Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1926, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1926, Side 1
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. Sunnudaginn 14. mars 1926. Lærðnr skðli eða almennur mentaskóli. Eftír Porleif R. Bjarnason, yfirkennara. Enn á ný liggicr frumvarp til meðferðar fyrir Alþingi um að breyta Mentaskóla vorum í óskiftan lœrðan skóla, með líku sniði og áður vir. Enn eru þeir menn sem heimta að latinunámið verði lög- leitt aftur, eins og það var. Hjer birtist álit Þ. H. Bjarnasonar yfirkennara á þvi máli. Hann hefir, eins og kunnugt er, um langt skeið kent latinu undir stúdents-próf hjer i skólanum. Áðnr en leitast skal við að svara þeirri spurningu, hvort hin uppvaxandi kynslóð vor, sem sett cr til menta eða á að búa sig undir ýmiökonar starfsemi í þjón- nstu ríkisins, eigi að fara í svo- kallaðan lærðan skóla eða almenn- an mentaskóla, skal stuttlega gerð grein fyrir markmiði og eðli þess- ara skóla. Skal þá fyrst vikið að lærðu skólunum bæði hjer á landi og eilendis. Hver er árangur latínunámsins ? Eins og kunnugt er, hefir nám forntungnanna, latínu og grísku, verið þungamiðja kenslunnar í lærðu skólunum, og nú upp á síð- kastið einnig fræðsla í móður- málinu. En hver varð svo árang- urinn af þessu námi í hinum lærða skóla vorum, meðan hann starf- aði? Að allur þorri nemenda skildi hvorki ólesna latínu eða grísku að nokkru ráði eftir sex ára fræðslu í latínu og fimm ára í grísku. Auk þess höfðu þeir not- ið 1 til 2 vetra undirbúnings- kenslu í latínu undir skóla. Að jeg er ekki einn til frásagnar um litla kunnáttu stúdenta í forn- tungunum sýna orð prófessors Wilamowitz Möllendorffs, sem hann Ijet sjer um munn fara í ræðu einni, er hann flutti í Gött- ingen fyrir allmörgum árum: ,,Málakunnátta sú, sem stúdent- arnir ættu að rjettu lagi að hafa frá lærðu skólunum til háf<kólans, er í raun rjettri hvergi til nema í burtfararvottorðum þeirra, og verður því við æfingarnar að kenna þeini hrein og bein undir- stöðuatriði“. Síðar í ræðunni kemst hann svo að orði: „Jafnvel al- vörumennirnir á pýskalandi vita ósköp lítið um fornöldina og hirða enn minna um að vita nokkuð um hana. Þeir samræta (identificera) hana hjerumbil því, sem þeir hafa lært um hana í skólunum.“ Þetta segir einhver hinn mesti fornmála fræðingur, sem uppi hefir veri'5 síðan Madvig leið, um forn- tungnakunnáttu stúdenta á Þýska- landi, en þar hefir fornmálakensl- an í skólunum verið röskum þriðj- uni meiri eu hún var hjá oss. Hver er hin andlega tamning f orntungnanámsins ? Nú kunna menn að segja sem svo: „Pó að kunnáttu stúdenta vorra í forntungunum hafi verið allábótavant og mundi verða það framvegis, þótt vjer eignuðumst aftur lærðan s'kóla, þá veitir þó forntungnanámið þeim svo mikla andlega tamning, að þeir eru miklu betur fallnir til þess að stunda háskólanám og frekari vís- indaiðkanir en stúdentar frá hin- um almenna mentaskóla.“ Mönnum hættir við að leggja alt of mikið upp úr þessari tamn- ingu, og einkum þeim mönnum, sem ekki þekkja neina aðra æðri skóla en gamla lærða skólann vorn. Því skal tíkki neitað, að fornmálin, eins og þau hafa tíð- ujn verið kend í neðri bekkjum lærðu skólanna, hafa alið töluvert málfræðisstagl og regluþembing upp í nemendunum hjer á fyrri árum.Hinsvegar eru skoðanir upp- eldisfræðinga ærið skiftar um það, hversu liolt veganesti það sje fyr- ir nemendurna, þegar þeir eiga að fara að sjá sjer sjálfir far- borða. Og margir eru þeir, og þeir engan vegiun af verra tæg- inu, sem telja regluþembing og málfræðisstagl eitthvert hið lje- legasta andlegt fæði, sem til er. En aðalfyrirstaðan gegn því, að vjer getum eignast sæmilegan lœrð- an skóla hjer á landi, er að mlnu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.