Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Síða 2
11. apríl ’26. Helgi Eiríksson. nema mundi l1/^ alin á borðstokk. Hafði stykkið fallið inn í bátinn og fossaði þar inn sjór kolblár. Greip þá hver til þess úrræðis, er honum þótti vænlegast. Helgi var kominn aftur í, til þess að báturinn lyftist að framan. Settist hann á hinn borðstokkinn til þess að halla bátnum líka. Ásmundur þreif fötu og jós upp á líf og dauða, en Þorleifur og Ari ruddu fiski útbyrðis. Síðan þrifu þeir sjóklæði þeirra fjelaga og lýsis- poka og tróðn því eins vendilega og unt var í slcarðið á bátnum, til þess að minka innstreymið, Ás- mundur hamaðist eins og ber- serkur við að ausa og hafði rjett við svo að bátinn fylti ekki. Alt þetta hafði orðið með svo skjótri svipan, að enginn tími var til umhugsunar, en einhver innri rödd skipaði þeim fjelögum, hverj- um um sig, að grípa það til bragðs, er heppilegast var, og varð það til þess að bjarga lífi þeirra. En það sögðu kunnugir, að ef 5. maðurinn, Guðmundur, hefði ver- ið með þeim í þessari sjóferð, mundu þeir allir hafa farist, því að hann var maður á'kaflega hræðslugjarn og hefði eflaust tap- að sjer alveg í þessum ósköpum. Sjest það og best á því, að þótt hann væri í landi, varð honum svo mikið um þennan atburð, að hann þorði ekki á sjó lengi á eftir. Víkur nú sögunni aftur til þeirra fjelaga. Þegar þeir fóru að athuga hvernig þeir voru_staddir, voru horfurnar eigi glæsilegar. Þe«r voru rúma hálfa danska mílu frá landi, og enginn bátur var LESBÓK MOBGTINBLAÐSINS Ásmundnr Helgason. neins staðar í nánd. Og svo komu spurningarnar þær, hvert straum- ur la’gi og hvort Ásmundur mundi hafa við að ausa er til lengdar ljeti? Sáu þeir þá, sjer til mikillar gleði, að meðan þessu hafði farið fram, hafði bátinn rekið alllangan veg beint til lands. Var nfi farið að hugsa um að ná landi. Settust þeir Ari og Þorleifur undir árar í miðrúminu og tóku að amla of- urlítið áfram, en ekkj máttu þeir taka fast á árunum, því að bát- urinn var eins og fjöður að frarn- an og jókst innrensli að mun, ef skriður kom á. Ásmundur átti ekki alveg „náðuga æfi“, því að hann varð að ausa í sífellu upp á líf og dauða. Var ekki vogandi að levsa hann af hólmi, því að ba’ði hefði þá komið stans á, og svo var hann þeirra hraustastur. Var hann þá upp á sitt besta, en hinir lítt harðnaðir unglingar. Þannig hjeldu þeir áfram þang- að til þeír komust undir land, en þaðan og inn að Karlsskála var hjer um bil hálfrar stpndar róður. Hefði margur orðinn feginn að taka land þar sem fyrst var að komið, en lognið hjelst og með- straumur, svo að þeim þótti hálf- gert „sport“ í því að halda alla leið inn að Karlsskála. Að vísu var það ekki mikil hætta, því að meðfram landi var að fara og mátti því hleypa upp, ef eitthvað bjátaði á, en það sýnir þó óbil- girni manna á þessum aldri. Úr landi sást til ferða þeirra fjelaga og þótti ferðalagið með undarlegu móti. En er þéir komu að vörinni var þar fult fyrir af fól'ki til að taka á móti þeim. Rak þar hver spurningin aðra og grjetu sumu’ feginstárum, en aðrir hlógu. pótt- ust allir hafa heimt þá úr helju, sem von var, enda gekk það kraftaverki næst, að þeir skyldi ná landi og hjálpaðist alt til þess. Fyrst og fremst það, að ekkert fum skyldi á þá koma eða þeir verða ótta slegnir er vágesturinn rakst á bátinn. Því næst það, að livalurinn skyldi einmitt liitta á þennan stað á bátnum, þrekmesti maðurinn í austurrúmi og fata í bátnum til að ausa með#); lognið og straumleysið, sem sjaldgæft er um þær slóðir. Eigi voru þeir fjelagar deigari en svo, er í land kom, að þeir fengu sjer annan bát til að sækja lóð sína. Þó varð Þorleifur eftir, en Gunnlaugur Björgúlfsson, nú bóndr-á Helgustöðum, fór í hans stað. Var nú hafður mikill við- búnaður, og hlaðin byssa látin I bátinn. En ekkert bar til tíð- inda í þeirri för. Eigi sáu þeir fjelagar neitt til hvalsins eftir það, að liann seig niður h.já bátnum. En þeim þótti sem, hann mundi hafa verið all- mjög dasaður, enda hefir hann fengið rækilega „á hann“ er liann rendi á bátinn með þessum af- skaplega hraða. Er sennilegt að hann hafi komið úr d.júpkafi og þurft að fá sjer loft, en eigi ætlað að granda bátnum, ef til vill eigi tekið eftir lionum. Báturinn var mjög sterkur, vænt fjögramanna- far, og þó var höggið svo mikið, *) Það var venja þá eystra, að hafa jafnan fötu í hverjum bát, og einnig lýsispoka, stundum tvo. Komu þeir oft að góðu haldi þeg- ar sjór og stórviðri var.Einu sinní hleypti Helgi úr Seley í austan- ro’ki og setti þá lýsispoka á aftari kinnung, eigi svo mjög þeirra vegna, því að báturinn var stór og góður, en á eftir var smá- bátur og á honum aðeins tveir menn. Hjelt sá bátur í kjölfar hinna og var eins og hann sigldi í rjómalogni alla leið, þar sem lýsisrákin var, en hefði sennilega ♦ aldrei náð landi að öðrum kosti. Nú hafa margar þær varúðarregl- ur, er áður þóttu sjálfsagðar á sjó, lagst niður, því miður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.