Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1926, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1926, Síða 7
14. mars ’26, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 7 Bifreiðasýmug. Hinn 21. febrúar var opnuð í Kaupmannahöfn einhver hin stærsta bifreiða- og' biflijóla sýning, sem haldin hefir verið í Norð- uráííu Er hjer mynd af sýningarskálanum, bæði úti og inni. Skáli þessi stendur í Rosenörns Allé og getur tekið á móti þúsundum sýningargesta í senn. Til þess er ætlast, þegar fram í síekir, umhverfis skála þenna verði reistir minni sýningarskálar, og verð- ur þessi skáli þá einskonar almenningur, því innangengt á að verða úr honum í þá: Silkolin, Munið eftir að biðja kaupmann yðar um hina alþektu „Silkolin“ ofn- sveru. Engin ofnsverta jafnast á við hana að gæð- um! Anör. J. Bertelsen. Sími 834. Austurstræti 17 sagt að stórtap sje að missa hest- inn — sumir segja 30 þús. peseta. Með þessu er hið svo nefnda portúgalska nauta-at á enda. Það er fátítt hjer í Barcelona. Jeg hefi því verið heppinn að fá að sjá það. Og nú byrjar spanska nauta-atið. Þar er Rejoneadorinn etóki með, en í hans stað eru komnir 2 Pica- dorar. Þeir minna á Sancho Pan- za. Hestarnir eru húðarbykkjur, og er bundið fyrir annað augað á þeim. Hnakkurinn er þannig í laginu, að afturbríkin nær upp undir herðablöð á manni. ístöðin eru líkust járnkössum. Hver Pica- dor hefir 4—5 metra langt spjót i hendi. Svo eru Bandilleroarnir. Eru þeir vopnaðir stuttum lensum, sem þeir eiga að festa í nautinu. Einn af Torrerounum hefir sverð í hendi. Hann er nefndur Matador. Hinir eru vopnlausir. Þeir eiga að erta nautið og draga athygli þess frá Matadornum. Nautið kemur æðandi fram á völlinn og flögra hin mislitu bönd örvanna um háls þess. Torreroarn- ir taka að erta það, en tilætlunin er þó sú, að fá það til að ráðast á Picadorana. — Picadorarnir eru sjaldnast einfærir um að ríða fram á völlinni. Verða þá nauta- raenn að keyra hestana undir þeim með höggum og barsmíð. — Venjulegast staðnæmast svo hest- arnir innan við girðinguna, og þar ræðst nautið að þeim, rekur hornin í kvið þeirra og lyftir þeim frá jörðu, svo að framfæturnir ná aðeins niðri. Picadorinn er í sjálf- heldu upp við girðinguna; jeg sá að það varð að bera einn þeirra burtu. En takist þeim að sleppa með heila limu, verða þeir að stíga á bak aftur. Viðureigninni er e-kki lokið fyr en innýflin lafa út úr hestinum. Er hann þá sendur iít, eða fram að hliði, innýflunum troðið inn í kviðinn aftur og sárin rimpuð saman. Og svo er hann sendur fram á nýjan leik, og sleppur ekki fvr en hann fellur. Jeg sá þrisvar sinnum saumuð saman kviðsár á einum hesti. Og jeg sá annan hest, sein líkt hafði farið um, standa lireyfingarlausan nokkra stund fram við girðinguna og hníga svo niður steindauðan. pað get.ur vel verið að þjáningar hestanna sjeu ekki eins miklar og þjáningar nautanna. En það er viðbjóðslegt að horfa upp á hest- ana, og yfirleitt er leikurinn gjör- sneiddur öllu sporti. Hvert naut er látið kviðrífa tvo hesta. Það er alt og sumt. Þá er meira gaman að horfa á Bandilleroana, því að þeirra leik- ur er mjög hættulegur og úí- heimtir mikla fimi. Þeir hafa sitt gaflok í hvorri hönd og ganga framan að nautinu. Svo reka þeir bæði gaflokin í herðakampinn á bola, og þeim má ekki mistakast eitt augnablik. Boli verður auð- vitað enn verri í skapi en áður, en verði hann eigi nógu vondur, þá em festar púðurkerlihgar á skiift gaflokanna, og tryllist boli alveg þegar þær springa. Blóðið streymir niður bógana og storkn- ar í hitanum, svo að gljáir á. Þegai' mesti gállinn er af bola, ræðst Matadorinn á móti honum. Hefir hann rauða dulu á korða sínum og veifar henni að bola. Era>gir Torreroar leggja nautið að velli með einu lagi, en eitt nautið fjekk sjö liig, áður en það fjell. Leikurinn fer nðallega fram for sælumegin, þar sem heldra fólkið situr. Og þar láta nautin lífið. ef alt fer að óskum. Þegar naut er fallið, eru tveir hestar látnir draga það út af vell- inum. Eru hestarnir skreyttir á margan hátt. Tlljóðfæraflokkurinn tekur að leika, og þegar hestarnir nálgast hliðið, eru þeir reknir á stökk. Hafi nautið varist vel, hrópa áhorfendur húrra fyrir því. Hafi Matador ekki tekist að leggja naut að velli, kemur það oft fyrir, að því er gefið líf og fóstur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.