Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1926, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1926, Blaðsíða 5
28. febr. ’26. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 8 Trolle & Rothe h.l. Rvik. Elsta vðtry99ingarskrifstofa landsíns. — Stofnnð 1910. — |Annars vátryggingar gegn sjó og brunatjóni með bestu fáanlegum kjörum hjá ábyggilegum fyrsta flokks vátryggingarfjelögum. Margar milljónir króna greiddar innlendum vá- tryggjendum í skaðabætur. Látið því aðeins okkur annast allar yðar vá- tryggingar, þá er yður áreiðanlega borgið. ir myiidavjelina í dýrindis skiun- kápum, sýna sig þar stundarkorn í allskonar stellingum og hverfa síðan út, en koma aftur að vörmu spori í nýrri kápu og með nýjan hatt. Myndtakan gengur hálf dkrvkkjótt, því tvær stúlkurnar eru óvanar þessum „hundakúnst- um“ og horfa á myndavjehna, en það mega þær ekki gera. Inni í stóra salnum standa leik- t.jöld á víð og dreif, en aðeins á einum stað er verið að vinna. Þar er Ernst Rolf að leika í „Styr- man Oarlssons FIammor“. Leik- hússtjórinn situr á stól með hand- ritið á linjánum og einblínir á leikandann. Rolf hnerrar tveimur sekúndum of fljótt — myndin verður að takast aftur. „Akta Er, vi máste inte spolera för mycket negativ" segir ljósmyndarinn. í þessum sal er eigi aðeins hægt að leilta margar stofusýningar samtímis. Hjer er hátt til loftsins og hægt að reisa stóra sali. Hjer inni voru til dæmis leiknar kirkju sýningar í myndinni „Hver dæm- ir —?“ Raflýsingin er mjög full- komin og eftir allra nýjustu tísku. Ljósameistarinn er ánauðugur þjónn ljósmyndarans og rjett lýs- ing er veigamesta skilyrðið fyrir góðri mynd. Milli leiksalanna og áfast þeim báðum stendur þrílyft hiis. Þar eru skrifstofur leikstjóranna og umsjónarmanna, verkstæði, þar sem allar hárkollur eru gerðar, tuttugu klæðaherbergi fyrir leik- endur og á efsta lofti saumastof- ur. Þai*' er gerður fjölbreytilegri fatnaður 6n hjá nokkrum skradd- ara öðrum í endilöngu Svíaríki. Þegar út er komið, verða fyrir manni ýmsar smærri byggingar. Þar er stór trjesmíðastofa og mál- arasalur. A hæð einni skamt frá er dálítill sveitabær, sem jeg þótt- ist þekkja úr einni sænskri mynd. Stíllinn á fram- og bakhliðinni var gerólíkur, svo að bærinn get- ur gilt á við tvo. Þar inni var þó ekkert sveitaheimili heldur veit- ingastaður leikenda. ,A hlaðinu stóð gömul flugvjel auðsjáanlega úr sjer gengin, því báðir vængirn- •ir voru af henni. Jeg spurði til hvers hún væri hingað komin. -Tú, þc~;r lakajéra:::) vantaði' 6ÍOTO var Ipfhikrúfan ,ett á otað. Þá bjó hún til allar tegundir af stormi, alt frá andvara upp í fárviðri; vandinn var ékki annar en flytja hana fjær eða nær. Bak við hæðina er völlur, sem kann frá mörgu að segja, því þar hefir verið leikinn fjöldi úti- mynda. Þar brann herragarðurinn í „Gösta Berlings saga“ til kaldra ko!a og þar kofh eldur upp í kon- ungshöllinni í Stokkhólmi í mynd- innj „Carl XH“. Þar hafa orust- ur verið háðar og mörg atriði gerst, sem Selma Lagerlöf og fleiri segja frá. Vestan við leiksalina er hrúg- ald af leiktjöldum, háir trjeramm- ar með áþöndum striga. En þetta er ranghverfan. Hinumegin við blasa við múrar og turnar, þetta er Jerúsalem og þarna hefir mikill hluti af myndinni úr ,,í landinu helga“ verið tekinn. Skamt frá eru gamlar fallbyssur í ffkógar- rjóðri, þær eru frá Karli tólfta. Loks má minnast á eitt hús enn, rannsóknarstofuna, sem er i'itbúin allra nýjustu tækjum og áhöldum. Því sje tekniska með- ferðin á mvndinni ekki góð, er alt ónýtt og mvndin hvergi markaðs- vara, hversu vel sem hún er leikin f þessu umhverfi verða þær til, myndirnar, sem vinsælastar eru á íslandi, norrænustu myndirnar er gerðar eru í heiininum. Borinn saman við sum önnur kvikmynd- unarhús, t. d. Stolls í London, er „r.'!;:.stade::“ ekki liltakanlega mi1 kiifen'gle'gur. En fjelagfo hefir heldur aldrei kappkostað að fram leiða myndir í stórum stíl, öll áherslan hefir verið lögð á að gera þær vel úr garði. Og 'það liefir tekist. Menn muna allflestar sænsku myndirnar, en gleyma hin- um.. Menn muna „Sigrúnu á Sunnuhvoli“, „Þorgeir í Vík“, „Fjalla Eyvind“, „Blómið blóð- r:‘iiða,“ „Peninga Arnes“, „Mýra- kotstelpuna“, ,Herragarðssöguna‘ og „Okumanninn,“ meðfraui af því þær eru norrænar, en mest af því þær eru listaverk. Ilið norræna hefir gildi fyrir Norðurlandabúa, en sænsku mynd- irnar hafa komist um allan heim, svo það hlýtur að vera meira sein þær hafa sjer til gildis. Jafnvel kvikmyndaþjóðin mikla, Ameríkumenn, hafa orðið varir við sainkepni frá Svíum.En þeir hafa einsett sjer að verða hiu drotnandi kvikmyndaþjóð og þeir hafa peningamáttinri. pví hafa þeir tckið það ráð að seiða til sín alla leikstjóra og leikendur, sem mest ber á á heimsmarkað- inum. Þeir hafa keypt til sín þýska leilcst jóraim Lubitseh og Pola Negri. Og fyrir tveimur ár- um náðu þeir í Victor Sjöström, og Maurits Stiller er einnig kom- inn vestur. Sömuleiðis Lars Ilans- son og Einar Hanson. Dollarinn sogar alla bestu kraí'ta Evró|iu vcstur um liaf og það er efanutl livort nægilegt er til af góðum r...': aur.i í skarðið. Svensk Filmindustri heldur eigi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.