reistur í al-ís- lenskum stíl, og höggnir væru i mikilfenglegustu viðburðirnir úr þjóðlífinu, eins og þegar kristni er tekin í lög árið þús- und, og af Þorgeiri Ljósvetninga- goða, er hann ávarpar lýðinn. Ef hægt væri svo að vígja ís- lc-nskt þjóðleikhús árið 1930 íneð nýu, íslensku leikriti. sem eitt- hvert listagildi hefði, yrði það clálít'iíl þakklætisvottur lianda bókmentum þeim, sem þróast hafa i landinu. Til minningar um vínbannið, þótt stutt stæði, ættu templarar að geta fundið upp á einhverju, því það er þess fullkomlega verð ugt, að á það sje minst. Svo kemur að því að minnast þess fótspors, sem kastar af sjer mestum ljómanum. Getur nokkuð va'kið aðdáun manna meir en stórvirki Leifs Eiríkssonar og manna hans, Ei- ríks rauða og Þorfinns karlsefn- is, forfeðra vorra, er aliir voru miklir í verki og miklir í lund. Það eru margir sem hafa vilj- að vjefengja sannleika þeirra sagna, að Leifur hafi fundið Ame ríku, sjerstaklega þeir, sem vilja unna Columbusi einum lieiðurs- ins, og segja þeir, að það væri barnaskapur einn að halda, að íslendingar hefðu getað náð til Ameríku á öðrum eins smákæn- um og þeir höfðu vfir að ráða. Vjer höfum . aldrei rengt sann- leikann í því efni; en vjer liöfum gert alt of lítið til að halda hon- um fram. Veröldin er nú þannig, að vilji maður hafa sinn hlut'a af gæðum heimsins, þá verður mað- ur að vera til taks, þegar skift- ingin fer fram, því gæðin eru svo lítil og mennirnir svo marg- ir, að ekki getur orðið nóg handa öllum; þess vegna verður maður að bera sig eftir því, sem hægt er að fá; annars verður maður vissulega skilinn eftir. Þangað til nú fyrir skemstu liefir ekki mikið borið á fundi Vínlands og Leifi Eiríkssyni; út- lendingar hafa skoðað það mest- megnis sem fagurt æfintýri. En nú er viðurkenning þess að ryðja sjer til rúms; hún er bókstaflega að vinna undir sig allan heim- inn. pað er ekki einungis búið að færa fullar sönnur á, að Leifur hafi verið fyrsti liríti maður, sem leit Ameríku, heldur að það hafi líka verið honum að þakka, að Columbusi datt nokkurntíma í hug að leita að Indium í vestur- átt. Því til sönnunar er brjef frá Columbusi sjálfum, þar sem hann segist hafa komið til Islands í febrúarmán. árið 1477, þá voru liðin 130 ár síðan seinasta Vín- landsferðin sem sögur fara af hjá íslendingum var farin, og í sam- ræðum sínum við sögufróða ís- lendinga gat aldrei farið hjá því að hann hafi heyrt um ferðir íslendinga, og óskiljanlget væri ef hinn mikli sæfarj hefir látið þær sagnir eins og vind um eyrun þjóta. Nei! Þvert á móti hefir hann fært sjer þær sagnir vel í nyt. Hver er sjálfum sjer næstur og honum er varla hallinælandi fyrir, þótt hann hafi ekki skýrt fjöldanum frá, hvaðan hugmyndín var runnin. Nú er Leifur hepni talinn sá, sem á heiðurinn skilinn, og Ame- ríkumenn hafa reist líkneskjur til minningar þar um í flestum stærstu borgum þar í landi, og meira að segja núna í sumar skírðu þeir helstu gatnamótin í stærstu borg heimsins, Newyork, einmitt eftir Leifi Eiríkssyni. Viðurkenningin á Leifi og fundi Vínlands, er að rniklu eða öllu leyti að þakka Norðmönnum, þeir liafa barist fyrir þessu með oddi og egg; sumar þessara áður nefndra líkneskja bera líka keini af þ'eim, þ'ár sem þ'ær s’umár eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.