Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1926, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1926, Page 6
6 LESBfcK M@RGUNBLAÐSltfS. 14. febr. ’26. auknr Gíslason og islenski söfnuðurinn í Hðfn. 44. daga happasæla ferð fra Bergen. Mikil hátíðahöld fóra frain báðumegin hafsins, þegar sú fregn barst, að „Viking“ hefði náð heilu og höldnu til Ameríku. Fjórum árum fyrir komu þessa fræga skips, höfðu menn efast um sannlei'kann, að íslendingar hefðu getað fuudið Ameríku, að eins vegna þess, að það þótti fjar- stæða ein að balda, að þeir hefðu getað siglt yfir Atlantshafið í öðrum eins smábátum og þeir notuðu. Sjón er sögu ríkari, við komu víkingaskipsins hvarf allur efi. petta var sama árið og lieims- feýningin mikla í Chicago. — „Viking“ var bygður til þess að sýna norska skipabyggingarlist, farmensku og sjómannshæfileika, og til að sanna möguleikana fyrir ferðum íslendinganna fyr á öldum. Meðan þetta skeði kúlduðust ts- lendingar heima við, iðjulitlir undir dönsku ofríki við hjákát- legan rímnasöng, en Norðmenn hnupluðu þeim mesta heiðri, sem nokkurri þjóð getur lilotnast og ísl^ndingar áttu með öllum rjetti. Heimssýningin í Chicago var haldin til lieiðurs Columbusi, því þá voru liðin full 400 ár síðan hann fann Vestur-Indíur. Hann steig aldrei fæti sínum á strönd Norður-Ameríku, samt átti að heiðra hann í miklu amerísku borginni við miklu vötnin. „Viking“ ltom á heimssýning- una í Chicago, kvöldið 12. júní 1893, eftir að hafa farið geguum The Great-Lakes, innan um hvirf- ilvind af fagnaðarlátum og heið- ursviðurkenningu til hins glæsi- lega skipstjóra Magnusa^ Ander- sonar og háseta hans. Annar eins fjöldi af fólki, önnur eins viður- kenning og eldlegur áhugi, hefir ,ekki verið sýndur í Chicago. fyr nje síðar. (Frh.) —.—«*#»>----------- Breið soigarrönd. — Hvers vegna kostar .þessi örk meira en hin? — Af því það er meiri sorg á henui, eins og þjer getið sjálfur gjeð! Um síðastliðin áramót voru 10 ár liðin síðan fyrsta íslenska guðsþjónustan var haldin í bæn- húsi Abel-Kathrine-hælisins á Vesturbrú í Höfn. Nokkruin mán- uðum áður hafði Haukur Gísla- son fengið prestsembætti við Holmens Kirke, þar í borginni. En það var hans fyrsta verk, er til Hafnar kom, að hefja undir- búning undir stofnun íslensks safnaðar þar í borginni. Haukur Gíslason. Nýlunda þótti það mikil meðal landa í Ilöfn, að hlýða á íslenska guðsþjónustu þar, og var aðsókn mikil í upphafi að þessum mess- um. En er frá leið, dró nokkuð úr aðsókn, er nýja brumið var komið af þessu. Þá komu fram aðfinslurnar og gikkshátturinn, sem landinn hefir oftast nær á lofti, þegar um nýjungar er að ræða, sem hættar eru að vekja forvitni hans. En sjera Haukur Gíslason er rnaður sem virðist því vanur, að vinna bug á erfiðleikum; þeir Vaxa honum ek'ki í augum, svo mikið er víst.Otrauður vann hann að því, að skipulag kæmist á hirin fámenna íslenska söfnuð. og hann í'ann þar í borginni menn, sem með ljúfu geði urðu hoilum til aðstoðar, svo sem þá Ditlev Thomsen könsúl og S. Hjtdhfífln kaupm. Allmargar konur íslensk ar hafa og staðið framarlega í starfi safnaðarins, svo sem þær frú Þórunn Hörring og frú Guð- ríður Clerk. pess er getið til, að um 2000 íslendingar sjeu búsettir í Höfn um lengri eða skemri tíma; hvort þessi tala er ágiskun ein, skal ósagt látið. En það eitt er víst, að undanfarin 40—50 ár, hefir fjöldi Islendinga flust búferlum til Ilafnar, sest þar að við ýmsa atvinnu, og horfið löndum sínum þar í mannfjöldann. Þessu fólki var starf sr. Hauks Gíslasonar, hinn mesti fengur. — Þegar komið var skipulag á safn- aðarstjórn, og söfnuðurinn var biiinn að starfa svo lengi, að allir Islendingar í borginni, ungir sem gamlir, voru farnir að ganga að því vísu, að íslensku mess- urnar yrðu á sínum ákveðnu tímiyn, og aldrei yrði messufall, þá varð aðsóknin svo mikil að staðaldri, að hið litla bænhús Abel-Kathrine-hælisins varð of lítið. Þá fjekk söfnuðurinn kirkjusal Nikulásarkirkju til afnota, og þar hafa nú íslensku guðsþjónust- urnar verið haldnar um nokkur ár. — En auk þess, sem sr. Haukui- Gíslason hefir ’í hjáverkum sín- um þjónað íslenska söfnuðinum í 10 ár, hefir hann lagt mikið þarft og óeigingjarnt starf í það, að leiðbeina ungu íslensku fólki er til Hafnar kemur; en þangað koma oft margir ókunnugij- og vegalausir hjeðan að heiman. A sr. Haukur miklar þakkir skilið fj ’rir hið mikla starf, sem hann hefir unnið í Höfn þessi 10 ár fyrir íslensku nýlenduna þar í borginni. Ör. Haukur Gíslasou er í'æddur ‘?.ð Þverá í Fnjóskadal árið 1878. Árin 1892—94 gekk hann í Möðruvallaskólann, en fój- nokkru síðar í Datin^jkólann og útskrif- a’Wgt j^atfán fWí.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.