Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1926, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1926, Side 4
4 LÉSBÖK MORGÚNBLAÐSINS. 14. ínars y26. að lieita má, lir undirbúnmgs- bekkjum mentaskólanna á Norð- urlöndum, hvort heldur þeir nefn- ast gagnfræðaskólar eða miðskól- ar. Og ætla jeg að þær hafi enn í dag mikið til síns máls. Hrapað var að breytingunni á skóla vorum 1904. Ef vjer hverfum nú að menta- skóla vorum, þá er það engum vafa undir orpið, að mjög var hrapað að breytingu þeirri, er ger var á fyrirkomulagi hins lærða skóla með bráðabirgðar- reglugerðinni 9. sept- 1904. Þar sem um svo gagngerða breytingu var að ræða, þá var ekki nóg að 'kynna sjer lög og reglugerðir ná- grannalandanna, er íslenska regln gerðin var sniðin eftir, heldur einnig — og á því reið, að minni ætlun mest — hversu þeim var framfylgt í löndum þessum. Ann- ars var viðbviið, að breytingin yrði kák eitt, að minsta kosti fyrst í stað, líkust því, er nýrri bót er slett á gamalt fat. Sumir kenn- arar fundu þá þegar til örðug- leika þessara og höfðu orð á því við yfirstjórn skólans, en því var enginn gaumur gefinn. Alt öðru vísi hafa frændþjóðir vorar á Norðurlöndum hagað sjer í þessu máli. Fyrst var liin fyrir- hugaða breyting á fyrirkomulagi liinna æðri skóla rædd allmikið af s'kólafróðum mönniun í ræðum og ritum og leitað álits allra skólastjóra í landinu um liana. Jafnframt voru kennarar styrktir til þess af almannafje að kynna sjer skólafyrirkomulag þeirra landa, er þóttu hafa komið bestri skipun á fræðslumál sín. pví næst kvöddu stjórnirnar 'nefndir kenslufróðra og áhugasamra upp- eldisfræðinga og kennara sjer til aðstoðar og sömdu svo loks með tilbeina þessara nefnda frumv. til laga um skipulag hinna æðri skóla, og voru þau síðan lögð fyrir þingin. Hjer var því, eins og menn sjá, ekki hrapað að neinu, og málið eins vandlega undirbúið og kostur var á. I Danmörku var auk þess í sept. 1899 skipuð átta manna nefnd skólamanna og háskólakennara til þess að íhuga, hvernig fræðslu væntanlegra kepnara-efna við hina æðri skóla skyldi fyrirkomið, svo að 'hún yrði sem hagnýtust. Eftir tillög- um þeirrar nefndar var í menta- skólalögum Dana frá 24. apríl 1903 veiting kennara embætta við dönsku mentastkólana bundin þyi skilyrði, að kennaraefnin hefðu leyst af hendi próf í uppeldis- fræði og raunhæfri kensluleikni. Danir komu síðan upp fræðslu í þessari grein við ýmsa menta- skóla sína og við árslok 1914 höfðu 213 kennara-efni hagnýtt sjer hana og leyst af hendi próf í henni. Hafa Danir sniðið fræðslu þessa eftir .fyrirmynd Þjóðverja og Svía, og hafa Norðmenn fyrir nokkrum árum einnig tekið hana upp. Við fræðslu þessa er lögð mest áhersla á hina svonefndu bek'kjarfræðslu („Klasseunder- visning“), er gerir sjer far um að vekja áhuga als bekkjarins á því sem ltent er í stundinni, en sneiðir hinsvegar allmikið hjá gömlu yfirheyrslu-aðferðinni. — Telja flestir málsmetandi formæl- endur mentaskólafyrirkomulags- ins, er nú tíðkast, kenslúaðferð þessa hyrningarstein hins nýja skipulags, og þykir hún einkum gefast vel í neðri bekkjum skól- anna. Hjer hefir kennurum vart verið gefinn kostur á að kynnast kenslumálum nágrannaþjóðanna. Um engar slíkar ráðstafanir er að ræða lijá oss. Til skamms tíma hefir þingið hvorki veitt neitt fje, til þess að kennarar mentaskól- ans gætu kynst hinu nýja skóla- fyrirkomulagi í nágrannalöndum vorum nje landsstjómin farið fram á, að það yrði veitt. Þeir kennarar mentaskólans, sem tek- ist hafa ferð á hendur til útlanda til þess að ta*ka sjer fram í kenslu greinum sínum eða kynnast af eigin sjón og reynd nýjungum á sviði fræðslumálanna, hafa því alt fram til síðast liðins árs orðió sjálfir að standa straum af öllum kostnaði' við slík ferðalög, og jafnvel orðið að greiða staðgöngu manni sínum tímaborgun, ef ferð- in hefir verið farin á skólaárinu. par sem kennarar skólans hafa átt svo erfiða aðstöðu í þessu efni, væri engin furða, þó að skólinn stæði að vmsu leyti að bak] öðr- um mentaskólum á Norðurlönd- um. Ef ekki eru mikil brögð að því, þá er það eingöngu að þakka skyldurækni og metnaði kennara þeirra, sem við hann starfa. Kennarar gangast hjer fyrir breytingum. Þegar ýmsir agnúar á hinu nýja skólafyrirkomulagi fóru smám- saman að koma í ljós, tóku kenn- ararnir að bera ráð sín saman til að ráða bót á þeim. Kom þeim saman um, að herða skyldi á kröfunum til burtfararprófs, með- al aiinars með því, að gera skrit'- lega þýðingu úr latínu að skyldu- námsgrein við prófið. Sumir vildu breyta einkunnagjöfinni og lengja námið í lærdómsdeildinni um eitt ár, og taka upp náttúrafræði- og stærðfræðideild við skólann. En stjórnin gaf þessum tillögum lxt- inn gaum, og alt sat við liið sama. Þó tókst 1918 að fá hert nokkuð skilyrðin fyrir uppflutning nem- anda þeirra í lærdómsdeild, er staðist hafa gagnfræðapróf. Lærdómsdeild tvískift, einkunum breytt. Mentaskólanefndin. Árið 1919 samþvkti hið háa al- þingi þingsályktún um skólamál landsins. — í II. lið henn- ar, grein 1, var svo fyrir mælt, að tvískifta skyldi þegar um haustið 3 efstu bekkjum hins al- menna mentadkóla, og væri önn- ur deildin málfræðideild og sögu, en hin náttúrufræðideild og stærðfræðideild. — Þá var í sama lið grein 2 lagt til að raun- sakað væri, hvort eigi væri heppi- legast, að færa skólann í hið sama lag og verið hafði áður en núver- andi skipulag komst á hann og taka upp sömu einkunnargjöf og vebið hafði áður, meðan hann nefnd ist lærður skóli. Skiftingin í mál- fræðideild og stærðfræðideild og breytingin á einkunnargjöfinni hef'ir reyust vel. Loks skipaði landsstjórnin samkv. þingsáltill. þessari 12. mars 1920, 2 manna nefnd til þess að rannsaka og endurskoða mestalla skólalöggjöf landsins. Tók nefndin þegar til starfa og skilaði áliti sínu um mentaskólann þegar um haustið eftir rúmra 6 mánaða yfirlegu- Skal hjer ekki kveðinn upp neinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.