Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Side 3
11. apríi ’26. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Í^TEASROng; JllNC WATI'' 80VR1L LIMITED LONDON BOYRIL VEITIR ÞJER DUG OgI ÞllEK OG EYÐIR ALLRI ÞREYTU. 1DREKTU BOVRIL VIÐ VINNUi Íþína, því bovail heldurI ÞJER STARPSHÆFUM. Fyrir gamalt fólk, sem þjáist af svefnleysi, er þessi hjartastyrkjandi og heilsusamlegi drykkur mjög ákjósanlegur. Notaðu aðeins % teskeið í einn bojla af heitu vatni og þá færðu sarastundis óviðjafnanlegan, næTandi drykk. Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar, sími 300. að það var eins og klipt væri úr lionura stórt skarð. Og svo nærri Helga kora bvalurinn, að spán- nýjar sjóbuxur, sera hann var í, flettust sundur, eins og þær hefði verið skornar raeð hnífi, en Helga sakaði eigi. Enginn veit livaða hvalur þetta hefir verið, en í brotum bátsins var mikið af hvelju, sem skófst af honura, og var hún loðin. Var hveljan sett í spiritus og send tii útlanda ásamt fyrirspurnum um það, af livaða hvaltegund liún mundi vera, en af lienni hefir ekki frjest síðan. Garalir menn þar eystra, sögðu að þetta mundi liat'a verið „katthveli“, en hvort sú hvaltegund er annarstaðar til en í írayndun raanna, skal ósagt látið. Af þeim fjelögura eru nú aðeins tveir á lífi, Asmundur og Helgi. Asmundur er hreppsnefndarodd- viti í Helgustaðahreppi, en Helgi búsettur hjer í bænum og er frá- sögn þessi fengin hjá honujn. Frá þvl að fyrstu holurnar fyr- ir simastaurunum votu grafnar og alt til þe8s, að furðuverkið var fullkomnað, var ekki um annað talað um þvera og endilauga Moldársveit en símann. Hann var kominn í ýms útkjálkahjeruð landsins áður og um allar þjett- býlli sveitir og þektist því af af- spurn. En Moldársveit var í kjör- dœmi sem hafði sent stjórnarand- stæðing á þing og sat þessvegna á hakanum lengi v(l. Svo skiftu þeir um þingmann vestur þar og þá kom síminn. Allir töluðu um símanu, þetta galdratæki nútímans. En enginn var þó eins gagntekinn af nýung- ínni og Guðbrandur á Yxnalæk og alt hans hcimafólk. Og það var engin furða, því Guðbrandur átti að verða símastjóri. Margir höfðu litið vonaraugum til þess- arar vegtyllu. Embættismennirnir eru í hávegum hafðir og þarna var frama von. En Guðbrandur varð hlutskarpastur, fyrst og íremst af því, að Yxnalækur lá — í miðri sveit og alveg í síraaleið- inni. En ekki eingöngu þessvegna. Guðbrandur var gæddur öllum þeim kostum sem símastjóra mega prýða, hann var samviskusamur, þagmæÍ8kur og rómsterkur og góður heim að sækja. Og því undu fiestir því vel, að hann fjekk þessa vegtyllu. Aður hafði hann verið nautgriparæktunarfjelags- eftirlitsmaður og sýsluvegagerð- arverkstjóri og er það sönnun fyrir áliti því, sem hann naut í hjeraði Og nú varð hann sima- stjóri. Þetta embætti bar af hin- um fyrri og hann ákvað strax, að nota símastjóratitilinn eingöngu framvegis bæði í ræðu og riti. Hann var stuttur, laggóður og til- komumikill, liinir voru bragðdauf- ir í samanburði við hann og þess- utan svo ,langir að fæstir nentu að nota þá í ávarpi eða skrifa þá utan á brjef. En vandi fylgir vegsemd hverri. Guðbrandur gekk þess ekki dul- inn. En hefði hann rent grun í hve mikill vaudi fylgdi nýju vegsemdinni, mundi hann aldrei hafa tekið 1 tnál að verða síma- stjóri. Ilann var ólærður i eðlisfræði og sjerstaklega hafði rafmagnið altaf verið honum ráðgáta, eins og alt sem ósýnilegt er. Það gat boi'ist eftir þræðinum þótt hann væri ekki holur. Og það var stór- hættulegt og var notað til þess að drepa glæpamenn með i Am- eríku. Guðbrandur fjekk lánaða eðlisfræði hjá barnakennarauum og las þar alt sem skrifað Btóð um rafmagn, en var litlu nær, því hann vantaði öll tilrauna- áhöld. Nema eitt. Hann tók kött inn og strauk honum fram heilt sunnudagskvöld, en því miður bættist honum lítið fræðsla um leyndardóma talsímans við það. Guðbrandur hafði fengið notk- unarreglur, reglugerðir og leiðar- visa frá símastjórninni og las þetta með athygli frá raorgni til kvölds, og lærði sumt utanað. Hann gat ekki um annað hugsað en símann. Þar var hann bók- staflega vakinn og sofinn. Á nótt- unni dreymdi hann um símann og í svefnrofunum á morgnana var »halló« fyrsta orðið sem kom Símastjórinn á Yxnalæk. Eftir T o b i a s.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.